Morgunblaðið - 11.03.1994, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994
47
★ ★ ★ A.I.Mbl.
Á leið út á lífið tóku þeir ranga
beygju inn í martröð. Þá hófst
æsilegur flótti upp á líf og dauða
þar sem enginn getur verið ör-
uggur um líf sitt.
Aðalhlutverkið er í höndvun Em-
ilio Esteves (Loaded Weapon 1)
og leikstjóri er Stephen Hopkins
sem leikstýrði m.a. Predator 2.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.15.
Bönnuð innan 16 ára.
DOMSDAGUR
is\\vi;\ MÓDIR
SKILNAÐURINN
ÁTTI EFTIR AÐ
BREYTASTí
MARTRÖÐ ,
Einn mesti sálfræðiþriller seinni tíma.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð i. 14 ára.
★ ★ * a.i. Mbi. Rómantísk gamanmynd
Aftalhlutv. Matt Dillon, Annabella Sciorra, Marie-Louise Parker
ogWilliamHurtSýnd kl. 5,7 og 9.
Illusion. Deception. Murder.
In the Blink of an eye things are not what they seem.
Forsýning kl. 11
Áður lifði hún í myrkri - nú lifir hún í ótta
Madaleine Stowe (Síðasti Móíkaninn) og Aidan Quinn,
með morðingja á hælunum.
Miðasalan opnuð kl. 4
(Ath.: Einnig fáanleg sem úrvalsbók.)
■ MESSAÐ verður í
Kirkju Óh.áða safnaðarins
sunnudaginn 13. mars kl. 14.
Margir vita að Óháði söfnuð-
urinn var stofnaður árið
1950 og meðal stofnenda
voru heiðurshjónin Björg
Ólafsdóttir og Guðjón
Jónsson frá Jaðri í Laugar-
dal. Þau unnu mikið og óeig-
ingjarnt starf við byggingu
kirkju og safnaðarheimilis
og einnig voru þau virk í
safnaðarstarfmu. Björg 01-
afsdóttir var ein af stofnend-
um Kvenfélagsins og við
hana er Bjargarkaffið kennt.
Bjargarkaffi er haldið ár-
lega til fjáröflunar fyrir safn-
aðarstarfið og nú eru það
afkomendur þeirra hjóna
sem sjá um kaffíð ásamt
Kvenfélagskonum.
Barnastarfið verður á sín-
um stað og munu börn fara
niður í Kirkjubæ þegar
prédikun hefst og fá þar efni
við sitt hæfi. Barnastundin
er undir stjórn Svanhildar
Ó. Þórsteinsdóttur. Sýndar
verða litskyggnur úr biblíu-
sögunum, lesin saga, litaðar
verða myndir og fleira.
■ HLJÓMS VEITIN Út-
lagar verða helgina 11. og
12. mars með tónteika á veit-
ingastaðnum Hafurbirnin-
um í Grindavík. Meðlimir
hljómsveitarinnar eru þeir
Árni H. Ingason, Jóhann
Guðmundsson og Albert
Ingason og hefst leikur
þeirra kl. 22.30 bæði föstu-
dags- og laugardagskvöld.
SIMI: 19000
Vegna gífurlegrar aósóknar setjum vió
Far vel frilla míit í A-sal i nokkra daga
Kosin besta myndin í Cannes ’93 ásamt Píanó.
Tilnefnd til Óskarsvcrólauna ’94 sem besta
crlcnda myndin.
„Ein sterkasta og vandaðasta mynd síðari ára.“
★ ★★★ Rás 2.
„Mynd sem enginn má missa af.“
★ ★★★ S.V. Nbl.
„Einhver mikilfenglegasta mynd sem sést hefur
á hvíta tjaldinu.“ ★★★★ H. H., Pressan.
FAREWELL M V
CONCUBINE
. fitm £, Cí.m X..,.
Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 12 ára.
Arizona Dream
Einhver athyglisverðasta mynd
sem gerð hefur verið.
Aðalhl.: Johnny Depp, Jerry Lewis,
Fay Dunaway og Lili Taylor.
Leikstjóri: Emir Kusturica.
Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 12 ára.
KRYDDLEGIN HJORTU
Aðsóknarmesta erlenda myndln f USA frð upphafi.
★ ★★★ H. H., Pressan. -ktcki. K., Eintak. ★★★H. K., D.V.
★ ★★1/2 S. V., Mbl. ★★★hallar í fjórar, Ó. T., Rás 2.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Flótti
sakleysingjans
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Stranglega b. i. 16 ára.
Síðasta sýning.
PIAIMO
Tilnefnd til 8 Óskarsverðlauna
m.a. besta myndin.
