Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994
Erkibiskupinn af Kantaraborg messaði 1 Skálholtskirkju á síðasta degi heimsóknar sinnar
Sterk og traust vinátta
spannst af heimsókninni
„í framhaldi af því eru þeir mik-
ið að hugsa um að stofna hér á
landi embætti sem enskur prestur
myndi gegna og þjóna enskumæl-
andi mönnum hér á landi og öðrum
þeim sem hallast að ensku biskupa-
kirkiunni. í framhaldi þess sam-
komulags myndi hann falla undir
stjórn íslensks biskups, og á sama
hátt myndi presturinn okkar í
London verða hluti af ensku kirkj-
unni óg þá falla undir biskupinn í
London. Ég mun leggja þetta fyrir
prestastefnuna sumarið 1995 og
síðan fyrir kirkjuþing þá um haust-
ið. Þeir munu gera þetta með ná-
kvæmlega sama hætti, og ætti
þetta að geta komið til fram-
kvæmda árið 1996 eða jafnvel
fyrr,“ sagði Olafur.
Með George Leonard Carey erk-
ibiskup af Kantaraborg í heimsókn-
inni hingað til lands voru eiginkona
hans, Eileen Carey, David Tustin,
biskup í Grimsby, John Hind, bisk-
up safnaða ensku biskupakirkjunn-
ar utan Stóra-Bretlands, Colin
Fletcher, sem annast um þann
hluta starfins sem á sér stað innan
veggja Lambethhallar, og Stephen
Platten, sem sér um utanríkismál
fyrir erkibiskupinn.
HEIMSÓKN erkibiskupsins af Kantaraborg, George Leonard Carey,
hingað til lands lauk á sunnudaginn, en þá heimsótti hann Þingvelli
og Geysi og predikaði við messu í Skálholti. Ólafur Skúiason biskup
íslands sagði í samtali við Morgunbiaðið að af heimsókninni hefði
spunnist sterk og traust vinátta, og það hefði verið ógleymanlegur
og mikill sögulegur viðburður þegar þeir hefðu staðið hlið við hlið
við altarið í Skálholtsdómkirkju og útdeilt sakramentinu, en það
hefði ekki getað átt sér stað fyrir nokkrum árum. I framhaldi af
heimsókn erkibiskupsins er fyrirhugað að stofna hér á landi emb-
ætti sem enskur prestur myndi gegna og gæti það að öllum líkind-
um orðið í árslok 1995.
í lokaræðu sinni sem erkibiskup-
inn flutti í Skálholti á sunnudaginn
sagði hann að heimsóknin til ís-
lands hefði ekki aðeins verið sú
síðasta til átta landa í þessari ferð
hans og föruneytis hans til Norður-
landanna og Eystrasaltsríkjanna,
heldur jafnframt sú eftirminnileg-
asta fyrir margra hluta sakir. Hann
hefði hrifist af landinu og væri
þegar farinn að undirbúa að dvelj-
ast hér í sumarleyfi sínu ásamt
eiginkonu sinni og að samtöl við
æðstu menn þjóðarinnar hefðu skil-
ið eftir nóg til umhugsunar.
Enska biskupakirkjan hefur til
skamms tíma ekki viðurkennt bisk-
upa þar sem ekki er óslitin vígslu-
röð, og einungis biskuparnir í Sví-
þjóð og í Finnlandi voru viður-
kenndir þar sem þeir voru vígðir
af katólskum biskupi eftir siðbót-
ina. Ólafur Skúlason sagði að nú
hefði enska biskupakirkjan hins
vegar breytt um stefnu og viður-
kenndi hún nú embætti biskups
aðeins af því að hann gegndi hirðis-
embætti með sama hætti og bisk-
upar í ensku biskupakirkjunni og
hefði hlotið handayfirlagningu með
sama hætti og þeir.
Morgunblaðið/Kristinn
Með börnum í Grafarvogssókn
ERKIBISKUPINN af Kantaraborg heimsótti Hjallakirkju, Grafar-
vogskirkju og Hallgrímskirkju á laugardaginn, og á myndinni
sést hann ásamt Ólafi Skúlasyni biskupi með börnum í Grafarvogs-
kirkju.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson.
