Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 14.04.1994, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 63 I I I I I I í í 4 i i 4 Í 4 4 4 4 i 4 4 HANDKNATTLEIKUR Skyttumar með stórleik STÓRSKYTTUR Selfyssinga, Einar Gunnar Sigurðsson og Sigurður Sveinsson, voru í miklum ham í fyrsta leik liðsins gegn KA í átta liða úrslitum Islandsmótsins. Þeirfélagar gerðu 18 mörk er Selfoss vann 29:22. Selfyssingar hafa greinileg lagt rækt við varnarleikinn í fríinu því þeir léku mjög góða vörn í gærkvöldi, nokkuð Skúli Unnar sem ekki hefur verið Sveinsson algeng sjón á þeim skrifar bæ. „Vörnin hefur verið vandamál hjá okkur í vetur en við unnum vel í henni um páskana og sjáum árang- urinn af því puði núna. Vörnin er í rauninni ekkert nema vinna,“ sagði Einar Gunnar Sigurðsson fyr- irliði Selfyssinga eftir sigurinn í gær, en hann átti stórleik. Selfoss var sterkara liðið á vellin- um í gær. KA tókst þó að standa í þeim fram yfir miðjan síðari hálf- leik en þá sprungu þeir á limminu. Selfyssingar geta fyrst og fremst þakkað Einari Gunnari og Sigurðu Sveinssyni sigurinn. Einar Gunnar lék mjög vel og gerði hluti sem hann hefur gert allt of lítið af; að stökkva upp langt fyrir framan vörnina og skjóta. í gær var hann óragur við það og gerði níu glæsi- leg mörk með þeim hætti. En hann gerði meira því í vörninni var hann eins og klettur og varði ein sex skot. Sigurður var einnig í miklum ham og þrátt fyrir að Alfreð færði sig til í vörninni til að aðstoða þeim megin náðist ekki að stöðva hann. „Þeir tveir áttu allt of góðan leik og okkur gekk erfiðlega að eiga við þá. Ég held þó að „statistikinn" segi okkur að þeir geti ekki báðir átt stórleik tvo leiki í röð. Við ætlum að læra af þessum leik og erum alls ekki búnir,“ sagði Alfreð Gísla- son þjálfari og leikmaður KA. En það voru ekki bara þeir sem léku vel því vörn Selfoss var sterk og liðsheildin lék vel, einn fyrir alla og allir fyrir einn. Hjá KA lék Valdimar mjög vel og Alfreð átti ágætan dag en aðrir eiga að geta betur og það var áber- andi í sóknarleiknum að menn virt- ust hræddir við að taka frumkvæð- ið, nema þessir tveir og Valur. KA byijaði betur og gerði fyrstu tvö mörkin en eftir það var jafn- ræði með liðunum. KA-menn klauf- ar að láta heimamenn gera tvö síð- ustu mörkin fyrir hlé. I síðari hálf- leik gekk allt eðlilega fyrir sig ef svo má að orði komast, framan af en síðan kom rosalegur kafli hjá Selfyssingum sem skoruðu úr níu sóknum í röð, klikkuðu síðan í einni og skoruðu í næstu fjórum. Nýting- in hjá þeim í síðari hálfleik var hvorki meiri né minni en 75% og í leiknum í heild 63%. Júlíus og Geir eru enn í myndinni Júlíus Jónasson og Geir Sveinsson léku báðir vel með liði sínu Alzíra í gærkvöldi þegar þeir tóku á móti liði Teka Santander í undanúrslitum spænsku deildarinnar. Alz- íra sigraði 26:22 og staðan er því 1:1 í baráttu liðanna um að komast í úrslitaleik- ina. „Þetta var góður leikur hjá okkur og eins og svo oft var það vörnin og markvarsl- an sem smullú," sagði Júlíus í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Það var jafnt á flestum tölum upp í 18:18 en þá náðum við tveggja marka forystu og undir lokin náðum við að auka hana í fjögur mörk. Geir lék mjög vel og gerði ein fimm mörk og ég komst meira að segja á blað, gerði eitt mark við mikinn fögnuð áhorfenda," sagði Júlíus en hann leikur venjulega lkki í sókninni hjá Alzíra. Kraftur BÆÐI Haukar og Selfoss unnu nokkuð öruggan sigur á mótheijum sínum í fyrsta leiknum í 8 liða úrslitunum í gær. Hér til hliðar er það Einar Gunn- ar Sigurðsson sem hefur lyft sér upp