Morgunblaðið - 20.03.1994, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARZ 1994
t
Stjómarformaður Flugleiða
Avinningur fyr-
ir Flugleiðir að
reka Urval-Utsýn
HÖRÐUR Sigurgestsson stjórnarformaður Flugleiða segist telja það
mjög gagnlegt fyrir markaðmn og ávinning af því fyrir Flugleiðir
að reka ferðaskrifstofuna Úrval-Útsýn. „Stundum verður tap og
stundum verður hagnaður, en við teljum ávinning af þessu fyrir-
tæki. Staða þess hefur styrktst mjög mikið á þessum markaði og
það hefur tekið þátt í að breyta honum og gera hann burðugri,"
segir Hörður.
Greint var frá því í Morgunblað-
inu í gær að tap ferðaskrifstofunn-
ar Úrvals-Útsýnar á síðasta ári
hafí verið 12 milljónir króna saman-
borið við 24,5 milljóna hagnað á
árinu 1992, en Flugleiðir eiga 81,5%
hlutabréfa í ferðaskrifstofunni.
Á aðalfundi Flugleiða í vikunni
gagnrýndi Kristjana Milla Thor-
steinsson fyrrum stjómarmaður í
Flugleiðum þátttöku félagsins í
rekstri ferðaskrifstofunnar og
kvaðst telja að selja ætti hana til
starfsmanna. Hörður Sigurgestsson
sagði í samtali við Morgunblaðið
að af einhveijum ástæðum hefði
Kristjana Milla lengi haft þá skoðun
að Flugleiðir ættu ekki að reka
Úrval-Utsýn.
Ákveðin afstaða í
stjórn Flugleiða
„Það kunna að vera einhveijar
sögulegar skýringar á því að hún
hafi þessa skoðun, um það get ég
ekki sagt, en það er mjög ákveðin
afstaða í stjóm Flugleiða að það
sé mjög gagnlegt og það sé ávinn-
ingur af því að Flugleiðir reki ferða-
skrifstofu með þessum hætti. Jafn-
framt að það sé mjög gott að eiga
þama fyrirtæki sem sé sjálfstætt
frá Flugleiðum og það sé gagnlegt
einnig fyrir markaðinn að hafa
þetta með þessum hætti,“ sagði
Hörður.
Morgunblaðið/Þorkell
Kynningarfundur
STEFNUYFIRLÝSING Reykjavíkurlistans var kynnt á opnum fundi í Súlnasal Hótels Sögu kl. 14 í gær.
Reykjavíkurlistinn lagði fram stefnuyfirlýsingu á opnum fundi í gær
Félagshyggja, kvenfrelsi og
umhverfísvernd að leiðarljósi
STEFNUYFIRLYSING sam-
eiginlegs lista femra stjórnmála-
samtaka og áhugafólks, vegna
borgarstjómarkosninganna í
vor, var lögð fram á opnum borg-
arafundi á Hótel Sögu síðdegis í
Framboðslisti fernra stj órmálasamtaka
Reykjavíkurlist-
inn lagður fram
FERN stjórnmálasamtök, Al-
þýðubandalag, Alþýðuflokkur,
Framsóknarflokkur og Kvenna-
listi standa að sameiginlegum
framboðslista fyrir borgarstjóm-
arkosningarnar í Reykjavík í
vor. Listann skipa eftirtaldir
frambjóðendur:
1. Sigrún Magnúsdóttir, kaup-
maður og borgarfulltrúi. 2. Guðrún
Ágústsdóttir, fræðslu- og kynning-
arfulltrúi. 3. Guðrún Ögmundsdótt-
ir, borgarfulltrúi. 4. Pétur Jónsson,
viðskiptafræðingur. 5. Ámi Þór
Sigurðsson, félagsmálafulltrúi. 6.
Alfreð Þorsteinsson, forstjóri. 7.
Steinunn V. Óskarsdóttir, sagn-
fræðingur. 8. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, alþingismaður. 9.
Gunnar Levy Gissurarson, tækni-
fræðingur. 10. Guðrún Jónsdóttir,
arkitekt. 11. Helgi Pétursson,
markaðsstjóri. 12. Arthúr Morth-
ens, kennari. 13. Ingvar Sverrisson,
háskólanemi. 14. Hulda Ólafsdóttir,
sjúkraþjálfari. 15. Guðrún Kr. Óla-
dóttir, varaformaður Sóknar. 16.
