Morgunblaðið - 16.04.1994, Page 55

Morgunblaðið - 16.04.1994, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994 55 KNATTSPYRNA KSÍ greiðir dómarakostnað Stjórn Knattspyrnusambands íslands ákvað á stjómar- fundi í gær að greiða dómumm laun vegna dómgæslu í meist- ara-, deildar- og bikarkeppni, í stað félaganna sem gerðu það áður. Félögin muna áfram sjá um að greiða ferðakostnað dóm- ara. KSÍ ákvað jafnframt að hækka greiðslur til dómara og línuvarða vegna starfa þeirra. „Ein aðalástæðan fyrir þessari ákvörðun okkar er að staða Knattspymusambands íslands er góð og þar af leiðandi viljum við koma til móts við félögin í land- inu - minnka kostnað þeirra í sambandi við framkvæmd kapp- leikja. Við teljum að þetta komi nokkuð jafnt niður á félögin, sem em aðilar að sambandinu, þannig að við emm að minnka kostnað hjá öllum,“ sagði Eggert Magn- ússon, fonnaður Knattspymu- sambands íslands, í viðtali við Morgunblaðið í gær. „Dómarapakkinn" mun kosta KSÍ um átta milljónir með öllu á árinu. „Það er okkar staða sem gerir það að verkum að við getum gert þetta. Við vitum að þegar árar vel hjá Knattspymusam- bandi Evrópu hefur sambandið tekið á sig dómarakostnað í sam- bandi við Evrópuleiki,“ sagði Eggert. Greiðslu til dómara er skipt í ijóra flokka. Þeir sem dæma leiki í 1. og 2. deild karla, bikar- og meistarakeppni karla og kvenna, fá kr. 5.500 fyrir leik, en greiðsl- an var kr. 3.000 í fyrra. Lánuverð- ir fá kr. 4.400, en fengu kr. 2.400 kr. Dómarar, sem dæma í 3. og 4. deild karla og 1. deild kvenna, fá kr. 4.400 fyrir leik, en fengu kr. 2.400. Línuverður fá kr. 3.100, en fengu kr. 1.700. „Við munum borga mánaðar- lega greiðslur fyrir dómgæslu og fara greiðslur fram á skrifstofu okkar í Laugardal. Það er gott að búið sé að ákveða að fá allan kostnað við dómgæslu á hreint,“ sagði Eggert Magnússon. HANDKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIISLANDSMOTSINS Selfyssingar skoruðu fyrst — þar var að verki leikstjórnandinn Guðmundsson. KA- menn komust hins vegar fljótt inn í leik- inn og léku á köflum verulega góðan handknattleik — sér- staklega gekk sóknarleikurinn vel hjá heimamönnum, þar sem þeir fé- lagar Alfreð Gíslason og Valdimar Grímsson létu mest til sín taka sem endranær. Sóknamýtingin Ólýsanlegt ÞAÐ ríkti gjörsamlega ólýsanleg stemmning f KA-húsinu í gær- kvöld, er KA-menn tóku á móti Selfyssingum f öðrum leik liðanna f 8-liða úrslitum íslandsmótsins í handknattleik. Heimamenn höfðu ástæðu til að kætast í leikslok, því að KA fagnaði sigri, 27:23, eft- ir mjög tvísýnan leik. Morgunblaðid/Rúnar Þór Jóhann G. Jóhannsson fagnaði sigri sinna manna vel og lengi. HAUKAR tryggðu sér f gærkvöldi sæti íundanúrslitum íslands- mótsins í handknattleik í fyrsta skipti í sögu félagsins. Þeir mættu liði Aftureldingar í Mosfellsbæ í gærkvöldi, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum, og sigruðu með 25 mörkum gegn 21, en þeir sigruðu einnig f fyrri viðureign liðanna sl. miðvikudags- kvöld. Sigur Hauka var sanngjarn, en Afturelding sýndi þó mikla og góða baráttu allttil loka. Leikmenn Aftureldingar voru mun ákveðnari í byrjun og nýttu nær hveija sókn fyrstu fimmtán mínútur leiksins. Þeir náðu fljótlega tveggja marka forskoti, en þegar nokkuð var liðið á hálfleikinn náðu Haukar að jafna. Afturelding seig aftur fram úr en með seiglu náðu Haukar að Stefán Eiríksson skrífar jafna og komast yfir skömmu fyrir leikhlé. Staðan f leikhléi var 12:12. Haukar lögðu grunnin að sigrin- um í byrjun fyrri hálfleiks. Þá tóku þeir framar á móti mönnum í vörn- inni með mjög góðum árangri, og náðu brátt fjögurra marka forskoti. En þessi varnarrimma Haukanna kostaði sitt og þeir misstu menn út af. Þar með komust leikmenn Aftureldingar aftur inn í leikinn og náðu að minnka muninn í eitt mark. Haukamenn gerðu ekki mark á tíu mínútna kafla um miðbik hálfleiks- ins, en rifu sig á reynslunni upp úr ládeyðunni og sigldu skútunni örugglega í höfn. „Varnarleikurinn hjá okkur var ekki nægilega beittur í upphafí leiksins. Við breyttum um í upphafi