Morgunblaðið - 26.04.1994, Side 4

Morgunblaðið - 26.04.1994, Side 4
4 / MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 Fólskuleg líkamsárás þriggja unglingspilta á Laugavegi Braut þrettán tennur úr manní með meitlí reglu um nóttina, en í gær voru tveir þeir eldri úrskurðaðir í gæslu- varðhald til 5. maí. Allir þrír hafa komið við sögu lögreglunnar áður. Sá 15 ára var í hópi innbrotsþjófa, sem réðust að manni í Breiðholti fyrir nokkru, en hann hafði komið að þeim við innbrot. Þá var annar 16 ára pilturinn í hópi unglinga, sem gengu berserksgang í sumar- bústöðum við Meðalfellsvatn á síð- asta ári og unnu mikil skemmdar- verk. Þriðji pilturinn hefur einnig komið við sögu lögreglu vegna ýmissa afbrota. Piltarnir þrír þekktu ekki til mannanna, sem þeir réðust á, og virðist sem þeir hafi gefið sig að þeim í þeim tilgangi einum að efna til áfloga. VEÐUR TVEIR 16 ára piltar voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 5. maí fyrir fólskulega líkamsárás þeirra og 15 ára pilts á Laugavegi á sunnudagsmorgun. Eftir árás piltanna þriggja var einn maður handleggsbrotinn, ’annar rifbeinsbrotinn og sá þriðji hafði misst þrettán tennur, þegar einn piltanna sló hann í andlit með meitli. Þriðja piltinn var ekki hægt að ungs aldurs. Piltarnir veittust að mönnum á Laugaveginum um kl. 6 á sunnu- dagsmorgun. Þeir voru vopnaðir bareflum, bæði rörbútum og spýt- um og einn þeirra var með meitil. í átökum við þá handleggsbrotnaði einn maður og annar rifbeinsbrotn- aði. Piltarnir hlupu við svo búið niður á Hverfisgötu, en hittu þar fyrir menn sem reyndu að hindra för þeirra og kölluðu lögregluna til. Þá hafði einn mannanna, sem úrskurða í gæsluvarðhald sökum piltarnir réðust á á Laugavegi, veitt þeim eftirför og sló einn piltanna hann með meitli í andlitið, svo 13 tennur brotnuðu. Manninum tókst samt sem áður að hafa árásar- manninn undir og halda honum þar til lögregla kom á staðinn. Hinir piltamir tveir vom svo handteknir skammt frá. Komið við sögu áður Piltamir voru vistaðir hjá lög- IDAGkl. 12.00 Heimitd: Veðurstota íslands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 t gœr) m / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri úrkomafgrennd Reykjavík 1 léttskýjað Bergen 7 rigning Helsinki 16 skýjað Kaupmannahöfn 16 léttskýjað Narssarssuaq 5 skýjað Nuuk 2 léttskýjað Ósló 17 skýjað Stokkhólmur 15 iéttskýjað Þórshöfn vantar Algarve 17 skýjað Amsterdam 12 léttskýjað Barcelona vantar Berlín 19 léttskýjað Chicago 18 iéttskýjað Feneyjar 15 þokumóða Frankfurt 18 hálfskýjað Glasgow 6 rigning Hamborg 18 skýjað London 14 léttskýjað Los Angeles 11 skýjað Lúxemborg 9 alskýjað Madríd vantar Malaga vantar Mallorca vantar Montreal 3 skýjað NewYork 19 skýjað Orlando 21 léttskýjað Parfs 15 léttskýjað Madeira 18 skýjað Róm 19 skýjað Vín 19 léttskýjað Washlngton 16 léttskýjað Winnlpeg +1 alskýjað KHNOSDUAJ Fjársjóðskort af íslandi ÞETTA er kortið sem birt er með getrauninni sem birtist nýlega í Daily Telegraph. Getraunaleikur um ísland í Daily Telegraph Leitað að földum fjársjóði á íslandi „FJÁRSJÓÐSEYJAN, reyndu að vinna 10.000 pund í dag.