Morgunblaðið - 11.03.1994, Síða 48

Morgunblaðið - 11.03.1994, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994 Farsi Með mor^unkaffinu Ertu búinn að vera lengi hérna? Ást er... \Z-<) . . . upphringing um miðja nótt. TM Reg. U.S Pat Otf,—all rights reserved ° 1993 Los Angeles Times Syndicate HÖGNI HREKKVÍSI BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Peningakeðjubréf - Atvinnuskapandi? Frá Sonju Viðarsdóttur: Mig langar til að skrifa um pen- ingakeðjubréfin sem hafa verið í gangi undanfarið. Ég er alls ekki sammála um að það eigi að banna þau. Útaf peningakeðjubréfí nokkru í Þýskalandi hefur verið stofnað fyrir- tæki með 17 starfsmönnum (að ég seinast vissi) sem vinna eingöngu við þessi bréf. Hér á Islandi er víst búið að stofna svipuð fyrirtæki. Eins og efiaust flestir vita þá margfaldar bréfið sig eftir því sem það gengur lengra, og eykst þá auð- vitað vinnan með hveiju keyptu bréfí, hjá þeim fyrirtækjum sem halda utan um þau. Með tímanum þarf því að bæta við starfsfólki til að hafa undan öllu þessu. Fyrirtæki þessi taka auðvitað þóknun fyrir. svo þannig geta þau borgað starfsfólki sínu laun, og skapað þar með at- vinnu. (Þá myndu útgjöld vegna at- vinnuleysisbóta minnka.) Með tilkomu vissra peningakeðju- bréfa náðu svokölluð Alþjóðleg frí- merki að seljast upp á flest öllum pósthúsum á höfuðborgarsvæðinu. Á því hefur ríkið grætt þónokkuð mik- ið. Oftast þarf að senda eitthvað af gögnunum með pósti og flestir velja þá ábyrgðarpóst. Þar koma peningar inn. Einnig hlýtur velta bankanna að hafa aukist því flest öll bréfín fara í gegnum þá. Peningarnir sem fólk notar í þessi Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. bréf eru þau laun sem það hefur þegar borgað skatta af. Af hveiju ætti frekar að leyfa spilakassa, lottó, happdrættismiða og þ.h. frekar en peningakeðjubréf? Gengur þetta ekki allt út á það sama? Maður leggur út einhvetja upphæð, og vonast svo til að vinna hærri upphæð. Þú veist í báðum tilfellun- um að þú tekur vissa „áhættu". Kannski nærð þú ekki að selja bréf- in þín, eða eins og í sumum pening- akeðjubréfum sem enginn heldur utan um, ná kaupendur þínir ekki að selja, og þá færð þú auðvitað engan gróða. Þannig er eins-farið með spilakassa, lottóið o.s.frv. það er ekkert öruggt að þú vinnir. Þú veist um „áhættuna" sem þú tekur í báðum tilfellunum. (Ég hef per- sónulega ekki grætt á þessu eftir að hafa tekið þátt, en veit samt að margir hafa verið heppnir.) Spila- kassar, lottó og happdrætti eru til styrktar ýmsum góðum málefnum svo sem Rauða krossinum, ýmsum íþróttahreyfingum o.fl. Svipað og það, þá fær t.d. ríkið (pósthúsin) inn peninga og sumt fólk fær atvinnu af peningakeðjubréfum. Það tel ég einnig vera gott málefni. Ég legg til að það verði frekár lögð áhersla á að leita uppi það sem skiptir meira máli og hefur neikvæð áhrif (heldur en að eltast við að taka saklaus keðjubréfin af fólki), t.d. með því að leita uppi þá sem þiggja atvinnuleysisbætur, en hafa þó tekj- ur af atvinnu sem þeir gefa ekki upp, eða þá að leita af meiri krafti uppi landasalana. SONJA VIÐARSDÓTTIR, Suðurbraut 28, Hafnarfírði. Geð ver ndarfélag Islands mótmælir Frá Jóni G. Stefánssyni: Geðverndarfélag íslands mót- mælir því að kostnaður sjúklinga vegna lyíjameðferðar við þunglyndi sé aukinn sérstaklega. Með reglugerð heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins frá 23.2. 1994 er sérstaklega lögð auk- in kostnaðarbyrði á þá er þurfa á tilgreindum lyfjum að halda sem notuð eru við þunglyndissjúkdóm- um og í nokkrum .