Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994
39
Enn um Breiðholtslögregluna
eftir Gunnar Jóhann
Birgisson
Árið 1989 var opnuð lögreglustöð
í Breiðholtshverfi þar sem settir voru
til starfa þrír lögreglumenn sem fal-
ið var að starfa í anda forvarnar-
starfs og grenndarlöggæslu, þ.e.
mynda náið og traust samband við
íbúa svæðisins í þeim tilgangi að
halda niðri tíðni afbrota og draga
úr ótta við afbrot og glæpi. Til að
þetta mætti takast var gripið til
nýrra vinnubragða eins og gert hef-
ur verið víða erlendis í sama til-
gangi. Lögreglustöðinni í Breiðholti
var sköpuð sú sérstaða hér á landi
að þaðan skyldi ekki fyrst og fremst
sinnt almennum útköllum úr merkt-
um lögreglubílum. Lögreglumenn á
Breiðholtsstöð skyldu ferðast á milli
á ómerktri lögreglubifreið og leggja
áherslu á að mynda traust persónu-
legt samband við íbúa hverfisins,
skólastjórnendur og þá sem starfa
að félagsþjónustu á svæðinu. Látið
skyldi á það reyna hvort ekki mætti
með þeim aðferðum ná árangri í að
draga úr afbrotatíðni og beita kröft-
um lögregluliðsins með jákvæðum
hætti til að bæta mannlíf i hverfinu.
Frábær árangur
Breiðhoitsstöðin hafði ekki starf-
að lengi þegar ljóst var að björtustu
vonir sem við hana voru bundnar
voru að rætast. Þar völdust til starfa
áhugasamir menn sem reyndust eiga
auðvelt með að umgangast fólk og
vinna traust þess og láta sér annt
um hag þess; „láta mannleg tengsl
ganga fyrir tækninni". Á skömmum
tíma tókst lögreglumönnunum
þremur að mynda svo gott samband
við fólk í hverfinu sínu að fjöldi fólks
sneri sér til þeirra með upplýsingar
um hvers kyns afbrotastarfsemi sem
það vart vart við í umhverfi sínu.
Slíku trúnaðarsambandi hafa fáir
aðrir lögreglumenn náð við svo mik-
inn fjölda í jafnstóru samfélagi og
Reykjavík er. í hugum flestra sem
fylgjast með fréttum er lögreglu-
stöðin í Breiðholti sjálfsagt tengdust
baráttu gegn landabruggi enda
skipta bruggverksmiðjurnar sem
lögreglumenn í Breiðholtsstöð hafa
lokað, tugum ef ekki hundruðum og
landalítrarnir sem aldrei komust á
markað fyrir þeirra tilverknað skipta
tugum þúsunda. Þetta var afrakstur
rannsókna lögreglumannanna
þriggja, árangur sem aðeins forvarn-
arstarf og grenndarlöggæsla gerðu
mögulegan. En fleira ber að nefna.
Ýmis stór afbrotamál hafa verið
upplýst eftir að lögreglunni í Breið-
holti bárust upplýsingar frá fólki
sem bar traust til þeirra. Þar mætti
nefna íkveikju í sumarbústað í Heið-
mörk; þjófnað á sprengiefni, sem
fannst í fjölbýlishúsi í Breiðholti og
tugi innbrota og þjófnaða, sem leyst-
ust með þeim hætti að þýfi komst
í hendur réttra eigenda.
„ Auðvitað þarf lögregl-
an að sinna útköllum
og eftirliti og undanfar-
in misseri hefur lög-
reglustjórinn í Reykja-
vík haft yfir um það bil
200 lögreglumönnum
að ráða til þeirra
starfa. Nú hefur hann
203. Þremur færri en
áður einbeita sér hins
vegar að forvarnar-
starfi og að því að „láta
mannleg tengsl ganga
fyrir tækninni“.“
Það var með þessa sögu í huga
sem ég fullyrti í grein sem birtist í
Morgunblaðinu skömmu fyrir páska
að starf lögreglustöðvarinnar í
Breiðholti hefði verið þakklátasta og
best heppnaða starfsemi sem emb-
ætti lögreglustjórans í Reykjavík
hefði staðið fyrir og um leið og þau
orð eru ítrekuð er skylt að geta þess
að fullyrt er að Böðvar Bragason
lögreglustjóri hafi verið allra manna
áhugasamastur um það að ryðja
þessari nýjung í löggæslustarfi hér
á landi braut, nýjung sem gerir nýj-
Gunnar Jóhann Birgisson
ar kröfur jafnt til almennra lögreglu-
manna og yfirmanna þeirra.
