Morgunblaðið - 16.04.1994, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.04.1994, Qupperneq 17
+ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994 17 Biðstaða TOM rúm eru algeng sjón á sjúkrastofum spítala landsins þegar um þær er gengið, þó að fjöldi sjúkra barna og fullorðinna bíði þess að fá að fylla þau. trúar og taki fyrir vikið því sem að höndum ber af stillingu. Málin snúa á annan hátt við sjúklingum, eins og Jónas bendir á. Fyrir þá er taugatrekkjandi að vera á biðlista og vonast í sífellu eftir símtali frá sjúkrahúsinu. „Fólk með gallsteina fær sín köst úti í bæ og kvelst. Fólkið sem er á bið- lista bæklunardeildar þjáist mikið og fer af þeim sökum í aðgerð. Þær aðgerðir eru afar þjóðfélagslega hagkvæmar og jákvæðar því fólk sem var áður rúmbundið og kar- lægt getur hætt lyfjaáti og komist af stað, jafnvel snúið til vinnu á ný. Þessar aðgerðir liggja niðri,“ segir hann. Allt í jámum „Við höfum ekki fengið að gera neinar aðgerðir á hnjám eða mjöðm- um, aðrar en þær sem búið var að áætla að kæmu inn í áframhaldandi meðferð, þ.e. sjúklingar sem biðu á öðrum sjúkrahúsum eftir að komast hingað í aðgerð," segir Halldór Jóns- son, yfirlæknir bæklunarlækninga- deildar Landspítala. „Hins vegar höfum við fengið að gera bakaðgerð- ir á þeim sjúklingum sem eru orðnir svo sárþjáðir að þeir eru á morfín- töflum og fá síðan sprautur að auki á kvöldin til að geta sofíð. Við höfum líka fengið undanþágur fyrir sjúkl- inga með krabbamein í beinum sem eru að brotna niður fyrir vikið. Ann- að kemst ekki að.“ Halldór segir að síminn hringi stöðugt á Landspítala. í hlut eigi sjúklingar' á biðlista sem haldi enn í þá veiku von að sjúkra- húsið geti veitt þeim viðtöku, þrátt fyrir verkfallið. Flestir fái samband við skiptiborðið, örfáir ræði við rit- ara, aðrir nái sambandi við hjúkrun- arfræðinga en þeir þrautseigustu nái í yfirlækninn á deildinni. Um kaffi- leytið þegar blaðamaður spjallar við Halldór, hefur hann rætt símleiðis við sjúklinga frá því snemma morg- uns. Svörin sem sjúklingamar fá eru hins vegar öll hin sömu; allt er í jámum þangað til deilan leysist. Biðlistar bíða. „Við erum með tæplega 250 manns á biðlista og sá listi hreyfíst ekki meðan verkfallið varir. Mjög margt af þessu fólki er í slæmu ástandi og eru margir búnir að bíða upp undir hálft ár eftir t.d. mjaðma- aðgerð og aðrir upp undir ár eftir bakaðgerð, sem tefjast enn sem nemur verkfallinu," segir Sólveig Sverrisdóttir, deildarhjúkrunarkona á bæklunarlækningadeild. „Þetta fólk getur ekki unnið lengur og er hætt þess vegna, en hefði þurft og átt að vera komið inn fyrir löngu. Þess í stað bíður það í veikri von um að verkfallinu fari að ljúka, þótt ennþá virðist lok þess óralangt í burtu.“ Verkfall meinatækna lengir bið Unnar Jensdóttur eftir aðgerð Margir þjáðir bíða UNNUR Jensdóttir, ljósmóðir og söngkennari, hefur undan- farnar vikur beðið eftir að kom- ast í aðgerð á bæklunarlækn- ingadeild Landspítala. Um 250 aðrir eru á sama biðlista. Hrygg- ur hennár hefur verið spengdur þrisvar en hún þjáist af lið- skriði, sem er meðfæddur sjúk- dómur sem leggst á mjóhrygg fólks, og var fjórða aðgerð vegna þessa kvilla langt komin í undirbúningi þegar verkfall meinatækna stöðvaði kerfið. „Eftir seinustu aðgerð fór að bera á verkjum í fótum og mjöðm- um. Mér kom því ekki á óvart þeg- ar Halldór Jónsson, yfirlæknir á bæklunarlækningadeild, tilkynnti að framkvæma þyrfti nýja aðgerð. í mars var mér sagt að nú styttist ! aðgerð, en þá reiknaði enginn með að verkfallið skylli á og setti strik í reikninginn," segir Unnur og kveðst orðin þreytt