Morgunblaðið - 16.04.1994, Síða 36

Morgunblaðið - 16.04.1994, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994 Minning Rafn Þorsteinsson bóndi, Hrafntóftum Fæddur 17. júní 1913 Dáinn 9. apríl 1994 Fátt er mikilvægara á lífsleiðinni en að eignast góða vini og samferða- menn. I dag er við kveðjum kæran vin, Rafn Þorsteinsson, koma upp í hugann ótal góðar minningar frá samveruárum okkar sem eru orðin mörg. Við vorum svo lánsöm að kynnast þeim góðu bræðrum, Sig- urði og Rafni, sumarið 1964 er ég réðst til þeirra sem ráðskona. Síðar komum við til þeirra aftur vorið 1972 og á hveiju ári eftir það. í lok ársins 1982 lést Siggi og urðum við þá fjölskylda Rabba eins og hann orðaði það. Tómleikatilfinningin er mikil þegar við hugsum til framtíðar án Rabba. Hann var fastur punktur í tilverunni hjá okkur öllum. Núna heyrist enginn lengur raula ljúflega hinum megin við vegginn þegar við förum að sofa á kvöldin. Við vorum vön að vinna alla hluti saman, sama hvað það var. Við lö- guðum girðingar, útihús, ræsi, stungum út úr íjárhúsunum, stund- uðum heyskap, smöluðum og rúðum. Allt gekk þetta vel og þó að við værum ef til vill ekki alltaf sam- mála hvemig vinna skyldi verkið komumst við alltaf að samkomulagi. Við lærðum margt af honum. Rabbi hafði mikið yndi af söng og var enginn glaðari á góðri stund en hann. Tók hann þá oft við stjórn- inni og var forsöngvari. Hann kunni margar ljóða- og vasasöngbækur utan að og þegar þær þraut var sálmabókin tekin fram og sungið úr henni. Rabbi var fæddur að Hrafntóftum og ól þar allan sinn aldur. Ungur fór hann þó til sjós og stundaði sjó- mennsku á vetrarvertíðum frá Grindavík, Keflavík, Vestmannaeyj- um og Þorlákshöfn á árunum 1932-’54. Á stríðsámnum vann hann við flugvallargerðina í Reykjavík og oft í sláturhúsinu á haustin. Rabbi var hraustur og sterkur og með af- brigðum góður starfskraftur við hvað eina sem hann tók sér fyrir hendur. Á sumrin var hann heima og starfaði við búskapinn. Ég man hvað við dáðumst að honum þegar hann var að eiga við æmar sínar. Ærnar vom hans skepnur sem hann annaðist. Það varð fastur liður á hveiju vori að senda krakkana til Rabba um leið og sauðburður hófst. Fyrst þau eldri og fengu þá yngri systkinin að fara með. Þama hlutu bömin mikinn þroska. Þau urðu að elda matinn og hjálpa til eftir bestu getu. Þetta þjappaði hópnum okkar líka saman af því að þama öðluðust þau ómetan- lega sameiginlega reynslu í að standa á eigin fótum. Oft skemmta þau sér konunglega við að rifja upp skemmtileg atvik og óhöpp sem þau urðu fyrir á þessum yndislegu vor- dögum á Hrafntóftum. Þegar böm okkar vom farin að vinna í bænum tók ég upp á því að fara með skólakrakkana mína í sveitina á sumrin. Ég spurði auðvit- að Rabba hvemig honum litist á og hvort ég mætti þetta. Hann tók því sem öðm með sömu ljúfmennskunni og sagði að ég skyldi ráða þessu. Vinnan við það myndi hvort eð er lenda mest á mér. Ollum börnunum tók hann jafnvel og sat oft og spil- aði við þau. Vorið 1992 vomm við búin að ákveða að setja nýtt þak á húsið. Ég hafði um tíma dálitlar áhyggjur af að þetta myndi ef til vill angra Rabba minn. Ég ræddi þetta við hann og spurði hvort hann kviði ekki fyrir þessum framkvæmdum og sagði honum að ekki væri laust við að ég kviði þessu dálítið sjálf. Hann vildi nú ekki gera mikið úr því og við ákváðum að vera ekki að hafa áhyggjur en vona bara að við fengjum gott veður og allt gengi vel. Það koma