Morgunblaðið - 16.04.1994, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994
Morgunblaðið/Kara Amgrímsdóttir
Islensku keppendurnir
ÍSLENSKU dansararnir sem tóku þátt í danshátíðinni í Blackpool.
íslensku keppendumir stóðu
sig framúrskarandi vei
__________Pans______________
Jóhann Gunnar Arnarsson
EFLAUST hafa margir tekið
eftir því í vetur, að íslenskir
dansarar hafa verið með fjöl-
breytta og mikla fjáröflun
vegna keppnisferðar sem fara
átti um páskana. Ferðinni var
heitið til „Mekka“ dansins;
Blackpool á Englandi, þar sem
hin árlega danshátíð barna og
unglinga hefur farið fram í 37
ár. Þessi keppni hefur af mörg-
um verið kölluð hin óopinbera
heimsmeistarakeppni fyrir
börn og unglinga 15 ára og
yngri. Bæði dansarar og for-
eldrar sem hafa komið til
Blackpool hafa lýst sínum ferð-
um á þann hátt að þær séu svo
einstakar og skemmtilegar að
orð fái þeim vart lýst.
Hingað til hafa ekki mjög
margir notið þess að fara í slíkar
ferðir, en í ár varð breyting þar
á. íslensku ferðalangarnir sem
voru um 180 talsins leigðu sér
þotu og létu hana fljúga með sig
til Blackpool, þar sem tekið var á
móti þeim með „pompi og pragt“,
blaðamenn voru á staðnum og
fleira í þá átt. Ástæðan var sú
að þota hefur ekki lent í Blackpo-
pl til fjölda ára og vakti koma
íslendinganna því mikla athygli.
Blackpool-hátíðin nær yfir sex
daga og er keppt á hverjum ein-
asta degi, en að þessu sinni hófst
hún mánudaginn 4. apríl. Mis-
munandi keppni er í boði bæði í
einum dansi, tveimur dönsum og
einnig er liðakeppni milli landa,
svo eitthvað sé nefnt, að
ógleymdri keppni í gömlum
„breskum" dönsum. Það gefur
augaleið að keppni sem þessl
reynir á þolrifin í hverjum einasta.
manni sem nálægt henni kemur.
Keppendur fara eldsnemma á
fætur, því á morgnana eru æfing-
ar í „Tower“-keppnissalnum, sem
er ákaflega fallegur og mikill sal-
ur, en þar er keppendum gefið
tækifæri til að staðsetja sig og
prufa gólfið fyrir keppnina. Eftir
það gefst örskammur tími til að
fara heim á hótel og fá sér eitt-
hvað að borða og laga sig svo til
fyrir keppnina, því hún hefst
klukkan 16, og það er eins gott
að vera kominn í hús í tæka tíð,
því þarna er ekki beðið eftir nein-
um. Svo er dansað langt fram
eftir kvöldi og þegar keppnin er
búin þá er að drífa sig í háttinn
og safna orku fyrir komandi dag.
Á þennan hátt líða sex dagar hjá
dansara í Blackpool.
Árangur íslendinganna átti eftir
að verða stórkostlegur. Er ætlunin
nú að rékja það, í stórum dráttum,
sem gerðist á hveijum degi.
Mánudagur
Fyrsti dagurinn _ var loksins
runninn upp. íslendingarnir
kepptu einungis í tveimur grein-
um þennan dag; keppni í vínarv-
alsi fyrir 10-12 ára og samba
fyrir flokk 12-15 ára. Hinar
keppnisgreinarnar þennan dag
voru allar í gömlum dönsum.
Það bar helst til tíðinda í yngri
hópnum að öll pörin átta sem tóku
þátt í vínarvalskeppninni komust
áfram í aðra umferð 0g þar af
komust tvö alla leið í undanúrslit,
þar sem einungis dansa 12 pör.
Eldri hópurinn, sem keppti í
samba þennan dag, stóð sig ekki
síður vel en sá hinn yngri. Alls
keppti í þessu flokki 131 par, víðs
vegar úr heiminum, þar af voru
26 pör íslensk.* Af þeim komust
19 áfram í 2. umferð, eitt par í
4. umferð og tvö pör náðu þeim
glæsilega árangri að komast í
undanúrslit.-
íslendingarnir sneru þreyttir en
glaðir í bragði heim á hótel að
afloknum fyrsta deginum, þar
sem árangurinn hafði verið mun
betri en menn höfðu þorað að
vona.
Þriðjudagur
Eins og lög gera ráð fyrir kom
þriðjudagur á eftir vel heppnuðum
mánudegi og var þar ekkert sleg-
ið af.t Yngri hópurinn keppti í
suður-amerískum dönsum og stóð
sig mjög vel, þó að ekkert par-
anna hefði komist í undanúrslit.
