Morgunblaðið - 11.03.1994, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994
19
Karl Tryggvason prófessor leiðir hóp vísindamanna í Finnlandi
Fundu fyrstir orsök
arfgengs húðsjúkdóms
RANNSÓKNIR Karls Tryggvasonar vísindamanns og samstarfs-
manna hans á grunnhimnu likamans hafa vakið mikla athygli
víða um heim og hú nýlega birtist umfjöllum um þær í finnska
dagblaðinu Helsingin Sanomat, þar sem greint var frá því að
hópurinn hefði fundið áður óþekkta orsök ákveðins arfgengs
húðsjúkdóms. Hafa vísindagreinar um efnið birst í bandarískum
vísindaritum eins og Nature Genetics og Cell Biology.
Húðsjúkdómurinn sem hópi
Karls tókst að finna orsökina á
heitir Junctionalis Epidermolysis
Bullosa, en hann lýsir sér þannig
að blöðrur myndast á húðinni og
hún flagnar af. Karl segir að sjúk-
dómurinn verði þannig að stökk-
breyting verði á ákveðnu próteini
í grunnhimnu húðarinnar, sem
tengir húðfrumurnar við bandvef-
inn undir húðinni.
Karl er prófessor í lífefnafræði
Peres sam-
mála Jóni
Baldvin
JÓN Baldvin Hannibalsson,
utanríkisráðherra, sendi hinn
27. febrúar sl., Shimon Peres,
utanríkisráðherra Israels, orð-
sendingu þar sem m.a. var lýst
andúð og hryggð yfir því mis-
kunnarlausa blóðbaði sem fram-
ið var af ísraelskum öfgamanni
í bænahúsi í Hebron. Utanríkis-
ráðherra lýsti jafnframt áhyggj-
um sínum yfir hugsanlegum
áhrifum þessa voðaverks á frið-
arviðræðurnar í Mið-Austur-
löndum og áréttaði að grípa
þyrfti til allra tiltækra ráðstaf-
ana til að koma í veg fyrir stig-
mögnun átaka og tryggja að
samningaviðræðum ísraels og
Frelsissamtaka Palestínumanna
um sjálfstjórn Palestínumanna
yrði fram haldið.
Borist hefur svarbréf frá Shim-
on Peres þar sem hann lýsir megnri
vandlætingu á því ólýsanlega voða-
verki sem framið var gegn sak-
lausu fólki við bænahald í Hebron.
Fram kemur að hann skilji vel þær
áhyggjur sem fram hafa komið um
áhrif þessa sorglega atburðar á
friðarsamningaferlið, en lýsir því
jafnframt að ríkisstjórn ísraels
muni gera sitt ýtrasta til þess að
friðarviðræðurnar komist aftur á
skrið eins fljótt og kostur er.
Ákvarðanir ríkisstjórnar Israels í
kjölfar blóðbaðsins sýni hve alvar-
legum augum ísraelsk stjórnvöld
líti á málið. Lýsir ísraelski utanrík-
isráðherrann þeirri sannfæringu
sinni að einungis með því að fylgja
eftir friðarsamningunum sé von til
þess að bijóta megi þann vítahring
ofbeldis sem htjáð hafi Mið-Aust-
urlönd um langan tíma og gefa
þeim þjóðum, sem þar búa, vonir
um betri tíð.
við náttúruvísindadeild háskólans
í Oulu og er einnig yfirmaður líf-
fræði- og lækningamiðstöðvar
hans. Undir hann heyra tólf hópar
vísindamanna, alls 180 manns, í
svokölluðu Biocenter sem fæst ein-
göngu við rannsóknir á sviði lækn-
is- og líffræði. Þar af stjómar
Karl eigin 25 manna hóp sem
stundar rannsóknir á grunnhimn-
unni sem þekur líkamann og líf-
færi hans.
Karl segir að margir sjúkdómar
eigi upptök sín í grunnhimnunni
og þetta er ekki fyrsta skipti sem
hópurinn finnur orsök sjúkdóma,
því fyrir um þremur árum fann
hann orsök arfgengs nýmasjúk-
dóms, sem einnig þekkist hér á
landi.
Karl segir að samkeppnin sé
hörð í heimi vísindanna og það
hafi fleiri rannsóknastofur víða um
heim verið að leita að orsök þessa
húðsjúkdóms, í þessu tilfelii hafi
samkeppnin verið við Harvard og
Stanford. Hópur sinn hafi hins
vegar fyrstur fundið genið og síðan
haft samstarf við hóp í Philadelp-
hiu í Bandaríkjunum sem átti sýni
úr sjúklingum til rannsókna.
