Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL 1994 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Richard Nixon Richard Nixon, sem lézt sl. laugardag, var án efa einn merkasti forseti Bandaríkjanna á síðari helming þessarar aldar. A sérkennilegum stjómmálaferli reis hann stundum mjög hátt. Hann gjörbreytti stefnu Bandaríkja- manna gagnvart Kína. Frá því að kommúnistar tóku völdin í þessu fjölmennasta ríki veraldar nokkru eftir lok heimsstyijaldarinnar síð- ari og þar til Nixon sendi Kissing- er í leyniför til Kína, hafði ekki aðeins algert sambandsleysi verið á milli Bandaríkjamanna og Pek- ingstjórnarinnar, heldur hálfgert stríðsástand á köflum. För Nixons til Kína í kjölfar leyniferðar Kiss- ingers breytti heimsmyndinni í einni svipan. Þegar litið er til þess, hvað Formósustjórnin hafði notið sterks stuðnings í Bandaríkjunum, stuðn- ings, sem átti sér djúpar rætur í samskiptum Bandaríkjamanna og Kína, fór ekki á milli mála, að það þurfti gífurlegt pólitískt hugrekki til þess að stíga þetta skref. Nixon hafði þann kjark til að bera. Hann "hafði áratugum saman verið einn helzti forystumaður hægri afla í repúblikanaflokknum og einmitt þess vegna gat hann beitt sér fyr- ir þessari byltingarkenndu breyt- ingu á utanríkisstefnu Bandaríkja- manna. Þeir sem voru líklegastir til að gagnrýna slíka stefnubreyt- ingu treystu Nixon. Hið sama gerð- ist löngu síðar, þegar Reagan beitti sér fyrir slökunarstefnu með samn- ingaviðræðum við Gorbachev, m.a. hér í Reykjavík, en það var upphaf- ið að hruni Sovétríkjanna. í þessum viðræðum hafði Reagan stjörnu- stríðsáætlunina í bakhöndinni, en slík framkvæmd var Sovétríkjun- um ofviða. í forsetatíð Nixons varð einnig mikil breyting á samskiptum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Nixon hafði áratugum saman verið einn harðasti andstæðingur komm- únista meðal bandarískra stjórn- málamanna og var óvæginn í gagnrýni sinni á Sovétríkin. Þess vegna kom það áreiðanlega mörg- um á óvart, að hann beindi sam- skiptum þessara tveggja risavelda í þann farveg að leiddi til slökunar á þeirri spennu, sem hafði ríkt á milli þeirra frá upphafi kalda stríðsins. En einnig í þessum efn- um naut Nixon trausts þeirra, sem líklegastir voru til að gagnrýna slíka stefnubreytingu. Hann kom í raun úr þeirra röðum og þess vegna var honum treyst. Þegar Nixon tók við forsetaemb- ætti í Bandaríkjunum af Lyndon Johnson voru afskipti Bandaríkja- manna af stríðinu í Víetnam í há- marki. En jafnframt hafði magnast innan Bandaríkjanna andstaða við þátttöku í þessu stríði og sú and- staða leiddi til þess, að Johnson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Nixon hóf fljótlega markvissar aðgerðir til þess að losa Banda- ríkjamenn út úr þessu stríði. Það gerði hann með því jöfnum höndum að auka hernaðaraðgerðir Banda- ríkjamanna og hefja leynilegar við- ræður við Víetnama um lyktir stríðsins. Honum tókst að lokum að kalla bandaríska hermenn heim án þess að þeir biðu beinan ósigur á vígvellinum. Þetta þrennt stendur upp úr, þegar horft er yfir forsetaferii Nix- ons. Með tilvísun til þessara að- gerða og þá fyrst og fremst stefnu- breytingar hans gagnvart Kína og Sovétríkjunum, sem lagði grunninn að stórbættum samskiptum risa- veldanna þriggja næstu tvo áratugi á eftir, er hægt að halda því fram með rökum, að hann sé einn merk- asti forseti Bandaríkjanna á síðari helming þessarar aldar. En Nixon átti sér aðrar hliðar, sem stjórnmálamaður, sem ekki voru eins rismiklar. Snemma á stjórnmálaferii hans laut hann lágt í vinnubrögðum í stjórnmálabarátt- unni, sem leiddu til þess, að fjöl- margir Bandaríkjamenn van- treystu honum alla tíð. Þessi dökka hlið á stjórnmálaferli hans sást þegar í upphafi er hann barðist fyrir sæti á Bandaríkjaþingi ungur að árum. Hennar gætti einnig í kosningabaráttunni 1952, þegar Eisenhower var kjörinn