Morgunblaðið - 16.04.1994, Page 24

Morgunblaðið - 16.04.1994, Page 24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994 Framkvæmdir við Sundlaug Akureyrar Sex buðu í verkið SEX tilboð bárust í lóðafram- kvæmdir við Sundiaug Akureyrar sem opnuð voru hjá byggingar- deild Akureyrarbæjar í gær. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 31.880.500 kr. Lægsta tilboðið var frá Blikk- og tækniþjónustunni upp á rúmar 26,6 milljónir eða 83,4% af kostnað- aráætlun. Garðverk og SJS verktak- ar buðu nímar 28,9 milljónir króna í verkið sem er 96,4% af áætluðum kostnaði og Fjölnir hf. bauð 30,3 milljónir eða 98,2% af kostnaðar- áætlun. Tilboð Björgvins Leonards- sonar var upp á 31,3 milljónir eða 98,2% af kostnaðaráætlun, Verkval bauð 36,3 milljónir eða 113,9% af áætluðum kostnaði við verkið og Vör Messur ■akureyrarpresta- hf. bauð 37,1 milljón eða 116,3% af kostnaðaráætlun. Um er að ræða framkvæmdir við 1.200 fermetra lóð við Sundlaug Akureyrar sem felast m.a. í því að byggja eimbað, setja upp vatnsrenni- brautir með tilheyrandi lendingar- laugum, gera banialaug, steypa stoð- og skjólveggi, reisa geymsluskúr og endurnýja núverandi heita potta við laugina, helluleggja og leggja iagnir og snjóbræðslukerfi í stéttar og gróðursetja tré og runna. --------» ♦ ♦------- ■ KARLAKÓR Akureyrar- Geysir skemmtir gestum Blóma- hússins á Akureyri með söng ann- að kvöld, sunnudagskvöldið 17. apríl kl. 21. Sungin verður stærstur hluti söngdagskrár kórsins en vor- tónleikar hans verða í Akureyrar- kirkju 24. og 27. apríl næstkom- andi. Morgunblaðid/Rúnar Þór Fékk silfuruglu TRYGGVI Gíslason skólameistari MA sæmdi fjármálaráðherra silfur- uglunni, merki skólans „af því hann átti átti þess ekki kost að nema við skólann líkt og bæjarstjóri og menntamálaráðherra sem sóttu þangað nokkurn þroska“. Friðrik þakkaði heiðurinn en gat þess jafnframt að honum þætti að vísu alltaf vænt um fálkann! Leikfélag Akureyrar Barpar sýnt á Listahátíð LEIKFÉLAGI Akureyrar hefur verið boðið að sýna leikritið Barp- ar á Listahátíð í Reykjavík í júní en þessi sýning félagsins hefur notið fádæma vinsælda. Sunna Borg og Þráinn Karlsson fara með öll hlutverkin í leikritin, eða 14 talsins, en í því segir frá pari sem rekur bar og gestum þeirra. Hafa þau Sunna og Þráinn hlotið lof fyrir frammistöðu sína í verkinu. Sýningum fer að ljúka á heima- slóðum Barparsins, Þorpinu, sem er krá sem leikfélagið innréttaði sér- staklega fyrir þessa uppsetningu. Leikstjóri sýningarinnar er Hávar Siguijónsson, Helga I. Stefánsdóttir er höfundur leikmyndar og búninga, Ingvar Bjömsson annaðist lýsingu en Guðrún J. Bachman þýddi þetta verk Jim Cartwright. Samningar um byggingamál framhaldsskólanna á Akureyri til aldamóta Undirstrikar mikilvægi bæjarins sem skólabæjar Samningar um fjárframlög til Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands SAMNINGAR voru undirritaðir um byggingamál framhaldsskólanna á Akureyri, Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri sem ná til framkvæmda við skólana til ársins 1999. Samn- ingarnir eru milli menntamálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og hérðaðsnefndar Eyjafjarðar og voru undirritaðir af Ólafi G. Einars- syni menntamálaráðherra, Friðrik Sophussyni fjármálaráðherra og Halldóri Jónssyni formanni héraðsnefndar. Þá voru einnig undirrit- aðir samningar um fjárframlög ríkis og Akureyrarbæjar til Leikfé- lags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. KALL: Sunnudagaskólinn kl. 11 á morgun í Safnaðarheimilinu þar sem margt skemmtilegt verður gert. Sagt frá fyrirhugaðri vorferð. Munið kirkjubílana. Messað í kirkjunni kl. 14. Kór Menntaskólans á Akureyri syngur, m.a. negrasálma undir stjórn Ragnheiðar Ólafsdóttur. Konur úr Kvenfélagi Akureyrarkirkju verða með kirkjukaffi í Safnaðarheimilinu að lokinni messu. Aðalfundur Bræðrafélags Akureyrarkirkju í Safnaðarheimili eftir messu. Bilíu- lestur nk. mánudagskvöld kl. 20.30. ■ GLERÁRKIRKJ A: Biblíulestur og bænastund í dag, laugardag kl. 13. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 með hljóðfæraleik og söng. