Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 Lækkun virðisaukaskatts hefur skilað sér að fullu til neytenda eftir Guðmund Gylfa Guðmundsson Við gerð kjarasamninga vorið 1993 var samið um að virðisauka- skattur á matvælum skyldi lækka í 14% um áramót. í byijun júní sl. voru niðurgreiðslur auknar á helstu tegundum landbúnaðarvara sem næmi lækkun virðisaukaskatts um áramót en féllu síðan aftur út með lækkun skattsins. Samhliða lækkun virðisaukaskatts var breytt vöru- gjöldum á tilteknum matvörum, gosdrykkjum og sælgæti til verndar innlendri framleiðslu. Strax frá því að þessar ákvarðan- ir voru teknar hefur alþýðusam- bandið lagt mikla áherslu á að þessi tilefni til verðlækkunar gengju að fullu til neytenda. Þá var einnig mikilvægt að fylgjast vel með vegna þeirrar hörðu gagnrýni sem ál^vörð- unin um lækkun virðisaukaskattsins varð fyrir. Þessi gagnrýni beindist einkum að því að líkur væru á að lækkunin skilaði sér ekki til neyt- enda. Fylgst var vel með breyting- unum í fyrrasumar og svo aftur um áramót. Reynslan frá því í fýrra- sumar gaf tii kynna að vænta mætti góðs árangurs um áramót. Við mat á árangri virðisauka- skattslækkunar á matvælum er not- ast við tvær aðferðir. Annars vegar liggur til grundvallar könnun Sam- keppnisstofnunar á matvælum sem áttu að iækka í verði vegna virðis- aukaskattsins og hins vegar eru áhrif virðisaukaskattslækkunarinn- ar metin út frá framfærsluvísi- tölunni. Við notkun beggja þessara mats- Verðlækkun á matvælum í einstökum verslunum nóvember 1993 til febrúar 1994. 12.00% 10,00% 8,00% - b. o <t> o> S2i£2:pii(3S5;Sti?S?i8?5í!8£853!sef2ÍSSÖSSc55fe8a aðferða er ekki einfalt að skilja að nákvæmlega hvort verðbreyting stafar af lækkun virðisaukaskatts, breytingu á innkaupsverði eða breyttri álagningu. Forsendur til verðlækkunar vegna breytinga virð- isaukaskatts og á vörugjöldum eru vissulega þekktar fyrir hveija vöru- tegund. Þrátt fyrir þessa annmarka er hægt að meta og sjá með nokkuð góðri vissu áhrif virðisaukaskatts- lækkunarinnar á verð matvæla. Mat á verðlækkun út frá könnunum Samkeppnisstofnunar Að beiðni og í samvinnu við ASÍ, BSRB og Neytendasamtökin gerði Samkeppnisstofnun verðkönnun í yfir eitthundrað verslunum í nóvem- ber sl. og svo á sömnu vörum í sömu verslunum síðari hluta janúar og í febrúar. Þessar verslanir eru stað- settar um allt land svo hér er um þverskurð af matvælaversluninni í landinu að ræða. í þessari könnun var einkum leitast við að sjá verð- breytingu á matvælum við lækkun virðisaukaskattsins í hverri verslun fyrir sig en ekki almennt verðlag í verslunum. Þar sem sérstök tilboð á matvæi- um eru algeng í desember var lögð áhersla á að fyrri könnunin færi fram í nóvember. Hins vegar var vitað að það tæki nokkurn tíma að selja eldri birgðir í sumum vöru- flokkum og því yrði að bíða með seinni könnunina nokkuð fram í jan- úar eða febrúar. Verðkönnunin er því miðuð við nóvember og febrúar. Könnun Samkeppnisstofnunar náði eingöngu til þeirra