Morgunblaðið - 16.04.1994, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.04.1994, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994 Björn Bjarnason um hvalveiðar Islendinga Réttarstaðan best í Alþjóðahvalveiðiráði RÉTTUR íslendinga til að hefja hvalveiðar verður best tryggður með því að við gerumst aftur aðilar að Alþjóðahvalveiðiráðinu, með fyrir- vara um að við ætlum að veiða ákveðnar hvaltegundir, er mat Björns Bjarnasonar alþingismanns. Björn situr nú fundi Evrópuráðs- þingsins í Strassborg. Hann vildi ekki tjá sig um hvort hann teldi fært að hefja hrefnuveiðar á grund- velli samstarfs innan N-Atlantshafs- sjávarspendýraráðsins (NAMMCO). „í hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna er mælt fyrir um að haft verði samráð við alþjóðastofnanir og ég tel að tryggast sé að hafa það samráð innan Alþjóðahvalveiðiráðs- ins. Við getum skapað okkur sömu stöðu og Norðmenn og Japanir hafa, með aðild með fyrirvara um að við ætlum að hefja veiðar á hrefnu eða öðrum hvölum sem við teljum unnt á vísindalegum forsendum." Björn bendir á að Alþingi samþykkti 1983 að mótmæla ekki veiðibanni Alþjóða- hvalveiðiráðsins og aðild okkar að ráðinu var því undir þeim formerkj- um. Ef við gerðumst aðilar á ný, með fyrirvara, gætum við veitt hvali, iíkt og þeir, án þess að vera sakaðir um að bijóta alþjóðalög. Björn telur mjög brýnt að það verði tekið af skarið með þeim hætti að ekki leiki vafi á okkar alþjóðlegu stöðu. „Reynsla mín af tillöguflutn- ingi hér á vettvangi Evrópuráðs- þingsins og einnig athuganir mínar varðandi umræður um þetta mál á alþjóðavettvangi Styðja þessa skoðun mína,“ sagði Björn. Nýr leikskóli í Hafnarfirði Morgunblaðið/Þorkell FYRSTU 25 börnin komu í gær til starfa í nýjan leikskóla í Hafnarfirði. Þetta er leikskólinn Vesturkot, sem stendur við Miklaholt. í skólanum er pláss fyrir 130 börn í sveigjanlegri vistun. Að sögn Laufeyjar Óskar Kristófersdóttur, leikskólastjóra í Vesturkoti, má segja að með opnun leikskólans hafi biðlistum eftir leikskólaplássi í Hafnarfirði verið eytt. Um 20 stöðugildi eru við skólann, en um 30 manns koma til með að starfa við hann þegar hann verður kominn í fullan rekstur. Kostnaður við byggingu skólans var 63 milljónir, en frágangur á lóð og bílastæði kostaði 11 milljónir. A myndinni eru frá vinstri Sigurlaug Einarsdóttir leikskólafulltrúi, Laufey Ósk Kristófersdóttir leikskóla- stjóri og Steinunn Alda Guðmundsdótttir yfirfóstra. Tilboð um nýja MI17 þyrlu á 170 milljónir og Super Puma á 570 milljónir Elissa Aalto Elissa Óskað eftir umfjöllun þyrlu- kaupanefndar um tilboðin ELISSA Aalto, arkitekt, lést hinn 12. apríl sl. Elissa Aalto var fædd í Kemi í Lapplandi 22. nóvember 1922. Hún giftist Alvar Aalto, einum þekktasta arkitekt Finnlands, árið 1952. Þau ráku saman arkitektaskrifstofu Al- vars Aalto og eftir dauða hans stýrði hún fyrirtækinu af miklum skörungs- skap. Hún var um árabil í stjórn Artek OY, stjórnarformaður frá 1971 ti! 1992 og m.a. heiðursfélagi í The American Institute of Architects frá 1981. Elissa Aalto kom nokkrum sinnum til íslands og fylgdist með byggingu Norræna hússins í Reykja- vík. Síðast kom hún til Islands í ágúst. á síðasta ári til að taka þátt í 25 ára afmælisfagnaði Norræna hússins. UMBOÐSMENN fyrir tvær tegundir þyrla, rússneskrar MI 17 og notaðrar franskrar