á að bíða. Er að verða óbærilegt „Verkfallið veldur bið og gífur- legri óvissu. Ég hef hringt nokkr- um sinnum upp á spítala því mér hefur farið svo mikið aftur að þetta er að verða óbærilegt. Þegar mað- ur kvelst verður biðin löng. Ég hef kennt söng þijá tíma á viku, en orðið að sleppa allri kennslu sein- ustu viku vegna stöðugra verkja. Ég tek verkjalyf en fínn samt fyr- ir kvölum í mjóhryggnum og verk- ir leiða niður eftir líkamanum, auk þess sem doði hefur lagst yfir fæt- urna. Höfuðverkir hafa fylgt í kjöl- farið. Ég á orðið erfitt með gang, og á jafnvel í vandræðum með að sitja eða liggja. Auk þess spennist Morgunblaðið/Árni Sæberg Unnur Jensdóttir fólk upp sem hefur þráláta verki, og það bætir ekki biðina. Það er auðvelt að segja manni að hugsa jákvætt, en það veit enginn nema sá sem lendir í því, hvað það er að kveljast öllum stundum, og já- kvæð hugsun er ekki auðveld í slík- um tilvikum. Hver dagur skiptir máli þegar beðið er eftir aðgerð, og núna gengur hvorki né rekur.“ Unnur kveðst vona að stjómvöld leysi verkfallið hið fyrsta til að binda enda á bið hennar og ann- arra þeirra sem eru á biðlistum. Höfuðábyrgðin liggi hjá þeim en ekki meinatæknum. „Ég spyr sem hagfræðingur götunnar, hvemig á fólk að axla þær byrðar sem á það eru lagðar, miðað við núverandi láglaunastefnu? Stjórnvöld verða að tryggja mannsæmandi laun ef fólk á að geta lifað hér í sátt og samlyndi," segir Unnur að lokum. + BORGARDAGAR BORGARKRINGLUNNl SNYRTISTOFAN NN Noröurturni, 4. hæð, sími 685535 25% afsláttur af vöru og þjónustu sem veitt er eða pöntuð á Borgardögum. Andlitsböö, húðhreinsun, iitgreining, hand- og fótsnyrting. Dr 4ra rétta tilboð á Borgardögum. Kjúklinga Chow Mein, Saigon rækjur, nautakjöt Mongolian og súrsæt svínarif Kanton með Coke og kaffi á eftir. Verö aðeins kr. 550 20% afsláttur af Fischer Price leikföngum. 30% afsláttur af öllum módelum og aukahlutum fyrir módel. Frábær tilboð á Borgardögum. Alladin 20% afsiáttur. Sonic Spinball 20% afsláttur. Super kick off 20% afsláttur. Eternal Champions 20% afsláttur. Stýripinni Speed king 25% afsláttur. CD diskar á tilboðsverði með 20% afslætti og PC leikir á tilboðsvegg. A lil ö0 ‘tpr#6- Glæsileg tilboð -frábær verð Eymundsson *'STOFNSETT 1872 20% af öllum erlendum bókum. Cræni söluvagninn 1. hæð 20% afsláttur af High-Desert biómafrjókornum, Jasön-Aloe Vera: Henna sjampó og næring. Kókosbodylotion, púður, olía, svitalyktaeyðir. 20% afsláttur Rauði vagninn 2. hæð 50% afsláttur af öllum perlufestum. Perlueyrnalokkar frá kr. 290 Perluarmbönd frá kr,. 390 KSféváL Kökiihúsió 20% afsláttur Crépes Florida aðeins kr. 335 Allar tertusneiðar aöeins kr. 250 Borgarkringlan er fallegt verslunarhús í þægilegu umhverfi, býður fjölbreytt vöruval og ánægjulegt starfsfólk. Börnin í umferðinni IUMFERÐAR [ samvinnu við Umferðarráð, Reiðhjólaskóla Islands og fleiri aðila verður sérstakt kynningarátak um öryggisbúnað fyrir bömin. 'RAÐ SOLBAÐSSTOFAN SÓLIN BORGARKRINGLUNNI 500 kr. afsláttur af 3ja mánaöa korti. 5IGGI BORGARKRINGLAN 6 8 7 2 6 6 20% afsláttur af nýju CAT línunni frá Redken. SSBl ^L-þegar þér hentar Ný glæsileg verslun. Otrúleg tilboð í tilefni opnunar. Borgardagar í Betra líf 14., 15. becRMip Borgarkringlan, " Og 16. apríl KRINGLUNNI4 - sími 811380 ..og viö bjóöum 20% afslátt af sérvöldum vörum m.a. af: EARTH SCIENCE snyrtivörum fyrir dömur og herra. EARTH SCIENCE snyrtivörurnar eru unnar úr lífrænt ræktuðum og náttúrulegum jurtum, og innihallda engin efni sem eru skaðleg húöinni. nýtt greiöslukortatímabil

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.