Morgunblaðið - 11.03.1994, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 11.03.1994, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 1,03 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áekriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Frekari vaxtalækkun? Sl. haust lýsti Davíð Odds- son, forsætisráðherra, þeirri skoðun sinni, að raun- vextir ættu að geta lækkað á næstu mánuðum um 3-4 prósentustig. í kjölfar þess- arar yfirlýsingar forsætis- ráðherra lækkuðu raunvextir um 2 prósentustig. Jafn- framt var því lýst yfir af hálfu ríkisstjórnarinnar, að stefnt væri að frekari vaxta- lækkun. í nýrri skýrslu Þjóðhags- stofnunar um framvindu þjóðarbúskaparins á síðasta ári og horfur á þessu ári segir m.a.: „Verðstöðugleiki og hagstæð þróun utanríkis- viðskipta hafa skapað skil- yrði til þess að slaka á taum- haldinu í peningamálum og stuðla þannig að lækkun vaxta. Þetta var gert á síð- asta ári og lækkuðu vextir strax í kjölfarið. Þannig eru til dæmis raunvextir ríkis- skuldabréfa nú um tveimur prósentustigum lægri en þeir voru fyrir aðgerðir. Raun- vextir gætu jafnvel lækkað enn meira á þessu ári, ef lánsfjárþörf hins opinbera verður haldið í skefjum." Síðar í skýrslu Þjóðhags- stofnunar segir: „Þróun pen- ingamála, það sem af er ár- inu, bendir til að markaðsleg- ar aðstæður fyrir þeim vaxtalækkunaraðgerðum, sem gripið var til í október séu nokkuð traustar. Svig- rúm gæti jafnvel orðið til frekari lækkunar vaxta en þróun lánsfjáröflunar hins opinbera skiptir þar sköpum ... Nafnvextir óverðtryggðra skuldabréfalána innláns- stofnana eru nú 10,7% að meðaltali en til samanburðar má nefna, að spár gera ráð fyrir, að lánskjaravísitala muni því, sem næst standa í stað næstu mánuði.“ Þetta mat Þjóðhagsstofn- unar er staðfesting á því, að Davíð Oddsson hafði rétt fyrir sér sl. haust, þegar hann lýsti þeirri skoðun, að raunvextir gætu lækkað um 3-4 prósentustig á næstu mánuðum. Augljóst er, mið- að við núverandi verðbólgu- stig, sem er nánast núll, að raunvextir af óverðtryggðum útlánum banka og sparisjóða eru alltof háir og tímabært, að bankakerfið hugi að enn frekari lækkun þeirra. Þá hljóta umræður að vakna um það, hvort frekari lækkun annarra raunvaxta en orðið er sé ekki að verða tímabær en meðaltalsvextir verð- tryggðra útlána eru nú 7,6%. Þótt vextir hafi lækkað verulega frá sl. hausti eru engin rök til þess að láta staðar numið. Þvert á móti er núllverðbólga og allar aðr- ar aðstæður í efnahagsmál- um þjóðarinnar á þann veg, að svigrúm á að vera til frek- ari vaxtalækkunar að mati Þjóðhagsstofnunar. Að vísu er sá fyrirvari gerður, að lánsfjárþörf hins opinbera verði haldið í skeíjum. Ábyrgð fjármálaráðherra'og stjómenda stærstu sveitarfé- laga er því mikil. Sú vaxtalækkun, sem nú þegar er orðin, hefur áreið- anlega orðið til þess að ýta undir áform í atvinnulífmu um frekari umsvif. Frekari vaxtalækkun getur orðið til þess að herða á þeirri þróun. Þess vegna er nú tímabært, að bankakerfið hugi á nýjan leik að lækkun vaxta. Augljóst er, að bankarnir geta lent í erfiðleikum vegna þess, að þeir hafa nú þegar lækkað innlánsvexti svo mik- ið, að þeir telja erfitt að ganga lengra. Mótleikur þeirra