öðrum tilvikum. Aðgerð ráðuneytisins stuðlar að því að fækka þeim sem meðhöndl- aðir eru með tvíhringlaga afbrigð- um geðdeyfðarlyfja, að stytta tíma- lengd slíkrar meðferðar og að beina læknismeðferð þunglyndis í annan farveg en hún hefur komist í með aukinni þekkingu. Allt er þetta óskynsamlegt. Stór hluti þeirra er þjást af þunglyndis- sjúkdómum fær aldrei viðeigandi meðferð með viðtölum og geðdeyfð- arlyfjum. Þeim sem fá slíka með- ferð þarf að fjölga en ekki fækka. Þeir sem fá lyfjameðferð fá oft. ekki nægilega lyfjaskammta og í of stuttan tíma. Því þarf að auka notkun geðdeyfðarlyfja en ekki draga úr henni. Eldri lyfin sem ráðuneytið beinir notkuninni til hafa mun meiri aukaverkanir en tví- hringlaga .afbrigðin og eru miklu hættulegri í ofskömmtum. Notkun þeirra er því mun erfiðari fyrir sjúklinginn og hefur miklu meiri vandamál í för með sér en notkun tvíhringlaga afbrigðanna. Geðverndarfélag íslands styður sparnað í ríkiskerfinu en mótmælir því harðlega að þeim sem þjást af þunglyndi eða öðrum geðtruflunum sé gert að spara umfram aðra og að heilbrigðis- og tryggingarmála- ráðuneytið hvetji til að beitt sé úr- eltri meðferð. Fyrir hönd stjórnar Geðvemdar- félags íslands. JÓN G. STEFÁNSSON, formaður. Yíkverji skrifar „VW EPU/M MBÐ NVJA FVLLINGU SE/H . KANN LÍ 1<A VEL." að er kannski að bera í bakka- fullan lækinn að skammast yfir skemmtiþættinum „Á tali hjá Hemma Gunn“ eina ferðina enn, ekki síst þar sem Víkveija skilst að enn þann dag í dag, sé þessi ofurþreytti þáttur, með hinum ofur- þreytta stjórnanda Hermanni Gunnarssyni, alvinsælasta sjón- varpsefni, sem Ríkissjónvarpið býð- ur nefskattgreiðendum sínum upp á. Víkveiji getur þó ekki stillt sig um að fara nokkrum orðum um þá alvarlegu misnotkun stjórnandans á sjónvarpi allra landsmanna, sem hann varð vitni að, er hann horfði á ofangreindan þátt í fyrrakvöld. x x x Að því er Víkveija skilst, þá var þessi þáttur í fáu frábrugðinn fyrri þáttum, þar til líða tók á hann. Blómasendingar til stjórnandans, stjórnandinn mærður í hástert af blómasendum, aðalgestur var til staðar, falda myndanvélin var til staðar, og allt virtist ætla að verða samkvæmt hundrað og eitthvað þátta formúlu. Þá gerðust þau und- ur og stórmerki, að stjórnandinn greindi landslýð frá því, að eitt hans viðfangsefna í þessum þáttum hefði verið að kynna landsmönnum það sem helst væri á döfínni í leik- húslífí hér á landi. Að þessu sinni yrði um kynningu að. ræða á skemmtun sem nú væri á boðstólum á Hótel íslandi. xxx En hvað kom svo á daginn? Hvaða brodd eða nýjung í leikhúslífi landsmanna hafði stjórn- andinn ákveðið að leyfa Landanum að fá örlitla innsýn í? Jú, það var skemmti„sjóv“ á Hótel íslandi, í flutningi Sumargleðinnar. Stjórn- andanum láðist að geta þess, þegar hann kynnti Sumargleðifólkið, að hann.sjálfur - Hermann Gunnarsson - er einn höfuðpaurinn í þessu ör- þreytta skemmtigengi, og hefur verið um árabil! Síðan voru þau leidd fram á sjónarsviðið, hvert á fætur öðru, Sumargleðifólkið, hvert með sitt „sólónúmer". Fyrstur kom fram Bessi Bjarnason, síðan þau Magnús Ólafsson, Þorgeir Ást- valdsson, Ómar Ragnarsson, Ragn- ar Bjarnason, Sigríður Beinteins- dóttir og loks hver? Auðvitað enginn annar en sjálfur Hermann Gunnars- son, sem Ömar Ragnarsson dró að sjálfsögðu nauðugan viljugan upp á sviðið, svo að allt liti þetta nú eðlilega út í augum sjónvarpsgláp- ara og enginn hefði það á tilfinning- unni að einn höfuðpaurinn í Sumar- gleðinni, sjálfur Hermann Gunnars- son, sem jafnframt er stjórnandi þáttarins Á tali hjá Hemma Gunn, væri í skjóli dagskrárgerðar sinnar, að troða sér fram og trana, í auglýs- ingaskyni fyrir gróðavertíð þá sem framundan er, þegar Sumargleðin bregður undir sig betri fætinum og hrellir landsmenn vítt og breytt um landið með eldgömlum og þreyttum lummum sínum. xxx Hvernig má það vera að svona lagað er látið viðgangast á stofnun sem er ríkisfjölmiðill og vill standa undir því að vera fjölmið- ill allra landsmanna, enda í eigu þjóðarinnar? Er þessi stofnun, með öllum sínum stjórnendum algjörlega stjórnlaust fyrirbæri? Spyr sá sem ekki veit.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.