Super Puma, hafa óskað eftir að þyrlukaupa- nefnd fjalli um tilboð þeirra. Að sögn umboðsmanns rússnesku vélar- innar kostar ný MI 17 þyrla aðeins 170 milljónir króna. Canadian Helicopters hafa boðið Landhelgisgæslunni notaða en nýuppgerða Super Puma-þyrlu á um 570 milljónir. Sigurður Þorsteinsson, viðskipta- fræðingur, hefur starfað að þessu máli fyrir Tracon hf., sem er um- boðsaðili framieiðenda rússnesku vélarinnar. Sigurður segir að lagt hafi verið fram tilboð í þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna um mánaðamót- in október-nóvember á síðasta ári, en fyrir mistök hafi það ekki komist rétta boðleið til þyrlukaupanefndar. „í þessari viku ítrekuðum við tilboð- ið við viðskiptaráðuneytið og forsæt- isráðuneytið og af hálfu Landhelgis- gæslunnar var óskað eftir viðbótar- upplýsingum, sem við erum nú að afla,“ sagði Sigurður. „Þrátt fyrir að þessi vél sé svo miklu ódýrari en aðrar sem rætt hefur verið um, þá er ekki verið að bera hér saman Lödu og Benz. Rússneskar þyrlur eru sambærilega við aðrar, enda oft notaðar við mjög erfiðar aðstæður og þær hafa verið seldar til ýmissa landa utan Rússlands. Við óskum eftir því einu að tilboðið verði skoðað og metið á jafnréttisgrundvelli, því að við teljum, að hér sé um mjög hagkvæmt tilboð að ræða.“ Björgvin Ólafsson, forstjóri BP skipa hf., sem hefur umboð fyrir Canadian Helicopters hér á landi, segir að Super Puma-þyrlan sé í eigu Canadian Helicopters, stærsta við- skiptaaðila Eurocopter-verksmiðj- anna. „Þessi vél, sem er 9-10 ára, er fyllilega sambærileg við þá 12 ára gömlu vél, sem búið var að gera drög að samningi um kaup á fyrir áramótin. Ég veit ekki hvaða hags- munir ráða því að menn vilja heldur Kari Lindebrække ritstjóri Klar Tale í Noreg'i Fréttablað handa tor- læsu fullorðnu fólki KARI Lindebrække, ritstjóri norska fréttablaðsins Klar Tale, sem gefið er út í Noregi og ætlað fullorðnum sem eiga við lestrarerf- iðleika að stríða, segir það erfiðasta við útgáfuna vera að ein- falda greinarnar sem birtast í blaðinu án þess að þær hljómi barnalegar. Efni blaðsins er fréttir af erlendum jafnt sem innlend- um atburðum svo og íþróttum og menningu. Klar Tale hefur verið gefið út segir að útgáfudögum verði ekki í rúmlega þijú ár af NTB sem hlýtur styrk frá norska ríkinu að upphæð 50 milljónir íslenskra króna til útgáfunnar. Lindeb- række segir að upphaflega hafi verið gert ráð fyrir því að blaðið, sem einnig er lesið inn á hljóð- snældu og gefið út með blindra- letri, hentaði þroskaheftum, les- blindun, blindum og þeim sem hefðu fengið heilablóðfall og þurft að læra að taia og lesa upp á nýtt. Mikilvægt hafi því verið að blaðið væri auðlæsilegt með stóru letri og einföidu útliti. Blaðið kemur út á fimmtudög- um í hverri viku og er átta síður að stærð. Til stendur að stækka það í 12 síður, en Lindebrække fjölgað þvi þá sé hætta á því að þeir sem eigi við lestrarerfiðleika að stríða komist ekki yfir að lesa það. Nú eru tæplega 13 þúsund áskrifendur að blaðinu og segir Lindebrække þetta vera stærsta blað sinnar tegundar á Norður- löndum. í Svíþjóð og Finnlandi komi út blöð eingöngu ætluð þroskaheftum og upplagið þar sé miklu minna. I Danmörku er svo gefið út auðlesanlegt blað handa innflytjendum. Höfðar til mismunandi hópa Það sem hefur komið mest á óvart, að sögn Lindebrække, á