Morgunblaðið - 14.04.1994, Síða 36

Morgunblaðið - 14.04.1994, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRIL 1994 Af hveiju er greitt fyrir not af tónlist? Greinargerð frá stjórn STEFs Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um STEF og opinberan flutning tónlistar, sem ýmsir álíta að sé endurgjaldslaus, hefur stjórn sam- takanna tekið saman eftirfarandi greinargerð þar sem m.a. er svar- að margs konar misskilningi og rangfærslum sem birst hafa á prenti og á öldum ljósvakans að undanförnu. Hvað er STEF? í upphafi er rétt að vekja at- hygli á því að aðild að Sambandi tónskálda og eigenda flutningsrétt- ar (STEFi) eiga lang flest þau ís- lensk tónskáld og textahöfundar, sem eitthvað hafa látið að sér kveða á þessu sviði, jafnt þeir sem samið hafa „alvarlega" og „létta“ tónlist og texta við hana. STEF hefur síð- an gert gagnkvæma samstarfs- samninga við systursamtök í flest- mýkt í matargerðina AKRA FLJÓTANÐI Nýr og spennandi möguleiki í alla matargerð # Inniheldur hollustuolíuna, rabsolíu # . Þœgilegt beint úr kœliskápnum mm SMJÖRLÍKISGERÐ AKUREYRI tft r 11 s t í n a a ð m a t b é a um menningarlöndum heims og sér samkvæmt þeim samningum um að innheimta höfundarréttargjöld af tónlistarflutningi hér á landi fyrir erlend tónskáld og textahöf- unda meðan systursamtökin gera slíkt hið sama fyrir íslensk tón- skáld og textahöfunda erlendis. Höfundarréttur er stj órnarskrárvarinn Réttur höfunda, þ.á m. tón- skálda og textahöfunda, telst til eignaréttinda og nýtur þar með verndar stjómarskrárinnar. Höf- undaréttur fer eftir höfundalögum nr. 73/1972, með síðari breyting- um. Höfundalögin eru í meginatrið- um byggð á alþjóðasáttmálum um höfundarétt, þ.á m. Bernarsátt- málanum til verndar bókmenntum og listverkum frá 1886, með síðari breytingum, en aðild að þeim sátt- mála eiga nú flest þeirra ríkja sem telja má nútíma menningarríki. Samkvæmt höfundalögum er óheimilt að flytja listaverk, þ.ám. tónverk, opinberlega nema með leyfí höfundar. í lögunum sjálfum og greinargerð, sem fylgdi frum- varpi til laganna þegar það var lagt fyrir Alþingi, er „opinber flutn- ingur“ skýrður mjög rúmt. Þannig er í greinargerðinni sagt að það teljist ekki opinber flutningur ef verk eru kynnt „á heimilum, í lok- uðum hópi íjölskyldu eða kunn- ingja“, en hins vegar segir þar berum orðum að um opinberan flutning sé að ræða ef verk er „flutt eða sýnt á stöðum, sem almenning- ur á fijálsan aðgang að, hvort held- ur gegn aðgangseyri eða gjald- fijálst". í höfundalögum er sérstaklega tekið fram að það teljist sjálfstæð- ur flutningur á verki í skilningi laganna „þegar útvarpsflutningi á tónlist eða bókmenntaverki er dreift til almennings með hátalara eða á annan hátt“. í útvarpslögum nr. 68/1985 er hugtakið „útvaip" ekki skýrt eins rúmt og í höfunda- lögum, en rétt er að endurtaka að um rétt höfunda gilda höfundalög, en ekki útvarpslög eða önnur lög. Tónlist er eins og hver önnur „vara“ Þessum ákvæðum höfundalaga er ætlað að tiyggja að höfundar, þ.á m. tónskáld og textahöfundar, fái endurgjald fyrir það þegar ver- ið er að nota „afurð“ eða „vöru“ sem þeir hafa skapað eins og hveijir aðrir í þjóðfélaginu sem stunda einhveija „framleiðslu". Skiljanlega á almenningur erfitt með að átta sig á því að eðlilegt sé að greiða fyrir not á tónlist, sem enginn getur þreifað á þótt hún heyrist, alveg á sama hátt og ver- ið er að greiða fvrir ýmiss konar vöru og þjónustu. Kaupmaðurinn telur t.d. sjálfsagt að hann eigi að fá greidda álagningu í vöru- verði þótt hennar sjái ekki bein merki á vörunni, en finnst á sama tíma óeðlilegt að greiða lítilræði fyrir það að laða að viðskiptavini með því að nota „vöru“ á borð við tónlist. Ef hægt er að flytja tónverk úr útvarpi, án þess að tónhöfundar fengju sérstakt endurgjald fyrir, væri hægur vandi að nota tónlist endurgjaldslaust t.d. á dansstöð- um og í heilsuræktarstöðvum, þar sem tónlistin er talin ómissandi. í samningum STEFs við útvarps- stöðvar er líka sérstaklega tekið fram að heimild til flutnings tón- verka í útvarpi feli ekki í sér neinn rétt til handa útvarpsnotendum til opinbers flutnings á tónlist úr út- varpi. Höfundarrétturinn er alþjóðlegur Þau ákvæði íslensku höfunda- laganna, sem hér hefur verið vitn- að til, eru öll í samræmi við al- þjóðasáttmála um höfundarrétt og þar með höfundalögum í flestum ríkjum heims. í öllum nágranna- löndum okkar hafa um árabil ver- ið innheimt höfundarréttargjöld af þeim stöðum þar sem tónlist hefur verið flutt opinberlega, þ.