forseti og Nixon varafbrseti. Þá hugleiddi Eisenhower í einhverja sólarhringa að skipta um varaforsetaefni. Nix- on sýndi þá hver baráttumaður hann var í stjórnmálum og sneri erfiðri stöðu sér í vil. Barátta Nixons og Kennedys, tveggja ungra og hæfileikamikilla manna, um forsetaembættið á ár- inu 1960 vakti mikla athygli um heim allan. Litlu munaði og telja ýmsir, að sjónvarpseinvígi þeirra hafi að lokum ráðið úrslitum. Kennedy hafi sigrað í þeim með glæisbrag. En því hefur verið hald- ið fram jafnan síðan að kosningas- vindl hafi tryggt Kennedy sigur. Nixon neitaði að gera ágreining um úrslit kosninganna á þeirri for- sendu, að slíkt mundi skapa óþol- andi óvissu um æðsta embætti þjóðarinnar. Margir töldu, að hann hefði með þeirri ákvörðun sýnt mikla stjórnvizku. Watergate-málið sýndi þá veik- leika í persónuleika Nixons, sem birtust í upphafi stjórnmálaferils hans og fylgdu honum alla tíð. Til þessa dags finnst fólki með ólíkind- um hvers konar samtöl og ráða- brugg fór fram í Hvíta húsinu í Washington. Þegar Nixon yfirgaf Hvíta húsið hefðu fáir trúað því að hann ætti eftir að hasla sér völl á nýjan leik, sem virtur fyrr- verandi forseti. En á síðustu tuttugu árum hefur Nixon komið fram á sjónarsviðið á ný, sem stjórnmálamaður, sem hlustað hefur verið á um allan heim og forystumenn þjóða hvar sem er í veröldinni hafa talið sér sóma af að taka á móti og ræða við. Fyrir nokkrum vikum var hann á ferð í Rússlandi og eftir þá ferð skrifaði hann grein um málefni Rússlands í blöð á Vesturlöndum, sem birtist m.a. hér í Morgunblað- inu og sýndi yfirburðaþekkingu og yfirsýn um málefni fyrrum lýð- velda Sovétríkjanna og þau vanda- mál, sem þar er við að etja. Þegar upp er staðið verður Nix- ons minnzt sem merkilegs forseta, sem hafði grundvallaráhrif á þróun heimsmála á síðari hluta þessarar aldar og það til hins betra. Lögmaður Haralds Haraldssonar vegna sölu SR-mjöls 4 í bankaráði áttu hagsmuna að gæta MÁL það sem Haraldur Haraldsson í Andra hefur höfðað til að fá ógilt útboð og sölu á hlutabréfum íslenska ríkisins í SR-mjöli hf. til um 180 aðila sem keyptu hlutabréf ríkisins í fyrirtækinu fyrir 725 milljónir króna hinn 29. desember var tekið til dóms í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að loknum vitnaleiðslum og málflutningi. Kröfur Haralds, sem Sigurður G. Guðjónsson hrl. reifaði í málflutningnum, byggjast á því að við undir- búning og töku þeirrar stjórnváldsákvörðunar sem útboð á hlutabréfum ríkissjóðs í SR-mjöIi og sala þeirra hafi verið hafi ekki verið gætt þeirra form- og efnisreglna, sem stjórnvöld verði að fylgja þegar þau taki jafn- veigamiklar ákvarðanir og þá að ráðstafa ríkiseignum. Þannig hafi sjávar- útvegsráðherra og starfsmenn hans, þ. á m. Verðbréfamarkaður Islands- banka, sem falið var að hafa umsjón með sölunni, og söluhópur sem skipaður var að tillögu stjórnar SR-mjöls, svo og framkvæmdanefnd um einkavæðingu, þverbrotið fjölmargar viðurkenndar sljórnsýslureglur og sérstakar Verklagsreglur um framkvæmd einkavæðingar auk þess sem reglur um útboð hafi verið brotnar við framkvæmd útboðs á hlutabréfun- um. Gunnlaugur Claessen ríkislögmaður og sex aðrir lögmenn, sem fluttu málið fyrir hönd hinna stefndu, kröfðust sýknu af kröfum Haralds og vísuðu rökstuðningi lögmanns hans á bug. Sigurður G. Guðjónsson sagði að í greinargerðum lögmanna stefndu væri því haldið fram að samningur ríkisins við kaupendur SR-mjöls væri einkaréttarlegur gerningur sem stjórnsýslureglur tækju ekki til. Rétt væri að hvað samningsrétt varðaði væri samningurinn einkaréttarlegs eðlis en ljóst væri að það gæti leitt til ógildingar slíks gernings að van- hæft stjórnvald hafi þar átt hlut að máli. Sala hlutabréfanna væri form- lega á ábyrgð Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra og ekkert benti til vanhæfis ráðherrans en hæfisreglur taki ekki aðeins