Breyttur starfsgrundvöllur
Einmitt vegna þessa frumkvæðis
og áhuga iögreglustjórans á forvarn-
arstarfi kallaði ég það „ótrúlegar
fréttir" þegar það spurðist út að
forvarnarstefnu hefði verið ýtt til
hliðar í Breiðholtsstöðinni og henni
Menntun gegn atvinnuleysi
eftir Guðmund
Gunnarsson
Ein þeirra leiða sem oft ber á
góma í baráttunni gegn atvinnuleysi
er aukin menntun og starfsfræðsla.
Menntun, einkum starfsmenntun,
getur og á að vera eitt af mikilvæg-
ustu tækjum okkar til þess að efla
atvinnulífið og til þess að skapa ný
og jafnframt góð störf. Það þarf að
grundvalla menntastefnu okkar á
mati á styrkleika og veikleika at-
vinnulífsins. Bóknám hefur verið of
ráðandi í námsvali ungs fólks. Marg-
ar greinar atvinnulífsins hafa ekki
verið studdar af nauðsynlegri upp-
byggingu menntunar. Þetta á bæði
við undirbúningsmenntun í fram-
haldsskóla og eftirmenntun, sem
boðið er upp á eftir að út í atvinnu-
lífið er komið.
í starfsmenntakerfi okkar er ekk-
ert sem gerir ráð fyrir að styðja ein-
staklinginn til menntunar í öðrum
störfum en þeim sem eru innan þess
starfsgeira sem hann er í, jafnvel
þó að það sé atvinnuleysi innan hans
og atvinnumöguleikar bjóðist á öðr-
um starfssviðum. Fólk sem á að
baki stutta menntun hefur engan
eða takmarkaðan aðgang að starfs-
menntakerfi, en starfsstéttir sem
hafa að baki menntun hafa aðgang
að virku kerfi. Þær semja um að-
gang að starfsmenntakerfi, námsfrí,
greiddan ferðakostnað vegna nám-
skeiða erlendis o.þ.h. Þeim einstak-
lingi, sem af einhverjum ástæðum
fellur úr námi og fer út á vinnumark-
aðinn, er búin sú framtíð að hafa
mjög takmarkaða möguleika til þess
að komast til náms. Það eru ekki
einungis mestar líkur til þess að
hann verði atvinnulaus meðal launa-
manna, heldur má einnig segja að
kerfið standi gegn því að hann kom-
ist frá þessu.
Atvinnulausir þurfa
skipulagt starfsnám
Hér er verk að vinna og þar þurfa
fulltrúar atvinnulífsins að vera við
stjórnvölinn. Það þarf að skapa nýja
kosti fyrir. ungt fólk á sviði starfs-
og tæknimenntunar sem eru grund-
vallaðir á þörfum atvinnullfsins. Við
verðum jafnframt að gefa þeim sem
eru komnir út á vinnumarkaðinn
jafngilda möguleika til þess að afla
sér menntunar. Það er mikilVægt
að brjóta niður ýmsa þá múra sem
byggðir hafa verið og skoða heild-
stætt hvernig nýta má námsframboð
menntastofnana til þess að byggja
upp starfsmenntabrautir.
Það má minnka atvinnuleysi með
tvennskonar aðgerðum, fjölga at-
vinnutækifærum eða minnka at-
vinnuframboð. Sú vinna sem lögð
hefur verið í að leysa atvinnuleysið
hingað til hefur aðallega snúist um
að skapa skammtímastörf. Það hefur
lítið farið fyrir langtímalausnum.
Það má nýta tíma atvinnulausra til
jákvæðrar uppbyggingar bæði fyrir
einstaklinginn sjálfan og atvinnulíf-
ið, með aukinni skipulagðri starfs-
og tæknimenntun.