Sigfús Ægir Ámason, fram-
kvæmdastjóri TBR. 17. Bryndís
Kristjánsdóttir, blaðamaður. 18.
Margrét Sæmundsdóttir, fóstra. 19.
Óskar D. Ólafsson, tómstundafull-
trúi. 20. Jónas Engilbertsson,
strætisvagnastjóri. 21. Bima Kr.
Svavarsdóttir, hjúkmnarforstjóri.
22. Helgi Hjörvar, háskólanemi. 23.
Kristín A. Amadóttir, deildarstjóri.
24. Vilhjálmur Þorsteinsson, kerfís-
fræðingur. 25. Sigþrúður Gunnars-
dóttir, háskólanemi. 26. Óskar
Bergsson, trésmiður. 27. Kristín
Dýrijörð, fóstra. 28. Kristín Blön-
dal, myndlistarkona. 29. Kristbjörg
Kjeld, leikkona. 30. Guðmundur
Amlaugsson, fyrrverandi rektor.
gær. Listinn gengur undir nafn-
inu Reykjavíkurlistinn og býður
fram undir kjörorðinu „Opin og
lýðræðisleg borg - heimili - at-
vinna - skóli“. I yfirlýsingunni
segir að listinn muni hafa hug-
myndir félagshyggju, kvenfrelsis
og umhverfisvemdar að leiðar-
Ijósi. Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir, borgarstjóraefni listans, og
fleiri frambjóðendur fluttu ávörp
á fundinum. Ingibjörg sagði
ákvörðunina um að gefa kost á
sér í baráttusæti listans hafa
verið sér erfiða persónulega. Það
væri hvorki einfalt né útlátalaust
fyrir sig sem þingmann Reykvík-
inga að yfirgefa þau verkefni og
skyldur sem hún tók að sér i síð-
ustu þingkosningum. Hún myndi
eftir sem áður vinna fyrir og
sækja umboð sitt til þess fólks
sem hún þekkti best, það er
Reykvíkinga.
Flokkamir sem standa að listan-
um em Alþýðubandalagið, Alþýðu-
flokkurinn, Framsóknarflokkurinn
og Kvennalistinn. Meðal helstu
markmiða listans er að auka vald-
dreifingu í borginni, meðal annars
með stofnun embættis umboðs-
manns borgarbúa, skýrri hverfa-
skiptingu og auknum rétti borg-
arbúa til að hafa áhrif, meðal ann-
ars með því að greiða atkvæði um
einstök borgarmál.
Atvinna og aðbúnaður
Reykjavík á að verða miðstöð
nýsköpunar og þróunar í atvinnu-
málum. Stefnt er að samstarfí við
verkalýðsfélög og atvinnurekendur
um örvun atvinnulífs, stofnun at-
vinnuþróunarsjóðs og stuðningi við
lítii og meðalstór fyrirtæki.
Vinna á að því að tryggja öllum
bömum, sem á þurfa að halda, að-
gang að leikskóla meðan foreldrar
em utan heimilis. Endurskoða á
fyrirkomulag og eftirlit með dag-
vistun og vinna að því að gmnnskól-
inn verði einsetinn og skóladagur
samfelldur.
Stuðlað skal að auknum jöfnuði
í lífskjömm borgarbúa. Aðstoð við
einstaklinga og fjölskyldur á að
miðast við að hjálpa þeim til sjálfs-
hjálpar. Stefnt skal að aukinni þjón-
ustu við aldraða hjúkrunarsjúklinga
og lögð áhersla á uppbyggingu
hjúkmnarheimila.
Umhverfis- og menningarmál
Það er markmið Reykjavíkurlist-
ans að borgin taki forystu í um-
hverfismálum hér á landi. Skipulag
mannvirkja, borgarhverfa og allrar
starfsemi taki mið af náttúmlegu
umhverfí og virðingu við sögu
borgarinnar. Öryggissjónarmið hafí
forgang við hönnun umferðarmann-
virkja. Bæta á aðstæður fyrir gang-
andi og hjólandi vegfarendur.
Endurskoða á aðferðir við förgun
úrgangs og nýta lífrænan úrgang.
Styrkja á Reykjavík sem miðstöð
menningarlífsins og efla list- og
verkmenningu. Styrkja á menningar-
hlutverk skólanna, efla almennings-
íþróttir og stuðla að greiðari aðgangi
almennings að íþróttamannvirkjum.