Það hefur mikla þýðingu fyrir
vísindamenn að vera fyrstir með
slíkar uppgötvanir og vinna þar
með kapphlaupið, segir Karl.
„Þeir sem veita fé til rannsókna
gera sér grein fyrir að þær rann-
sóknir sem við gemm standa fram-
arlega og vilja styrkja okkur,“ seg-
ir Karl. Hann segir að Helsingin
Sanomat hafi líkt þesu við að vinna
til verðlauna á stóru íþróttamóti,
það væri tekið eftir þeim sem ynnu
gullið.
Góður árangur leiddi yfirleitt til
frekari styrkja og viðurkenninga í
framtíðinni. „Þegar maður fær
svona góðar niðurstöður er það
sigur fyrir okkur.“
Karl hefur búið í Oulu að mestu
leyti síðan 1967, en þangað flutti
hann strax að loknu stúdentsprófi
til að læra arkitektúr. Hann skipti
yfir í læknisfræði nokkram áram
síðar, varð læknir árið 1975 og
lauk doktorsprófi árið 1977. Hann
hefur einnig dvalið fjögur ár í
Bandaríkjunum við rannsóknir og
flutti aftur til Oulu árið 1985.
Hann segir að rannsóknamið-
stöðin í Oulu, sem er um 130.000
manna borg í Norður-Finnlandi,
sé leiðandi í lífefnafræði í Finn-
landi, en háskólinn þar sé sá nærst-
stærsti í landinu með um 11.000
nemendur.
Líffræðimiðstöðin er afkasta-
mikil á sviði læknis- og líffræði-
rannsókna, segir Karl, og fær til
þess bestu styrkina sem um ræðir
í Finnlandi. Sem dæmi nefnir hann
að þrátt fyrir að framlag til háskól-
ans hafi verið lækkað um 30% á
þessu ári hafi framlagið til rann-
sóknastofnunarinnar hækkað um
100%. Hún hafi einnig nýlega ver-
ið valin ein af tólf bestu stofnunum
í vísindum í Finnlandi, enda gangi
vinnan mjög vel og rannsóknastof-
an framleiddi mikið.
Samkirkjuleg bæna-
vika hefst í Reykjavík
ÁRLEG samkirkjuleg bænavika sem haldin er á vegum Samstarfs-
nefndar kristinna safnaða hefst sunnudaginn 13. mars. Að þessu
sinni er lögð áhersla á fjölskyldu Guðs og nauðsyn þess „að safna
saman í eitt dreifðum börnum Guðs“ (Jóh. 11, 52).
Bænavikan hefst með guðsþjón-
ustu í Dómkirkjunni sunnudaginn
13. mars kl. 11 og þar predikar
Eric Guðmundsson, forstöðumaður
Aðventsafnaðarins. Frá miðviku-
degi til laugardags verða kvöld-
samkomur sem allar hefjast kl.
20.30. Miðvikudaginn 16. mars er
samkoma í Kristskirkju í Landa-
koti og þar predikar Hafliði Krist-
insson, forstöðumaður Fíladelfíu-
safnaðarins. Fimmtudaginn 17.
mars er samkoma á Hjálpræðis-
hernum og þar predikar herra
Ólafur Skúlason, biskup íslands.
Föstudaginn 18. mars er samkoma
í Aðventkirkjunni við Ingólfsstræti
og þar predikar sr. Jakob Rolland,
biskupritari kaþólsku kirkjunnar' á
íslandi. Laugardaginn 19. mars er
samkoma í Fíladelfíukirkjunni í
Hátúni 2 og þar predikar sr. Hjalti
Guðmundsson. Bænavikunni lýkur
með guðsþjónustu í Grensáskirkju
sunnudaginn 20. mars kl. 14 og
þar predikar Erlingur Níelsson frá
Hj álpræðishernum.
Samstarfsnefnd kristinna trúfé-
laga er skipuð eftirtöldum fulltrú-
um: Sr. Hjalta Guðmundssyni,
dómkirkjupresti, sr. Halldóri Grön-
dal, sóknarpresti í Grensáskirkju,
Eric Guðmundssyni, forstöðu-
manni Aðventsafnaðarins, Major
Daníel Óskarssyni, yfirforingja
Hjálpræðishersins á íslandi, Haf-
liða Kristinssyni, forstöðumanni
Fíladelfíusafnaðarins, og sr.
Patrick Breen, sóknarpresti í
Kristskirkju í Landakoti.
Hringdu eftir eintaki!
Fötin fyrír sumarið og sólina!
Full búð af frábærum sumarfatnaði!
A /
HVERT KILQ. flf
Bestu kaupin í lambakjöti á adeins 398kr./kg
íncestu verslun