Langflestir þeirra sem atvinnu-
lausir eru er fólk með mjög skamma
menntun. Tíma þessa fólks er lang-
best varið í heildstætt og skipulegt
nám, sem stefnir að ákveðnu
markmiði. Hingað til hefur atvinnu-
laust fólk haft takmarkaðan aðgang
að menntun nema þá að einstökum
námskeiðum sem ekki mynda heild.
Með þannig skipulagi er tryggt
áhugaleysi einstaklingsins á því að
sækja sér aukna menntun, því hagur
hans með námskeiðasókninni er lítill
Fúllá
eftir Guðrúnu
Ágústsdóttur
Alveg ný baráttuaðferð í kosning-
um hefur nú rutt sér til rúms, hér
á síðum Morgunblaðsins. Sá sem
stendur fyrir þessari nýbreytni í
áróðurstækni er á launum sem borg-
arstjóri — annar af tveimur — nánar
tiltekið, sá þeirra sem er hættur.
Nýbreytnin er í því fólgin að hafa
allt á hornum sér, vera með ólund
og nöldur og skammir, aðallega út
í gamla daga. Engin framtíðarsýn
ríkir. Hann er ekki meira hættur en
svo að á hverjum degi nánast birtist
ný og ný grein í þessum stíl nei-
kvæðni og fortíðarhyggju. Greina-
skrif þessi hljóta að vera til þess
ætluð að draga úr fólki kjark — og
á því þurfa Reykvíkingar síst að
baldá nú.
„Hér þarf að sameina
þá menntunarkosti sem
í boði eru hjá mennta-
stofnunum atvinnulífs-
ins og hinu almenna
skólakerfi og skapa
heildstæðar starfs-
menntabrautir.“
og þjóðfélagslega séð er ávinningur-
inn takmarkaður.
Hér þarf að sameina þá menntun-
arkosti sem í boði eru hjá mennta-
stofnunum atvinnulífsins og hinu
almenna skólakerfi og skapa heild-
stæðar starfsmenntabrautir. Með því
að beina atvinnulausu fólki inn á
þessar brautir, sem gætu verið eins
til tveggja anna nám, er verið að
gera marga hluti samtímis.
Atvinnuþátttaka er minnkuð og
annars dauður tími er nýttur til þess
að byggja upp einstaklinginn, þann-
ig að hann geti á raunhæfari hátt
sótt inn í atvinnulífð á ný eftir betri
störfum. Atvinnulífið fær hæfari
móti?
Enga ólund
Enginn er að biðja um skemmti-
dagskrá í þessari kosningabaráttu.
Til þess eru þau vandamál sem þarf
að leysa of stór og brýn. Auðvitað
er það skiljanlegt að sjálfstæðismenn
í borgarmálum Reykjavíkur séu svo-
lítið niðurlútir nú og lítið glaðir, það
skilja allir. Það er ekki neitt gaman-
mál að skila borginni af sér til kosn-
inga nú með skuldabagga sem hefur
fjórfaldast á hvern borgarbúa á
nokkrum árum. Hægt væri að fyrir-
gefa margt ef þessi mikla skulda-
aukning hefði farið til þarfra verk-
efna sem skiptu borgarbúa verulegu
máli, en ekki í óþarfa. En fyrr má
rota en dauðrota. Ólund og nei-
kvæðni eru ekki góðir förunautar í
þeim brýnu verkefnum sem leysa
þarf í borginni; s.s. atvinnumál, fé-
lagsleg vandamál af ýmsu tæi og
fjárhag borgarinnar.
Guðmundur Gunnarsson
starfskrafta og virðisauki vinnu-
framlags vex. Síðast en ekki síst er
komið í veg fyrir það vonleysi og
uppgjöf sem því fylgir að vera at-
vinnulaus, hafa ekkert fyrir stafni
og hafa að engu að stefna.
Höfundur er formaður
Rafiðna ðursam bands islands og
skipar 1J. sæti á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Guðrún Ágústsdóttir
Borgarstjórabíllinn
enn í bakkgír
Það er betra að fela bjartsýnu og
jákvæðu fólki úrlausn þessara brýnu
hefði verið breytt í venjulega útkalls-
stöð. Sú staðreynd stendur óhögguð
eftir andsvar það við grein minni sem
lögreglustjóri birti í Morgunblaðinu .
hinn 7. þessa mánaðar.
