Morgunblaðið - 11.03.1994, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 11.03.1994, Qupperneq 11
11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994 Erlendar kvikmyndir teknar hérlendis Stallone leikur í framtíðarmynd VÖÐVAFJALLIÐ Sylvester Stallone kemur hingað til lands síð- sumars ásamt flokki vélmenna vegna töku á útisenum í kvikmynd- inni Judge Dredd. Honum fylgja vitanlega mennskir meðleikarar og ýmsir aðstandendur myndarinnar. Vilhjálmur Knudsen kvik- myndagerðarmaður er tengiliður framleiðandans á íslandi. Hann segir leikmyndina nú vera í smíðum í London, þar sem myndað verður í stúdíói, og ráðning leikara standi fyrir dyrum. Tökur hefjist ytra í júlíbyrjun. í næsta mánuði hefjast hér tökur á vík- ingamynd Michaels Chapmans og Pauls Gourians. Snorri Þórisson er framkvæmdastjóri myndarinnar sem öll verður tekin á Islandi. Úr teiknimyndasögu um Dredd dómara. Friðrik Vignir leikur á orgel kirkjunnar og Jesu meine Freude, fímmradda mót- etta, sem Selkórinn flytur undir stjórn Jóns Karls Einarssonar. Tónleikar þessi eru þeir fyrstu af þrem- ur sem Selkórinn tekur þátt í, ásamt öðrum flytjendum nú í mars. Hinir tveir eru tónleikar kórsins og Ingibjargar Guð- jónsdóttur sópransöngkonu, í Vinaminni á Akranesi, þriðjudaginn 15. mars kl. 20.30 og tónleikar á Listahátíð Seltjarn- ameskirkju, sunnudaginn 20. mars kl. 20.30. Verð aðgöngumiða á tónleikana í Landakotskirkju er 700 krónur og verða þeir seldir við innganginn. Einnig er hægt að fá miða nú þegar hjá kórfélögum. Leiklist „Draumórar“ á Logalandi . Borgarfjörður. Ungmennafélag Reykdæla frumsýnir söngleikinn „Draumóra" eftir Þorvald Jónsson með tilbrigði við tónlist eftir Magnús Eiríksson, laugardaginn 12. mars kl. 21 á Logalandi í Reykholtsdal. Leikstarf hefur verið ríkur þáttur í starfi Ungmennafélags Reykdæla. Fyrsta leiksýning mun hafa verið'1915 í Loga- iandi og var þá flutt leikritið „Sýslufund- urinn", voru sýningar átta alls. Leikstarfsemi hefur verið regluleg síð- an og nú verður það söngleikurinn „Drau- mórar“ éftir Reykdælinginn Þorvald Jónsson bónda í Brekkukoti. Söguþráðurinn er um einbúa sem hyggst festa ráð sitt en langar að skoða næturlífið í Reykjaík áður en af því verð- ur. Og ekki er að spyija að, ævintýrin eru mörg og skemmtileg sem einbúinn lendir í. Hljómsveitarstjóri er Björn Leifsson í Borgarnesi og helstu leikendur eru Pétur Jónsson, Jón Eyjólfsson, Sigríður Jóns- dóttir, Steinunn Geirsdóttir og Guðbjörg Heiðarsdóttir. Leikstjóri er Þorvaldur Jónsson. Bernhard. Bókmenntir Norsk bókakynning í Norræna húsinu Jan Erik Vold verður kynntur á síð- ustu bókakynningu vetrarins í Norræna húsinu iaugardaginn 12. mars kl. 16. Jan Erik Vold hefur sent frá sér 16 ljóðasöfn frá því að fyrsta bók hans „Mellom speil og speil“ kom út árið 1965. Fjórða bók hans „Mor Godhjertas glade versjon. Ja“, sem kom út 1968 hefur selst í meira en 20.000 eintökum. Einnig hafa verið gefín út fjögur bindi með greinum úr blöðum og tímaritum þar sem hann hefur verið afkastamikill greinahöfundur. Hann hefur verið rit- stjóri nokkurra bókmenntatímarita svo sem Vinduet og Basar. Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn og aðgangur er ókeypis. Fyrir börn Umferðarálfurinn Mókollur Um þessar mundir er leikhópurinn Möguleikhúsið að sýna nýtt íslenskt Pétur Eggerz og Bjarni Ingvars- son í hlutverkum bíla. barnaleikrit sem heitir Umferðarálfurinn Mókollur. Sýningin er unnin í samvinnu við Umferðarráð og með stuðningi frá menntamálaráðuneytinu, Landsbanka Is- lands, Vátryggingafélagi íslands og Eim- skip. Með sýningunni á Mókolli hefur Mögu- leikhúsið fímmta starfsár sitt. Frá upp- hafí hefur hópurinn einbeitt sér að því að sýna fyrir yngstu áhorfendurna og er í dag eini starfandi atvinnuleikhópurinn (að brúðuleikhúsi undanskildu) sem helg- ar starf sitt eingöngu þeim aldurshópi. Umferðarálfurinn Mókollur er ferða- sýning ætluð leikskólum og yngstu bekkj- um grunnskóla. Þar er leitast við