er hins vegar sá, að taka eðlilega þóknun fýrir þá þjónustu, sem hingað til hefur verið veitt ókeypis eða fyrir litla þóknun og í raun verið greidd af öðrum við- skiptamönnum bankanna í formi meiri vaxtamunar en ella. Fengin reynsla sýnir, að viðskiptamenn em við- kvæmir fyrir slíkri breyt- ingu. En hvað sem því líður er eðlilegt að henni verði hrint í framkvæmd og að- þeir borgi fyrir þjónustunaj sem hennar óska en ekki ein- hverjir aðrir. Frekari lækkun raunvaxta er mikilvægur þáttur í því að koma atvinnulífinu af stað á nýjan leik og bæta afkomu heimilanna. Þess vegna má ekki láta staðar numið á braut vaxtalækkana, ekki sízt, þegar það er mat sér- fræðinga að svigrúm sé til slíkra lækkana. Boltinn er því enn einu sinni í fangi bankakerfisins. Morgunblaðið /Pressens Bild Næsta spurning DAVIÐ Oddsson bendir blaðamanni að bera upp spumingu sína á blaðamannafundi vegna Norðurlandaráðsþings í Stokkhólmi í gær. Vinstra megin við Davíð er Carl Bildt forsætisráðherra Svíþjóðar og hægra megin Esko Aho fínnskur starfsbróðir hans. íslendingar í forsæti á þingi Norðurlandaráðs Vangaveltur um framtíð norrænnar samvinnu setja svip á þingið Stokkhólmi. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ÍSLENSKU þátttakendurnir á þingi Norðurlandaráðs hafa verið áber- andi í starfi þingsins og hafa komið ár sinni vel fyrir borð i norrænum nefndum og ráðum. Rannveig Guðmundsdóttir þingmaður var kosinn formaður í flokkahópi jafnaðarþingmanna, sem er stærsti flokkahópur- inn, og Halldór Ásgrímsson er áfram formaður í flokkahópi miðflokk- anna, þannig að þar með eru íslenskir formenn i tveimur af fjórum flokkahópum þingsins. Vangaveltur um framtíðina hafa sett mikinn svip á umræður á og um þingið, þar sem hugsanlegt er að fjögur af Norðurlöndunum fimm gangi í Evrópusambandið. Undanfarin ár hefur verið hæg- fara þróun í þá átt að stjórnmála- flokkarnir drægju sig saman, þvert yfír landamærin. íslendingar hafa hins vegar haldið fasst í landskipt- inguna, enda getur hún skipt meira máli fyrir íslendinga, en stærri þjóð- irnar. Rannveig Guðmundsdóttir er nú formaður menntamálanefndar Norðurlandaráðs. Menntamála- nefndin er orðin aðalnefnd þingsins, þar sem menntamálin eru orðin þungamiðja í starfí Norðurlanda- ráðs, eins og sést á fjárhagsáætlun ráðsins, en um helmingur fjárins á að fara í menningarmál. í samtali við Mprgunblaðið sagði Rannveig að skemmtilegt væri að íslendingar færu með forystu í nefndinni einmitt á þessum tímamótum. Eins og áður hefur komið fram eru íslendingar nú i forsæti í starfi ráðsins og íslensku ráðherrarnir fara því með formennsku í viðkomandi ráðherranefndum. Venjulega eiga íslendingar tvo fulltrúa í forsætis- nefnd ráðsins, en þar sitja þrír ís- lendingar nú, því vinstriflokkahópur- inn valdi Hjörleif Guttormsson sem sinn fulltrúa þar. Hingað til hefur aldrei gerst að íslendingar sitji í jafn- mörgum lykilstöðum í ráðinu og nú. Norrænt samstarf utan og innan Norðurlandaráðs Vangaveltur um framtið norrænn- ar samvinnu hafa sett mikinn svip á umræður í þingsalnum og á göngum. Það kom hins vegar fram æ ofan í æ í yfirlýsingum ráðherra að á þeim er engan bilbug að finna. Sumir eru vantrúaðir á að