til þess sem fari með ákvörðunarvald heldur nái þær til allra sem komi að undirbúningi ákvörðun- ar. Það að túlka hæfisreglur svo þröngt að þær nái aðeins yfir ráð- herra gangi gegn þeim grunnhug- myndum sem að baki hæfisreglum búa og sé ætlað að tryggja fyrst og fremst að óhlutdrægni þeirra sem ákvarðanir taki sé hafin yfir vafa. Eðlileg og rúm túlkun vanhæfisreglna leiði hins vegar til þeirrar niðurstöðu að Verðbréfa- markaður Islandsbanka, sem er að öllu leyti í eigu íslandsbanka og dótt- urfyrirtækja hans, hafi verið vanhæf- ur til að undirbúa ákvörðunartöku um sölu hlutabréfanna eftir að í ljós kom að í öðrum kaupendahppnum voru ýmsir stórir hluthafar í íslandsbanka og sé þetta þeim mun Ijósara að ráð- herra hafi sjálfur lýst því yfir að ákvörðun hans hafi í einu og öllu byggst á tillögum VÍB og þeirra sem önnuðust undirbúninginn en ekki á sjálfstæðu mati ráðherrans. Hagsmunaárekstrar í kaupendahópnum hafi verið að finna Eignarhaldsfélag Alþýðubank- ans, stærsta einstaka hluthafann í Islandsbanka og fyrrum vinnuveit- anda Björns Björnssonar fram- kvæmdastjóra hjá íslandsbanka og núverandi stjórnarformanns VÍB. Einnig Sjóvá-Almennar, 8. stærsta hluthafa Islandsbanka, IJraupnissjóð- inn, sem að hluta sé í eigu VÍB og þar sé Ragnar Önundarson fram- kvæmdastjóri hjá íslandsbanka stjórn- arformaður. Þá hafi í kaupendahópn- um verið 21 útgerðarfélag sem séu aðilar að LÍÚ, samtökum þar sem Kristján Ragnarsson formaður banka- ráðs íslandsbanka sé í forsvari og eigi hiut í bankanum, þótt Kristján gegni formannsstöðunni í krafti hlutafjár- eignar Fiskveiðasjóðs. Þá hafí í kaup- endahópnum verið Lífeyrissjóður verslunarmanna, stór hluthafi ! ís- landsbanka, og Þróunarfélagið þar sem bankaráðsmaðurinn Guðmundur Garðarsson sitji í stjórn en hann sé að auki formaður Útgerðarfélagsins Freys en það hafi einnig verið í kaup- endahópnum. Fjörir af þeim sjö mönnum, sem sitji í bankaráði Islandsbanka, hafi átt hagsmuna að gæta í þeim hópi, sem fékk að kaupa hlutabréfin í SR- mjöli. Vegna þessara tengsla verði að telja VÍB aigjörlega vanhæft til að leggja hlutlaust mat á tilboð frá þess- um aðilum. Vanhæfisreglur eru hlutlægar Sigurður G. Guðjónsson rakti hlut- verk VÍB í þessum viðskiptum. Sig- urður B. Stefánsson, framkvæmda- stjóri VÍB, hafi ekki gefíð skýr svör um hlutverk fyrirtækisins í söluferlinu en Hreinn Loftsson, formaður fram- kvæmdanefndar ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu, hafi verið klár á því að VÍB hefði getað skuldbundið ríkið um það við hvern skyldi semja. Ljóst væri að það hefði ekki verið ráðherra sem ákveðið hefði að selja hópnum sem Jónas A. Aðalsteinsson og Bene- dikt Sveinsson voru í forsvari fyrir heldur hafi hann fallist á samning þann sem Sigurður B. Stefánsson og Hreinn Lpftsson lögðu fram til undir- skriftar. í sambandi við vanhæfi VÍB og Sigurðar B. Stefánssonar, fram- kvæmdastjóra hans, til að koma nærri þessari sölu skipti það ekki máli að VÍB lúti eftirliti bankaeftirlits, sem hafi þó ekki afskipti af einstökum sölutilboðum, og að framkvæmda- stjórinn segist ekki hafa rætt máiið við nokkurn úr bankastjórn eða bankaráði Islandsbanka. Vanhæfi snúist um hlutleg atriði en ekki hug- læg, sem erfitt sé að meta. Hin hlut- læga aðstaða sé sú að það séu stór- felld eigna- og hagsmunatengsl milli íslandsbanka og þeirra aðila, sem Sig- urður B. Stefánsson hafi talið að semja bæri við. Jafnvel þótt hugsan- legt sé að huglæg afstaða Sigurðar B. Stefánssonar sé sú að hann hafi unnið að málinu af bestu samvisku verði að draga hæfi hans í efa. Sigurður sagði að ekki aðeins hafi Sigurður B. Stefánsson og VÍB verið vanhæf til að fjalla um málið heldur einnig Hreinn Loftsson hrl., formaður framkvæmdanefndar um einkavæð- ingu, sem hafi starfað með VÍB og söluhópnum að mati á tilboðum og hafi setið fundi þar sem um málið var fjallað. Hreinn