að kenna börnunum að varast þær hættur sem helst kunna að verða á vegi þeirra í umferðinni um leið og þau upplifa ævin- týraheim leikhússins. í leikritinu segir frá álfinum Mókolli sem býr í litlum álfhól. Dag einn vaknar hann við vondan draum þegar umferðar- gata er lögð þvert í gegnum hólinn. Þá þarf Mókollur að læra að komast leiðar sinnar í umferðinni án þess að fara sér að voða. Höfundur leikritsins er Pétur Eggerz, söngvar eru eftir Bjarna Ingvarsson, Hlín Gunnarsdóttir hannaði leikmynd og bún- inga og leikstjóri er Stefán Sturla Sigur- jónsson. Leikarar eru Gunnar Heigason, Bjarni Ingvarsson og Pétur Eggerz. Judge Dredd vakti upphaflega athygli í lagi Prince Busters um óhóflega strangan dómara á Jama- íku. Lagið varð vinsælt á Bretlandi og seinna voru gefnar út teikni- myndasögur um Dredd dómara eða „Judge 400 Years“ eins og hann er kallaður vegna þungra refsinga. í teiknimyndunum hefur Dredd misst eiginlegt dómaraumboð en tekur óbeðinn að sér að kveða upp dóma og framfylgja þeim. Kvik- myndin sem nú er í undirbúningi byggist á myndasögunum, en Stallone er ekki ólíkur aðalsögu- hetjunni. Hann á að leika titilhlut- verk myndarinnar, sem gerist í Bandaríkjunum eftir 5-600 ár. Þar er allt skrælnað og vargöld ríkir í eyðimörkinni. Dredd dómari eyðir ekki tímanum í kjaftæði og hlífir engum sem hann telur bijóta regl- ur samfélagsins. Innitökur hefjast að sögn Vil- hjálms í London 1. júlí og eiga að standa í þtjá mánuði. „A miðju tímabilinu er fyrirhugað að koma hingað,“ segir hann, „einhvern tíma síðsumars. Nokkrir tökustaðir koma til greina og enn er óákveð- ið hver verður fyrir valinu. Gífurleg hönnunarvinna liggur í þessari mynd og henni er ekki lokið.“ Leikstjóri Judge Dredd verður Danny Cannon. Hann er að sögn Vilhjálms aðeins 25 ára en hefur leikstýrt myndinni Young Americ- ans þar sem Björk söng titillagið. Þtjú fyrirtæki standa að Stallone- myndinni; Cinergis Productions, Edward Pressman Films og Holly- wood Pictures. Vilhjálmur hefur einnig verið í sambandi við undirbúningsaðila Disney-myndar sem gera á eftir sögu Jules Verne, Journey to the Center of the Éarth (ísl. þýð. Leyndardómar Snæfellsjökuls). Tökur áttu að fara fram í sumar, að hluta til hérlendis, en hefur verið frestað. Rætt hefur verið um nöfn eins og Sean Connery í aðal- hlutverk en leikstjórinn heitir Charlie Raid. Víkingar . Tökur hefjast í apríl á víkinga- mynd Michaels Chapmans. Hann samdi handritið ásamt Paul Gour- ian og þeir hafa að undanförnu dvalist hérlendis til undirbúnings. Milli 50 og 100 manns munu starfa við myndina og helmingur þeirra eða þar um bil verða Islendingar. Justine Pictures framleiða mynd- ina og New Line Cinema mun ann- ast dreifingu. Hún verður í anda íslendingasagna, en Chapman mun hafa heillast af þeim sem drengur. Hann er annars reyndari tökumað- ur en leikstjóri og kvikmyndaði til að mynda Taxi Driver, Raging Bull, Jaws og Flóttamanninn, sem hann er nú nefndur til Óskarsverð- launa fyrir. Víkingamyndin gengur enn undir vinnuheitunum Kjartan’s Tale eða Icelandic Sagas, rætt hefur verið við fjölda erlendra og íslenskra leikara en ekki skrifað undir samninga við þá. Það verður á næstu dögum, enda stutt í að tökur hefjist. Þeim lýkur í maílok. Þ.Þ. R E N A U L T R N - með hörkuskemmtilegri og sparneytinni 1400 vél. HAGSTÆÐUSTU BÍLAKAUP ÁRSINS? Fallegur fjölskyldubíll á aðeins kr. 1.169.000, STAÐALBÚNAÐURINNIFALINN I KYNNINGARVERÐI: l400cc vél - bein innspýting. 80 hö. din. Eyðsla 8,1/100 km, innanbæjar . Rafdrifnar rúðuvindur framan. Vökvastýri. Olíuhæðarmælir í mælaborði. 460 lítra farangursrými. Utvarp með kassettu. Ryðvörn, skráning. Fjarstýrðar samlæsingar. Fjarstýrðir útispeglar. Oryggisbitar í hurðum. Vönduð innrétting. Snúningshraðamælir. Vetrardekk. 1 Málmlitur. 1 Veghæð 17 cm. $ RENAULT - fer á kostuml Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1 • Reykjavík • Sími 686633

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.