Morgunblaðið - 14.04.1994, Page 4

Morgunblaðið - 14.04.1994, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 Félag íslenskra stórkaupmanna kærir Tryggingastofnun Auglýsingar um lyf kærð- ar til Samkeppnisráðs FÉLAG íslenskra stórkaupmanna hefur kært til samkeppnisráðs auglýsingar sem birst hafa að undanförnu á vegum Trygginga- stofnunar ríkisins og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um lyf. í kærunni segir m.a. að félagið telji auglýsingarnar brjóta í bága við samkeppnislög, enda séu upplýsingar í auglýsingunum bæði rangar og villandi gagnvart neytendum fyrir utan að vera afar ósanngjarnar gagnvart frumlyfjaframleiðendum og umboðs- mönnum þeirra. Félag íslenskra stórkaupmanna gerir fyrst og fremst athugasemd- ir við eftirfarandi fullyrðingar í umræddum auglýsingum: „sam- heitalyf eru samskonar, jafngild lyf“, „verðmunur á frumlyfjum og eftirlíkingum þeirra er ótrúlegur", „annars vegar eru hagsmunir hinna erlendu lyfjaframleiðenda og umboðsmanna þeirra, hins veg- ar hagsmunir kaupenda, þ.e. ís- lenskra sjúklinga og samfélags- ins“ og „útreikningar um áætlaðan sparnað upp á 200-300 milljónir króna sem iæknar eiga að geta náð fram“. í kærunni er meðal annars bent á að samheitalyf og frumlyf séu hvorki samskonar né sé aðgengi þeirra eins, að baki frumlyfja liggi gífurlega ..tímafrekar og kostn- aðarsamar rannsóknir en fram- leiðendur eftirlíkingalyfja þurfi hins vegar ekki að leggja út í þenn- an kostnað. Þá séu tölur í auglýs- ingunum um mögulegan sparnað gróflega ýktar. Fer Félag ís- lenskra stórkaupmanna fram á skjóta afgreiðslu samkeppnisráðs á málinu þar sem enn sé verið að birta auglýsingarnar og miklir hagsmunir og starfsheiður margra sé í húfi. Númer af 100 bílum LÖGREGLAN á höfuðborg- arsvæðinu hefur tekið núm- eraplötur af rúmlega 100 bíl- um undanfarna daga vegna gjaldfallinna bifreiðagjalda fyrir síðasta ár. Á sólarhringnum frá kl. 6 á þriðjudagsmorgun til 6 í gær- morgun voru númer fjarlægð af 54 bílum í Reykjavík. VEÐURHORFUR í DAG, 14. APRÍL YFIRLIT: Við Hvarf er 985 mb lægö aem þokast norðauatur, en skammt vestur af írlandi er kyrrstæð 1.038 mb hæð. STORMVIÐVORUN: Búíst er við atorml á Suðvesturmlðum, Faxaflóamiðum, Breiða- fiarðarmiðum, Vestfjarðamiðum 09 ó Vesturdjúpi, Grænlandssundi og Suðurdjúpi. SPÁ: Sunnanstrekkingur og rlgnmg um austanvert landið en suðvestankaldi og skúrir eða slydduél um vestanvert landið, síðdegis og annað kvöld léttir tll austan- lands með suðvestankalda. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Fremur hæg suðvestlæg átt. Skúrir eða slydduél sunnan- og vestanlands. en léttskýjað norðaustanlands. Hiti 0-6 stig, hlýjast austanlands. HORFUR Á LAUGARDAG: Litur út fyrir hæga breytilega átt og yfirleitt þurrt veður á landinu. Fremur hlýtt og bjart inn til landsins að deginum, annars mun svalara. HORFUR Á SUNNUDAG; Búaat má vlð vestanstrekkingi, sums staðar slydduéljum og svölu veðri við noröur- og norðvesturströndina, en hægri breytilegri átt, þurru og sæmilega hlýju veðrl yflr daglnn annars staðar á landlnu. Heiðskírt Léttskýjað / / / Rigning * / * * / r * r Slydda Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma Skýjað Alskýjað V $ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 víndstig._ 10° Hitastig Súld = Þoka itig-. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 fgeer) Ófært er um Breiöadalsheiöi vegna snjóflóðs, sem þar féll. Annars er fært um alla helstu vegi landsins og hálkulaust er orðið á láglendi. Upplýsingar um færð eru vefttar hjá Vegaeftlrlhi f síma 81-631600 og á grænni línu, 98-6316. Vegagerðln. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að í$l. tíma hiti veður Akureyri 8 skýjað Reykjavfk 6 rignlng Bergen 6 léttskýjað Helslnkl 12 heiðskfrt Kaupmannahöfn 7 rigning Narssarssuaq 4 skýjað Nuuk -r4 alskýjað Ósló 12 léttskýjað Stokkhólmur 12 skýjað Pórshöfn 6 léttskýjað Algarve 19 skýjað Amsterdam 10 skýjað Barcelona vantsr Berlín 10 skýjað Chicago 6 rigning Feneyjer 14 þokumóða Frankfurt 10 rigning Glasgow 11 léttskýjað Hamborg 8 rigning London 10 skýjað LosAngeles 14 skýjað Lúxemborg vantar Madríd vantar Malaga vantar Mallorca vantar Montreal 6 rlgning NewYork 7 þoka Orlando 21 skýjað Paría 8 rignlng Madeira 18 léttskýjað Róm 16 hálfskýjað Vín 10 rigning Washington 12 rigning Winnipeg 5 skýjað Morgunblaðið/Jón Stefánsson Slapp lítt meiddur úr hörðum árekstri HARÐUR árekstur varð á mótum Bústaðavegar og Flugvallarvegar í gærmorgun um kl. 10.30. Tveir bílar skullu harkalega saman og kastað- ist annar á umferðarvita, sem féll í götuna. Ökumaður annars bílsins var fluttur á slysadeild, en meiðsli hans reyndust ekki mikil. Bílarnir eru hins vegar báðir mjög mikið skemmdir og varð að fjarlægja þá af slysstaðnum með kranabíl. Japanska sjónvarpið gerir þátt um ísland Vilja kynna sér daglegt líf fólksins JAPANSKA ríkissjónvarpið hyggst gera þátt um ísland sem áætlað er að sýna þar í landi 15. júní. I byijun maí er von á þremur Japönum hingað til lands til að taka upp efni í þáttinn að sögn Nobuyasu Yama- gata, sem vinnur að því að skipuleggja dvölina og útvega upplýsingar fyrir hópinn. Að sögn Yamagata mun hópurinn dvelja hér í þijár vikur og hafa sjón- varpsmennimir mestan áhuga á að kynna ser lífið í Vestmannaeyjum og þá sérstaklega það líf sem snýr að sjómönnum. Aðrir staðir komi þó líka til greina. Hann segist nú þeg- ar hafa haft samband við fólk í eyjum vegna þáttagerðarinnar, en áætlað er að hann taki 45 mínútur í sýningu. Japanimir hafa áhuga á að taka myndir af giftingu, einnig stóm ætt- armóti eða stórafmæli ef möguleiki er fyrir hendi, segir hann. Þeir hafa og mikinn áhuga á að kynna sér líf sjómannsfjölskyldna. Aldrei að vita hvernig þátturinn þróast Fieiri þættir hafa verið gerðir af þessu tagi um ýmis lönd og segir Yamagata að í þeim sé reynt að lýsa daglegu lífí í viðkomandi landi, bæði í myndum og máli. Sjónvarpsmenn- irnir vilji þvi taka myndir af raun- verulegum atburðum og hvemig þeir ganga fyrir sig. Ekki sé fastákveðið hvað verður gert, heldur muni það sem fyrir augu ber 0g stemmningin í kringum það verða myndað. Það sé því aldrei að vita hvemig þáttur- inn þróist. Þáttagerðarmennimir reyna að bera lífíð hér á landi saman við dag- legt líf fólks í Japan, hvernig íslend- ingar lifa lífínu, búa og hugsa um framtíðina. Reynt verður að fínna út hvernig þessar tvær þjóðir eru lík- ar og á hvernig ólíkar, segir Yama- gata. Brugg í Grafarvogi LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði í gær starfsemi í bruggverksmiðju í Grafarvogi og lagði þar hald á 133 lítra af gambra og 31 lítra af eim- uðum landa, auk bruggtækja. Ungur maður var handtek- inn á staðnum gmnaður um að hafa staðið að framleiðsl- unni. Hann var til yfírheyrslu í gær og lá þá ekki fyrir hvort hann hefði gengist við að fram- leiða mjöðinn í því skyni að selja hann, eins og gmnur hafði legið á. Alþjóðleg drengjakórakeppni í Tampa Drengjakór Laugarnes- kirkju bar sigur úr bítum DRENGJAKÓR Laugarneskirkju sem þessa dagana tekur þátt f alþjóð- legu móti drengjakóra í borginni Tampa í Bandaríkjunum bar sigur úr bítum í aðal kórakeppninni og einnig í flutningi tuttugustu aldar verka. Þá sigruðu drengir úr kórnum í tvísöngskeppni, en þar voru fulltrúar kórsins þeir Hrafn Davíðsson og Ólafur Friðrik Magnússon. Stjórnandi Drengjakórs Laugarneskirkju er Ronald W. Turner. Kórakeppnin í Tampa skiptist í skránni auk sígildra drengjakórs- þijá hluta, en keppt er í flutningi gömlu meistaranna, tuttugustu aldar tónsmíða og að síðustu er kamm- erkórakeppni. í keppninni sem haldin er annðhvert ár taka þátt margir af þekktustu drengjakórum í heimi, en Drengjakór Laugameskirkju er yngsti kórinn á mótinu. Kórinn mun á næstu dögum halda tónleika á fimm stöðum í Flórída og eru á efnis- verka lög eftir Þorkel Sigurbjöms- son, Jón Þórarinsson, Atla Heimi Sveinsson og Jón Ásgeirsson. í kóm- um, sem stofnaður var haustið 1990, eru 32 drengir á aldrinum 9 til 15 ára, auk undirbúningsdeildar, Schola Cantorum, fyrir drengi á aldrinum 7 til 9 ára. Hefur Ronald W. Tumer verið stjórnandi kórsins frá upphafi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.