Fjármál og framkvæmdir
Hætta skal bmðli og vanhugsuð-
um skyndiákvörðunum í fjármálum
borgarinnar og hafin endurreisn
borgarsjóðs. Byggja á ákvarðanir
um verklegar framkvæmdir á þörf-
um borgarbúa fyrir nýja eða bætta
þjónustu. Endurskoða skal rekstur
borgarinnar og stjómkerfí hennar
með það fyrir augum að gera hvort
tveggja skilvirkara og hagkvæmara.
Setja á skýrar reglur um allar fram-
kvæmdir og bjóða út allar nýfram-
kvæmdir. Þá á að stöðva einkavæð-
ingu þjónustufyrirtækja borgarinnar
og færa rekstur SVR í fyrra horf.
Drewrys segir íslenska sjóflutningamarkaðinn nær lokaðan fyrir samkeppni
Stjórn skipafélaganna á
hafnaraðstöðu fælir frá
Jafndæg’-
ur í dag
I DAG eru voijafndægur en
það er sú stund þegar sól fer
yfir miðbaug og dægrin verða
jafnlöng.
Á norðurhveli jarðar era jafn-
dægur um 21. mars og haust-
jafndægur um 23. september
og öfugt á suðurhveli.
DREWRY Shipping Consultants telja að íslenski gámaflutnings-
markaðurinn einkennist af skorti á samkeppni, sem sé sjaldgæft í
milliríkjasiglingum og komast að þeirri niðurstöðu að markaðurinn
hér sé nánast lokaður. í skýrslunni segir að hörð samkeppni skipafé-
laga á Atlantshafi hafi ekki náð til íslands, og er rætt um ástæður
þess að erlendir flutningssalar skuli ekki sjá sér hag í viðkomusigling-
um til íslands. í skýrslunni segir að nær öll undanfarin tíu ár hafi
aðeins tvö skipafélog veitt flutningaþjónustu milli íslands og Evrópu
og þijú á milli íslands og Bandaríkjanna.
Fram kemur í skýrslunni að
skipafélög á Atlantshafsleiðum nytu
ekki sömu samkeppnisaðstöðu hér
á landi og innlendu skipafélögin ef
þau hefðu áhuga á viðkomusigling-
um til Reykjavíkur. Ein þeirra hindr-
ana sem væri í vegi fyrir því að
skipafélög í Norður-Atlantshafssigl-
ingum hefðu viðkomu á Islandi fel-
ist í þeirri staðreynd að gámaflutn-
ingsstöðvamar í Reykjavíkurhöfíi
séu í höndum Eimskips og Samskipa
„og það væri ekki þægileg aðstaða
fyrir nokkurt skipafélag að höfuð-
keppinautamir skuli stjóma upp-
og útskipunarstarfseminni," segir í
skýrslunni.
Skýrsluhöfundar benda einnig á
að fleiri ástæður kunni að vera fyr-
ir því hve fá félög keppi um íslands-
siglingar. Dýpt hafna og hafnarað-
staða komi í veg fyrir að stærri
flutningsskip hafi hér viðkomu og
fjarlægð Iandsins frá helstu sigl-
ingaleiðum geri það hugsanlega
einnig að verkum að skipafélög sem
væm í mikilli samkeppni í frakt-
flutningum á Atlantshafi sæju sér
ekki hag í viðkomusiglingum til ís-
lands. Tekið er sem dæmi að það
myndi lengja siglingu skipa á milli
Montreal og Halifax um einn sólar-
hring að hafa viðkomu á Islandi.
Að mati skýrsluhöfunda ætti það
þó engan veginn að útiloka að ein-
hveijir flutningsseljendur hefðu
áhuga á að tengja ísland við áætlun-
arsiglingar sínar um Norður-Atl-
antshafíð.
Hagnýta sér litla samkeppni
með háum gjöldum
Niðurstaða þeirra er sú, að ýmsar
ástæður hafi leitt til þess, að ís-
lenski flutningsmarkaðurinn verði
að teljast nær lokaður en þá mætti
líka líta svo á að gámaflutningar
fh °g frá landinu veittu flutninga-
sölufyrirtækjum næg tækifæri til
að hagnýta sér þá litlu samkeppni
sem hér ríkti með háum flutnings-
gjöldum jafnvel þó að á sama tíma
væra erfíðleikar á flestum gáma-
flutningsmörkuðum vegna aukins
framboðs á flutningarými.
Sjá bls. 6: „Efast ekki um .-, .“
i
*
i
í
i
i
1