hafi ásamt Sigurði B. Stefánssyni, Jónasi A. Aðalsteinssyni og Benedikt Sveinssyni „kokkað samninginn sem salan byggðist á“. Hreinn hafi auk þess samið þær verk- lagsreglur um einkavæðingu sem rík- isstjórnin hafi sett sér en þær hafi verið þverbrotnar við söluna. Vanhæfi Hreins Loftssonar til að koma að sölu hlutabréfa ríkisins í SR-mjöli byggist á því að á sama tíma og verið var að ganga frá sölu hluta- bréfanna hafi kollegar hans og sam- eigendur í fyrirtækinu Lögmenn Höfðabakka 9 sf. staðið í viðræðum við Sjóvá-Almennar um að taka að sér lögfræðileg verkefni fyrir trygg- ingafélagið. Við lok tilboðsfrestsins hafi aðeins eitt tilboð borist sem full- nægði skilyrðum Verklagsreglna um einkavæðingu og það hafi verið tilboð Haralds Haraldssonar. Þátttaka Sigurðar B. og Hreins næg ógildingarástæða Frá Jónasi A. Aðalsteinssyni og Benedikt Sveinssyni hafi borist bréf þar sem þeir hafi fyrir hönd hóps 25 aðila lýst sig reiðubúna til viðræðna um kaup á fyrirtækinu fyrir verð sem ekki væri lægra en nafnvirði hluta- bréfanna. Hreini Loftssyni hafi á þeirri stundu borið að segja Benedikt Sveinssyni, stjórnarformanni Sjóvár- Almennra, að hópur hans væri úr leik, þar sem ekki lægi fyrir frá honum eiginlegt tilboð. Það hafi Hreinn hins vegar ekki sagt á sama tíma og hann vissi að kollegar hans á lögmannsstof- unni áttu í samningaviðræðum við Sjóvá-Almennar um lögfræðileg verk- efni. „Ég held að þátttaka Sigurðar B. Stefánssonar í nafni VÍB, og ráð- gjöf Hreins Loftssonar, eiganda Lög- manna Höfðabakka 9, sem þjónar Sjóvá-Almennum, sé eitt og sér alveg nóg til þess að ógilda þessa málsmeð- ferð við sölu ríkiseigna fyrir tæpa tvo milljarða króna,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson. Ein ástæða þess að krafist er ógild- ingar á sölu SR-mjöls er sú að stjórn- völd hafi vanrækt þá upplýsinga- skýrslu sem þeim beri að sinna sam- kvæmt reglum stjórnsýsluréttar. Har- aldi Haraldssyni hafi þrátt fyrir ítrek- aðar óskir ekki reynst unnt að fá nein- ar upplýsingar um fyrirtækið þó þær væru nauðsynlegur grunnur fyrir til- boðsgerð fyrr en 17. desember 1993 þegar aðeins voru fimm virkir dagar til loka tilboðsfrestsins, sem rann út 28. desember. Upplýsingamar hafi ekki aðeins ver- ið nauðsynlegar til að unnt væri að gera sér grein fyrir verðmæti fyrirtæk- isins og þar með tilboðsfjárhæð og greiðsluskilmálum heldur ekki síður til að unnt væri að kynna upplýsingarnar þeim aðilum, sem rætt hafði verið við um þátttöku í kaupum á hlutabréfun- um, fjánnögnun þeirra að hluta og uppgreiðslu áhvílandi langtímaskulda við Landsbanka íslands. Þannig hafi stofnefnahagsreikningur fyrirtækisins, sem stofnað var í júlí 1993, ekki verið lagður fram fyrr en í desember og þótt nú sé því haldið fram að eitt skil- yrði sem tilboð þyrfti að uppfylla hafi verið að í kaupendahópi væm heima- menn á þeim fimm stöðum á Norður- og Austurlandi þar sem SR-mjöl rækir starfsemi, hafi slíkt aldrei komið fram í skilmálum útboðsins. Loðvík XIV „Það er óþolandi að í samfélagi nútímans hagi menn sér eins og Loð- vík XIV, sagði Sigurður og sagði að sífellt væru gerðar harðari kröfur til hæfis í stjórnsýslu og minnti þar á útskurð samkeppnisráðs um vanhæfi framkvæmdastjóra VSÍ og fleiri til að sitja í samkeppnisráði. Þá sagði Sigurður að þrátt fyrir reglur hafi aldrei verið látið reyna á tilboð Haralds, sem hafi hljóðað upp á mun hærri fjárhæð en endanlegt söluverð og hafí auk þess verið um staðgreiðslu innan 15 daga. Þá sagði Sigurður G. Guðjónsson að þrátt fyrir yfirlýsingar um að ekki hafi verið um eiginlegt útboð að ræða við söluna beri öll gögn sem VÍB lét frá sér fara vegna sölunnar með sér að um útboð á hlutabréfum hafi verið að ræða og eigi lög um framkvæmd útboða við um sölu ríkissjóðs á hluta- bréfum sínum í SR-mjöli hf. Gegn þessum lögum hafí verið brotið með því að opna ekki öll tilboð á