Þau komust nær öll í 2. umferð
og þrjú pör komust í 3. umferð.
Það segir manni að þau höfðu þá
„hent“ aftur fyrir sig um 40 pör-
um.
Eldri hópurinn keppti hins veg-
ar í tveimur greinum þennan dag,
þ.e. í yínarvalsi í flokki 12-15 ára
og í tangó og quickstep í flokki
12-13 ára. í vínarvalsinum komst
um helmingur paranna áfram í
2. umferð og þijú pör komust í
3. umferð, en þá höfðu þau „hent“
aftur fyrir sig tæplega 100 pörum,
sem i er mjög góður árangur.
Áfram var haldið í tangó og qu-
ickstep. Þar áttum við íslendingar
einungis sex pör, en af þeim kom-
ust þtjú í undanúrslit og eitt par-
ið kojnst í úrslit og náði 5. sæti.
Það :er sérdeilis góður árangur,
en þáð voru þau Sigursteinn Stef-
ánssön og Elísabet Sif Haralds-
dóttir sem hlutu 5. sætið, en þau
áttu eftir að láta
meira að sér kveða
síðar í keppninni.
Nú var þó fyrsti ís-
lenski verðlauna-
peningurinn í höfn.
Islendingar voru
einnig með í landsl-
iðakeppninni, þar
sem þeir höfnuðu í
4. sæti. Svo má
auðvitað ekki
gleyma gömlu-
dansa-keppninni!
Miðvikudagur
Yngri hópurinn
keppti einungis í
einum dansi á mið-
vikudeginum, en
það var quickstep.
Þar komust öll ís-
lensku pörin áfram
í aðra umferð, í
undanúrslitum voru
þá tvö pör og annað
þeirra, þau Haf-
steinn Jónasson og
Laufey K. Einars-
dóttir, komst í úr-
slitin, þar sem þau
höfnuðu í 8. sæti,
sem er besti árang-
ur sem íslenskt par
hefur náð í þessari
grein.
Eldri hópurinn
hafði í meiru að
snúast því þennan dag var keppt
í suður-amerísku dönsunum
fimm. Af þeim 22 íslensku pörum
sem kepptu komst ríflega helm-
ingurinn áfram í 2. umferð. Alla
leið í undanúrslit komst eitt par
og er það sérlega glæsilegur
árangur, því keppnina hófu 137
pör. Þennan dag var gömludansa-
keppni nokkur dálítið áberandi.
Fimmtudagur
Fimmtudagurinn reyndist
verða til frama, eins og svo oft
áður, þá sérstaklega hjá yngri
hópnum, sem keppti í jive. Þar
komust að „venju" öll okkar pör
í 2. umferð, þar af komust sex
pör í 4. umferð og af þeim tvö í
undanúrslit og er þetta einn besti
heildarárangur íslendinga nokkru
sinni, því keppnina hófu 67 pör.
Einnig var landsliðakeppni í þess-
um flokki á fímmtudeginum, þar
sem íslenska Iiðið hafnaði í 5.
sæti.
Eldri hópurinn átti erfiðan dag,
þar sem keppt var í standard-
dönsunum fimm, strax daginn
eftir „stóru“ keppnina í suður-
amerískum dönsum. í heildina séð
var árangurinn góður, þó ekkert
einstakt par hafi skarað fram úr
Gullverðlaunahafar
ELÍSABET Sif Haraldsdóttir og Sigursteinn
Stefánsson sem unnu gullverðlaun í flokki
12-13 ára í cha cha cha og rúmbu.
að þessu sinni. Sesselja Sigurðar-
dóttir varð fyrir því óhappi að slíta
liðbönd í ökla og gat því ekki
keppt meira að þessu sinni. Milit-
ary two step og veleta ásamt hin-
um-gömlu dönsunum voru ákaft
dansaðir við mikinn áhuga og
athygli íslensku paranna.
Föstudagur
Föstudagurinn var erfiðasti
keppnisdagurinn fyrir yngri hóp-
inn, en þann dag keppti hann í
standard-dönsunum. Þrátt fyrir
erfiða undangengna daga komust
nær öll pörin áfram í 2. umferð
og í undanúrslitum áttum við eitt
par. Sýnir þetta að úthald paranna
virðist vera í mjög góðu lagi svo
og andlega hliðin sem skiptir hvað
mestu máli í stórri og erfiðri
keppni sem þessari.