Fyrir altari Skálholtskirkju
Erkibiskupinn af Kantaraborg, Dr. George Leonard Carey, og
herra Ólafur Skúlason biskup yfir Íslandi fyrir altari Skálholts-
kirkju.
Erkibiskup predik-
aði í biskupsmessu
Seifossi.
„ÞETTA er söguleg stund,“ sagði herra Ólafur Skúlason biskup
er hann ávarpaði dr George Leonard Carey erkibiskup af Kantara-
borg og söfnuðinn í Skálholtskirkju áður en biskupsmessan hófst
þar á sunnudag 24. apríl.
Erkibiskupinn prédikaði í mess-
unni og útdeildi sakramentinu
ásamt biskupi íslands. Í prédikun
sinni minntist erkibiskupinn á
Þorlák helga og brá á glens í
upphafi þar sem fram kom að
hann er aðdáandi Manchester
United í knattspyrnu. Síðar vitn-
aði hann til sameiginlegra hefða
og einingar kirkjunnar. Hann
vitnaði til þess hversu stutt gæti
verið í það að ill öfl næðu yfir-
höndinni og það á okkar tímum
í okkar heimsálfu. I því efni gat
hann kvikmyndarinnar Schindlers
list og hvatti fólk til að sjá hana.
Biskupsmessan í Skálholti
hafði virðulegt og áhrifaríkt yfir-
bragð sannrar helgistundar. Skál-
holtsstaður er sannur helgistaður
og þessi sögulega stund varð að
veruleika á réttum stað.
Auk Ólafs Skúlasonar biskups
þjónaði séra Guðmundur Óli
Ólafsson sóknarprestur fyrir alt-
ari. Organleikari var Hilmar Örn
Agnarsson, Margrét Bóasdóttir
söng einsöng og Sinfóníuhljóm-
sveit áhugafólks lék undir stjóm
Ingvars Jónassonar.
Sig. Jóns.
Flokksstjórnarfundur Alþýðuflokksins
Samþykkt að halda
flokksþing í júní
Á flokksstjórnarfundi Alþýðuflokksins sl. laugardag var fallist á þá
tillögu framkvæmdasljómar sem gerð var að ósk Jóns Baldvins Hanni-
balssonar, formanns flokksins, að halda flokksþing dagana 10.-12. júní
næstkomandi. Breytingartillaga sem Bjarni P. Magnússon, sveitarstjóri
Reykhólahrepps, um að halda flokksþing í haust, var felld og sam-
þykkt með 30 atkvæðum gegn 7 að haida flokksþing í júní.
Á fundinum kom fram talsverð
óánægja frá sveitarstjórnarmönnum
innan flokksins að halda flokksþing
á þessum tíma, sem kæmi illa við
undirbúning sveitarstjómarkosninga
og tók m.a. Jóhanna Sigurðardóttir
félagsmálaráðherra undir þá gagn-
rýni.
Síðdegis á laugardag samþykkti
framkvæmdastjóm flokksins svo að
ósk Suðumesjamanna að halda
flokksþingið í íþróttahúsinu Keflavík
í nýstofnuðu sveitarfélagi Suður-
nesjabæ.
Á fundinum var einnig samþykkt
innganga Jafnaðarmannafélags Is-
lands í Alþýðuflokkinn. Deilur urðu
um nafn félagsins en aðstandendur
þess líta svo á að inngangan hafi
verið samþykkt án nokkurs fyrir-
vara. Skv. upplýsingum sem fengust
á skrifstofu Alþýðuflokksins hefur
félagið þegar öðlast réttindi innan
flokksins og getur m.a. sent fulitrúa
á flokksþingið, en engu að síður á
laganefnd eftir að fjalla um aðild
félagsins fram að flokksþingi.
Jón Baldvin flutti yfirlitsræðu á
flokksstjórnarfundinum. Skv. heim-
ildum Morgunblaðsins kom fram í
máli hans að engin sérstök tilefni
væru í dag til að gera ráð fyrir haust-
kosningum en rétt væri að hafa í
huga að forsætisráðherra hefði einn
þingrofsréttinn.
