Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 18
1& MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 Verad, friðun o g veiðar eftir Skúla Magnússon Nú hefur enn og aftur verið lagt fram á Alþingi frumvarp um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum öðrum en hvölum. Þegar þetta frumvarp er skoðað, þá vakna æði margar spurningar um markmið þeirra sem sömdu það. Skotveiðimenn um allt land eru uggandi um sinn hag og velta fyrir sér t.d. þessum spurningum: Verður um aukna vemd veiðistofna að ræða? Verða rannsóknir veiðistofna auknar? Hætta árvissir árekstrar um það hvar má veiða og hvar ekki? Er rétt, eins og haldið hefur verið fram, að við samþykkt þessa frum- varps verði þessi málaflokkur und- ir einum lögum og einu ráðuneyti? Við þessum spurningum er aðeins eitt svar og það er „nei“. Samkvæmt þessu frumvarpi eru sportveiðar og atvinnuveiðar ekki aðskilin hugtök, það eitt er svo alvarlegt og úr takt við nútíma aðferðir erlendis að það verður að lagfæra. Ég vil hér í upphafi gera skýran greinarmun á atvinnuveiðum og sportveiðum. Sportveiðar eru við- urkenndar erlendis sem ein af mörgum náttúru- og útivistarþörf- um fjölmargra þegna ýmissa þjóða. Þar eru gerðar ráðstafanir til þess ' að sem flestir geti notið þess að vera úti í náttúrunni eða á afmörk- uðum veiðisvæðum og veitt sér í matinn. Það er líka til að veiðidýr eða fuglar eru ræktuð eða þá að náttúran aðstoðuð til þess eins að halda uppi hámarks veiðiþoli ýmissa stofna. Sportveiðar snúast ekki um að jella sem mest heldur að einstaklingar eigi þess kost að komast á veiðar, og ef vel gengur að fá villibráð í matinn og um leið að eignast veiðiminjar. Atvinnuveiðar eru frábrugðnar að því leyti að þar er fjárhagslegur hvati til veiðanna og fjöldi einstak- linga sem felldur er skiptir sköpum um arðsemi þeirra. Sagan sannar að þegar arðsemi er mikil vegna atvinnuveiða, hafa boð og bönn án markaðstengingar ekki aukið frið- un. Svo að það valdi ekki misskiln- ingi þá tel ég enga þörf á því eins og er að banna atvinnuveiðar eða söiu afurða úr íslenskum veiði- stofnum, en ef auka þyrfti verndun samkvæmt niðurstöðum rann- sókna þá vantar ákvæði í þetta frumvarp til þess að standa faglega að þeirri verndun. Éf við skoðum fyrstu spurning- una þá er það staðreynd að víðast hvar erlendis, felst verndun veiði- stofna í því að banna alla verslun með afurðir veiddra dýra og fugla. Þessi verndun er fyrst og fremst til þess að hagsmunir sportveiði- manna verði sem best tryggðir. Ef sannað er með niðurstöðum rannsókna að veiðistofn fer minnk- andi, eru atvinnuveiðar stöðvaðar strax og ef nauðsynlegt er sett svæðisbundin takmörk á sportveið- ar á meðan stofninn er að ná sér aftur. Ennfremur eru aðrar ráð- stafanir gerðar t.d. að gera úrbæt- ur í umhverfisþáttum sem áhrif hafa á lífríki viðkomandi stofns. Þetta frumvarp gerir eingöngu ráð fyrir „valdi eins manns“ að skerða eða banna veiðar þeirra (tug?)þús- unda Islendinga sem njóta þess að vera úti í náttúrunni og verða sér úti um villibráð í matinn. Enginn íslenskur veiðistofn (þar með talin ijúpan) er í hættu vegna sport- veiða. Það er því ekki um aukna vemd íslenskra veiðistofna að ræða samkvæmt þessu frumvarpi, held- ur mjög svo vafasamt vald til þess að auka friðun friðunarinnar vegna, og hún bitnar fyrst og síð- ast á sportveiðimönnum. Því hefur verið haldið fram að víðast h'var erlendis sé megin markmið laga um verndun dýra og fuglastofna sú að yfirvöld geti með stuttum fyrirvara eða fyrir- varalaust bannað veiðar. Þetta er einfaldlega rangt. Þar sem ég þekki til og hef kynnt mér þá eru allar ákvarðanatökur í þessum efn- um teknar mjög vandlega og yfir- Suðrænir saltfiskdagar í Skrúði 26.