Morgunblaðið - 16.04.1994, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRIL 1994
Ratched og McMurphy takast á. Itagnheiður Steindórsdóttir og Pálmi Gestsson í hlutverkum sínum
í RIMLA-
HREIÐRINU
_________Leiklist_____________
Súsanna Svavarsdóttir
Þjóðleikhúsið
GAUKSHREIÐRIÐ
Höfundur: Dale Wasserman
byggði á skáldsögu Kens Keseys
Þýðandi: Karl Ágúst Úlfsson
Tónlist: Lárus H. Grímsson
Lýsing: Björn Bergsteinn Guð-
mundsson
Mynd og búningar: Þórunn S.
Þorgrímsdóttir
Leiksljóri: Hávar Siguijónsson
Þeir eru líklega fáir sem ekki
kannast við Gaukshreiðrið, söguna
um „hælið“, sem gæti svosem ver-
ið jörðin sjálf. Kannski réttara sagt,
hvaða mannlega samfélag sem er
á jörðinni. Það er jú æði misjafnt
sem mennimir leita að þar — en
öll ævi okkar fer í að læra að troða
okkur inn í þröngan, þó óskil-
greindan, ramma sem enginn ber
ábyrgð á.
Mér hefur aldrei þótt Gauks-
hreiðrið fjalla um vistun á geð-
sjúkrahúsi — heldur er það öllu
fremur „agressív“ umræða um
frelsi hugans andspænis bælingu
samfélagsins. Þótt verkið fylgi að
mestu leyti einum einstaklingi,
McMurphy, og því ferli sem hann
fer í gegnum frá því hann kemur
í hlýðniskóla síns samfélags og þar
til yfir lýkur, segja aðrir karakterar
í verkinu ekki síður merkilega sögu.
Þeir hafa verið barðir, sjokkeraðir
eða skornir til hlýðni. Hafa verið
nógu lengi þarna til að þekkja leik-
reglumar — enda eru „reglurnar"
eina svarið sem fæst við spurning-
um. Sama hverjar þær eru.
McMurphy er dálítið villtur.
Hann er úlfur sem gerir óttaslegið
samfélagið öryggislaust og þeir
sem valdið hafa eru óttaslegnastir
og öryggislausastir af öllu. Upp
hefst valdabarátta milli hans og
fulltrúa valdsins, Ratched hjúkrun-
arkonu, og samferðamenn á hælinu
sveiflast milli trausts á McMurphy
og ótta við Ratched; ótta við refs-
andi valdið sem þeir þekkja. Þeir
eygja von í McMurphy og eru til-
búnir að fylgja honum, ef hann
sigrar. En þeir eru líka tilbúnir að
beygja sig áfram undir vald Ratc-
hed. Þeir þrá frelsið, en eru of
kúgaðir til að gera rövl út af skorti
á því.
Gaukshreiðrið er geysilega
skemmtilegt sviðsverk og þótt
sömu atvik eigi sér þar stað og í
kvikmyndinni sem vel flestir
þekkja,- er andrúmsloft leiksviðsins,
umhverfi og möguleikar allt öðru-
vísi. Það er með Gaukshreiðrið eins
og önnur vel skrifuð verk; því oftar
sem maður sér það, því fleira segir
það manni. I kvikmyndinni er sjón-
arhorni McMurphys fylgt frá upp-
hafí til enda, en í sviðsuppfærsl-
unni hefur áhorfandinn alla mynd-
ina fyrir augunum. í kvikmyndinni
var áherslan á valdabaráttu Mc-
Murphys, baráttunnar vegna, en í
sviðsverkinu verður sjónarhomið
mun víðara. Það snýst um valda-
baráttu inni í samfélagi, þar sem
heildarmyndin er mjög skýr. Og í
uppfærslunni sem nú er á stóra
sviði Þjóðleikhússins hefur þessi
áhersla tekist mjög vel.
Pálmi Gestsson fer með hlutverk
villingsins McMurphys og ferst það
mjög vel úr hendi. Honum er mik-
ill vandi á höndum — þar sem Jack
Nicholson er McMurphy í vitund
þeirra sem séð hafa kvikmyndina.