fyrir vöm KA, en hann gerði mikið af því í leiknum. Á neðri myndinni er Aron Kristj- ánsson Haukamaður í baráttunni við Mos- fellsbæinga. Deildarmeistarar Hauka áttu ekki í erfiðleikum með leggja nýliða Aftureldingar að velli að Strandgöt- unni, 28:21. Það var SigmundurÓ. aldrei spurning hver Steinarsson færi með sigur af skrifar hólmi, svo miklir voru yfirburðir heima- manna. „Ég var ánægður með varn- arleikinn hjá okkur í bytjun leiksins og þá var sóknarnýtingin góð. Við lögðun þá grunninn að sigrinum," sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálf- ari Hauka. „Það þýðir ekkert að of- metnast við þetta — við eigum eftir að leika í Mosfellsbæ." Haukar léku við hvern sinn fingur gegn Aftureldingu. Varnarleikur þeirra var mjög sterkur, þannig að gestirnir áttu í miklum erfiðleikum að finna glufu á varnarvegg Hauka, sem komst yfir 13:7 fyrir leikhlé. Það eina sem leikmenn Aftureldingar, sem léku einhæfan sóknarleik, gátu til að reyna að koma knettinum í Lauflétt hjá Haukum gegnum „múr“ Hauka, voru lang- skot. Þeir skoruðu sex af sjö mörkum sínum í fyrri hálfleik með langskot- um. Á sama tíma og leikur Aftureld- ingar var máttlaus, fóru leikmenn Hauka á kostum og lék Petr Baumruk aðalhlutverkið. Heimamenn léku gestina grátt með því að klippa skemmtilega fyrir framan vörn þeirra. Trúfan reyndi að stöðva Baumruk, en það tókst illa. Hann fór eitt sinn grimmt út gegn Baumruk, sem sýndi það í næstu sóknarlotu hver það væri sem réði ríkjum á Strandgötunni — hann skoraði fram- hjá Trúfan með föstu undirhandar- skoti. Haukar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik, en slökuðu á klónni þegar þeir voru búnir að ná níu marka forskoti, 19:10. Þá fóru leikmenn Aftureldingar að taka Pál Ólafsson úr umferð og Petr Baumruk hægði á ferðinni. Halldór Ingólfsson og Sig- uijón Sigurðsson fengu að leika laus- um hala — og háðu harða skot- keppni, sem þeir nutu svo sannarlega — skoruðu hvert markið á fætur öðru, eða tíu af síðustu ellefu mörkum Hauka. Halldór sex, en Siguijón fjög- ur — þar af þrjú síðustu mörk leiks- ins. Haukar skoruðu 15 mörk í seinni hálfleik og þar af 13 með langskotum — mörgum gullfallegum. Haukar eru með sterka liðsheild, sem leikur sterkan varnarleik og fjöl- breittan sóknarleik, þar sem knöttur- inn gengur hratt manna á milli. Þá er markvörðurinn Magnús Árnason sterkur. Varnarleikur Aftureldingar er aftur á móti slakur og sóknarleik- urinn einhæfur og máttlaus. Það verður kraftaverk ef Afturelding leik- ur aftur í Hafnarfirði í vetur. Morgunblaðið/Kristinn Þannig vörðu þeir Markvarslan í leikjum gærkvöldsins (innan sviga varið, en knötturinn aftur til mótheija): Magnús Árnason, Haukum - 18/1(3) 6(1) langskot, 2 vítaköst, 2(1) úr horni, 1 hrað- aupphlaup, 2(1) af línu. Bjarni Flosason, Haukum - 2(1) 1 hraðaupphlaup, 1(1) langskot Sigurður Sigurðsson, Afturelding - 3 1 úr horni, 1 hraðaupphlaup, 1 langskot. Viktor R. Viktorsson, Aftureldingu - 3 3 langskot. Gísli F. Bjarnason, Selfossi - 14/1(4) 7(2) langskot, 4 úr horni, 4(2) af línu, 1 víti. Ásmundur Jónsson, Selfossi - 1 1 úr hraðaupphlaupi. Sigmar Þ. Óskarsson, KA - 8/1(2) 6(2)langskot, 1 úr horni, 1 víti. SÓKNAR- NÝTING Selfoss UMFA . V * '■/ Haukar Afturelding Mörk Sóknir % Mórk Sóknir % Mörk Sóknir % Móik Sóknir % 111 22 50 F.h 11 22 50 : 13 21 62 F.h 7 21 33 18 24 75 S.h 11 23 48 15 25 60 S.h 14 25 56 29 46 63 Alls 22 45 49 M 28 46 61 Alls 21 46 46 Langskot 6 Hraðaupphlaup 3 Hom g Una 1 Viti S Langskot Hraðaupphlaup norn Lina Urslitakeppnin í handknattleik 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.