- 30. apríl Það er árviss viðburður hjá okkur að heilsa sumri með sérstökum Saltfiskdögum. Nú ætla matreiðslumeistarar okkar að galdra fram það kræsilegasta sem þekkist í suðrænum löndum. A hoðstólum verða bæði heitir og kaldir réttir af hlaðborði og matargestir í Skrúði munu auk þess njóta suðrænnar gítartónhstar Einars Kristjáns Einarssonar. Verð í hádeginu er 1.290 kr., en 1.970 kr. á kvöldin. Borðapantanir í síma 29900. Lífiö er ljúffengur saltfisknr í Skrúöi 26. - 30. apríl, komdu og njóttu |h>ss iindir suðrænum gítartónum! Nokkur dæini uni rétti á lilaðhorðinu: Paella meft sallfiski Marineraðir saltfiskslriinlar í ólífuolíu og hvítvíni | IijújíSteiktar suitfiskhollur með hvítlaukssósu | Saltfiskur í líkjiirssósu með rintuðiun miiiiilliun g vegað samkvæmt niðurstöðum vís- indarannsókna en ekki skyndilega og vanhugsað vegna tilfinninga- sjónarmiða, eða það sem verra er „atkvæðaveiða“. Sú vernd sem byggir eingöngu á friðun og reynd hefur verið erlendis hefur í nokkr- um tilvikum valdið þvílíku tjóni á jafnvægi í náttúrunni að það hefur þurft að grípa til mjög róttækra og fjárfrekra aðgerða til björgun- ar. Því miður þá virðast þeir sem þetta frumvarp sömdu vera haldn- ir einhvers konar fordómum gagn- vart sportveiðimönnum sem valið hafa skotvopn til veiða, að þeir gleyma þeirri staðreynd að það eru alltaf umhverfisáhrif og atvinnu- veiðar sem valda skaða á veiði- stofnum en ekki sportveiðar. Það er staðreynd að einstökum alfrið- uðum fuglategundum hér á landi, hefur fækkað svo að útrýming hefur verið nefnd. Ástæður eru öllum kunnar, það eru umhverfis- þættir og í undantekningartilvik- um safnarar (atvinnuveiðar). Það er ekkert í þessu frumvarpi sem gefur ráðherra heimild til þess að gera ráðstafanir til þess að bregð- ast við þessu vandamáli. Það eru líka nokkrar fuglategundir sem er heimilt að skjóta allt árið. Þrátt fyrir það að gerðar eru allt að því herferðir til fækkunar eða jafnvel útrýmingar þessara stofna vegna skaða sem þeir valda, þá stækka þessir stofnar og veiðiþolið eykst. Skýringin er afar einföld: „Það vantar markað fyrir afurðirnar og umhverfisþátturinn er hagstæður fyrir þessar tegundir". Svarið við þessari spurningu er því að við samþykkt þessa frumvarps eru ekki möguleikar á markvissri vernd þeirra veiðistofna sem veidd- ir eru hérlendis, en það má svo sannarlega auka tilefnislausa frið- un á flestum öðrum hvötum en vegna niðurstöðu vísindalegra rannsókna. Lítum á aðra spurningu en hún var um auknar rannsóknir. I þessu frumvarpi er engin tekjustofn fyrir rannsóknir ef frá eru taldar þessar krónur sem skattlagning veiði- manna gefur, sú upphæð er það lítil þótt reiknað sé með hámarks kaupum veiðikorta, þá eykur það ekki á möguleika á alvöru rann- sóknum. Mjög víða erlendis eru stórfelld íjárframlög frá stjórn- völdum til rannsókna og einnig eru þeir aðilar sem valda hugsanlegri röskun á lífríki með atvinnustarf- semi sérstsaklega skattlagðir og rennur það óskipt til lífríkisrann- sókna. Það er ekkert í þessu frum- varpi sem tryggir fjármagn til auk- inna rannsókna. Svo ég vitni enn og aftur til útlanda þá eru upplýs- ingar frá veiðimönnum stór þáttur í rannsóknarverkefnum. Samþykkt Skúli Magnússon. „Er mögulegt að Al- þingi íslendinga sam- þykki lög þar sem fram- tíðarhagsmunir og sjónarmið mörg þúsund Islendinga eru jafn mikið fyrir borð bornir eins og frumvarpið ger- ir ráð fyrir?“ þessa frumvarps eins og það er eykur ekki áhuga íslenskra veiði- manna til þess að taka þátt í rann- sóknum þegar þeir geta átt von á því fyrirvaralaust og án vísinda- legra raka að veiðiréttur þeirra verði skertur eins og þetta frum- varp gerir ráð fyrir. Svarið við þessari spurningu er því að þetta frumvarp ef samþykkt verður eyk- ur ekki rannsóknir á íslenskum veiðistofnum. Lítum nú á þriðju spurninguna. Þegar veiðitími hefst, t.d. á ijúpu og gæs er þá verið að skjóta síð- ustu fuglana? Nei, það er ekki vandamálið. Vandamálið er hvar má veiða og hvar ekki. Því miður verð ég að upplýsa það sem bæði umhverfisráðherra (á fundi í Nor- ræna húsinu sl. haust) og einstak- ir þingmenn hafa sagt, þá eru ákvæði 8. gr. frumvarpsins af ein- hveijum ástæðum „það viðkvæmt mál“ á Alþingi að þingheimur treystir sér ekki til að taka á því. Það litla sem er í þessu frumvarpi um veiðirétt leysir ekki eða kemur í veg fyrir þá árvissu árekstra sem verða um það hvar má veiða og hvar ekki. Þessir árekstrar eru að aukast ár frá ári þannig að það Ahugafólk um lljúgandi fúrðuhluti Donald Keys mun halda fyrirlestur í kvöld um fljúgandi furðuhluti og