Pálmi hefur þó ekki fallið í þá
gryfju að leika Nicholson, heldur
er hans McMurphy lagður upp á
gerólíkan hátt, og mun „sympatísk-
ari“. Sá McMurphy sem við sjáum
á sviði Þjóðleikhússins er uppreisn-
arseggur, sem hefur komið sjálfum
sér í óttaleg vandræði en ekki ein-
staklingur sem þjáist af trylltri
ögrunarþörf. Réttlætiskennd hans
og frelsisþrá verða fyrir bragðið
sterkari, svo og samlíðan hans með
félögunum á deildinni sem hann
dvelur á. Aftur á móti verða átök
McMurphys við Ratched hjúkrun-
arkonu vægari. Þau verða bæði
mildari persónur. Um leið og það
dregur úr vægi þeirra, verður inni-
hald verksins skýrara og fínnst
mér það kostur. Það þarf geysilega
sterkan og mikinn leikara til að
bijótast út úr „Nicholson-mýtunni"
og það finnst mér Pálmi gera. Mér
í Gaukshreiðnnu.
finnst hér aftur kominn hinn fjöl-
hæfí leikari, sem Pálmi sýndi sig
vera, fyrstu _ árin eftir að hann
mætti leiks. Eg vona bara að hann
sé kominn til að vera.
Ragnheiður Steindórsdóttir leik-
ur Ratched hjúkrunarkonu og nær
vel að túlka grimmdina og skepnu-
skapinn á bak við milt brosið. Það
kemst mjög vel til skila í þessari
sviðsetningu að Ratched veit að
McMurphy segir sannleikann, en
hún ræður bara ekki við þann sann-
leika. Öryggisleysi hennar er skýrt
þegar hún missir stjórn á sér við
McMurphy; missir niður ískalda
grímuna, aftur og aftur, þar til hún
á aðeins eitt úrræði eftir; að afmá
það frelsi andans sem hann býr
yfir. Frelsi sem fær mál í sýn indí-
ánahöfðingjans Bromden.
Bromden er leikinn af Jóhanni
Sigurðarsyni. Bromden er fulltrúi
þagnarinnar — eða réttara sagt
þess prívat meðferðarúrræðis að
halda sér saman til að varðveita
geðheilsuna í þeim frumskógi sem
mannlegt samfélag er. Leikur Jó-
hanns er mjög áhrifaríkur í hlut-
verki þessa fuglsunga í risastórum
karlmannsbúk, sem innilokaður í
búri mænir út á veggina sem um-
lykja stofnunina og sér í huga sér
fjöll og fossa og iðjagrænar sléttur.
Hilmar Jónsson leikur hinn mál-
fatlaða Billy Bibbitt, sem á sér
enga lífsvon á meðan móðurvaldið
lifir. Því miður er fulltrúi þess valds
Bromden hjúkrunarkona og hún
ætlar að láta hann hlýða því. Um
leið ætlar hún að láta Billy batna.
Það er hins vegar ekki hægt, þetta
tvennt fer ekki saman. Eina leiðin
fyrir Billy væri að komast burtu,
í umhverfið sem indíánahöfðinginn
á í höfði sínu. Billy getur ekki lifað
í skilyrtu samfélagi og hlýtur því
að farast. Hilmar túlkar geysilega
vel fötlun Billys og hugarástand
ótta, örvæntingar og vonleysis.
Sá leikari sem kom þó mest á
óvart í sýningunni var Sigurður
Skúlason í hlutverki Hardings, þess
sem kann allt, veit allt og skilur
allt í sálfræðinni, nema sjálfan sig.
Ég hef séð Sigurð í ótal hlutverkum
og mér hefur ávallt þótt hann vand-
virkur leikari. En hann sýnir hér á
sér aldeilis nýja hlið og skapar
persónu sem er kýrskýr hvernig
sem á hana er litið. Raddbeiting
hans er svo fjölbreytt — allt eftir
hugarástandi Hardings — að hann
virkar eins og sérstakt tónverk inni
í sýningunni. Þessu fylgir Sigurður
eftir með mjög nákvæmu látbragði
og svipbrigðum. Frábær vinna.
