Morgunblaðið - 26.04.1994, Síða 19

Morgunblaðið - 26.04.1994, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 19 „Við höfum fengið allt fyrir ekkert“ (/ (JÓN BALVIN HANNIBALSSON) Seinni grein eftir Hauk Helgason 6. Þegar EES-samninginn ber á góma eru allir á einu máli um að hann sé sá veigamesti og örlagarík- asti samningur sem íslenska ríkið befur gert við erlenda aðila allt frá því að þjóðin fékk fullveldi árið 1918. í upphafi viðræðnanna um hann var rætt um að gera viðskiptasamn- ing milli EFTA og EB á jafnréttis- grundvelli. Þetta sést vel þegar hafðir eru í huga þeir fyrirvarar sem Steingrímur Hermannsson, þáver- andi forsætisráðherra, greindi frá í ræðu sinni í Ósló 15. mars 1989, fyrirvarar sem ríkisstjóm hans gerði við þátttöku íslands í EFTA-hópn- um. Þessir fyrirvarar fjölluðu um að íslenska þjóðin myndi aldrei gefa sig á vald yfirþjóðlegum stofnunum, hún myndi aldrei afsala sér fullveld- inu, hún vildi sjálf hafa stjórn á náttúruauðlindum landsins, hún vildi hafa fyrirvara hvað varðar frelsi á fjármagnshreyfingum, þjón- ustu og fólksflutningum og loks að hún héldi fast við þá kröfu að allir tollar af sjávarafurðum okkar yrðu felldir niður. Með þessa fyrirvara í handraðan- um gekk Jón Baldvin til samning- anna — og tók að semja upp á ein- dæmi eins og áður segir, lét ekki einu sinni bóka þá í málsskjöl. Smám saman fóm landsmenn að fá vitneskju um gang samninganna og þeim varð ljóst að í engu var tekið tillit til fyrirvaranna sem Steingrímur talaði um á fundinum í Ósló, þeir vora bókstaflega hunsað- ir. Þá tók fólkið í landinu til sinna ráða, mótmælafundir voru haldnir í Reykjavík og á fjölmörgum stöðum úti á landsbyggðinni. Samtök voru stofnuð víðs vegar um landið og andstæðingar samningsins létu mik- ið í sér heyra bæði í ræðu og riti. Sú eðlilega og lýðræðislega krafa kom fram um að ieitað skyldi til þjóðarinnar sjálfrar og leitað eftir skoðun hennar á samningnum, að þjóðin yrði látin greiða atkvæði. Þessi krafa var eðlileg vegna þess að í samningunum var verið að ráðskast með örlög þjóðarinnar, um framtíð ungra og óborinna íslend- inga og lýðræðisleg var krafan vegna þess að það er fólkið sjálft sem á að ráða. Krafan um þjóðaratkvæði fékk mikinn meðbyr. í skoðanakönnun- um kom í ljós að yfir 70% að- spurðra sögðust vilja að þjóðarat- kvæðagreiðsla færi fram. 34.000 íslendingar rituðu nöfn sín á lista þar sem krafist var þjóðaratkvæðis og voru þeir listar aflientir forseta Alþingis. En allt kom fyrir ekki. í þingræð- um sagði Jón Baldvin hreint og beint að þjóðin væri ekki fær um að greiða atkvæði, samningurinn væri svo margslunginn, og í blaða- grein sagði Bjöm Bjarnason: „Þing- menn fengu ótvírætt umboð (þ.e. í Alþingiskosningunum 1991) til að útkljá málið. Af þeirri ástæðu einni ber þeim engin siðferðileg skylda til að bera málið undir þjóðarat- kvæði...“ (Morgunblaðið 23. sept. 1992.) Mjög naumur meirihluti alþingis- manna felldi tillögu um þjóðarat- kvæði — og þar með var sagan búin. Auðvitað var skýringin á þessu athæfi sú að stjórnarliðar þorðu ekki að bera málið undir þjóðina eins og gert var á öðrum Norður- löndum, í Danmörku, Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi var samsvarandi mál borið undir þjóðirnar. 