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 17.30. ■HVITASUNNUKIRKJAN: Sam- koma í umsjá ungs fólks í kvöld kl. 20.30. Bamakirkjan á morgun kl. 11, óvæntur gestur kemur í heim- sókn. Vakningarsamkoma sem Vörð- ur Traustason stjómar kl. 15.30 á morgun, sunnudag. Ferð eldra fólks til Ólafsfjarðar verður nk. fimmtudag kl. 14.30. Biblíulestur og bænasam- koma föstudagskvöld kl. 20. ■HJÁLPRÆÐISHERINN: Sam- kirkjulegur gospelkór frá Reykjavík syngur kl. 14 á morgun, sunnudag á Hjálpræðishemum við Hvannavelli 10. ■KAÞÓSLKA KIRKJAN, Eyr- arlandsvegi 26. Messa í dag, laugar- dag kl. 18 og á morgun, sunnudag kl. 11. Samningar um byggingamál framhaldsskólanna voru tveir, ann- ars vegar um 7. áfanga við VMA, en byggingu álmunnar sem 'er rúm- lega 1000 fm. lýkur á þessu ári. Hlutur ríkisins er 70 milljónir króna og sveitarfélaganna í Eyjafirði sem standa að héraðsnefnd 47 milljónir króna. Þá var undirritaður samn- ingur um nýbyggingu við MA en framkvæmdir munu standa yfir til ársins 1997. Byggingin er um 2.400 fm og er hlutur ríkisins 158 milljón- ir og sveitarfélaganná 105 milljónir króna. Loks var undirrituð viljayfírlýs- ing um áframhaldandi uppbygingu VMA og er þar um þijár byggingar að ræða, 900 fm verknámsskóla sem byggður verður á árinum 1995- 1997, um 750 fm þjónusturými sem áætlað er að verði byggt árin 1996- 1998 o g kennslurými af sömu stærð og ná framkvæmdir við þann áfanga yfír árin 1997-1999. Framsýni Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra sagði undirritun samninganna marka þáttaskil en nú væru sveitarfélög aðilar að upp- byggingu skólanna sem áður hefði eingöngu verið hlutverk ríkisins. „Þetta er til fyrirmyndar og undir- strikar þá framsýni sem einkennt hefur þetta hérað á sviði skólamála og mikilvægi Akureyrar sem skóla- bæjar,“ sagði menntamálaráðherra. Einnig var undirritaður samning- ar milli ríkis, Akureyrarbæjar og Leikfélags Akureyrar sem kveður á um 19,7 milljóna króna framlag ríkis til leikfélagsins og sömu upp- hæðar frá Akureyrarbæ árlega á samningstímanum en hann er frá 1. janúar 1994 til loka ársins 1997. Að síðustu var skrifað undir samn- ing um tveggja milljóna króna framlag til Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands bæði frá ríki og bæ á tímabilinu frá ársbyijun 1994 til loka árs 1995. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra sagði samn- inginn vera nýmæli og þess vænst að hann skili sér í góðum árangri hljómsveitarinnar. A AKUREYRI Kaupvangsstræti 16, pósthólf 39, 602 Akureyri. Bréfsími: 96-12398. Myndlistaskólinn á Akureyri auglýsir inntöku nýrra nemenda ífornámsdeild, málunar- deild og grafíska hönnun, veturinn 1994-95. Umsóknarfresturtil 10. maí. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 96-24958. Skólastjóri. Enskunám í Englandi Við bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér þérfyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða: Alhliða ensku - 18 ára og eldri, 2ja til 11 vikna annir. Unglingaskóla, júlí og ágúst, 13-17 ára, 4ra vikna annir. Viðskiptaenska - 2ja og 4ra vikna annir. Allar nánari upplýsingar gefa: Júlíus Snorrason og Linda Ragnarsdóttir, í síma 96-23509 og 21173, Bæjarsíðu 3, 603 Akureyri. Kirkjulistahátíð að ljúka Morgunblaðið/Rúnar Þðr Heimsókn í Glerárkirkju BÖRN úr 2. bekk Glerárskóla komu í heimsókn í Glerárkirkju í vik- unni og nutu leiðsagnar sr. Gunnlaugs Garðarssonar sóknarprests sem sýndi þeim kirkjuna. Kosningaskrifstofa opnuð KIRKJULISTAHÁTÍÐ barnanna sem staðið hefur yfir í Glerár- kirkju lýkur með fjölskylduguðs- þjónustu í kirkjunni á morgun, sunnudag. Sýning á myndum eftir böm af leik- og grunnskólum í sókninni hefur staðið yfír í kirkjunni og hafa börnin verið dugleg að heimsækja kirkjuna, skoða sýninguna og og kirkjuna undir leiðsöng sóknar- prestsins sr. Gunnlaugs Garðars- sonar. Lokapunktur kirkjulistahátíðar barnanna er á morgun en þá verður fjölskylduguðsþjónusta í kirkjunni sem hefst kl. 11 og lýkur þá jafn- framt barnastarfi vetrarins. Hljóð- færaleikarar úr Tónlistarskólanum á Akureyri leika, félagar úr æsku- lýðsfélagi kirkjunnar taka þátt í athöfninni og gospelkór frá Reykja- vík syngur. Að þessari stund lok- inni verður kirkjugestum boðið upp á léttan málsverð í safnaðarsalnum. „Kirkjulistahátíð hefur gengið mjög vel og mörg börn komið og heimsótt kirkjuna sína af þessu til- efni. Þetta er í fyrsta sinn sem við efnum til slíkrar hátíðar og ég vona að þróunin verði sú að þetta verði að árvissum atburði í kirkjustarf- inu,“ sagði sr. Gunnlaugur. Sjálfstæðisflokkurinn opnar kosningaskrifstofu í Listhúsinu Þingi við Hólabraut á Akureyri í dag, laugardaginn 16. apríl, kl. 14. Skrifstofan verður opin daglega frá kl. 13 til 19. Tveir starfsmenn hafa verið ráðnir að kosningaskrifstof- unni, þau Magnús Már Þorvaldsson og Ásta Pálmadóttir, en Óli D. Frið- bjömsson starfsmaður flokksins á Akureyri verður eftir sem áður á skrifstofunni í Kaupangi við Mýrar- veg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.