grund- velli útboðs samtímis að viðstöddum bjóðendum eða fulltrúum þeirra. ít- rekuðum óskum Haralds um að fá að vera viðstaddur opnun tilboða hafí verið hafnað. í lögum sé útboð skil- greint þannig að með því leiti kaup- andi skriflegra bindandi tilboða og eigi skuli taka tilboði sem sé í veru- legu ósamræmi við útboðsskilmála. Þrátt fyrir það hafi verið gengið til samninga um sölu á hlutabréfunum við aðila sem hafði sent inn yfirlýsingu sem hafi ekki getað talist fullgilt til- boð þar sem enginn tilboðsgjafi hafi verið tilgreindur og ekkert kaupverð auk þess sem- í yfirlýsingunni hafi ekki falist skuldbinding af neinu tagi. VÍB hafi viðhaft forval til að ákveða hveijir fengju að taka þátt í útboðinu sem því teljist lokað og samkvæmt lögum beri við lokað útboð að taka hagstæðasta tilboði eða hafna öllum. Óumdeilanlegt sé að tilboð Haralds hafi verið hærra og með betri greiðslu- kjörum en samið hafi verið um við kaupendurna. Brot á lögum um útboð leiði undantekningarlaust til þess að útboð skuli lýst ógilt. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 31 Morgunblaðið/Árni Sæberg Lögmenn rísa úr sætum þegar dómarar ganga í salinn. Frá vinstri: Arngrímur Isberg héraðsdóm- ari, Hjördís Hákonardóttir, héraðsdómari, dóms- forseti, Helgi I. Jónsson, héraðsdómari, Gunnlaug- ur Claessen, ríkislögmaður, Þórunn Guðmundsdótt- ir, hrl, Gísli Baldur Garðarsson hrl, Olafur Gústafs- son, hrl, Aðalsteinn Jónasson hdl, Hákon Árnaon hrl og Einar Gunnarsson hdl. Á innfelldu mynd- inni eru Haraldur Haraldsson og lögmaður hans, Signrður G. Guðjónsson, hrl. Deilan um birtingn skýrslu um SR-mjöl Forsætisnefnd- in hefur ekki af- skipti af málinu FORSÆTISNEFND Alþingis ákvað í gær að hafa ekki afskipti af því hvenær Ríkisendurskoðun skilar fjárlaganefnd Alþingis greinargerð um sölu á hlutabréfum ríkisins í SR-mjöli. Olafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins fór fram á það að greidd verði atkvæði á Alþingi í dag um það hvort birta eigi skýrsluna eða ekki. Auk þess sem að framan er rakið eru kröfur Haralds m.a. byggðar á því að með þeirri stjórnsýsluákvörðun sem sala hlutabréfanna hafi verið hafi stjórnvöld ekki gætt þess að upp- fyllt væri upplýsingaskylda, rann- sóknarskylda og sá andmælaréttur sem beri að taka mið af við stjórn- valdsathafnir. Fyrir hönd hinna stefndu, sem eru um 180 talsins — auk sjávarútvegs- ráðherra fyrir hönd ríkisins allir nú- verandi eigendur SR-mjöls hf., flytja málið sjö lögmenn: Gunnlauguj' Claes- sen ríkislögmaður, Hákon Árnason hrl., Þórunn Guðmundsdóttir hrl., Ein- ar Gunnarsson hdl., Ólafur Gústafsson hrl., Gísli Baldur Garðarsson hrl. og Aðalsteinn Jónasson hdl. Þeir skiptu með sér verkum og fjallaði Gunnlaug- ur Claessen fyrst um ætlað vanhæfi VÍB og kröfur reistar á stjórnarfars- rétti. Utan sviðs stjórnsýsluréttar Hann sagði að samningurinn um sölu á SR-mjöli væri einkaréttarlegs eðlis og utan við svið stjórnsýslurétt- ar, og þeirra krafna sem þær reglur gerðu til málsmeðferðar við stjórnar- athafnir. Eftir gildistöku stjórnsýslu- laganna 1. janúar 1994 væri hins vegar ljóst að við gerð samninga mætti ekki ganga gegn hinum sér- stöku hæfiskröfum stjórnsýslulag- anna en engar slíkar kröfur hefðu verið gerðar fyrir gildistöku laganna en samningurinn um sölu hlutabréfa í SR-mjöli var gerður 29. desember 1993. Verði hins vegar talið að slíkar kröfur hafi einnig verið gerðar fyrir gildistöku stjórnsýslulaganna þá kvaðst Gunnlaugur Claessen telja að engar hæfisreglur hafi verið brotnar. Hæfi ráðherra hafi ekki verið vefengt á neinn hátt og ekki heldur hæfi þriggja manna söluhóps, sem í voru Arndís Steinþórsdóttir, skrifstofu- stjóri í sjávarútvegsráðuneyti og þá- verandi formaður stjórnar SR-mjöls, Arnar Sigurmundsson, stjórnarmaður SR-mjöls, og Skarphéðinn Berg Stein- arsson, frá fjármálaráðuneytinu. Hæfi VÍB og Hreins Loftssonar