7. Lygaþvættingurinn um að EES- samningurinn fjalli eingöngu um verslun og viðskipti hefur verið eins og rauður þráður í öllum áróðri EES-sinna — allt fram á síðustu stundu. Gott dæmi um þetta vora þessir fíflalegu sjónvarpsþættir sem gerðir vora að tilhlutan svokallaðrar sam- starfnefndar um kynningu á EES- samningnum og sýndir voru — og endursýndir — af RUV nú á dögun- um. í þáttum þessum komu fram menn og konur og lýstu ágæti samn- ingsins, það væri hægt að kaupa hlutabréf og önnur verðmæti í út- landinu (jafnvel í Japan), það væri hægt að ferðast fijálslega á EES- svæðinu (það höfum við Islendingar gert í áraraðir), það væri hægt að stunda nám á svæðinu (íslendingar hafa verið við nám á þessu svæði í margar aldir), íslensk flugfélög hefðu nú heimild til að fljúga innan hinna ýmsu ríkja (jafnvel heimilt að fljúga tvisvar á dag til Hamborg- ar), íslendingar gætu stofnað og rekið allskonar fyrirtæki, opnað hefði verið fyrir möguleika á atvinnu þar ytra (á EB-svæðinu hafa í lang- an tíma verið yfir 20 milljónir manna atvinnulausar og fer sú tala sífellt hækkandi og við má bæta að yfir 60 milljónir íbúa EB lifa á launum sem eru undir fátæktarmörkum). Og svo sagði Ari Skúlason (hag- fræðingur ASÍ!) „. . . að EES væri orðinn kjörinn samstarfsvettvangur til að takast á við atvinnumál og atvinnuleysi...“. En takið eftir, góðir lesendur: Það var ekki sagt eitt einasta aukatekið orð um að við íslendingar hefðum gengist undir yfírþjóðlegt vald, að við hefðum skert framkvæmdavald íslenskra stjórnvalda, að við hefðum skert löggjafarvald Alþingis og skert dómsvaldið íslenska. Og að sjálfsögðu var orðum ekki eytt i þá staðreynd að fiskveiðilögsaga okkar hafði verið opnuð þannig að útlend- ingar geta á nýjan leik hafið veiðar við íslandsstrendur. Þessi málflutn- ingur hæfir málefninu. 8. Það eru ekki ýkja margir áratug- ir síðan útlendingar stunduðu fisk- veiðar við strendur íslands. Ásókn þeirra var svo mikil að þeir veiddu inni í flóum og fjörðum, fóra jafn- vel upp í landsteina. Þegar íslenska þjóðin varð sjálf- stæð og tók að rétta úr kútnum hóf hún baráttu fyrir rétti sínum á fiski- miðum landsins. Sem kunnugt er var sú barátta bæði löng og ströng og er þorska- stríðið við Breta enn í fersku minni, þegar herskip þeirra ösluðu um allan sjó og reyndu að sökkva varðskipum okkar og drepa áhafnir þeirra. Öll íslenska þjóðin var einhuga í baráttunni um fiskveiðilögsöguna, enda var þar um fjöregg hennar að ræða. Allir vita hvernig fór, Bretar lyppuðust niður og þjóðin fagnaði sigri. Auðvitað hefði það verið bæði eðlilegt og rökrétt að halda barátt- unni áfram og krefjast réttar yfír öllu landgrunni íslands. í stað þess hafa núverandi stjórnvöld opnað landhelgina — fyrst og fremst fyrir tilstilli Jóns Baldvins. Þannig er mál með vexti að í samningunum um EES gerði EB það skilyrði fyrir samningi við ísland að landhelgin yrði opnuð. Jón Bald- vin gekk að þessu skilyrði án þess að hafa samráð við aðra í ríkisstjórn- inni og ekki heldur við utanríkis- málanefnd. Samið var um að EB- þjóðirnar fengju heimild til að veiða 3.000 tonn af karfa og talað jafn- framt um „gagnkvæmar