“ Þannig hljómar fyrirsögn í breska blaöinu Daily Telegraph frá því í síð- ustu viku. Eyjan sem átt er við er Island og með greininni er birt kort af landinu. Glöggir lesendur geta með hjálp kortsins fundið fjársjóð sem gefur viðkomandi möguleika á að vinna 10.000 pund eða rösklega eina milljón íslenskra króna. Daily Telegraph hefur undan- landakortinu. Hver staður færir farna daga verið með dálk í blað- inu þar sem lesendum er gefin kostur á að vinna sér inn álitlega peningaupphæð með því að leysa nokkrar þrautir. í síðustu viku var lesendum gefinn kostur á að finna fjársjóð á Islandi. Fjársjóðsleitin fer þannig fram að lesendur fá fjórar vísbendingar sem eiga leiða þá á fjóra staði á lesandanum tvo bókstafi og með því að raða þeim saman myndast nafnið á staðnum þar sem fjársjóð- inn er að finna. Með kortinu er birt mynd af Bláa lóninu. Þrautin felur í sér góða auglýsingu fyrir Ísland, en Daily Telegraph er eitt víðlesnasta blað Bretlands. Landakot býður aðstöðu til bæklunaraðgerða Hægt að bæta við allt að 200 aðgerðum á ári ÓLAFUR Örn Arnarson, yfirlæknir á Landakotsspítala, hefur sent heilbrigðisráðherra, Guðmundi Árna Stefánssyni, bréf þar sera segir að á spítalanum sé hægt að gera 150-200 bæklunaraðgerðir á ári. í frétt í Morgunblaðinu á sunnudag kom fram í viðtali við heilbrigðisráð- herra að í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu væru til skoðunar hugmyndir um sérstakt átak til að fækka á biðlistum eftir bæklunarað- gerðum. Nú bíða á fjórða hundrað manns eftir því að komast í slíkar aðgerðir. í bréfi Ólafs segir að á Landakots- spítala sé öll aðstaða og sérþjálfað starfsfólk til að gera bæklunarað- gerðir. „Eina ástæðan fyrir því að þessi aðstaða hefur ekki verið notuð og þannig komið þessum hópi sjúkl- inga að gagni, er sá mikli niðurskurð- ur, sem orðið hefur á íjárveitingum til reksturs Landakotsspítala undan- farin ár,“ segir í bréfinu. Heilbrigðisráðherra segir það fagnaðarefni að fyrir hendi sé aðstaða til að fara í gang með áðurnefnt átak. „Ég vænti þess að allir sem að málinu koma; Landakot, Borgarspftali, Landspítali og St. Jós- efsspítali í Hafnarfirði, muni leggjast á eitt að ná þessum biðlistum nið- ur,“ sagði Guðmundur Árni. Guðmundur sagði að margir sjúkl- inganna á biðlistum væru bundnir læknum sínum en hann sagðist jafn- framt vera að hefja viðræður við þessa aðila um að það þurfi ekki að skipta meginmáli hvar læknarnir eru ráðnir, heldur ættu þeir að geta gengið til bæklunaraðgerðanna þar sem aðstaðan væri fyrir hendi. „Þannig að ég fagna því að Landa- kotsspítali er að bjóða þessa mögu- leika,“ sagði Guðmundur Ámi. Guðmundur sagði að nú væri ver- ið að reyna að fá tölur um það hvað átak til fækkunar sjúklinga á biðlist- um eftir bæklunaraðgerðum myndi kosta og hvað það myndi spara. Tillaga menntamálanefndar Alþingis Nýtt vísindaráð heiti Rannsóknarráð íslands Menntamalanefnd Alþingis leggur til að stofnun, sem taka á við starf- semi Vísindaráðs og Rannsóknaráðs ríkisins beri nafnið Rannsóknar- ráð íslands. í lagafrumvarpi sem menntamálaráðherra mælti fyrir á Alþingi var gert ráð fyrir að stofnunin héti Vísinda- og tækniráð íslands. Menntamálanefnd telur að nafnið, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, sé langt og óþjált og óvíst hvort það verði notað í daglegu tali. Heitið Rannsóknarráð íslands lýsi vel fyrir- hugaðri starfsemi hins nýja ráðs. Nefndin leggur til nokkrar fleiri breytingar á frumvarpinu. Þar á meðal að í stöður rannsóknarprófess- ora, sem heimilt verði að ráða til starfa við ýmis mikilvæg rannsókn- arverkefni, skuli einungjs ráða þá sem hlotið hafi viðurkenningur á al- þjóðlegum vettvangi fyrir rannsókn- arstörf og sérstök dómnefnd skuli meta hæfni þeirra. Menntamála- nefnd telur þetta ákvæði þýðingar- mikið þar sem það muni til dæmis veita fleiri tækifæri til að kalla hing- að til starfa reynda og hæfileikaríka Islendinga sem hafi fest rætur er- lendis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.