á m. í verslunum og flugvélum, á feijum, hárgreiðslu- og rakara- stofum, svo að nokkur dæmi séu tekin. Ekki skattur, heldur endurgjald fyrir afnot í umfjölluninni að undanförnu hefur því oft verið haldið fram að höfundarréttargjöld vegna opin- bers flutnings á tónverkum væru skattur. Þetta er alrangt, því eins og gerð hefur verið grein fyrir hér að framan er um að ræða endur- gjald fyrir not á „vöru“ — endur- gjald sem rennur til þeirra ein- staklinga sem „framleitt" hafa „vöruna“. Gjöldin byggjast ýmist á samningum STEFs við þá aðila, sem tónlist flytja, t.d. útvarps- stöðvarnar, eða á gjaldskrá sem stjórn samtakanna hefur sett með heimild í höfundalögum og stað- fest hefur verið af menntamála- FAGOR ÞVOTTAVtLAtl ft&4 & FLS3 Magn afþvotti 5 kg Þvottakerfi 17 Hitar sföasta skolvatn Sér hitastillir 0-9CPC Ryöfrí tromla og beigur Hraöþvottakerfi Áfangaþeytivinda Sjálfvirkt vatnsmagn Hæg vatnskæting Sparneytin Hljóöiát ráðuneytinu. Samkvæmt gjald- skránni nema höfundarréttargjöld til STEFs vegna flutnings tónlistar í venjulegri rakara- eða hár- greiðslustofu 4.124 kr. eða 8.249 kr. á ári, þ.e. 16-32 kr. fyrir hvern virkan dag, eftir stærð stofunnar. Tekjunum er úthlutað til réttra aðila Að gefnu tilefni er rétt að skýra frá því að þeim tekjum, sem STEF innheimtir, er úthlutað jafn óðum til tónskálda, textahöfunda og annarra rétthafa að tónlist sem flutt eða gefin er út. Meirihluti tekna, sem innheimtur er fyrir flutning tónlisf .. hér á landi, renn- ur til erlenura rétthafa. Hinum hlutanum er skipt á milli innlendra rétthafa miðað við það hvaða tón- list hefur verið flutt í útvarpi og annars staðar. í því efrii er m.a. byggt á tónflutningsskýrslum frá útvarpsstöðvunum sem þeim er, samkvæmt samningum við STEF, skylt að láta samtökunum reglu- lega í té. Því miður hefur orðið misbrest- ur á því að minni útvarpsstöðvarn- ar gerðu það og þess vegna hefur ekki verið hægt að taka tillit til flutnings tónlistar í þeim stöðvum við úthlutun til rétthafa. Það hefur hins vegar ekki leitt til þess að minna fé væri úthlutað en til skipta er hveiju sinni, heldur hafa höfundar „léttrar" tónlistar, en slík tónlist er nánast einvörðungu flutt á umræddum stöðvum, feng- ið meira fyrir flutning verka sinna á stóru stöðvunum en þeir hefðu ella fengið ef full skil hefðu verið gerð á tónflutningsskýrslum. Það er því sem betur fer rangt að höf- undar „léttrar" tónlistar hafi borið skarðan hlut frá borði vegna þess- ara vanefna minni útvarþsstöðv- anna á samningsskyldum sínum. Samvinna í stað illdeilna Að lokum vill stjórn STEFs taka fram að hún óskar eftir sem bestri samvinnu við þá aðila sem kjósa að flytja tónlist opinberlega. Þeir, sem ekki flytja tónlist þannig að viðskiptavinirnir megi njóta henn- ar, greiða hins vegar engin gjöld til STEFs vegna þess að um er að ræða endurgjald fyrir not á „vöru“ eins og lýst er hér að fram- an. í stjórn STEFs, Magnús Kjartansson, formaður Áskell Másson, varaformaður Árni Harðarson Hrafn Pálsson John Speight Ólafur Haukur Símonarson Þórir Baldursson. -------♦ ♦ ♦------ Erindi flutt um tölvu- mál fatlaðra VINAFÉLAG Blindrabókasafns íslands þeldur aðalfund sinn í dag, fimmtudaginn 14. apríl, í húsakynnum Blindrafélagsins Hamrahlíð 17 kl. 20.30. Að loknum aðalfundarstörfum flytur Sigrún Jóhannsdóttir, for- stöðumaður Tölvumiðstöðvarinnar í Hátúni 10 erindi sem hún nefnir: Tölvumál fatlaðra. Sjíamðu þcrsporiii! Faxbúnaður fyrir einmenningstölviir ogtölvunel #BOÐEIND Austurstrpnd 12. Sími 612061. Fax 612081 ■Vjdijiy. rr.fi jp.fi [.fn;nt„fili) ).i J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.