Til fjár og frama varð föstudag-
urinn, eldri hópnum. Þann dag
var einungis keppt í einum dansi,
jive. Þar komust 20 íslensk pör,
af 26, áfram í 2. umferð, 8 pör
fóru áfram í 3. umferð og hafði
pörunum þá fækkað í 48 úr 134,
sem hófu keppnina. í undanúrslit
komust þijú pör og af þeim tvö
í úrslit. í úrslitum lentu Ólafur
Már Sigurðsson og Hilda Björg
Stefánsdóttir í 6. sæti og Þorvald-
ur Gunnarsson og Berglind Magn-
úsdóttir náðu þeim frækilega
árangri að komast í 3. sæti. Það
að komast á verðlaunapall í
keppni sem þessari, þar sem 134
pör hefja leikinn, sýnir styrk og
getur íslensku paranna og er þessi
árangur framúrskarandi góður.
Þar sem engin íslensk pör kepptu
í gömlu dönsunum einbeittu þau
sér að því að hvetja þau bresku,
sérstaklega í premier two step!
Laugardagur
Laugardagurinn varð íslend-
ingunum til mikillar lukku, eins
og lög gera ráð fyrir. Yngri hópur-
inn keppti í cha cha cha og náði
þar geysilega góðum árangri; 10
af 11 pörum komust áfram í 2.
umferð og í undanúrslit komust
þijú pör og alla leið í úrslitin
komst eitt par og hafnaði það í
8. sæti. Þessum glæsilega árangri
náðu þau Hafsteinn Jónasson og
Laufey K. Einarsdóttir, sem hér
voru að vinna til sinna annarra
verðlauna í keppninni.
Eldri hópurinn hafði svo sann-
arlega í meiru að snúast þennan
dag, þar sem tvær keppnisgreinar
voru á dagskránni fyrir þann hóp.
Annars vegar var keppni í quicks-
tep fyrir 12-15 ára og hins vegar
var keppni í cha cha cha og rúmbu
í flokki 12-13 ára. Fyrst var
keppt í cha cha cha og rúmbu,
en þar sem sú keppni skaraðist
við quickstep-keppnina, urðu þau
tvö pör sem enn voru „inni“ í cha
cha cha og rúmbu að velja á milli
greinanna og til mikillar lukku
béldu þau áfram í suður-amerísku
keppninni. Þar komust bæði pörin
í undanúrslit 0g Sigursteinn Stef-
ánsson og Elísabet Sif Haralds-
dóttir komust í úrslit, þar sem þau
gerðu sér lítið fyrir og sigruðu.
Það sigrar enginn í svona keppni
nema hafa mikið til brunns að
bera og það hefur þetta unga og
glæsilega svo sannarlega. Húrra
fyrir þeim!
Quickstep-keppnin gekk einnig
fjarskalega vel, en þar komust
flest okkar pör í 2. umferð og níu
komust í 3. umferð, árangur sem
fór langt framúr björtustu vonum.
Engilsaxar kepptu einnig í „fjöl-
breyttum" gömlum dönsum þenn-
an dag sem aðra og var ekkert
slegið af.
Erfið en skemmtileg keppni-
svika var nú á enda runnin. Samt
sem áður gaf hópurinn sér tíma
til að hittast á einu hótelanna, þar
sem krakkarnir slettu svolítið úr
klaufunum, eftir allt „stressið" og
keyrsluna í vikunni.
Ferðin í heild sinni gekk mjög
vel. Að sögn Skarphéðins Óskars-
sonar, foreldra eins keppandans,
var vikan mikil upplifun og mjög
skemmtileg 1' alla staði. „Árangur
íslensku paranna fór einnig langt
framúr þeim vonum sem maður
hafði þorað að láta sig dreyma
um.“ Henný Hermannsdóttir og
Kara Arngrímsdóttir danskennar-
ar tóku í sama streng og sögðu
jafnframt að það væri augljóst
að íslenskir danskennarar væru
að vinna mjög gott starf í sínum
skólum, það sýndi árangur keppn-
innar svo ekki væri um villst. Það
eina sem hægt væri að setja útá
væri þessi mikla og tímafreka
gömludansa-keppni, en vegna
hennar þurftu íslensku pörin að
bíða í uppundir tvær klst. eftir
að tilkynnt yrði hvort þau kæm-
ust áfram í næstu umferð.
Það þarf mikinn kjark til að
taka þátt í keppni sem þessari,
sérstaklega fyrir þá sem eru að
fara í fyrsta skipti og þekkja ekki
inná gang keppninnar. Þeir sem
áður hafa farið standa því betur
að vígi með sína reynslu. Það að
komast áfram í 2. umferð er frá-
bær árangur, svo ekki sé talað
um það að komast lengra.
Þessir íslensku víkingar nútím-
ans sem allir sóttu gull í greipar
Engilsaxa, eiga mikið hrós skilið
fyrir frammistöðu sína og ekki
er hægt að segja annað en að
hver og einn hafí unnið sinn eig-
inn sigur.