Morgunblaðið - 11.03.1994, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994
Hagkaup, Bónus og Pennzoil-umboðið um verðmyndun olíuvara
Lægra verð með því að
stilla álagningu í hóf
UMBOÐSAÐILI Pennzoil á íslandi segir ástæðu lægra verðs á smur-
þjónustu og fjölþykktarolíu hjá sínu fyrirtæki fyrst og fremst þá að
það flytur sína olíu inn sjálft og stillir álagningu í hóf. Óskar Magnús-
son forstjóri Hagkaupa andmælir ummælum Geirs Magnússonar for-
stjóra Esso í Morgunblaðinu í gær í þá veru að sú spurning hljóti að
vakna hvort verslunin sé að selja olíu án álagningar og segist leggja
25,6% á kostnaðarverð. Jón Ásgeir Jóhannesson verslunarstjóri í Bón-
us segir kostnaðarverð Mobil Super, sem seld er í versluninni, um
10-12 krónum lægra en hjá Hagkaupum og að álagningin sé um 15%.
Óskar Magnússon segir að versl-
unin flytji inn Texaco-olíu beint frá
Bandaríkjunum. „Kostnaðarverðið
þegar varan er komin til okkar er
93 krónur fyrir 0,946 lítra. Síðan
þegar búið er að leggja á er olían
seld á 147 krónur og mér reiknast
svo til að það sé 25,6% álagning.
Þó að maður sé að öllu jöfnu ekki
að upplýsa um álagningu á einstök-
um vörutegundum vil ég að hið sanna
í þessu máli komi fram. Hið krítíska
í málinu er það að þeir hjá olíufélög-
unum hljóta að fá lægra innkaups-
verð en ég því þeir kaupa miklu
meira magn í einu. í öðru lagi liggurí
það þá væntanlega fyrir að þeir
leggja miklu meira á vöruna, vegna
þess að þeir, eins og þeir segja sjálf-
ir, eru með miklu meiri þjónustu. Á
þau rök er að sjálfsögðu hægt að
fallast og þá er það mat hvers og
eins hvort hann telur þá álagningu
réttlæta þjónustuna sem þeir veita,“
segir Óskar.
Erlendis selja
matvöruverslanir mikið af olíu
Jón Ásgeir Jóhannesson verslun-
arstjóri í Bónus verslununum segir
að hægt sé að fá Mobil Super-olíu,
sem er fjölþykktarolía fyrir fjölventla
vélar, á 129 krónur og 340 ml af
ryðvarnarolíu á 189 krónur, sem seld
sé á tæpar 500 krónur annars stað-
ar. Jón Ásgeir segir að kostnaðar-
verð Mobil Super sé um 10-12 krón-
um lægra en hjá Hagkaupum og að
álagningin sé um 15%. Aðspurður
hvort nægilegur markaður sé fyrir
slíka sölu í matvöruverslunum segir
Jón Ásgeir að í Bandaríkjunum sé
mjög mikið af olíu selt með þessu
móti. Jón var einnig spurður hvort
þeir sem þyrftu að skipta um olíu
leituðu til Bónuss til þess að tappa
henni af og fylla á að nýju sagði Jón
að flestir sem keyptu olíu á bensín-
stöðvum væru að bæta við. Þeir sem
vildu skipta um olíu færu á smur-
stöðvar. „Þar að auki er óhemju
mikið um bíla sem hreinlega brenna
olíunni. Þeir eyða 2-3 lítrum með
5.000 kmmillibili," segir Jón Ásgeir.
Morgunblaðið/Júlíus
Matvöruverslanir bjóða nú olíu til sölu, en að sögn þekkist slíkt víða
erlendis.
Ingvar Öm Karlsson umboðsaðili
Pennzoil segir að veittur sé 20% af-
sláttur á smurþjónustu fyrir tilteknar
bíltegundir en einnig sé hægt að
kaupa Pennzoil 10/30 Multi Vis fjöl-
þykktarolíu í neytendaumbúðum.
Hann segir einnig að þar sem þeir
flytji olíuna inn sjálfir hafi verið
stefnt að því að vera með skikkan-
lega álagningu á hana, ekki nokkur
hundruð prósent. „Hið sama gildir
um smurþjónustuna, sem við miðum
við að taki 10-15 mínútur fyrir hvem
bíl. Við höfum líka boðið upp á 20%
afslátt fyrir ákveðnar bíltegundir í
hveijum mánuði," segir Ingvar en
um er að ræða Mitsubishi, Lödu og
Volkswagen að þessu sinni, og ein-
göngu bensínbíla. „Við höfum ekki
flutt þessa tegund sem Hagkaup er
með inn þótt við getum boðið upp á
hana. En hvað varðar kostnaðinn við
að skipta um olíu og olíusíu hjá okk-
ur kostar það 1.860 krónur með 20%
afslætti. Ef miðað er við 15.000 kíló-
metra akstur má gera ráð fyrir að
skipta þurfi um olíu 2-3 á ári. Þetta
er eingöngu spuming um álagningu
og hvað þjónustuliðurinn kostar, það
er að láta skipta um olíu, kíkja á
gírkassann og svo framvegis,“ segir
Ingvar að lokum.