í öðrum hlutverkum eru Hjálmar
Hjálmarsson (Cheswick), Sigurður
Siguijónsson (Martini), Stefán
Jónsson (hinn heilaskorni Ruckly),
Erlingur Gíslason (Scanlon), Hall-
dóra Björnsdóttir (Flinn hjúkrun-
arkona), Randver Þorláksson
(Spivey læknir), Björn Ingi Hilm-
arsson (Warren sjúkraliði), Kristján
Franklín Magnús (Williams sjúkra-
liði), Tinna Gunnlaugsdóttir
(Candy Starr), Lilja Guðrún Þor-
valdsdóttir (Sandra) og Flosi Ólafs-
son (Turkle, drykkfelldi næturvörð-
urinn). Hvert og eitt þessara hlut-
verka er unnið af stakri ná-
kvæmni. Það er geysilega gaman
að horfa á þær persónur sem
kvikna á sviðinu, eru á sviðinu
nánast alla sýninguna, en segja
ekki margt. Að öðrum ólöstuðum,
verð ég þó að segja að Sigurður
Siguijónsson og Stefán Jónsson
hrifu mig mest af þeim.
Sviðið er vel nýtt og leikmyndin
sterk með öllum sínum rimlum og
læstu dyrum; myndar veröld sem
er stór og köld utan um þessar
hræddu, litlu sálir. Það reynir mik-
ið á lýsingu í þessu flæmi og hún
er unnin af vandvirkni, þótt örlí-
tillar ónákvæmni hafi gætt í tíma-
setningu á „kjúum" á tveimur eða
þremur stöðum á frumsýningu.
Tónlistin í sýningunni er meira
og minna samsett úr áhrifshljóðum
og einkennist því af sterkum, ógn-
andi slætti, sem leysist upp í seinni
hlutanum og endar á ákaflega fal-
legu stefi, sem sendir mann út úr
leikhúsinu með tilfinningu fyrir því
hvað lífið geti verið sorglegt og
fallegt.
Leikstjórnin er mjög góð. Per-
sónur eru dregnar mjög sterkum,
skýrum dráttum, tempóið í sýning-
unni er hratt og markvisst og það
má segja að hjartslátturinn í henni
sé þungur, nánast heyranlegur.
Samhæfingin á tónlist, texta, túlk-
un og útliti er vel af hendi leyst
og úr verður eftirminnileg sýning.
Sinfóníutónleikar
Listvinafélag Hallgrímskirkju
Trú og siðferði í íslensk-
um barnabókmenntum
SILJA Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur flytur á morgun
sunnudaginn 17. apríl kl. 17 erindi í safnaðarsal Hallgrímskirkju
um trú og siðferði í íslenskum barnabókmenntum.
_________Tóniist_____________
Jón Ásgeirsson
Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt
tónleika í Háskólabíói sl. fimmtu-
dag. Á efnisskránni voru verk eft-
ir Haydn, Saint-Saéns og Bartók.
Einleikari var Guðríður St. Sig-
urðardóttir en stjómandi Petri
Sakari.
Tónleikarnir hófust á fyrstu
„Lundúnasinfóníunni", eftir Ha-
ydn, sem er sú 93. í röð 104 sinfón-
ía, sem þessi merkilegi snillingur
lét eftir sig. IJklega er Largo-
kaflinn (2) með því eftirtektar-
verðasta í þessari sinfóníu og það-
an má greina enduróman stefbrots
í lokakafla 6. sinfóníunnar (1808)
eftir Beethoven. Verkið í heild, en
sérstaklega Largo-kaflinn, var vel
leikið og skýrt mótað, þó stundum
vantaði þá skörpu en áreynslu-
lausu nákvæmni í lokakaflann,
sem Haydn krefst af flytjendum
og er þau krafttök, sem gerir tón-
list hans svo áhrifamikla.