þess síðari og lögðum þá grunninn að sigrinum. Ég er mjög sáttur við baráttuna í liðinu og fagna þessum merka áfanga í sögu félagsins," sagði Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfari Hauka. „Ég get ekki annað en verið ánægður með mína menn, við sýnd- um að þetta lið á framtíðina fyrir sér. Við eigum auðvitað langt í land með að verða á meðal þeirra bestu, en höfum ásamt stuðningsmönnum okkar, sem eiga miklar þakkir skyldar, búið til einn sterkasta heimavöll í handboltanum,“ sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari og leikmaður Aftureldingar. Leikurinn var nokkuð köflóttur. Páll Ólafsson hélt Haukum á floti í sókninni til að byija með. Varnar- leikur þeirra var götóttur í fyrstu en lagaðist í síðari hálfleik. Leik- menn Aftureldingar börðust vel all- an tímann, en reynsluleysi og hrein óheppni gerði þeim erfítt fyrir. Ingi- mundur Helgason var drjúgur í sókninni, og Jason Ólafsson og Alexei Trúfan komust vel frá varn- arleiknum. 64% sýnir að leikur liðsins var í fínu T lagi. Selfyssingar seigluðust að vanda og þar dreifðist markaskorun mun meira. Mest bar þó á Einari Guðmundssyni og bræðrunum Sigur- jóni og Gústaf. Leikurinn var mjög fast spilaður og hraustlega allt frá fyrsta andartaki og greinilegt að leikmenn gerðu sér fulla grein fyrir mikilvægi hans. Er líða tók á hálfleik- inn náðu KA-menn undirtökunum og fjögurra marka forskoti mest, en í hálfleik munaði þremur mörkum. Eftir hlé var greinilegt, að heima- menn voru staðráðnir í að sýna hvað í þeim býr. Þeir léku geysilega grimma vörn og snéru bökum saman þegar einum þeirra var vikið af lei- kvelli. Sóknin gekk líka vel og eftir 10 mín. leik var bilið orðið sex mörk. Þá fóru Selfyssingar að sýna styrk sinn og gerðu sigurvissum stuðnings- mönnum KA ljóst, að þeir voru allt annað en búnir að vera. Smátt og smátt minnkaði forskot norðan- manna og var það orðið tvö mörk þegar Valdimar Grímsson fékk að sjá rauða spjaldið. Þá voru rúmar níu mín. eftir af leiknum og hagur sunnanstráka vænkaðist, en einn var sá þröskuldur sem þeim tókst ekki að komast yfír — Sigmar Þröstur Óskarsson. Sigmar hafði reyndar varið vel allan leikinn, en síðustu mín. var hann hreint ómetanlegur og kórónaði leik sinn með því að veija vítakast frá Sigurði Sveinssyni er tvær mín. voru til leiksloka. KA- menn fengu svo knöttinn þegar 45 sek. voru eftir og staðan 25:23 — og bættu tveimur mörkum við undir lokin, þegar Selfyssingar voru hrein- lega hættir. Allt KA-liðið lék vel og ánægjulegt var að sjá ungu strákana standast þoiraunina með prýði. Sigmar Þröst- ur og Alfreð stóðu samt sem áður uppúr. Selfyssingar geta leikið bet- ur, en helst er að nefna bræðuma Siguijón og Gústaf, Einar Guð- mundsson og Sigurð Sveinsson. Oddaleikir Laugardagur Víkin: Víkingur- FH ..16.30 Hlíðarendi: Valur- Stjarnan.. ..16.30 Sunnudagur Selfoss: Selfoss - KA 20 Þannig vörðu þeir Markvarslan i leikjum gærkvöldsins (innan sviga varið, en knötturinn aftur til mótherja): Sigmar Þ. Óskarsson, KA - 20/2(4) 11(2) langskot, 3(1) gegnumbrot, 1 hraðaupphlaup, 2(1) úr horni, 1 af línu, 2 vítaköst. Gísli F. Bjarnason, Selfossi - 5(1) 2 langskot, 2(1) gegnumbrot, 1 úr horni. Hallgrímur Jónasson, Selfossi - 5(1) 2 langskot, 2(1) úr horni, 1 af línu. Sigurður Sigurðsson, Aftureldingu - 8/1(6) 3(2) langskot, 2(2) af línu, 2(1) úr horni og 1(1) víti. Viktor R. Viktorsson, Aftureldingu - 1(1) 1(1) hraðaupphlaup. Magnús Árnason, Haukum - 2/1(1) 1(1) víti og 1 af línu. Bjarni Frostason, Haiikum - 15/1(8) 6(4) langskot, 4(1) úr horni, 3(2) af linu, 1(1) hraðaupphlaup og 1(1) víti. SÓKNAR- NÝTING Seffoss MsM Afturelding Haukar ' Mörk Sðknir % Mörk Söknir % Mörk Sóknir % Mörk Sóknir % 14 22 64 F.h 11 22 50 . 12 21 57 F.h 12 21 57 13 25 52 S.h 12 . 24 50 9 20 45 S.h 13 21 62 I 27 47 57 Alls 23 46 50 21 41 51 Alls 25 42 60 Urslitakeppnin i handknattleik 1994 Langskot Gegnumbrot Hraðaupphíaup Horn Lína 7 •2 4 ■ 3 4 Langskot Gegnumbrot Hraðaupphlaup Hom Lína 7 ií 5 2 3 Aj 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.