geimverur í Átthagasal Hótels Sögu og hefst hann kl. 20.30. Donald Keys er þekktastur fyrir störf sín hjá Sameinuðu þjóðunum, þar sem hann var aðstoðarmaður framkvæmda- stjórans til fjölda ára. Hann kynntist innviðum stjórnkerfa margra landa, ekki sist í heimalandi sinu, Bandaríkjunum. Þannig komst hann að ótrúlegum „leyndarmálum" varðandi fljúgandi furðuhluti. Fáir menn hafa jafri mikla yfirsýn yfir þetta fjölbreytta málemi. Við hvetjum allt áhugafólk að mæta. Allir velkomnir. Aðgangseyrir kr. 700. Félag áhugamanna um fljúgandi furðuhluti er tímaskekkja að leggja fram frumvarp með m.a. nafninu „veið- ar“ án þess að þessi mál verði leyst. Auðvitað verður ágreiningur um þessi atriði, en það er og á að vera hlutverk hins háa Alþingis að sam- þykkja lög sem koma í veg fyrir árekstra á milli þegnanna þegar það er svo komið að þeir túlka ákvæði eldri laga hver fyrir sig. Svarið við þessari spurningu er því miður þannig að ágreiningur og árekstrar koma til með að aukst ef þetta frumvarp verður samþykkt eins og það er. Skoðum nú fjórðu spurninguna. Því hefur verið haldið mjög á lofti að nú hafi verið lagt fram á Al- þingi frumvarp sem færi þennan málaflokk undir ein lög og eitt ráðuneyti. Er það svo? Nei því miður. Ég væri óheiðarlegur ef ég viðurkenndi ekki að þetta frum- varp færi þennan málaflokk tölu- vert saman og er það vel. Landbún- aðar-, sjávarútvegs- og fjármála- ráðuneyti auk umhverfisráðuneyt- isins þurfa að koma að ýmsum ákvarðanatökum og öðru sem í þessu frumvarpi felast. Þetta er þremur ráðuneytum of mikið. Það er mín skoðun að öll atriðin sem í nafni frumvarpsins felast skuli falla undiv umhverfisráðuneytið eitt. Það að fleiri en eitt ráðuneyti geti þurft að koma að ákvarðana- tökum um einstök atriði bíður upp á pólitíska „díla“ sem gera það eitt að skaða málefnalega umíjöll- un og faglegar ákvarðanatökur. Umhverfisráðuneytinu verði mark- aður sá tekustofn á fjárlögum sem þarf til þess að langþráður draum- ur rætist um það að íslenskir veiði- menn upplifi það fyrr en seinna að til eru lög og ráðuneyti á Is- landi sem stenst væntingar þeirra þúsunda manna og kvenna sem hafa þetta merkilega áhugamál að geta farið út í náttúruna og veitt sér í matinn. Svarið við þessari spurningu er því að við verstu að- stæður bíður þetta frumvarp upp á pólitísk hrossakaup á ríkisstjórn- arfundum. Það er vont mál. Veiðifélagar um allt land. Ég hvet ykkur til þess að nýta öll tækifæri til þess að koma sjónar- miðum skotveiðimanna á framfæri við rétta aðila. Það getur verið að við höfum ekki nákvæmlega sömu skoðanir í öllum atriðum, en miðað við þann fjölda veiðimanna sem ég hef talað við, þá er um vont frumvarp að ræða fyrir skotveiði- menn almennt. Eitt skulum við muna vel, öll erum við jú þegar þannig stendur á „hæstvirt at- kvæði“. Eru veiðimenn sem velja skotvopn frekar en veiðistöng verri þjóðfélagsþegnar sem ekki er hægt að treysta? Svari hver fyrir sig. Það er mín skoðun að þeir sem þetta frumvarp sömdu líti því mið- ur þannig á íslenska skotveiði- menn. Er mögulegt að Alþingi íslend- inga samþykki lög þar sem fram- tíðarhagsmunir og sjónarmið mörg þúsund íslendinga eru jafn mikið fyrir borð bornir eins og frumvarp- ið gerir ráð fyrir? Þið alþingismenn sem lesið þessa grein. Þar sem ég veit að þið viljið standa faglega að afgreiðslu mála á þingi og hafa það sem sannara reynist, þá bið ég ykkur vinsamlega um að gera mér þann persónulega greiða að lesa yfir umsögn Skotfélags Aust- urlands um frumvarp til laga „um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum öðr- um en hvölum“ áður en frumvarp- ið verður tekið til endanlegrar af- greiðslu í þinginu. Ég veit og full- yrði að það var lögð mikil og mál- efnaleg vinna í það að laga frum- varpið að nútíma kröfum sem eru i hávegum hafðar víða erlendis. Markmið laga um „vernd, friðun og veiðar" á að vera að tryggja sem flestum aðgengi að skot- og sportveiðum. Þessi umsögn er til hjá umhverf- isnefnd Alþingis. Höfundur er áhugamaður um náttúruvernd, skotveiðar og er fclagi í Skotfélagi Austurlands. \ ) I I > I > I I > i i >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.