„Píanó, fimm stjörnur af fjórum mögul.
★ ★ ★ ★ ★ G.Ó. Pressan
Sýnd kl. 4.50,6.55,9 og 11.05.
Eilífðarljósið
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Byron. Sýnd í Tjarnarbíói.
Leikstjóri, handritshöf-
undur og framleiðandi:
Guðmundur Karl Björns-
son. Hlutverk: Þröstur
Guðbjartsson, Guðmundur
Rúnar Lúðvíksson. Sögu-
maður: Erlingur Gíslason.
Kvikmyndataka: Þorvarð-
ur Árnason. Leikmynd:
Þorkell Signrður Harðar-
son. Myndræn hönnun:
Magnús S. Guðmundsson.
Tónlist: Steingrímur E.
Guðmundsson, Einar Jóns-
son. Hljóð: Alf Bower. Is-
iand 1994.
Það fylgdi því góð og
þægileg tilfinning að setjast
niður í því sögufræga Tjarn-
arbíói, sem síðast hýsti
Fjalaköttinn, að sjá þar aftur
kvikmynd eftir langt hlé,
stuttmyndina Byron eftir
Guðmund Karl Björnsson
sem frumsýnd var um síð-
ustu helgi. Er víst að Tjarn-
arbíó mundi sóma sér vel í.
nýju hlutverki sem vettvang-
ur fyrir fjölbreytilega og
frjósama stuttmyndagerð
hér á landi.
Byron er svart/hvít súr-
realísk stuttmynd tekin á
filmu en ekki myndband sem
tíðkast svo mjög og er ansi
lúnkin og gamansöm háðsá-
deila á eftirlitssamfélagið og
alræðishyggju, kirkjuvald og
veraldlegt séð með augum
eilífrar ljósaperu sem flækst
hefur hingað til lands mörg-
um til ama og leiðinda. Höf-
undur hefur fengið hug-
myndina úr bókinni „Gravit-
ies Rainbow“ eftir Thomas
Pynchon, að eigin sögn. Þar
mun sagt af
ljósaperunni
Byron. sem öðl-
aðist sjálfsvit-
und og fylgdist
með atburðum
Hitlers
Þýskalands en
í stuttmynd-
inni hefur per-
an borist til ís-
lands þar sem
hún fylgist
grannt með
þjóðmálum í
gegnum blað-
aúrklippur úr
lampa hjá
grúskara ein-
um.
En þetta er
ekki beint ís-
land eins og við
þekkjum það í
dag. Og þó. Úrklippurnar
eru uppfullar af fyrirsögnum
um raforku og ljósaperur.
Landinu virðist stjórnað af
eftirlitsstofnun sem kallast
NFSL og stendur fyrir Nefnd
um frávik meðal sjálfglóandi
ljósgjafa. Útsendarar hennar
eru ófrýnilegar, leðurfrakka-
- klæddar gestapóeftirlíking-
ar, sem leita Byrons en menn
eru í því að stela þeirri eilífu
peru.
Erlingur Gíslason er sögu-
maður og segir frá með við-
eigandi þunga og alvöru en
skemmtilega kaldhæðnisleg
og hugmyndarík gamansemi
myndarinnar, sem gengur
út á mismundandi skoðanir
á ljósaperum, óttalegum Li-
onsmönnum og andúð virkj-
unarfrömuða á kertaljósum
svo eitthvað sé nefnt, liggur
mikið til í textanum. Þó er
Þröstur Guðbjartsson
spaugilegur vel í hlutverki
klerks sem stelur ljósaperum
því þær eru í samkeppni við
hið eilífa ljós drottins að
manni skilst.
Myndin er gróflega sam-
ansett en taktföst tónlist
Steingríms E. Guðmunds-
sonar og Einars Jónssonar
heldur utan um hana og
minnir á Badalamenti, tón-
skáld David Lynch. Útsjón-
arsöm svart/hvít myndataka
Þorvarðar Árnasonar er í
skuggalegnm film noir stíln-
um en linsunni er m.a. kom-
ið fyrir inni í ljósaperunni
Byron svo við sjáum heiminn
frá hennar upplýsta sjónar-
horni. Er óhætt að segja að
Byron sé athyglisvert og
skondið bjnjendaverk.
Á eftir henni var sýnd til-
raunamyndin „Nature
Morte“ eftir kvikmynda-
tökumanninn Þorvarð, sem
snerist um fossandi jökulsá.
Stuttmyndir í tilraunastíl eru
afar sjaldséðar orðnar og því
var gaman að sjá íslenska
mynd úr þeim geira.