Morgunblaðið - 16.04.1994, Qupperneq 56
MORÍIUNBLADID, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK
SÍMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
EINAR |. SKÚLASON HF
LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Víðtæk leit í Vestmannaeyjum
Morgunblaðið/Sigurgeir
Leit hefur staðið yfir í Vestmannaeyjum að dreng sem tók út af Stafnesi í fyrradag. Leitin hefur engan árang-
ur borið en verður haldið áfram í dag. Sjá bls. 28 „Þetta voru vonlausar...“
Formaður Alþýðuflokks flýtir flokksþingi
Jóhanna útilokar
ekki mótframboð
„MORG stór mál ber hátt á vettvangi íslenskra þjóðmála á næstu miss-
erum. Flokksþingið er tilefni til að taka skýra afstöðu til þeirra, ydda
áherslur og nýta því næst tímann frá seinni hluta sumars fram að
kosningum til þess að koma málefnum jafnaðarmanna til skila til al-
mennings með afdráttarlausum hætti,“ segir Jón Baldvin Hannibals-
son, formaður Alþýðuflokksins, um þá ósk hans, sem samþykkt hefur
verið í framkvæmdastjórn flokksins, að efna til flokksþings 9.-12. júni.
Tillaga formannsins hefur valdið
titringi innan Alþýðuflokks og var
málið til umræðu á þingflokksfundi
eftir hádegi í gær. Jóhanna Sigurðar-
dóttir gagnrýnir Jón Baldvin harð-
lega fyrir að flýta flokksþingi. Að-
spurð segist hún ekki vera reiðubúin
að tjá sig á þessu stigi um hvort hún
ætli að bjóða sig fram til formanns,
en útilokar það ekki.
Kemur í bakið á öllum
„Ég er andvíg því að flokksfólki
sé gefínn svo skammur tími til undir-
búnings," sagði Jóhanna. „Mérfínnst
þau rök, sem formaðurinn færir fyr-
ir því að halda flokksþing í júní,
ekki traustvekjandi og síst fyrir ríkis-
stjórnarsamstarfíð." Jón Baldvin
sagði, að framkvæmdastjórn hefði
samþykkt þessa tímasetningu ein-
róma og hann teldi að meðal forystu-
manna flokksins, sem um það eigi
að ijalla, sé einhugur í málinu.
Sjá einnig á miðopnu.
ísmjöl hf. óskar nú þegar
eftir gjaldþrotaskiptum
Kröfur á félagið nema á annað hundrað milljónum króna
Á AÐALFUNDI ísmjöls hf. sem haldinn var í gær var ákveðið,
að óska eftir því að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta.
Stærstu mjölframleiðendur landsins eru eigendur Islmjöls hf. sem
stofnað var fyrir tveimur árum. Haraldur Haraldsson í Andra
hefur verið framkvæmdastjóri félagins frá stofnun þess. Ekki ligg-
ur ljóst fyrir hversu stórt gjaldþrot ísmjöls hf. er, en ljóst er að
tugi milljóna króna vantar á að félagið eigi fyrir kröfum. Áætlað
er að mjölframleiðendur, eigendur Ismjöls, tapi um 60 milljónum
króna á viðskiptum sínum við félagið, auk þess sem gera má ráð
fyrir að krafa þýsks samstarfsaðila ísmjöls, Kurt A. Becher, vegna
mjölkaupa ísmjöls að fjárhæð 30 til 40 miiyónir króna sé glötuð.
Haraldur Haraldsson hefur rekið
frá stofnun. Samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins gekk illa
að selja mjölið erlendis, þannig að
miklar birgðir mjöls hlóðust upp í
vöruhúsum erlendis, þar sem á það
féll mikill kostnaður, sem íslensku
framleiðendumir þurftu að bera,
þar sem mjölið var í umboðssölu.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins var það fyrir rúmu ári
sem Síldarverksmiðjur ríkisins,
sem þá voru enn ríkisfyrirtæki,
tóku þá ákvörðun að hætta að
selja framleiðslu sína í gegnum
ísmjöl hf. og seldu það sjálfar.
Hinir framleiðendurnir munu hafa
haldið áfram að selja í gegnum
ísmjöl, en illa gekk að selja erlend-
is og áfram hlóðust upp birgðir,
auk þess sem verð á markaði fór
lækkandi.
Seðlabankastj órar
skipaðir um helgina
Guðmundur
og Eiríkur
fengu flest
atkvæði
STEINGRÍMUR Hermannsson,
formaður Framsóknarflokks,
fékk tvö atkvæði í leynilegri
atkvæðagreiðslu á bankaráðs-
fundi Seðlabankans í gær, þar
sem greidd voru atkvæði um
umsækjendur um stöður
tveggja seðlabankastjóra. Ei-
ríkur Guðnason aðstoðarseðla-
bankastjóri og Guðmundur
Magnússon prófessor fengu
þijú atkvæði hvor, Ásmundur
Stefánsson framkvæmdastjóri
fékk eitt atkvæði og einnig
Magnús Pétursson ráðuneytis-
stjóri.
Ágúst Einarsson, formaður
bankaráðs, sagði við Morgunblað-
ið í gær, að ekki yrði upplýst
hveijir greiddu hverjum atkvæði.
Líklegt er talið að atkvæði Stein-
gríms Hermannssonar hafí komið
frá Davíð Scheving Thorsteinsson
og Davíð Aðalsteinssyni.