vöruflokka sem áttu að lækka í virðisauka- skatti og var með þeim hætti reynt að ná betra yfirliti yfir verðlækkan- Æfingabekkir í Hafnarfirði Þú ert í... ...betri málum... ...ef þú stundar líkamsþjálfun. Margrét Guðlaugsdóttir: í mörg ár hef ég reynt að losna við lærapokana en án árangurs þangað til ég fór að stunda æfingabekkina. Þá fór ég loks að sjá árangur og sentimetrarnir hurfu. Sæunn Sigursveinsdóttir: Frábær aðstaða! Hvetjandi leiðbeinandi, mjög góður andi og góður árangur. Hólmtríöur Berentsdóttir: Mér finnast bekkirnir henta mér betur en leikfimi þar sem mikið er um hopp. Maður tekur vel áíþægilegu umhverfi og er endurnærður á eftir. Ásta Baldvinsdóttir: Ég lenti í slysi árið 1988 og hef verið mjög slæm síðan þá. Nú hef ég stundað bekkina þrisvar í viku í nokkra mánuði og er allt önnur. Ég er laus við bakverki, vöðvabólgu í öxlum og hef losnað við bjúg auk þess að hafa grennst. SUMARTILBOÐ! Vikuna 25.- iO. apríl 12 tímar 6.000, með afsl. 5.400 25 tímar 11.600, með afsl. 9.860 Mánud.-fimmtud. kl. 8.15-12.00 og 15.00-21.00. Föstud. kl. 8.15- 13.00 og laugard. kl. 10.00-13.00. Bekkirnir tryggja árangurinn! Ókeypis kynningartími! Þú hefur engu að tapa nema kílóum og sentimetrum! betri mál ÍÆFINGABEKKJUM L/EKJARGOTU 34a-S 653034 HAFNARFIRÐI. irnar. Á meðfylgjandi mynd er sýnt hvernig verðlækkunin var í þeim 105 verslunum sem upplýsingar eru til úr. Hér er miðað við einfalt með- altal þeirra vörutegunda sem komu til skoðunar í hverri verslun. Mest var verðlækkunin 10,05% en í einni verslun hafði matvöruverð hækkað um 3,11%. Meðaltals verðlækkun í þessum tilteknu verslunum var 6,7%. Vitað er að í nokkrum þeirra verslana sem koma verst út í könn- uninni hafa átt sér stað eigenda- skipti eða uppstökkun á rekstri. Þá er einnig athyglisvert að í þeim tutt- ugu verslunum sem Iækkuðu verð mest voru aðeins tvær á höfuðborg- arsvæðinu en tæplega þriðjungur verslana í úrtakinu voru á höfuð- borgarsvæðinu. Þetta sýnir að áhrif virðisaukaskattslækkunarinnar virðast ekki síður hafa gengið eftir á landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu, þvert á spár þar um. Ætla má að forsendur til verð- lækkunar á þeim vörum sem komu til skoðunar hafi verið að meðaltali um 7% sem er lítillega hærri tala en niðurstöðurnar úr könnun Sam- keppnisstofnunar. (Sjá línurit). Mat á verðlækkun út frá gögnum framfærsluvísitölunnar Við endurmat á forsendum kjara- samninga síðastliðið haust var met- ið að matvæli í framfærsluvísi- tölunni ættu að lækka um 4,5% að meðaltali ef virðisaukaskattslækk- Guðmundur Gylfi Guðmundsson. „Reynslan af hækkun niðurgreiðslna í fyrra- sumar ásamt framan- greindum niðurstöðum um árangurinn af lækk- un virðisaukaskattsins nú um áramót gefa ótví- rætt til kynna að þær aðgerðir sem samið var um í kjarasamningun- um í fyrravor hafa skil- að sér til neytenda í samræmi við áætlanir.