væri ve- fengt en VÍB væri ekki stjórnvald af neinu tagi og engar hæfiskröfur gætu náð til slíkra aðila, hvorki fyrir né eftir gildistöku stjórnsýslulaga þar sem VIB fari ekki með neitt opinbert vald eða hafi stjórnsýslu með höndum en slíkt sé forsenda þess að hæfiskröf- ur séu gerðar en jafnvel þótt slíkar kröfur verði gerðar standist VIB þær enda engin tengsl milli þess fyrirtæk- is og aðila í kaupendahópnum og við meðferð málsins hafi Sigurður B. Stef- ánsson engin fyrirmæli sótt til stjórn- armanna, bankaráðsmanna eða bankastjóra. Pólitísk, ekki lögfræðileg, kröfugerð í ræðu sinni hafi Sigurður G. Guð- jónsson íjallað um að „gígantísk" eignatengsl milli aðila og sjálfsagt væri það rétt að mikil eignatengsl væru þarna milli aðila. Sigurður hafi hins vegar fullyrt að dómstólar ættu að taka á því máli og tryggja að eðli- leg dreifíng valds og eigna eigi sér stað. Ríkislögmaður sagði að það væru ekki ný sannindi að í fámennis- þjóðfélagi væru tengsl milli manna og hagsmunir samofnir en Sigurður hefði talað eins og þetta væri eitthvað sem verið væri að uppgötva núna. Haraldur Haraldsson hefði vitað áður en tilboð voru opnuð að Eignarhalds- félag Alþýðubankans og Sjóvá væru í hópi Jónasar Aðalsteinssonar en ekki hreyft mótbárum fyrr en eftir að samningur var gerður. Ályktanir lögmannsins um vanhæfi VÍB væru fremur pólitískar en lög- fræðilegar og gengju lengra en nokk- ur lögfræðileg skýring á því hvað geri menn vanhæfa. Engir dómar styðji túlkun lögmannsins á hæfisregl- um. Ríkislögmaður hafnaði því að ekki hefði verið sinnt rannsóknarskyldu og andmælarétti við mat á tilboðum, þau tilboð sem bárust í hlutabréfin hefðu verið metin með rökstuðningi. Þegar leitað hefði verið upplýsinga um hveijir stæðu að tilboðum hefðu Jónas A. Aðalsteinsson og Benedikt Sveinsson getað upplýst hveijir stæðu að tilboði þeirra en erfiðlega hefði gengið að fá upplýsingar um hvetjir stæðu að tilboði Haralds og við rann- sókn hefði komið í Ijós að fáar þeirra forsendna sem Haraldur hefði sagt að stæðu að baki tilboði sínu hefðu staðist. Lögmaður Haralds hefði kvartað undan því að ekki hefði verið leitað til Haralds þegar yfniýsingum hans og fulltrúa Búnaðarbankans bar ekki saman um íjármögnun tilboðsins en í skýrslu fyrir dómi hefði Haraldur staðfest að þar hefði fulltrúi bankans farið með rétt mál. Hver sá sem hlýtt hefði á framburð Haralds hljóti að hafa sannfærst að sú ályktun að tilboð hans hvíldi á ótraustum grunni væri rétt. Ríkislögmaður sagði það ranga full- yrðingu að betra tilboði hefði verið hafnað. Ráðherra þyrfti ekki aðeins að meta tilboð á grundvelli íjárhæðar heldur þyrfti einnig að líta til þess að kaupandi hefði bolmagn til að reka fyrirtækið. Rekstur fyrirtækis á borð við SR-mjöl væri sveiflukenndur og þrátt fyrir að það væri nú að rétta úr kútnum hefði það um árabil verið rekið með hundruð milljóna halla. Með tilliti til þeirra byggðarlaga á Norður- og Austurlandi sem eigi allt sitt undir rekstri fyrirtækisins þurfí aðilar að reka það sem geti staðið undir sveiflu- kenndum rekstri og gætt þannig hags- muna almennings. Hákon Árnason hrl. rökstuddi þá skoðun að Haraldur Haraldsson ætti ekki lögmæta sakaraðild að málinu og því bæri að sýkna stefndu af kröf- um hans. Sönnunarbyrði hvíli á stefn- anda, Haraldi, en hann hafi ekki sýnt fram á að eiga neitt tilkall til hags- muna sem kreljist þess að samningur um sölu SR-mjöls verði ógiltur og ómögulegt sé að koma auga á að rétt- arstaða Haralds breytist við það eitt að samningurinn verði ógiltur. Sýkna eða frávísun Haraldi beri engin nauðsyn til þess að kreijast ógildingar á sölunni. Telji hann sig hafa orðið fyrir tjóni þannig að sér beri skaðabætur frá ríkinu geti hann látið á þá kröfu reyna í skaðabótamáli án ógildingar og ef ekki í skaðabótamáli þá sóst eftir við- urkenningu krafna sinna í viðurkenn- ingarmáli, einnig