Það er rétt sem lögreglustjóri seg-
ir að starfandi lögreglumönnum í
Breiðholtsstöðinni hefur verið fjölg-
að úr þremur í fimm og þeir hafa
fengið merktan lögreglubíl til um-
ráða. Jafnframt ganga þeir vaktir
þannig að ekki eru fieiri að störfum
hverju sinni en áður. Meginbreyting-
in er hins vegar sú að aðalhlutverk
lögreglumannanna í Breiðholtsstöð
er nú að sinna útköllum frá fjar-
skiptamiðstöð lögreglunnar, aka um
hverfið á svokölluðum eftirlitsferð-
um og fylgjast með umhverfinu í - -
gegnum bílrúðuna. Þessu er sinnt á
kostnað þess sem áður var gert,
forvarnarstarfsins.
Auðvitað þarf lögreglan að sinna
útköllum og eftirliti og undanfarin
misseri hefur lögreglustjórinn í
Reykjavík haft yfir um það bil 200
lögreglumönnum að ráða til þeirra
starfa. Nú hefur hann 203. Þremur
færri en áður einbeita sér hins vegar
að forvarnarstarfí og að því að „láta
mannleg tengsl ganga fyrir tækn-
inni“.
Togstreita nýrra og gamalla
tíma
Sú breyting sem gerð hefur verið
í Breiðholtsstöðinni átti sér nokkurn
aðdraganda því að fullyrt er að ekki
hafi allir yfírmenn lögreglunnar í
Reykjavík verið hrifnir af þeirri nýj-
ung sem forvarnarstarfið var og lög-
reglustjóri. Sívaxandi togstreitu
hafði gætt milli forvarnarmanna og
þeirra sem ekki eru reiðubúnir að
vinna að framgangi þeirrar nýjungar
sem í forvörnunum felst. Vegna
þessarar togstreitu hafði m.a verið
sett alvarlega ofan í við Breiðholts-
menn fyrir að halda sínu striki og
tregðast við að hlýða fyrirskipunum
um að breyta starfsháttum sínum.
Þessi togstreita og þær breytingar
sem gerðar hafa verið á starfsemi
lögreglustöðvarinnar í Breiðholti á
kostnað forvarnarstarfsins eru á vit-
orði allra lögreglumanna í Reykjavík
þótt þeir kjósi að bijóta ekki húsaga
með því að ræða málið á opinberum
vettvangi. Hér er hins vegar ekki
um að ræða innanhússmál lögregl-
unnar heldur mál sem varðar Reyk-
víkinga alla. Sá árangur sem
grenndarlögreglumennirnir í Breið-
holti náðu meðan þeir fengu að ein-
beita sér að starfí sínu varpaði ljósi
á það hvaða möguleikar eru ónýttir
í starfi lögreglunnar í þágu borg-
arbúa. Lögreglustjóra kann að
bresta stuðning í eigin röðum til að
vinna að framgangi forvarnarstefnu
og grenndarlöggæslu en hann getur
reitt sig á stuðning borgarbúa, sem
vonandi fá aukin áhrif á stefnumörk-
un flytjist forræði löggæslumála yfír
til borgarinnar.
Höfundur er lögmaður ! Reykjavik
og skipar 5. sæti á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins við
borgarstjómarkosningarnar í vor.
„Það er ekki neitt gam-
anmál að skila borginni
af sér til kosninga nú .<• -
með skuldabagga sem
hefur fjórfaldast á
hvern borgarbúa á
nokkrum árum.“
verkefna. Fólki með þekkingu og
reynslu, sem kemur óþreytt að mál-
um. Fólkið í borginni vill breyta til.
Breyta stjórn borgarinnar. Það
skynjaði borgarstjórinn og hætti.
Það virðist ekki ætla að duga tiL
Borgarstjórabíllinn er enn í bakkgír.
En hvernig er þetta með Markús?
Ætlar hann ekki að hætta alveg?
Ætlar hann að halda áfram að
stjórna, en nú bara úr aftursæti
borgarstj órabílsins?
Höfundur skipar 2. sæti á
Reykjavíkurlistanum.