VEÐUR
VEÐURHORFUR í DAG, 11. MARZ
YRRLIT: Um 600 km vestsuðvestur af Reykjanesi er heldur vaxandi 968 mb lægð
sem hreyfist austur með suðurströndinni í nótt.
8PÁ: Norðan- og norðaustanátt um land allt, vtða atinningskaidi eða allhvasst, en
hvassviðri sums staðar austaat á landinu. Éljagangur og skafrenningur norðan-
lands, en úrkomulítið og öllu bjartara veður syðra. Frost á bitinu 2 til 7 stig.
STORMVIÐVÖRUN: Búist er við storml á Suðvesturmiðum, Faxaflóamiðum, Breiða-
fjarðarmiðum, Vestfjarðamiðum, Suðausturmiðum, Vesturdjúpi, Suðausturdjúpi,
Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG:Breytileg átt, viðast fremur hæg. Dálítil snjókoma með
suður- og suðausturströndinni, éljagangur á Norður- og Norðausturlandi en úrkomu-
lítið vestanlands. Frost á bilinu 1-7 stig.
HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Norðlæg átt, allvíða strekkingur. Snjó-
koma eða ól um landið noröanvert, en þurrt og nokkuð bjart syðra. Frost verður
á bilinu 4-10 stig.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.46, 12.46, 16.30, 19.30, 22.30. Svar-
sfmi Veðurstofu fsiands - Veðurfregnir: 990600.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 ígær að ísl. tíma
hlti veður
+8 skýjað
+6 skafrenningur
Akureyri
Reykjavík
Bergen 3 úrkoma
Helsinki 3 alskýjað
Kaupmannahöfn 8 skýjað
Narssarssuaq +6 snjókoma
Nuuk +10 snjókoma
Ósló 6 léttskýjað
Stokkhólmur 4 rigning
Þórshöfn 1 skúrir
o
Heiðskírt
f r r
f f
f f f
Rigning
á
Léttskýjað
* f *
* f
f * f
Slydda
& -iM
Hálfskýjað Skýjað Alskýjað
V $
Skúrir Slydduél
* * *
* *
* * *
Snjókoma
V
El
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.(
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
FÆRÐA VEGUM: <ki. 17.30 rgær)
Fært er um Heliisheiði og Þrengsli, en Mosfetlsheiði er þungfær. Með Suðurströnd-
inni hefur verið hið versta veður, en fært er austur að Kirkjubæjarklaustri en aust-
an Klausturs er ófært vegna veðurs. Vegurinn um Almannaskarð er að lokast vegna
snjóa. Á Vesturlandi er ófært um Kerlingarskarð og Bröttubrekku. Á Vestfjörðum
er þungfært um Kleifaheiði og Hálfdán. Botnsheiði er faer en Breiðadalsheiði og
Steingrímsfjarðarheiði eru ófærar. Vegir á Norðurtandi eru almennt færir og fært
er um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Á Austurlandi er ófært um Oddsskarð, Breið-
dalsheiði og Vatnsskarð, en fært suður með fjörðum.
Upptýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti f sfma 91-631500 og á grænni
Ifnu, 99-6315. Vegagerðin.
Algarve 18 lémkýjað
Amsterdam 9 léttskýjað
Bsrcelona vantar
Berlín 9 skýjað
Chicago +6 heiðakfrt
Feneyjar 16 þokumóða
Frankfurt 13 skýjað
Glasgow 7 skúrir
Hamborg 8 skýjað
London 11 léttskýjað
LosAngeles 13 alskýjað
Lúxemborg 12 hálfskýjað
Madrtd vantar
Malaga vantar
Mallorca vantar
Montreal +4 snjókoma
NewYork 4 rigning
Orlando 18 Iétt8kýjað
Parfs 13 hálfskýjað
Madelra 16 skýjað
Róm 17 þokumóða
Vín 13 Iétt8kýjað
Washington 2 skúrir
Winnipeg +19 heiðskírt
IDAGkl. 12.00
Haimlld: Veöuratofa islands
(Byggt á veðurspá kt. 16.301 gær)
Eiríkur Tómasson hæstaréttarlögmaður
Formaður Lög-
mannafélagsins
mjög umdeildur
EIRÍKUR Tómasson hæstaréttarlögmaður segir framboð sitt gegn
formanni Lögmannafélags íslands, Ragnari Aðalsteinssyni, helgast
af áhuga á baráttumálum félagsins. Einnig telji hann mikilvægt að
formaður njóti almenns stuðnings en núverandi formaður sé mjög
umdeildur í félaginu. Hann dragi félagsmenn Lögmannafélagsins í
dilka og einnig megi skilja á samtölum við marga félagsmenn að
þeim finnist þeir hafa fjarlægst félagið í stjórnartíð Ragnars. Haft
var eftir núverandi formanni í Morgunblaðinu í gær, að Jón Steinar
Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður væri einn helsti hvatamaðurinn
að mótframboði Eiríks. Jón Steinar segist ekki einn um þann áhuga
að Eiríkur gefi kost á sér.