Bankaráðið skilaði Sighvati
Björgvinssyni viðskiptaráðherra
niðurstöðum atkvæðagreiðslunn-
ar síðdegis í gær, en ráðherra
sagði við Morgunblaðið, að hann
myndi skipa í stöðurnar um helg-
Orðahnippingar um þyrlukaupamál á ríkisstjórnarfundi í gær
Svara Bandaríkjamanna
verður beðið í þijár vikur
RÍKISSTJÓRNIN Ijallaði á fundi sínum í gærmorgnn um þyrlukaupa-
máiið og þá stöðu sem upp er komin eftir að bandarísk stjórnvöld
drógu til baka verðtilboð frá þvi í siðustu viku. Samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins kom til snarpra orðaskipta á milli Sighvats Björg-
vinssonar og Þorsteins Pálssonar. Niðurstaða fundarins varð sú að
samþykkt var að bíða átekta, þar til Bandaríkjamenn hafa svarað
því, hvort þeir eru reiðubúnir að semja við islensk stjórnvöld um verk-
töku, að því er varðar rekstur á þyrlubjörgunarsveit varnarliðsins, eða
hluta hennar, á þann veg að kostnaðarhlutdeild Islendinga verði ekki
meiri en sem nemur kaupum og rekstri einnar Super Puma-þyrlu.
Flugvirkj-
ar boða til
verkfalls
FLUGVIRKJAR hafa boðað verk-
fall frá 25. apríl til 30. apríl og
að sögn Einars Sigurðssonar
blaðafulltrúa Flugleiða mun allt
flug á vegum félagsins stöðvast
mjög fljótlega komi til verkfalls-
ins. Hann segir viðræður um hag-
ræðingarmál hafa staðið yfír við
flugvirkja, en ekki hafí verið kom-
in niðurstaða þegar verkfallið var
boðað í gær.
Hálfdán Hermannsson formaður
. Flugvirkjafélags íslands segir engar
^íilvöruviðræður hafa átt sér stað og
hann sjái ekki fram á annað en að
af verkfallinu verði. „Ef til verkfalls
kemur þýðir það að flug á okkar
vegum stöðvast fljótlega, bæði til og
frá landinu og innanlands. Þá er loka-
hnykkurinn í sölu erlendis núna fyrir
sumarið og menn hafa af því tölu-
verðar áhvggjur að þetta skemmi þar
mikið,“ sagði hann.
Hálfdán Hermannsson sagðist
ekki bjartsýnn á viðræður.
Þýska fyrirtækið gerir kröfur á
hendur félaginu upp á rúmar 100
milljónir króna.
„Með vísan til alls þessa og
þeirrar ótvíræðu lagaskyldu sem
á stjórnendum félaga hvílir, sam-
kvæmt 64. grein laga nr. 21/1991
um gjaldþrot, sé ég mér ekki ann-
að fært en að styðja framkomna
tillögu fulltrúa 43% hlutafjár í ís-
mjöli, að nú þegar verði óskað
eftir gjaldþrotaskiptum í félag-
inu,“ var hluti bókunar formanns
stjórnar Ismjöls hf., Gunnlaugs
Sævars Gunnlaugssonar á aðal-
fundi í gær. Gunnlaugur Sævar
er jafnframt framkvæmdastjóri
Faxamjöls hf. Því blasir við að
félagið verði tekið til gjaldþrota-
skipta þegar á mánudag.
Kostnaður lenti
á framleiðendum
Stórir mjölframleiðendur eru
helstu eigendur félagsins. Síldar-
verksmiðjur ríkisins áttu 43% hlut
í félaginu (nú SR), ísfélag Vest-
mannaeyja hf., Vinnslustöðin hf.,
Vestmannaeyjum, og Faxamjöl hf.
eiga hver um sig tæp 20% í félag-
inu.
Þessar verksmiðjur hafa flutt
út mjöl í gegnum Ismjöl hf. sem
Sighvatur Björgvinsson, starf-
andi utanríkisráðherra, gerði grein
fyrir fundi sínum með Parker Borg,
sendiherra Bandaríkjanna, í fyrra-
dag. Þar tjáði ráðherrann sendiherr-
anum þau tilmæli ríkisstjórnarinnar
að bandarísk stjórnvöld kveði upp
úr með það, hvort þau eru reiðubú-
in til verktökusamninga á ofan-
greindum grunni. Tilgreindi ráð-
herrann að íslensk stjórnvöld æsktu
svara þeirra bandarísku innan
þriggja vikna.
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins tók starfandi utan-
ríkisráðherra upp ummæli Þorsteins
Pálssonar, dómsmálaráðherra, í fjöl-
miðlum í gær, á fundi ríkisstjómar-
innar, og kvaðst telja með ólíkindum
að ráðherrann teldi hann greina
rangt frá staðreyndum, er hann
sagði að Bandaríkjamenn hefðu lýst
því yfir að tilboð þeirra hefði verið
á misskilningi byggt og þeir beðist
afsökunar á þeim mistökum.
Jafnframt mun ráðherrann hafa
greint frá því að hann teldi dóms-
málaráðherra hafa fengið allar þær
upplýsingar um málið, sem hann
sjálfur hafði fengið, því hann hefði
vissu fyrir því að forsætisráðherra
hefði sýnt dómsmálaráðherra sím-
bréf bandaríska utanríkisráðu-
neytisins, þar sem ofangreint tilboð
kom fram. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins staðfesti Davíð
Oddsson forsætisráðherra þessa frá-
sögn starfandi utanríkisráðherra.
Þorsteinn Pálsson lýsti þeirri
skoðun sinni að það væri of langur
tími að bíða í þijár vikur með
ákvörðun í málinu, en samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins kvað
forsætisráðherra upp úr með það,
að það væri þegar frágengið að
beðið yrði eftir svörum Bandaríkja-
manna áður en endanleg ákvörðun
væri tekin í málinu. Sú tilhögun
hefði verið ákveðin í fullu samráði
við hann.