Morgunblaðið - 16.04.1994, Qupperneq 48
48
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994
Háskólabíó
STÆRSTA BIOIÐ.
ALLIR SALIR ERU
FYRSTA FLOKKS.
HASKOLABIO
SÍMI 22140
BÖtíoálérfdurborinn? Stórm>
leikstjóra Síðasta keísarans.
BRIDGET FONDA OG CHRIS
kl. 5 og 11.
Newton fjölskyldan er
að fara í hundana!
FRA höfumdum ghost
Beethoven’s2nd
Sýnd kl. 3 og 5.
Heppnir gcstir fá
Beethoven bakpoka.
Stórgóð mynd frá Óskarsverðlaunahafanum Steven Zaillian
(handrit Lista Schindlers) byggð á sögu bandaríska
undrabarnsins Josh Waitzkin. Frægur skákmaður sér sex
ára gutta dunda sér við að rústa mönnum í hraðskák. Hann
einsetur sér að búa til nýjan Bobby Fischer. En það er erfitt
að vera undrabarn og ef maður á að vera jafngóður og
Fischer, verður maður þá að fórna öllu?
Aðalhlutverk: Ben Kingsley, Joe Mantegna, Laurence
Fishburne og hinn átta ára gamli Max Pomeranc sem valinn
var eftir hæfileikakeppni þúsunda barna.
Sýnd kf. 2.40, 5, 7.10, 9.10 og 11.15
Fjögur ungmenni freista gaefunnar í háborg kántritónlistarinnar
Nashville en ástamálin þvælast fyrir þeim á framabrautinni, svo
ekki sé nú talað um hina tíuþúsund sem eru að reyna að slá í gegn!
Aðalhlutv. River Phoenix, Samantha Mathis og Dermot Mulroney.
Sýnd kl. 6.50, 9 og 11.10.
FÖÐURINS
★ ★★★
A.l. MBL
★ ★ ★ ★
«'•<■EINTAK
LIF MITT
„glæsilegt verk...
Kieslowski hefur
kvikmyndalistina
fullkomlega á
valdi sínu..."
★ *** ÓHT Rás 2.
JURASSIC
PARK
ADDAMS
FJÖLSKYLDUGILDIN
BLAR
★★★ ★★★★
SV.Mbl. ÓHT. Rás 2
„Petta einstaka
listafólk hefur
skilað afar trega-
fullri en engu að
siður einni bestu
mynd ársins.
*★* S.V. MBL
Sýnd kl. 5
og 9
„Tilfinningasöm og fyndin til
skiptis, mörg atriðin bráðgóð og
vel leikin... Tæknin er óvenjuleg
og gengur upp" Ó.H.T. Rás 2.
Sýnd kl. 7.
t \t§ 1 ?
Evrópufrímerki
-T7®
s-Jjyjjdalundir
________Frímerki
Jón Aðalsteinn Jónsson
Á mánudaginn kemur gefur
íslenzka póststjórnin út tvö Evr-
ópufrímerki. Árið 1992 gaf hún
Evrópufrímerki í samvinnu við
færeysku póststjórnina til þess að
minnast Leifs heppna og fundar
Vínlands. Að þessu sinni hefur
írland bætzt í hópinn, og það af
sérstöku tilefni.
Myndefnið eða þemað er
Landafundir: Ferðir heilags
Brendans. Um það segir svo á
lausu blaði, sem fylgir tilkynning-
unni: „Strax á þjóðflutningatím-
um ter.gjast eyþjóðirnar þrjár í
Norður Atlantshafí, ísland, írland
og Færeyjar, sögulegum böndum.
Þá hefjast könnunarferðir heilags
Brendans (484-577 e. Kr.), sem
nú eru myndefni á sameiginlegum
Evrópu-frímerkjum þessara
þjóða. Eftir hrun Rómaríkis voru
írsku klaustrin ekki aðeins trúar-
og menningarmiðsíöðvar — þau
urðu mestu lærdómssetur álfunn-
ar. írsku munkarnir hófust handa
um að flytja menninguna aftur
til Evrópu. Fundur Færeyja og
landnám írskra munka þar er tal-
inn fyrsti markverði landafundur
miðalda. Um 795 voru munkarnir
komnir til Islands."
Frímerki þessi hefur Colin
Harrisori í írlandi teiknað, og þar
eru þau einnig offsetprentuð hjá
BDT, International Security
Printing Ltd. Eru frímerkin bæði
gefin út í smáörk með frímerkjun-
um tveimur, 35 kr. og 55 kr., og
svo aftur hvort um sig í örkum
með 50 merkjum.