undanförnum þremur árum er að þeim hefur fjölgað sem kaupa blaðið og eru ekki í þeim hópi sem blaðið var upphaflega ætlað. Til dæmis sé það notað við norsku- kennslu hjá innflytjendum og í skólum þar sem yngri krakkar og þeir sem eiga við lestrarerfiðleika að etja lesa það. Til að efnið komist til skila þarf að einfalda fréttir og skrifa þær á skiljanlegan hátt án þess þó að ritmátinn verði barnalegur, segir Lindebrække, og það taki þrisvar sinnum lengri tíma að skrifa einfaldan texta en að skrifa fyrir almenning og maður verði að setja sig alveg inn í málið. Ekki sé hægt bara að þýða grein- ar á þann hátt að maður skipti út erfiðum orðum með þeim Iétt- ari. Hún segir að blaðið leggi áherslu á að útskýra þýðingu at- burða í sögulegu samhengi og ekki sé byijað beint á fréttinni heldur kannski á því að segja Morgunbl aðið/J úlíus Fréttir á einfaldan hátt KARI Lindebrække heldur hér á blaðinu Klar Tale sem ætlað er fullorðnum sem eiga við lestrarerfiðleika að elja. hvar atburðurinn gerðist. „Okkar markhópur er fullorðið fólk sem á við lestrarerfiðleika að etja,“ segir Lindebrække. „Það var aldrei um það að ræða að blaðið yrði málgagn þeirra hópa sem það var ætlað. Við erum venjulegt fréttablað." semja við verksmiðjurnar og hef ekki fengið svar við bréfi sem ég sendi dómsmálaráðherra þann 8. apríl,“ sagði hann. Björgvin sagði að þyrlan væri betri en sú 12 ára, því hún hefði verið frumútgáfa, sem erfitt gæti reynst að fá varahluti í. „Vélin var gerð algjörlega upp og hefur síðan verið flogið um 230 stundir, en Canadian Helicopters býðst til að taka hana í 500 stunda skoðun og afhenda hana eftir einn mánuð. Fyr- irtækið er með stóra bækistöð í Aberdeen í Skotlandi, þar sem 5 Super Puma-þyrlur eru staðsettar og býðst til að hafa varahlutalager þar fyrir vél Landhelgisgæslunnar, sem væri mikið hagræði. Loks er Landhelgisgæslunni svo boðið að ganga inn í tryggingakerfi Canadian Helicopters, sem þýddi mun lægri tryggingariðgjöld en ella, því fyrir- tækið tryggir fjölmargar þyrlur. Fullbúin sem björgunarvél og komin hingað til lands myndi vélin kosta um 570 milljónir króna.“ Super Puma-þyrlan, sem ríkisstjórnin hafði augastað á fyrir áramót, átti að kosta um 600 milljónir króna. Kemst næst fyrsta kostinum Björgvin sagði að hann hefði frétt að einn nefndarmanna í þyrlukaupa- nefnd hefði lagt mikla áherslu á að samið yrði við Eurocopter-verk- smiðjurnar. „Maður hlýtur að velta fyrir sér hvaða hagsmunir ráða, því ef yfirvöld töldu 12 ára þyrluna besta kostinn, þá hlýtur þyrlan sem ég býð að komast næst henni. í stað þess að fá frekari upplýsingar um tilboð- ið ákveður þyrlukaupanefndin að hunsa það og leita til Eurocopter. Þetta gerist þrátt fyrir að Canadian Helicopters hafi boðið mönnum að skoða aðstöðu fyrirtækisins, hvort heldur í Aberdeen eða höfuðstöðvun- um í Vancouver, þeim að kostnaðar- lausu og án nokkurra skuldbindinga. Mér finnst undarlegt ef menn vilja ekki leita af sér allan grun áður en ráðist er í svona mikla fjárfestingu.“ Björgvin kvaðst engin svör hafa fengið við bréfi sínu til dómsmála- ráðherra, en afrit af því fóru til fjár- málaráðherra og forsætisráðherra. „Ég sendi viðskiptaráðherra einnig bréfið fyrir skömmu, en þaðan hafa heldur engin svör borist." I I í I i K ! í í 1 t 1 I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.