Jóhanna Sigurðardóttir fjallaði um
sveitarstjórnarkosningarnar í ræðu
* ‘gítiht bn*ekkf köftl •ttSttf f Iftótlí hetm-
ar hvort hún hygðist gefa kost á sér
í framboð til formanns á flokksþing-
inu í sumar.
Stofnfundur
Morgunblaðið/Kristinn
Á stofnfundi Samtaka fiskvinnslustöðva án útgerðar síðastliðinn sunnudag gerðust 38 fyrirtæki stofnað-
ilar, en í gær höfðu sjö fyrirtæki til viðbótar gengið í samtökin.
Samtök fiskvinnslustöðva án útgerðar vilja afnám leigukvóta
Öll viðskipti með fisk fari
um innlenda fiskmarkaði
SAMTÖK fiskvinnslustöðva án útgerðar sem stofnuð voru síðastliðinn
sunnudag vilja að sköpuð verði skilyrði til heilbrigðrar samkeppni á
jafnréttisgrundvelli í fiskvinnslu og að öll viðskipti með fisk fari um
innlenda fiskmarkaði. Þá ætla samtökin að beita sér fyrir mótun fisk-
veiðistefnu sem taki mið af heildarhagsmunum þjóðarinnar, efli at-
vinnuöryggi fiskvinnslufólks og hamli á móti útflutningi á óunnum fiski
og bolfiskvinnslu á grunnmiðum. Jón Ásbjörnsson, sem kjörinn var
formaður nýju samtakanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að helsta
ósk samtakanna væri sú að kvótakerfið yrði lagt niður, eða að minnsta
kosti að fyrirkomulag um leigukvóta verði afnumið. í gær höfðu 45
fyrirtæki skráð sig í samtökin og sagði Jón starfsmannafjölda á þeirra
vegum vera tæplega 1.000 talsins.
„Við viljum reyna að hafa áhrif á
sjávarútvegsfrumvarpið, en við erum
mjög mikið á öndverðum meiði við
samtök fiskvinnslunnar og útgerðar-
menn sem vilja hafa frjálst framsal
'á teignkvótamirm í = fyrota- lagi5 þá-
viljum við ekki kvótann sem við teljum
vera óalandi og ófeijandi, en ef við
þurfum hins vegar að búa við hann
þá viljum við að leigukvótafyrirkomu-
lagið verði afnumið með öllu og menn
fái að' sk-iptast algjörlega fijálst á
veiðiheimildum með jöfnum skiptum
og þá að sjálfsögðu innan sömu út-
gerðar," sagði Jón Ásbjömsson.
„Við óskum einungis eftir því að
fískurinn fái að komast inn á mark-
aði þar sem við munum beijast um
hann eins og við höfum gert. Þetta
gamla kerfi þar sem útgerð og físk-
vinnsla er samtengd og þessi sterka
kvótaklíka er að reyna að halda í
býður einungis upp á það að sá sterki
verður sterkari og að sá veikari
hreinlega deyi þar sem lífsbjörgin er
keypt af honum,“ sagði Jón.
Hvatningu þarf til að auka
landanir á fiskmörkuðum
í ályktun stofnfundar Samtaka
fískvinnslustöðva án útgerðar segir
meðal annars að leggja beri áherslu
á að nú þegar verði sköpuð hvatning
til að auka landanir á fískmarkaði
innanlands með því að útgerðir sem
leggja upp á innlendum fiskmörkuð-
um fengju auknar veíðiheimildir.
Fiskmörkuðunum verði settar nýjar
starfsreglur sem treysti starfsgrund-
völl þeirra og hlutlaust gæðaeftirlit
verði á mörkuðunum. Þá vilja sam-
tökin að viðhaldið verði hvatningu
til að auka línu- og krókaveiðar.
í stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva
eru Oskar Þ. Karlsson, Jón Steinn
Elíasson, Kristján Guðmundsson og
Gísli Erlendsson.