Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 1 f *é STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) V* Ferðalög og rómantík verða þér ofarlega í huga næstu vikurnar. Hugsaðu þig vel um áður en þú tekur mikil- væga ákvörðun í dag. Naut (20. apríl - 20. maí) Fljótlega ákveður þú loks að kaupa eitthvað sem þig hef- ur lengi langað að eignast. Þú ert að undirbúa ferðalag. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú hugsar betur um útlit þitt næstu vikurnar. Vinnan gengur vel og frumkvæði þitt skilar árangri, en vinur er miður sín. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Ástvinir hafa meiri tíma hvort fyrir annað næstu vik- urnar og njóta þess að skreppa til staðar sem þau hafa aldrei heimsótt. Ljón (23. júlf - 22. ágúst) Fjör færist í félagslífið næstu vikumar og einhver eignast nýjan ástvin. Þú gætir undirbúið umbætur heima fyrir í dag. Mttyjci (23. ágúst - 22. septemtxir) Aðlaðandi framkoma greiðir þér leið í viðskiptum næstu vikumar. Þú ákveður skyndilega að skreppa í skemmtiferð með vinum. Vog (23. sept. - 22. október) Þú vinnur að undirbúningi þess sem þú ætlar að gera í sumar. Gættu þess að eyða ekki of miklu í innkaupin í dag. Sporðdreki (23. okt. — 21. nóvember) Viðskipti verða þér hagstæð og ánægjuleg á komandi vikum. Eitthvað verður í dag til þess að auka sjálfstraust þitt. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Hjá sumum verður ástin í öndvegi næstu vikumar. Þú vinnur vel á bak við tjöldin og nærð góðum árangri í viðskiptum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér verður bráðlega falið verkeftii sem þú hefur gam- an af að kljást við. Þú eign- ast nýja vini, en ættingi er eitthvað afundinn. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú ferð oftar út að gera þér glaðan dag næstu vikurnar og sumir verða ástfangnir. Góð dómgreind veitir braut- argengi. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) fSS* Fjölskyldan' gengur fyrir næstu vikumar en þú býður einnig oft heim gestum. í kvöid efnir þú til vinafundar á heimaslóðum. Stjörnusþána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DÝRAGLENS SMÁFÓLK Hvað? heyrt í þér, þegar vindur- inn blæs! BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Ekkert spil er „dautt“ í tvímenn- ingskeppni, en sum gefa mönnum tækifæri til að skora vel án tillits til andstæðinganna. Síðasta spil Islands- mótsins, númer 124, var þeirrar nátt- úru, og svo vildi til að efstu þrjú pörin sátu öll eins og fengu því að spreyta sig á sama verkefni. Vestur gefur; NS á hættu. Vestur ♦ ÁDG VÁ952 ♦ K2 ♦ ÁKD10 Norður ♦ K1082 V873 ♦ 10874 64 Austur II xbGi° ♦ DG6 Suður +G9875 ♦ 97643 V64 ♦ Á953 ♦ 32 Tvímenningatoppurinn í AV er sex grönd, spiluð í vestur. En eins og við var að búast, enduðu flest pörin i 6 hjörtum. í þeim hópi voru sigurvegar- ar mótsins, Ásmundur Pálsson og Karl Sigurhjartarson, og ennfremur Jón Baldursson og Sævar Þorbjöms- son, sem urðu í öðru sæti, einu stigi á eftir íslandsmeisturunum. Ásmund- ur og Karl spila eðlilegt kerfi og því varð vestur að hefia leikinn með tveimur laufum. Eftir þá byijun er þungt að komast í gröndin. Jón og Sævar spila sterkt lauf og þar með veikar opnanir á öðru þrepi. En ein- hverra hluta vegna fella þeir eina stekra jafnskipta hönd inn í tveggja laufa „flöldjöfulinn" (sem oftast sýnir veik spil með tígul eða hálitina). Hjá þeim fóru því sagnir strax úr böndun- um; opnun á tveimur laufum í vestur og hindrunarstökk í þijú þjörtu í aust- ur. Eftir þá byijun máttu þeir þakka fyrir að komast þó Lslemmu. Best að vígi stóðu íslandsmeistarar fyrra árs, Bragi L. Hauksson og Sig- tryggur Sigurðsson. Bragi opnaði á sterku laufi og fékk svar á tveimur laufum, sem sýnir 8+ punkta og a.m.k. fimmlit í laufi. Mótheijar þeirra voru Bjöm Eysteinsson og Aðalsteinn Jörgensen, sem einnig voru í baráttunni um verðlaunasæti: Vestur BLH 1 lauf 2 tfglar' 3 hjörtu1 Norður AJ Pass Pass Austur SS 2 lauf 2 hjörtu 4 hjörtu* Suöur BE Pass Pass Pass 4 spaðarí Pass 4 grönd* Pass 6 grönd Allir pass (1) biðsögn (2) spuming um háspil í hjarta (3) tvö af þremur efstu og gosinn (4) spuming um „kontrói" (5) lítið af þeim (0-2) Með svari sínu við „kontról“-spum- ingunni yfirtók Sigtryggur grandið. En Bragi vissi að hann þyrfti góða skor og skaut samt á 6 grönd. Spað- aútspil frá suðri hnekkir grandslem- munni, en Björn valdi tígulásinn. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Þessi staða kom upp á Intel- atskákmótinu í Kreml sem lauk á sunnudaginn. Englendingurinn Nigel Short (2.660 áætluð stig) hafði hvítt og átti leik gegn Jan Ehlvest (2.610) frá Eistlandi var með svart og lék síðast 23. — Re7-g6 í erfíðri stöðu. 24. Hxh6+! — gxh6, 25. Ðxh6+ - Kg8, 26. Bxe6! - De5, 27. Dxg6+ - Dg7, 28. Dh5 - fxe6, 29. Hg3 - Hf7, 30. Dh6 - Dxg3, 31. hxg3 og með þremur peðum yfir Ivann Short skákina auðveld- lega1. Þetta er í fyrsta sinn sem 1 Short teflir á stórmóti eftir PCA- heimsmeistaraeinvígið við Kasp- arov í haust. Hann sló Ehlvest út, en tapaði síðan 0-2 fyrir Vasilí ívantsjúk í ijórðungsúrslitum. Kasparov átti líka erfitt uppdrátt- ar, hann féll út um leið og Short, tapaði fyrir Kramnik, sem síðar tapaði fyrir Anand í úrslitum. Tefldar voru 25 mínútna skákir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.