á daginn að við þurft- um engu að kvíða, framkvæmdir gengu eins og í sögu og enginn var eins áhugasamur og virkur í þessu öllu og Rabbi. Hann hjálpaði stöð- ugt, var alltaf eitthvað að gera og naut þess engu síður en við hin að vinna við allt þetta umstang. Hann var líka ánægður með afrakstur erf- iðisins er hann sat við stóru glugga- na uppi á lofti og virti fyrir sér ægifagurt útsýnið í kíki. Eftir að við fluttumst austur vorið 1992 áttum við ekki von á öðru en við fengjum að hafa Rabba hjá okk- ur í góðu yfirlæti og meiri rólegheit- um um ókomin ár, en margt fer öðruvísi en ætlað er. í febrúar síðast- liðnum veiktist hann og þegar betur var að gáð reyndist hann yfirkominn af krabbameini. Hann var skorinn upp og náði sér vel eftir uppskurð- inn. Við vorum því vongóð um að við fengjum að hafa hann hjá okkur enn um stund. En allt kom fyrir ekki og honum versnaði aftur. Föstudaginn fyrir pálmasunnudag sóttum við hann á spítalann. Eftir heimkomuna hresstist hann aðeins fyrstu dagana. Það var ljúft að líta inn í herbergi til hans þar sem kisa lá til fóta og Hrefna, tíkin okkar, sat við rúmstokkinn hjá honum og horfði á vin sinn með fallegu brúnu augunum sínum. Hann hafði orð á að hún skynjaði að hann væri veikur og strauk henni blíðlega um vang- ann. Að kvöldi föstudagsins langa dró enn meira af honum og næstu daga þar á eftir. Hjá spítalavist varð ekki komist. Þar lá hann í þijá daga uns yfir lauk. Við erum þess fullviss að Rabbi okkar á góða heimkomu vísa. Hann var albúinn að mæta þvi sem að höndum bæri þó að hann langaði að lifa dálítið lengur. Við ræddum þessi mál og vorum sam- mála um að líf eftir dauðann væri jafn öruggt og líf okkar hér á jörðu. Við kveðjum vininn okkar með mikl- um söknuði og biðjum algóðan Guð að umveíja hann kærleika sínum. Alúðar þakkir færum við ná- grönnum okkar og vinum í Bjólu, Bjóluhjáleigu og Hrafntóftum 1, svo og Grétari frænda hans fyrir alla hjálp okkur veitta fyrr og síðar. Ættingjum og vinum Rabba sendum við samúðarkveðjur. Pálína Jónsdóttir, Björgúlfur Þorvarðsson, böm, tengdaböm og bamaböm. „Hvað gerir þú, til að stytta þér stundir í einverunni?" spurði ég Rabba, í fyrsta skipti sem ég hitti hann. Það var sumarið 1991. Ég var þá gestkomandi á Hrafritóftum 1. Og hann hafði skroppið yfir til okk- ar Birgis með póstinn og fengist til að tylla sér inn í eldhús hjá okkur í kókómalt og vöfflur. „Ég syng,“ sagði Rabbi rólega, og fékk sér vöfflu með eintómum þeyttum rjóma, það var hans hátt- ur, þegar borðaðar voru vöfflur, að hafa fyrri vöffluna með eintómum ijóma og þá seinni með eintómri sultu. „Ég syng,“ sagði hann. „Og mér leiðist aldrei." „Og hvað syng- urðu?“ spurði ég. „Aðallega sálma,“ sagði þessi stórskorni gamli maður, með geislandi hýru augun. Ég sem hafði ekki ætlað að trúa mínum eig- in augum, þegar ég opnaði hurðina og sá hann standa á tröppunum. Ég hélt mig væri að dreyma. Því hann leit út eins og leikari sem bú- inn var að koma sér upp góðu gervi til að leika einn útilegumanninn í Skuggasveini. Snjáð derhúfa huldi næstum augu hans. Gömlum jakka hafði verið troðið yfir að minnsta kosti tvær lopapeysur og í hendi sér hafði hann stóran kvistóttan lurk sem hann notaði fyrir göngustaf. Ég bauð honum inn fyrir og hann snjakaði sér úr vaðstígvélunum og skildi þau og göngulurkinn eftir á tröppunum. Settist síðan hjá mér við eldhúsborðið án þess að losa sig við eina einustu af yfirhöfnunum. En hann tók ofan derhúfuna og þá sá ég þessi augu, og ef ég á að lýsa þessum hýru blíðu augum hans Rabba verður mér á að fá Laxness mér til aðstoðar, þar sem hann læt- ur Jón Hreggviðsson tala um: Þau augu sem munu ríkja yfir íslandi þann dag sem afgangurinn af ver- öldinni er fallinn á sínum illverkum. Já, augun hans Rabba horfðu glettnislega á mig yfir eldhúsborðið og hann sagðist sjá mig svo oft á göngu niður með ánni. „Og í hvað erindum áttu þá?