Um Camille Saint-Saéns hefur
verið sagt, að hann hafi kunnað
of mikið og það hafi sagt honum
að nokkru fyrir verkum. Víst er
að píanókonsertinn hans, sá númer
5, er að mörgu leyti mjög vel gerð-
ur, sérstaklega 1. kaflinn en þó
hann sé að reyna fyrir sér með
alls konar tónræn tilbrigði í tveim-
ur seinni köflunum, tekur „leiknin“
oft af honum orðið, svo að útkom-
an verður stundum nokkuð slitrótt
og jafnvel ósannfærandi.
Guðríður St. Sigurðardóttir lék
konsertinn í heild mjög vel og
mótaðist leikur hennar af öryggi
og hófstilltri túlkun. Lokaþáttur-
inn, sem er einkar glæsilegur fyr-
ir píanistann, var vel fluttur og
hafði Guðríður fullt vald á kraftm-
iklum tónhugmyndum hans. Guð-
ríður er góður píanóleikari og með
leik hennar í píanókonsert Saint-
Saéns, hefur hún skipað sér í hóp
þeirra íslensku píanista, sem
mætti heyra oftar í samleik með
Sinfóníuhljómsveit Islands.
Lokaverkið á tónleikunum var
Tónverk fyrir strengi, slagverk og
selesta, eftir Béla Bartók, sem er
meðal frægustu tónverka tuttug-
ustu aldarinnar. Upphafsstef
verksins, sem gengur eins og rauð-
ur þráður í gegnum alla kaflana,
minnir ótrúlega sterkt á upphafs-
tóna „Liljulagsins“ okkar Islend-
inga og býr auk þess yfir sérkenni-
legri íhugun, sársauka vantrúar-
innar, sem hijáði Bartók mjög.
Upphafskaflinn er byggður upp
af áhrifamiklum kontrapunktísk-
um vefnaði og var hann vel leikinn
Guðríður St. Sigurðardóttir.
af SÍ, svo og þriðji þátturinn,
dulúðlegt verk, gaett töfrum og
kyrrð næturinnar. í öðrum þætti
og sérstaklega þeim fjórða, leikur
Bartók með balkanst hljóðfall og
þar vantaði SÍ þá kviku, ná-
kvæmni og þann glaðlega hryn-
kraft, sem finna má í dönsum þar
suðurfrá. Þrátt fyrir þetta var
heildarsvipur verksins mjög góður
og það oftlega mjög vel mótað af
Petri Sakari.
Miklar umræður hafa farið fram
um framtíð bókarinnar í mynd-
miðlasamfélagi nútímans, einkum
að því er varöar börn og ung-
menni. Umræðan um hvað bækur
ætlaðar börnum og ungmennum
hafa að geyma hefur verið fátæk-
legri. Listvinafélag Hallgríms-
kirkju vill gjarnan leggja sitt af
mörkum til að auðga þá umræðu.
Segja má að framangreint er-
indi Silju Aðalsteinsdóttur marki
tímamót í umræðu um íslenskar
barnabókmenntir, þar sem ekki
er vitað til að þessi þáttur þeirra
hafi fyrr verið rýndur sérstaklega.
Silja mun ræða um nokkrar verð-
launaðar íslenskar barnabækur
sem komið hafa út á síðustu árum
eftir höfundana Elías Snæland
Jónsson, Friðrik Erlingsson, Guð-
rúnu Helgadóttur, Kristínu Steins-
dóttur og Magneu frá Kleifum.
Auk þess mun hún ræða um verk
Sigurbjörns Sveinssonar og gera
samanburð á viðhorfum Nonna
(Jóns Sveinssonar) og hinna yngri
höfunda.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
-----» ♦ ♦----
Kórtónleikar á Suð-
urlandi um helgina
Tímasetn-
ing leiðrétt
í Morgunblaðinu í gær var sagt
frá því að Kór Menntaskólans að
Laugarvatni og Kór Fjölbrauta-
skóla Suðurlands ætla að halda
sameiginlega söngdagskrá um
helpina.
1 fréttinni eru rangar tímasetn-
ingar tónleikanna og leiðréttast
þær hér með: Tónleikarnir í Sel-
fosskirkju í dag hefjast kl. 17 og
tónleikarnir í Skálholtskirkju hefj-
ast á morgun kl. 16.