Morgunblaðið - 16.04.1994, Síða 25

Morgunblaðið - 16.04.1994, Síða 25
 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994 25 Kópavogsmótið Bestí dagnr Islendinganna Morgunblaðið/Sverrir Eftir góðan sigur á Skembris heldur Þröstur i vonina um síðasta Skák___________ Margeir Pétursson EFTIR frábæran dag í sjöttu umferð alþjóðlega skákmóts- ins í Digranesskóla í Kópavogi eru íslenskir meistarar komn- ir í þrjú af fjórum efstu sætun- um á mótinu. Hannes Hlífar Stefánsson vann enska al- þjóðameistarann John Emms og hélt forystunni en Ungveij- inn Almasi fylgir fast á hæla honum í öðru sæti eftir sigur á Kumaran frá Englandi, sem er af indversku bergi brotinn. Þröstur Þórhallsson sigraði gríska stórmeistarann Skembris sannfærandi og deil- ir þriðja sætinu með Helga Olafssyni sem lagði Danann Bjarke Kristensen að velli í maraþonskák. Á meðan íslendingarnir geyst- ust upp mótstöfluna þá varð al- gert hrun í herbúðum Englend- inga, en þeim hafði vegnað nokk- uð vel framan af mótinu. Ensku keppendurnir fjórir fengu aðeins hálfan vinning í sjöttu umferð og eftir það eru litlar líkur á enskum sigri á mótinu. Eftir slakt gengi þeirra bræðra Andra Áss og Helga Áss Grétarsson í síðustu umferðum er enginn íslendingur með hönd- ina á áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Auk þeirra tveggja þurfa þeir Guðmundur Gíslason, Jón Garðar Viðarsson og Bene- dikt Jónsson einnig á góðum endaspretti að halda til að ná þeim árangri. Úrslit 6. umferðar: Hannes—Emms 1—0, Almasi— Kumaran 1—0, Kristensen— Helgi Ól. 0—1, Hebden—Jón L. 'h—'h, Þröstur—Skembris 1—0, Wells—Grivas 0—1, Jón Garðar— Helgi Áss 'h—'h, Guðm. Hall- dórsson—Benedikt 'h—'h, Guðm. Gíslason—Andri Áss 1—0, Áskell—Tómas 'h—'h, Bragi— Ólafur 1—0. Staðan eftir 6 umferðir: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 5 v. 2. Almasi, Ungverjalandi 4'A v. 3. -4. Helgi Ólafsson og Þröstur Þórhallsson 4 v. 5.-9. Hebden, Emms og Kumar- an, Englandi, Jón L. Árnason og Grivas, Grikklandi 3 'h v. 10.—14. Skembris, Grikklandi, Kristensen, Danmörku, Guð- mundur Gíslason, Jón Garðar Viðarsson og Benedikt Jónasson 3 v. 15,—16. Helgi Áss Grétarsson og Guðmundur Halldórsson 2'h v. 17.—20. Wells, Englandi, Andri Áss Grétarsson, Bragi Halldórs- son og Áskell Örn Kárason 2 v. 21,—22. Ólafur B. Þórsson og Tómas Björnsson \'h v. Næstsíðasta umferðin á mót- inu fer fram í Digranesskóla í dag kl. U, en sú síðasta hefst á morgun kl. 13. Engar biðskák- ir eru, öllum skákum lýkur í einni setu. Enski alþjóðameistarinn John Emms er ungur skákmaður á uppleið og hann var kominn mjög nálægt því áð jafna taflið gegn Hannesi Hlífari. En þá féll hann á eigin bragði: Svart: Emms, Englandi Hvítt: Hannes Hlífar Stefáns- son 32. - De7?? Emms ætlar að fórna manni, en í útreikningum hans er rista- stór gloppa. Rétt var 32. — Db6 eða 32. — Dd7 til að geta svarað 33. Rxað með 33. — Dxb5 33. Rxa5 — Rxa5 Hugmynd Emms er greinilega að fórna manni, eftir 34. Dxa5 — Hel+ 35. Hxel — Dxel+ 36. Kh2 — Dxf2 á svartur öruggt jafntefli. Hannes þiggur ekki fórnina en nýtir sér valdleysi riddarans á annan hátt: 34. Rxd6! - Dxd6 35. Dxa5 Með tvö samstæð frípeð stend- ur hvítur nú til vinnings. 