“ meti, kaffi og eggjum má rekja þangað um 0,5% verðlækkun á matvælum. Þar með stendur eftir um 4,2% verðlækkun sem skal bera saman við áðurnefndar forsendur til lækkunar upp á 4,5%. Hér munar því 0,3% sem er svip- aður mismunur í prósentustigum og var í niðurstöðunum úr könnun Samkeppnisstofnunar. (Sjá töflu). Niðurstöður Sá mismunur sem er á áætluðum forsendum til verðlækkunar og á raunverulegum verðlækkunum er svo lítill þegar litið er til hækkunar kostnaðartilefna, s.s. erlendrar verðbólgu á innflutt matvæli og hækkunar tryggingargjalds um ára- mót, að ekki er annað hægt að segja en að lækkun virðisaukaskatts á matvælum hafi að meðaltali skilað sér að fullu til neytenda. Reynslan af hækkun niður- greiðslna í fyirasumar ásamt fram- angreindum niðurstöðum um árang- Verðbreytingar á matar- og drykkjarvörum samkvæmt framfærsluvísitölu Nóvember 1993 til mars 1994 Breyting % Nóv. Des. Jan. Febr. Mars Nóv.-Mars Matvörur 152,0 149,2 145,0 146,2 144,9 +4,67 Mjöl, gijón, bakaðar vörur 173,0 172,7 161,0 160,7 162,0 +6,36 Kjöt og kjötvörur 140,9 140,3 135,5 137,6 134,4 +4,61 Fiskur og fískvörur 159,3 157,4 158,0 159,3 157,8 +0,94 Mjólk, rjómi, ostar og egg 135,2 136,2 136,3 136,7 136,7 1,11 Feitmeti og olíur 153,3 141,0 124,9 125,8 125,3 +18,26 Grænmeti, ávextir og ber 143,8 128,8 129,5 132,8 128,1 +10,92 Kartöflur og vörur úr þeim 224,2 227,1 219,0 220,6 220,4 +1,69 Sykur 293,3 279,2 269,7 273,2 288,9 +1,50 Kaffi, te, kakó, suðusúkkulaði 153,9 152,4 148,3 157,2 156,8 1,88 Aðrar matvörur 157,6 157,9 152,7 150,4 150,5 +4,51 Drykkjarvörur 170,5 171,2 169,9 168,3 168,3 +1,29 Gosdrykkir 168,9 170,5 167,4 163,6 163,4 +3,26 unin kæmi fram að fullu í lækkuðu verði. Miðað við samanburð á mat- vælum í framfærsluvísitölunni frá nóvember 1993 til mars 1994 hafa matvæli lækkað í verði sem nemur 4,67%. Þetta er meiri lækkun en lækkun virðisaukaskattsins gefur beint tilefni til og má skýra þessa umframlækkun út frá verðlækkun á kjöti, smjöri og innfluttu græn- meti í stað innlends. Kaffi og egg hafa hækkað í verði. Ætla má'að verðlækkun á kjöti, smjöri og innfluttu grænmeti í stað innlends grænmetis sé meiri en hækkunartilefnin. Þó má segja að almenn verðlækkun á matvælum knýi önnur matvæli til verðlækkun- ar og því megi skýra verðlækkun á kjöti með lækkun á virðisaukaskatti. Ef tekið er tillit til ofannéfndra verðbreytjnga á kjöti, smjöri, græn- urinn af lækkun virðisaukaskattsins nú um áramót gefa ótvírætt til kynna að þær aðgerðir sem samið var um í kjárasamningunum í íyrra- vor hafa skilað sér til neytenda í samræmi við áætlanir. Þetta eru mjög ánægjulegar nið- urstöður fyrir samninganefnd AI- þýðsambands íslands, fyrst og fremst vegena þess að aðgerðin sem slík skilar sér að fullu til launa- fólks. Þessi niðurstaða er einnig ánægjuleg vegna þess að sú mikla gagnrýni sem stjórnmálamenn inn- an og utan ríkisstjórnar ásamt ein- stökum embættismönnum stóðu fyr- ir gegn forustu alþýðusambandsins vegna samkomulagsins um Iækkun virðisaukaskattsins hefur reynst röng. Höffindur cr hagfræðingur ASÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.