eitthvað sé að marka þessi orð, en þá má benda á að hið pólitíska samstarf ráðherranna hefur styrkst undanfar- in ár. Þessi styrking kemur fram í því að ráðherrarnir nota tækifærið og hittast og bera sig saman. Hluti af þessu er til dæmis að farið er að ræða varnar- og öryggismál á þing- inu, sem áður var ekki gert. Þessi pólitíski hluti starfsins er ekki endi- lega mjög sýnilegur, svo erfítt er að mæla áhrifin. Hinn pólitíski hluti verður hins vegar ekki mældur í peningum eða framkvæmdum. Ýmsir hafa látið svo um mælt að ráðherrasamstarfíð væri að þoka þingmannasamstarfínu til hliðar. í samtali við Morgunblaðið sagði Geir Haarde þingmaður að hann áliti þessu öfugt farið. Þingmennirnir væru þvert á móti að fá enn meiri áhrif, því þeir hefðu nú meiri áhrif á fjárhagsstöðu ráðsins en áður. Það sem gerði Norðurlandaráð einstakt væri að þar kæmu saman bæði þing- menn og ráðherrar. Um óánægju þingmanna sagði Carl Bildt forsætis- ráðherra Svía að væru þingmenn óánægðir ættu þeir sjálfír að styrkja sitt samstarf eins og ráðherrarnir hefðu gert. Innan hins norræna samstarfs eru áhrifa- og valdahlutföll nokkurn veg- inn í föstum skorðum. Ef til þess kemur að fjögur af löndunum gangi í Evrópusambandið er ekki ósenni- legt að Danir, sem annars eru búnir að.koma sér vel fyrir innan sam- bandsins, finni fljótt fyrir því að þeir eru minni þjóð en Svíar. Þó Danir tali um að þeir vilji helst sjá Svía innan sambandsins, eru ýmsir sem leiða að því líkur að vera Svía í sambandinu muni hafa töluverð áhrif á framgang bræðraþjóðarinnar innan þess. Fiskveiðimál rædd á fundi norrænna sjávarútvegsráðherra Fúinar enn sagðir leggj- ast gegn hvalveiðum FISKVEIÐAR og fiskveiðistefna voru til umræðu meðal sjávarút- vegsráðherra. Hvalveiðar og veiðar í Barentshafi bar meðal annars á góma, auk laxveiða í Eystrasalti. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins voru hvalveiðar ræddar á fundinum. í máli Svíanna kom fram að þeir eru ekki lengur neikvæðir hvað hvalveiðar varðar og fúsir að ræða möguleika á þeim. Finnar eru hins vegar aðeins fáanlegir til að ræða málið, en hafa ekki skipt um skoðun og eru andsnúnir veiðunum. Svíar tóku fyrir laxveiðar í Eystrasalti, en Finnar veiða langt umfram kvóta þar. Giskað er á að veiðar þeirra séu um sjötíu prósent yfír kvótanum og þeir lýstu því yfír að þeir væru ekki á því að draga úr veiðum sínum. Á fundi ráðherranna reifaði Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sjónarmið íslendinga og sama gerði fulltrúi Norðmanna, en sjávar- útvegsráðherra þeirra var ekki mættur, vegna anna í Brussel. Einn- ig var rætt um fisksölumál, en þar eiga Norðmenn og íslendingar sam- eiginlegra hagsmuna að gæta, því báðir hafa orðið fyrir barðinu á mótmælum franskra sjómanna. Það kemur í hlut íslendinga sem forsætisþjóðar að móta stefnu Norð- urlandaráðs í fiskveiðum næsta árið. Þar sem þau mál eru orðin minni liður en áður á fjárhagsáætlun vegna þeirrar áherslu, sem lögð er á menningarmálin, mun væntanlega verða meiri áhersla á pólitíska hluti. Einnig hafa yfirstandandi aðildar- samningar áhrif á framvinduna í þessum málaflokki, eins og öðrum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.