Jón Steinar sagði í samtali við
Morgunblaðið, að hann væri ásamt
mörgum öðrum áhugamaður um það
að Eiríkur byði sig fram til for-
mennsku í félaginu. „Ég hef áhuga
á því eins og fjöimargir aðrir. Hvort
ég er meiri hvatamaður en aðrir get
ég ekki lagt dóm á. En það er alveg
út i bláinn að í þessu sé einhver
pólitik, enda var Ragnar kosinn for-
maður fyrir tveimur árum, meðal
annars af mér sjálfum, og um það
var alger samstaða. Hans pólitísku
meiningar voru jafn ljósar þá og þær
eru í dag. Auk þess erum við Eríkur
Tómasson ekki samherjar í pólitík,"
segir Jón Steinar.
Eiríkur Tómasson segir ástæður
framboðs síns meðal annars áhuga
á málefnum sem félagið berst fyrir.
„í öðru lagi tel ég mjög mikilvægt
að formaður félagsins á hverjum
tíma njóti almenns stuðnings meðal
lögmanna. Eftir viðtöl mín við fjöl-
marga lögmenn komst ég að þeirri
niðurstöðu að núverandi formaður
væri mjög umdeildur í félaginu. Það
varð til þess að ég tók þessa ákvörð-
un.“
Aðspurður um einstök málefni
segir Eiríkur, að hæst beri hags-
muni lögmannastéttarinnar en einn-
ig leggi hann áherslu á að tengsl
lögmanna við almenning, dómstóla
og stjórnvöld verði sem best og til
að það markmið náist þurfi félags-
menn að standa nokkuð einhuga að
baki formanni félagsins. Aðspurður
af hvetju Ragnar teljist umdeildur
segir Eiríkur: „Það er kannski fyrst
og fremst spurning um stjómunar-
hætti. Ég get tekið nærtækt dæmi.
í viðtali við dagblað nokkurt í vik-
unni dregur Ragnar lögmenn í dilka
og talar um ákveðinn hóp sem hann
nefnir elítu, sem ég hef aldrei orðið
var við í félaginu. Og talar um hann
sem einhvern sérstakan hóp sem
hann hafi ekki haft samráð við í
störfum sem formaður. Ég tel að
það sé mjög óheppilegt að formaður
dragi félagsmenn þannig í dilka. í
annan dilk þá sem hann kýs ein-
hverra hluta vegna ekki að hafa
samráð við og í hinn dilkinn menn
sem hann vill starfa með. Ég legg
á það áherslu að verði ég kosinn
formaður mun ég leggja áherslu á
að hafa samráð við alla félagsmenn
eftir því sem kostur er í störfum og
það hafa fyrri formenn á undan
Ragnari gert sér sérstakt far um.“
Eiríkur segir einnig að mörgum
lögmönnum finnst sem þeir hafi fjar-
lægst félagið í stjómartíð Ragnars.
Hann kýs ekki að tíunda dæmi um
einstök atriði aðspurður um ágrein-
ingsefni en leggur áherslu á að fé-
lagsmenn verði að gera upp sinn
hug. „Ég vil þó koma tveimur atrið-
um að,“ segir Eiríkur. „Annars veg-
ar er látið að því liggja að hér sé
um pólitískar kosningar að ræða,
sem er fráleitt. í fyrsta lagi var
Ragnar kjörinn einróma á sínum
tíma án þess að pólitík spilaði þar
inn í. í öðru lagi vil ég að það komi
fram, að stuðningsmenn mínir koma
úr öllum stjórnmálaflokkum, einnig
úr röðum ópólitískra lögmanna."
Eiríkur segir einnig að framboð
hans sé til formanns en beinist á
engan hátt gegn öðrum stjórnar-
mönnum. „Ég vænti þess, að þeir
sem nú sitja í stjórn og eiga að sitja
áfram samkvæmt lögum félagsins,
geri það hvort sem ég verð kjörinn
eða Ragnar. Að lokum vonast ég til
þess að þessari baráttu verði haldið
innan félagsins og vona líka og veit
að Ragnar geri slfkt hið sama, að
þessi barátta verði rekin á heiðar'leg-
um grundvelli, án óhróðurs í garð
annars hvors okkar,“ segir Eiríkur
Tómasson að lokum.