veiðiheim- ildir“ því Islendingar voru sagðir fá rétt til að veiða 30.000 tonn af loðnu í lögsögu Grænlands. Nú er það svo að fullorðin veiðanleg loðna finnst ekki á grænlensku hafsvæði, nema blönduð svo mjög smáloðnu að ekki tekur því að veiða hana. Þessi „veiði- heimild" er því einskis virði, enda sagði Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar: „Við skulum hætta að tala um þessa loðnuvitleysu." (Tíminn 12. maí 1992.) En aðalatriðið er þó auðvitað það að fiskveiðilögsaga Islands var opn- uð og það era mikil ósköp. Það er búið að rétta EB-ríkjum litla fingur- inn og hafa verður í huga að í fisk- veiðisamningnum era ákvæði um að hann skuii endurskoðaður á tveggja ára fresti. Sérstaka athygli vil ég vekja á því að á sama tíma og verið er að hleypa útlendingum inn í landhelg- ina er verið að skerða stórlega fisk- veiðar landsmanna. 9. Eftirmáli Það var mikil ógæfa að Jón Bald- vin skyldi vera utanríkisráðherra á þeim miklu umbreytingatímum sem gengið hafa yfir allan heiminn á undanförnum áram. Ógæfa þjóðar- innar og ógæfa hans sjálfs. Hann Haukur Helgason „Með aðildinni að EES gengum við inn í biðsal EB, eða með öðrum orðum: inn í biðsal Stór- ríkisins. Þangað vill Jón Baldvin stefna okkur Islendingum. Spurning- in er: Spyrnir þjóðin við fæti?“ hefur verið utanríkisráðherra í sex ár og því valdamikiil og valdið spill- ir eins og kunnugt er. Hann hefur heillast um of af því að sitja fundi með erlendum valdamönnum og vill sjálfur verða einn af „stórmennum" Evrópu. Þótt Jón Baldvin noti sem fyrir- sögn í grein í Morgunblaðinu 8. þessa mánaðar orð skáldkonunnar: „Svo aldrei framar íslands byggð sé öðram þjóðum háð“, þá er það þó staðreynd að hann hefur látið fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar lönd og leið. Það er í samræmi við það sem eitt helsta handbendi hans, Þröstur Ólafsson, sagði í Morgun- blaðinu 2. febrúar sl.: „Skilningur manna á innihaldi hugtaksins sjálf- stæði hefur breyst frá dögum þjóð- skáldanna“, og Vilhjálmur Egilsson sagði í DV 6. apríl sl.: „Fullveldis- hugtakið hefur verið að breytast". Þessi hugsanagangur virðist hafa ráðið gerðum þeirra valdamanna sem stóðu að gerð EES-samnings- ins. Það er eins og hugmyndin um markaðinn sé hið eina sem fyrir- finnst í hugarheimi mannanna. íslenska þjóðin stendur nú á tíma- mótum. Allar líkur era á að úti í Evrópu sé verið að mynda Stórríki, ríki sem hefur eitt löggjafarvald, eitt dómsvald, eina miðstýringu. Með samningnum í Maastricht ekki alls fyrir löngu var stigið stórt spor í þessa átt og jafnframt ákveðið að ganga leiðina á enda — að stofnun Stórríkis. Með aðildinni að EES gengum við inn í biðsal EB, eða með öðram orðum: inn í biðsal Stórrikisins. Þangað vill Jón Baldvin stefna okk- ur Islendingum. Spumingin er: Spymir þjóðin við fæti? Höfundur er hagfræðingur og var aðstoðarmaður Lúðvíks Jósepssonar, ráðherra, 1971-74. Weetabix HJARTANS TREFJARIKT ORKURÍKT FITUSNAUTT HOLLT... MAL og gott með mjólk, súrmjólk,\' AB mjólk og jógúrt. Einnig með sykri, sultu og hunangi, eða blandað ferskum og þurrkuðum ávöxtum. Wbok Wheat Breakhnt Cereol TREFJARÍKUR UORGUNVERÐUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.