Ekki verður annað sagt en
myndefnið sé allnýstárlegt, en það
skýrir sig þó alveg sjálft. Heilagur
Brendan og írskir munkar eru í
könnunarleiðangri. Á 35 kr. frí-
merkinu koma þeir að eyju, þar
sem eldfjall er gjósandi, og er þá
auðvitað átt við ísland. Á 55 kr.
frímerki sjást þeir leggja að eyju,
þar sem munkur stendur, um-
kringdur sauðfé. Það táknar Fær-
eyjar, en nafnið mun upphaflega
kennt við fé.
Sérstimplar
Söfnun alls konar sérstimpla,
sem út eru gefnir við ýmis tæki-
færi, auk fyrstadagsstimpla hefur
aukizt mjög hér á landi sem ann-
ars staðar. Oft hentar myndefni
þeirra ýmsum mótífsöfr.un, enda
viðurkennt sýningarefni í slíkum
söfnum. Af þeim sökum hafa póst-
stjórnir í æ ríkara mæli hagað
gerð sérstimpla á þann veg, að
þeir geti átt heima á mörgum
söfnunarsviðum. Á þetta er
minnzt hér vegna þess, að í síð-
ustu tilkynningu póststjórnarinn-
ar er þess sérstaklega getið, að
sérstimplar verði framvegis seldir
í áskrift eins og önnur ný frí-
Evrópufrímerki 1994.
merki og útgáfudagsumslög.
Verður tilkynnt um alla slíka
sérstimpla í útgáfutilkynningum.
Þá er tekið fram, að panta megi
sérstimpla í allt að tvo mánuði
eftir útgáfudag þeirra.
ÍSFRÍM
Dagana 27. til 29. maí nk. verð-
ur haldin frímerkjasýning, svo-
nefnd landssýning, í íþróttahúsi
Hagaskólans í Reykjavík. Að
henni standa Klúbbur Skandin-
avíusafnara og íslenzkir mótíf-
safnarar, en sýningin er að venju
undir vernd Landssambands ís-
lenzkra frímerkjasafnara.
Að sjálfsögðu verður kynnt hið
markverðasta, sem er á döfinni í
frímerkjasöfnun hér á landi. En
auk þess hefur sýningarnefndin
kappkostað að reyna að fá til
landsins erlend mótífsöfn fullorð-
inna safnara. Má þar fyrst telja
safnið „Fíllinn", sem er í eigu
Mary Ann Owens frá Bandaríkj-
unum. Mun það þekktasta mótíf-
safn í heimi. Þá mun Miss Owens
sýna þtjú önnur mótífsöfn: „Hlífa-
fræði“, sem er um regnhlífar;
„Dóná svo blá“ og „Bandarísku
farartækjafrímerkin". Þá verður
á ÍSFRÍM-safn, sem nefnist „Eð-
varð VIII — Allt fyrir ástina", sem
rekur ástir Eðvarðs Englandskon-
ungs og frú Simpson. Enn fremur
verður á sýningunni safnið „Vík-
ingatíminn og landafundir þeirra"
sem er í eigu Dr. Dan Laursen.
Á ÍSFRÍM verður lögð áherzla á
svokallaðan „Nútímaflokk11, en þar
eiga safnarar þess kost að blanda
óskyldu efni í söfn sín til þess að
skýra þema safnanna sem bezt.
List Þrastar Magnússonar
verður kynnt nokkuð rækilega á
ÍSFRÍM, en Þröstur hefur, sem
kunnugt er, teiknað flest íslenzk
frímerki um mörg ár. Hefur hann
unnið til ijölda verðlauna og viður-
kenninga á erlendum vettvangi
fyrir handbragð sitt. Þannig fékk
frímerki, tengt Kanada, sem
Þröstur teiknaði, fyrstu verðlaun
„Canadiana Study Unit“. Þá hefur
þess verið áður getið hér í frí-
merkjaþætti, að íslenzk frímerki,
sem Þröstur teiknaði, hafa verið
kosin fallegustu frímerki í heimi
af lesendum franska tímaritsins
„Timbroloisirs".
Á ÍSFRÍM fer fram forkeppni
fyrir norræna spurningakeppni
unglinga, sem haldin verður hér
á landi í september í tengslum við
NORDJUNEX 94. Þar eiga ungl-
ingar okkar titil að veija, því að
íslenzka liðið varð á síðasta ári
Norðurlandameistari á NORD-
JUNEX 93 í Danmörku.