“ spurði hann. Ég sagði honum að göngutúrar í fallegu umhverfi væru mín eftirlæt- isiðja. „Já, já, þú ert þá í göngu- túr,“ sagði hann og augu hans lýstu hlýrri vorkunnsemi með þessari borgardömu sem hefði ekki annað við að vera en að rölta um í einskis- nýtum göngutúrum. Svo sagði hann, og ég fann að hann langaði til að segja eitthvað fallegt við mig: „Þú værir góð við að hlaupa á eftir kind.“ Svo sungum við. Rabba var eins eðlilegt að syngja og að draga andann. Ég man að fyrsti dúettinn okkar var við texta Árnar Arnarsonar, „í dag er ég rík- ur“. Rabbi kunni öll erindin, ég kunni hrafl. Við komum hvergi nærri lag- inu, því Rabbi var farinn að heyra svo illa. En það gerði ekkert til. Þetta kjarkmikla ljóð var sungið með miklum tilburðum og slegið bylm- ingshögg í eldhúsborðið til að árétta: í dag er ég reiður, í dag vil ég brjóta, brenna og rífa allt niður í svörð. Hengja og skjóta alla helvítis þijóta, hræki nú skýin á sökkvandi jörð. „Hefur þú nokkurn tíma orðið svona reiður Rabbi?“ spurði ég. „Já, bless- uð vertu, ég slóst mikið á böllunum hér áður fyrr. En ég var alltaf mættur til vinnu klukkan átta morg- uninn eftir. Þó ég gubbaði í flekk- inn. Þá stóð ég mína pligt. Ég hef alltaf verið hamhleypa til vinnu. Ég var ekki nema fimm ára skratti, þegar það var bundið utan á mig nestið á engjamar, svo ég gæti fært fólkinu hádegismatinn.“ Ég hafði alltaf svo gaman af þess- um undarlegu orðatiltækjum hans Rabba. Eins og það að kaila sjálfan sig sem bam „lítinn skratta". En ég veit að hvaða barn sem hefur haft augu eins og hann Rabbi, hlýt- ur að hafa litið út eins og lítill eng- ill, þegar það kom hlaupandi út yfír votar engjarnar í Djúpárhreppi árið 1918. Með ylvolgar kaffíflöskurnar og matarskrínin hangandi utan á sér. En Rabbi kaus að kalla þennan færandi engil „lítinn skratta“. Á góðri stundu, gott er það var ekki á gamlárskvöld 1992. Þegar við Rabbi vomm búin að syngja hálfa sálmabókina saman. Hann kunni alla sálmana utan að. Ég þurfti aftur að rýna í bókina til að geta fylgt honum eftir. Þá gerði ég hlé á söngnum og spurði Rabba hvort það gæti ekki hafa verið ástæðan fyrir því að hann hefði aldr- ei kvænst, að hann hefði verið of iðinn við slagsmálin á böllunum í gamla daga. í stað þess að líta í kringum sig eftir einhverri fallegri heimasætu. „Jú, blessuð vertu, þær vildu ekki líta við manni volgum úr slagsmál- unum. Svo það fór sem fór. Svo ieist mér ekki nógu vel á það sem ég sá til kvenfólksins þegar ég var að vinna á vellinum. Mennirnir þess voru ekki fyrr komnir á sjóinn en sumt fór að haga sér með tilburðum eins og hægt er að sjá í sjónvarpinu stundum. Það var ljótur leikur," sagði Rabbi og breytti um umræðu- efni með því að hefja nýjan sálm. Og „Ó, þá náð að eiga Jesú,“ var staðfest kröftuglega í litlu stofunni á Hrafntóftum. En hann Rabbi var ekki einn, þótt farist hefði fyrir að nota mann- dómsárin til þess að festa sér konu og koma sér upp barnahópi. Hann átti sér fjölskyldu. Vini sem