35. - Hc4 36. Db5 - Hc5 37. De8+ - Kg7 38. c4 - f3 39. g3 - Df6 40. De3 - Hc7 41. Dc3 - Dxc3 42. Hxc3 - Kf8 43. c5 og svartur gafst upp. Þröstur Þórhallsson hélt möguleikum sínum á síðasta stórmeistaraáfanganum opnum með sigri á Grikkjanum Skembr- is. Grikkinn lagði of mikið á stöð- una í miðtaflinu og þegar hér var komið sögu stóð hann höllum fæti: Svart: Skembris, Grikklandi Hvítt: Þröstur Þórhallsson 33. - He7? Þröstur hagnýtir sér það nú að svartur ætlar drottningu sinni of mörg hlutverk og vinnur mann. 34. Hxg4! — Dxg4 35. Hxe7 — Ddl+ 36. Hel - Dxd4+ 37. Khl - Dg7 38. Be4 - Bxe4 39. Hxe4 - Dxb2 40. De6 - a5 41. Dxd6 — Hxg3 42. hxg3 — Dbl+ 43. Kh2 og Skembris gafst upp, því 43. — Dxe4 44. Df8 er mát. B O R G A R ÞORPlft Helmingi ódýrara en í London. Vegna mjög hagkvæmra innkaupa bjóöum viö 250 Churchill 6 manna, 30 stk. matarstell á kr. 3.390. Fjórar gerðir. Ath! Takmarkab magn. «3£ & 1886 50% afsláttur af öllum Taylors kaffi- og tevörum. Viö bjóðum einnig gestum og gangandi aö bragöa á bragöbættu kaffi frá Whittard. 10 rn 20% afsláttur af öllum rauövínsglösum. GOIJRILUÐ Ái RESTAURANT unglegur staöur Grillborgarinn okkar meö fjórum áleggs- tegundum, frönskum og 36% afsláttur á Borgardögum. Þú greiöir aöeins kr. 400. BORGARKRINGLUNNI fV-v Glæsileg tilboð - frábær verð m DANMARK Okkar afsláttur á Borgardögum. Afabolir, börn 'og fullorðnir 20% afláttur. Barnakjólar 30% afsláttur. Veriö velkomin. £\fobp l/ v r / sk SKO VERSLUN Boots, 2 geröir meö 40% afsláttur. Dömuboots kr. 3.590, Herraboots kr. 4.190 ANDREA moda dömuskór meö 30% afslætti, aðeins kr. 3.850 BLÓM, UNDIR STIGANUM Wínírt Jf«i JUítoi.1 20% afsláttur af öllum pottaplöntum. Borgarkringlan er fallegt verslunarhús í þægilegu umhverfi, býður fjölbreytt vöruval og ánægjulegt starfsfólk. Börnin í umferðinni IUMFERÐAR ( samvinnu við Umferðarráð, Reiðhjólaskóla íslands og fleiri aðila verður sérstakt kynningarátak um öryggisbúnað fyrir börnin. Hár:A. (Ðpryði Sérvcrslun 25% afsláttur af öllu blússum. PLl IY BORGARKRINGLUNNI 20% afsláttur af öllum fatnaði. VERSIUN í BORGARKRINGIUNNI. SÍMI677340 20% afsláttur af öllum peysum. Stórglæsilegt úrval. Andlitsnýjung, algjör nýjung 25% afsláttur af 10 tíma korti. Meöferö meö vöövaþjálfunartæki, laser á hrukkur og acupunkts og hljóöbylgjur. Sogæöa/sellónuddtækl sem eykur blóðstreymi um líkamann, bgett heilsa, betra útlit. Fitubrennsla/vöðvaþjálfunartæki. NORÐURLJÓSIN HEILSUSTUDIO 4. hæö, Noröurtumi, sími 36677. íc4-úir-D+pih+ +—t>i' -q-i Aii ic.ni! D- 4T=

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.