án ógildingar. Tvenns konar niðurstaða sé hugs- anleg í málinu; frávísun þar sem Har- aldur eigi ekki lögvarinna hagsmuna að gæta eða sýkna vegna skorts á sakaraðild Haralds Haraldssonar. Þórunn Guðmundsdóttir hrl. fjallaði um kröfur Haralds sem reistar eru á meintu broti á Verklagsreglum um framkvæmd einkavæðingar og sagði að þær reglur hefðu verið samþykktar 12. október 1993 þegar söluferli hluta- bréfa ríkisins í SR-mjöli hefði þegar verið hafið. Reglurnar væru ekki sett- ar eða birtar með formlegum hætti og væru ekki sjálfstæð stjórnvaldsfyr- irmæli eða réttarheimild heldur innan- húss vinnureglur fyrir starfsmenn stjórnsýslunnar. Brot á verklagsregl- um valdi því ekki ógildi stjórnvaldsat- hafna og þriðji maður geti ekki byggt á þeim rétt en jafnvel þótt talið yrði að Haraldur Haraldsson gæti byggt á þeim rétt yrði ekki séð að verklags- reglurnar hefðu verið brotnar við sölu SR-mjöls. Ranglega hafí því verið haldið fram að engin úttekt hafi verið gerð á efna- hag SR-mjöls, rétt sé að VÍB hafi gert slíka úttekt og á grundvelli henn- ar afhent Haraldi ýmis gögn. Með auglýsingum hefði öllum verið tryggð- ur réttur til að bjóða í eignirnar en til sölu hefðu verið eignir fyrir á ann- an milljarð króna og ekki hefði staðið til að selja þær öðrum en þeim sem hefðu Ijárhagslega getu til kaupanna. Ymis atriði hefðu ekki verið upplýst fyrr en á lokastigum málsins m.a. vegna samkeppnishagsmuna fyrir- tækisins. Sigurður G. Guðjónsson hefði gert þá athugasemd að Haraldi hefði ekki verið kynnt að þátttaka heimamanna væri skilyrði fyrir kaup- um. Það skilyrði hefði þó komið fram í greinargerð með lagafrumvarpi því sem heimilað hefði söluna og þótt lög- fræðingur Haralds sem komið hefði fram fyrir hans hönd í málinu hefði ekki kynnt sér lögin hefði það skilyrði ekki farið fram hjá Jónasi Aðalsteins- syni og Benedikt Sveinssyni. Haraldur segi að með því að óska eftir fyrirfram upplýsingum um ljár- hagslegan styrk hans hafi verklags- reglur verið brotnar en í raun snúist málið um það að hefði Haraldur haft nauðsynlegan fjárhagslegan styrk til að standa við tilboð sitt hefði hann væntanlega ekki gert við það athuga- semdir að eftir væri spurt. Það að hann hafí ekki getað fært sönnur á íjárhagslegan styrk til að reiða af hendi þær 801 milljón króna, sem til- boð hans hafi 'hljóðað upp á, hafi ráð- ið því að hinu tilboðinu var tekið. Ekki hefði verið rétt að bíða af sér þann 15 daga frest sem Haraldur óskaði eftir til að afla fjárins því á þeim tíma hefði hitt tilboðið runnið úr gildi. Þá hafnaði Þórunn fullyrðing- um um að aðeins tilboð Haralds hafi fullnægt skilyrðum sem setja verði formlegum tilboðum. Tvö fonnleg til- boð hafi borist og því tilboði hafi ver- ið tekið þar sem í boði hafi verið trygg- ar greiðslur, dreifð eignaraðild og til- lit til hagsmuna hlutaðeigandi byggð- arlaga. Loks sagði Þórunn að Sigurður G. Guðjónsson og Haraldur Haraldsson hefðu ekki gert athugasemdir við meint hagsniunatengsl Sjóvár- Almennra og VIB á frumstigum máls- ins þegar Haraldur Haraldsson hefði sagt við þá sem undirbjuggu söluna að Sjóvá-Álmennar væru í hópi þeirra aðila sem stæðu að tilboði sínu. Þingflokkur Alþýðubandalagsins skrifaði forsætisnefnd bréf fyrir helgi þar sem farið var fram á að skýrsla Ríkisendurskoðunar yrði birt. En ríkisendurskoðandi hafði þá lýst því yfir að hann myndi ekki afhenda fjárlaganefnd skýrsluna fyrr en eftir málflutning fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Haralds Haralds- sonar, sem hann höfðaði til að ógilda sölu hlutabréfanna. Sá málflutningur fór fram síðdegis í gær. í gærmorgun kom forsætisnefnd Alþingis saman og samþykkti eftir- farandi: „Forsætisnefnd mun ekki hafa afskipti af því hvenær ríkisend- urskoðandi skilar íjárlaganefnd greinargerð um sölu á hlutabréfum í SR-mjöli hf. og sem nefndin óskaði eftir. Forsætisnefnd mun taka upp viðræður við ríkisendurskoðanda um hvernig eðlilegt sé að haga skýrslu- gerð af þessu tagi í framtíðinni sam- anber bréf ríkisendurskoðanda dag- sett 20. apríl 1993.