komu til hans þegar heilsunni fór að hraka. Og vinátta þeirra þriggja, Pálínu, Björgólfs og hans, var hluti af þeirri fegurð sem kemur manni til að staldra við og gera hlé, til að leyfa því sem við sjáum og heyrum að vermá hjarta okkar. Ég held ekki að ég sé neitt bitur manneskja. Og áreiðanlega ekki eins vantrúuð á gæsku mannanna og Bólu-Hjálmar þegar hann yrkir þann gullna brag: Víða til þess vott ég fann, þó vendist fremur hinu, að Guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu. En þessi orð Bólu-Hjálmars komu í huga minn, þegar hún Pálína fór og sótti vin sinn á spítalann, þegar hún fékk að heyra að engin von væri til þess að Rabbi fengi að lifa lengur en í nokkra daga, því krabb- inn var búinn að heltaka allan hans vinnulúna, gamla líkama. Hún fór cg sótti hann, svo hún fengi að hlúa að honum heima. Einhver hefði sjálf- sagt talið eftir sér amstrið sem því fylgdi að taka dauðvona mann inn á heimilið. En þegar ég heimsótti Rabba í síðasta sinn, lá hann í rúm- inu sínu. Fölvi dauðans litaði andlit hans, en augun voru björt, og full af trúnaðartrausti barnsins, þar sem hann lá umvafinn umhyggju vinana sem hann elskaði. Hann sagði mér að hann væri mjög kvalinn, samt stillti kvalirnar að nokkru grasaseyð- ið sem hún Pálína Iagaði handa hon- um. „Svo fer ég með þetta vers,“ sagði Rabbi: Góði Jesús iæknir lýða, fflma mér sem fiý til þín, þjáning ber ég þunga, striða, þreytt er líf og sálin mín. Sjá mitt tekur þol að þverra þú mér hjálpa góði herra mín svo dvíni meinin vönd, milda þína rétt mér hönd. Ég spurði Rabba hver hefði kennt honum þetta vers. „Faðir minn kenndi mér þetta. Ég lá veikur. Hann kenndi mér marga bænina.“ „En móðir þín?“ spurði ég. „Hún dó þegar ég var fimm ára, svo að pabbi kenndi mér barnaversin mín,“ sagði gamli bóndinn á Hrafntóftum. Og ég horfði út um gluggann, á jörðina þeirra, þar sem ættmenn Rabba höfðu búið mann fram af manni, afi, langafi. En í huga mér var sterk- ust myndin af föður Rabba sem hér Fæddur 26. ágúst 1915 Dáinn 6. apríl 1994 Mig langar í fáeinum orðum að minnast tengdaföður míns Andrésar Hallmundarsonar, en hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 6. apríl síðast- liðinn. Þar hafði hann dvalið í tæp tvö ár og barist við erfiðan sjúkdóm, Parkinson-veikina. Útför hans fer fram í dag, laugardag, frá Selfoss- kirkju. Andrés var fæddur 26. ágúst 1915 á Króki í Hraungerðishreppi. For- eldrar hans voru Hallmundur Ein- arsson frá Brandshúsum í Gaulveija- bæjarhreppi og Ingibjörg Bjarna- dóttir frá Túni í Hraungerðishreppi. Þau bjuggu fyrst á Stokkseyri en síðar að Brú í Stokkseyrarhreppi til ársins 1934 að þau fluttu til Reykja- víkur. Andrés ólst upp í foreldrahús- um ásamt systkinum sínum, en hann átti sjö systkini. Ekki var um langa skólagöngu að ræða enda var ekki um margt að velja á þeim tíma, þó hugur stæði til þess. Andrés giftist eftirlifandi konu sinni, Aðalheiði Guðrúnu Elíasdóttur, 22. febrúar 1941, hún er ættuð frá Selfossi. Þau byrjuðu sinn búskap í Hafnarfirði en fluttu svo austur á Selfoss. Andr- és vann hjá Kaupfélagi Árnesinga í mörg ár, lengst af á bifreiðaverk- stæðinu. Síðustu sex árin sem þau bjuggu fyrir austan bjuggu þau á Lambastöðum með hefðbundinn bú- skap, en Andrés vann sámt áfram hjá kaupfélaginu svo starfsdagurinn varð oft langur. hafði setið fyrir 80 árum og verið að kenna drengnum sínum bæna- vers, sem hann nú fór með í skugga dauðans. Stundin var heilög. Það var eins og Jesús hefði tekið þetta þreytta barn sitt í fang sér, sem svar við bæninni þess. Guðrún Ásmundsdóttir. Minn vinur Rafn Þorsteinsson frá Hrafntóftum, verður lagður til hinstu hvíiu í dag. Hann var yngstur systkinanna á Hrafntóftum, fæddur á þjóðhátíðardaginn árið 1913. Hrafn átti drengurinn að heita eftir heimahögunum; landnámsbænum Hrafntóftum. Ekki leyfði konungleg- ur prófasturinn nafnið, en mælti með danska nafninu Rafn. Enginn vissi þá að þessi þjóðhátíðarsonur myndi yrkja sínar Hrafntóftir, landið sem hann unni svo mjög, næstu áttatíu árin. Rabbi, eins og hann var kallaður, var snemma duglegur til vinnu og honum féll sjaldan verk úr hendi. Tíu ára gamall vann hann hörðum höndum við stíflugerðina við Djúpós, það mikla mannvirki. Þetta var árið 1923 þegar allt var unnið með hand- afli. Rafn var sterkur eftir aldri og teymdi vagnhestana, sem báru að stíflugrjótið frá morgni til kvölds. Já, Rabbi hlífði sér aldrei við vinnu og þótti öllum það mikill fengur að fá hann til liðs við sig ef byggja átti flós eða hlöðu. Hann elskaði landið og sjóinn og ungur fór hann iðulega á vetrarvertíð. Rabba hef ég þekkt frá því að ég man eftir mér. Mamma gerðist ráðs- kona hjá honum og Sigurði bróður hans fyrir nær þremur áratugum síðan. Á hveiju sumri dvöldum við systkinin með mömmu á Hrafntóft- um. Þetta voru unaðsdagar. Rabbi var okkur alltaf góður og við systkin- in fylgdum honum hvert sem hann fór. Þegar ég var að nálgast fermingu fór ég á vorin til Rabba og hjálpaði honum við sauðburðinn á Hrafntóft- um. Það var hugað að skepnum og búi, en stundum gafst tími til að glugga í söngvasafn og takað lagið. Hann kenndi mér margt og við átt- um góðar stundir saman. Ég veit að ég get enn lært margt af Rafni Þorsteinssyni, þessum heiðarlega vini mínum, sem elskaði landið, skepnurnar og sinn „starfsbróður" Jesú Krist. Berglind Björgúlfsdóttir, Oakland, Kaliforníu. Árið 1960 fluttu þau til Reykja- víkur. I fyrstu vann Andrés við tré- smíðar hjá Einari bróður sínum. Þá starfaði hann hjá Bifreiðastöð Stein- dórs og vann fyrstu árin eingöngu við eftirlit og viðgerðir á fólksflutn- ingabifreiðum fyrirtækisins. I byrjun ársins 1969 hóf Andrés störf á Hrafnistu í Reykjavík við eftirlit og viðgerðir á nánast öllu sem varðaði fasteignir, en aðallega við- gerðir innanhúss. Það var ekki ósjaldan að hringt var til hans og hann beðinn um að koma og gera við hitt eða þetta jafnt að kvöldi og um helgar þó hann ætti að eiga frí. Það má segja, að allt hafi leikið í höndum hans, svo laginn var hann, hvort heldur var á tré eða járn, allt handbragð hans bar vott um hugvit og hagsýni, enda alla tíð eftirsóttur í vinnu og ákaflega vel liðinn af sín- um vinnufélögum. Andrés og Aðalheiður eignuðust átta börn, sem öll lifa föður sinn. Þau eru: Gunnar, hann á fjögur börn, son með Unni K. Karlsdóttur, þau slitu samvistir, og þrjú með Guðnýju Ingvarsdóttur, þau slitu samvistir, sambýliskona hans er Guðrún Magn- úsdóttir; Ragnar Þór, hann á fjögur börn, kona hans er Lilja Ólafsdóttir; Ingibjörg, á tvö börn, maður hennar er Rögnvaldur H. Haraldsson; Guð- björg, hennar maður er Gunnar Jónsson, þau eiga tvö börn; Hall- mundur, kona hans er Kristín Tóm- asdóttir og eiga þau tvö börn; Jóak- im Tryggvi, hans kona er Sigríður Andrés Hallmund- arson - Minning 4 4 ( i 1 ( i : ( 4 4 ( ( ( ( ( ( i ( ( ( ( i ( ( i ( ( i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.