“ Salome Þorkels- dóttir forseti Alþingis sagði á Al- þingi í gær að þetta hefði verið ein- róma niðurstaða nefndarinnar, en tveir nefndarmenn voru ekki á fund- inum, Guðrún Helgadóttir þingmað- ur Alþýðubandalags og Pálmi Jóns- son þingmaður Sjálfstæðisflokks. Alvarlegt skref Olafur Ragnar Grímsson mót- mælti þessari niðurstöðu forsætis- nefndar í umræðum um störf þings- ins í gær. Hann sagði að forsætis- nefnd færði engin rök fyrir því hvers Nefndin hélt fund í gær og sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er það mat nefndarmanna að hún eigi að geta náð sameiginlegri niður- stöðu. Nefndarmenn munu þó ekki enn sammála um hvort leggja eigi til að hrefnuveiðar heíjist þegar í sumar, eða hvort sjávarútvegsráð- herra verði látið eftir að meta hve- nær veiðarnar geti hafist. Þá vilja sumir nefndarmenn að í áliti nefnd- arinnar komi fram að stefna skuli að veiðum á stærri hvölum en aðrir vilja ekki ganga svo langt að svo stöddu. STJÓRN og trúnaðarmannaráð Flugvirkjafélags íslands hefur samþykkt að segja upp kjara- sainningum við Flugleiðir sem Félagsdómur hefur úrskurðað að í gildi séu til 28. júlí næstkomandi. Að sögn Hálfdáns Hermannssonar formanns Flugvirkjafélagsins verður það gert nú innan skamms, en upp- sagnarfrestur samninganna er þrír vegna forsætisnefnd hefði ákveðið að láta það líðast að upplýsingum væri haldið leyndum fyrir Alþingi. Það væri alvarlegt skref ef forsætis- nefnd skapaði fordæmi um að einn embættismaður, þ.e. ríkisendurskoð- andi, gæti tekið ákvörðun um að halda skýrslum leyndum, sem lægju tilbúnar fyrir í málum sem óskað hefði verið eftir að yrðu rædd í þing- salnum. Ekki væri hægt að fámenn forsætisnefnd geti ein og sér tekið ákvörðun af þessu tagi og því fór Ólafur Ragnar fram á að greidd yrðu atkvæði um það á Alþingi í dag hvort birta ætti skýrsluna eða ekki. ----------♦ ♦ ♦---- Mj ólkurfræðingar Samþykktu ný- gerða samninga NÝGERÐIR samningar Mjólkur- fræðingafélags Islands við Vinnu- málasamband samvinnufélaganna voru samþykktir af félagsmönn- um á fundi í gær og síðastliðinn föstudag. Geir Jónsson formaður félagsins segir að haldnir hafí verið tveir fund- ir af þessu tilefni, á Akureýri á föstu- dag og á Selfossi í gær. Félagsmenn eru urn 100 og segir Geir að líklega hafi 70-80 greitt atkvæði en samn- ingarnir voru að hans sögn sam- þykktir með miklum meirihluta. Það mun vera almenn skoðun nefndarmanna að íslendingar geti með fullum rétti hafið hrefnuveiðar á grundvelli aðildar að Norður-Atl- antshafssjávarspendýraráðinu, og aðild að Álþjóðahvalveiðiráðinu komi ekki til greina að óbreyttri stefnu þess ráðs. Fallið hefur verið frá því að nefnd- in leggi fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að skora á sjávarút- vegsráðherra að hefja hrefnuveiðar enda sé nefndinni aðeins ætlað að koma með tillögur til sjávarútvegs- ráðherra um framhald hvalveiðimála. mánuðir. í kvöld er félagsfundur hjá flugvirkjum, sem m.a. fjallar um uppsögn samninganna. Viðræður um hagræðingarmál hófust á nýjan leik milli samninga- nefndar flugvirkja og Flugleiða í gærmorgun. Einar Sigurðsson blaða- fulltrúi Flugleiða sagði að þeini við- ræðum yrði haldið áfram, og næsti fundardagur yrði væntanlega ákveð- inn í dag. Hvalveiðinefnd þingflokka Tillaga um hrefnuveið- ar líkleg niðurstaða LÍKLEGT er talið að nefnd fulltrúa allra þingflokka á Alþingi nái saman um tillögu til sjávarútvegsráðherra um að hrefnuveiðar í at- vinnuskyni hefjist hér við land eins fljótt og unnt er. Stefnt er að því að nefndin skili á næstu dögum skýrslu til sjávarútvegsráðherra með tillögum sínum. Kjarasamningum flug- virkja verður sagt upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.