Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 7 I ► I I i i I Í i i i i i i i i h Þessi sýnafjöldi gerir 31,5 prósent af stangaveiðinni. 359 sýni, eða 82 prósent reyndust vera af nátt- Úrvinnslu lokið um laxveiðina 1993 Enn mikill haf- beitarlax í ánum Fiskifræðingarnir Friðjón Már Viðarsson og Sigurður Guðjónsson hjá Veiðimálastofnun hafa lokið úrvinnslu hreistursýnatöku og örmerkja- lesningu úr Elliðaánum, Leirvogsá og Botnsá í Hvalfirði með tilliti til hlutdeildar eldis- og hafbeitarlaxa í laxveiðiám á Suðvesturlandi. Þeir segja í skýrslu sinni, að fáu sé við niðurstöður frá 1991-1993 að bæta, „enn sé mikið af hafbeitarlaxi í ánum með tilheyrandi erfðarblöndunar- hættu fyrir náttúrulega laxa.“ Þó segja þeir félagar, að nokkuð hafi dregið úr fjölda hafbeitarlaxa á undanförnum árum auk þess sem kvíalax sé nánast horfinn eins og kvíaeldið. „Leggja þarf ofurkapp á að tryggja að hafbeitarlax fari á sleppistað og í því sambandi verður að skoða m.a., seiðagæði, sleppistaði og sleppitækni. 438 hreistursýni af löxum úr Elliðaánum voru lesin, en þeim var safnað jafnt yfir allt veiðitímabilið. Jónshús fær styttuaf Jóni Sigurðs- syni að gjöf Gjofm fjarmognuð með fótsporum Is- lendinga um Islend- ingaslóðir Kaup- mannahafnar Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdótt- ur, fréttaritara Morgunblaðsins. STYTTA af Jóni Sigurðssyni var um helgina afhent Jónshúsi til gjafar af Jónasi Þorsteinssyni. Salóme Þorkelsdóttir forseti sameinaðs Alþingis veitti gjöf- inni viðtöku fyrir hönd Alþingis, sem er eigandi Jónshúss, að við- stöddum Ólafi Egilssyni sendi- herra íslands í Kaupmannahöfn. Styttan er úr gifsi og er eins og styttan, sem er í Alþingi. Jónas sagði við afhendinguna að stytt- an væri fjármögnuð með fótspor- um íslendinga um Kaupmanna- höfn, því hann hefur staðið fyrir gönguferðum um íslendingaslóð- ir borgarinnar. Jónas Þorsteinsson rekur ferða- skrifstofuna In Travel Scandinavja, en hún sér meðal annars um ís- landsferðir, en einnig ferðir til og frá Norðurlöndum. Undanfarin ár hefur Jónas skipulagt gönguferðir um íslendingaslóðir borgarinnar og njóta þær vaxandi vinsælda. Þegar styttan af Jóni Sigurðssyni var föl datt honum í hug að fjármagna kaup hennar með ferðunum að hluta, þannig að gjöfin yrði afrakst- ur af fótsporum Islendinga í borg-- inni. Gönguferðirnar hafa verið mjög vinsælar og sagði Jónas að hann vildi láta einhvern njóta þess- arar velgengni. Þegar eru þijú hundruð manns bókaðir í göngu- ferðir í sumar. Styttan er gerð af norskum listamanni árið 1972 og var á sínum tíma gerð í fimm ein- tökum. Þar af er eitt í Alþingishús- inu. Þegar Salóme Þorkelsdóttir veitti styttunni viðtöku þakkaði hún þá einstöku ræktarsemi við minningu Jóns og virðingu fyrir Jónshúsi, sem gjöfin sýndi. Jónshús væri Alþingi mikils virði og lögð væri áhersla á að þar væri haldið uppi menningar- legu starfi. Um leið þakkaði hún prestshjónunum, þeim Lárusi Þ. Guðmundssyni og konu hans Sigur- veigu Georgsdóttur fyrir þá alúð, sem þau sýndu húsinu og starfsem- inni þar. Sr. Lárus þakkaði Jónasi einnig gjöfina og sagði að gefand- inn kæmi oft í Jónshús og hefði sýnt því hlýhug áður með því að gauka að því gjöfum og koma með ýmsar hugmyndir um það sem bet- ur mætti fara í húsinu. Styttunni verður komið fyrir í Jónshúsi, en þar var í fyrra opnuð minningarsýning um Jón Sigurðs- son, sem Bryndís Sverrisdóttir þjóð- háttafræðingur sá um að innrétta og setja upp á sínum tíma. Hafbeitarlax? Hér glímir Magnús L. Sveinsson fyrrverandi forseti borgarstjórn- ar við fyrsta lax siðasta sumars úr Elliðaánum. úrulegum löxum, en 79 sýni, eða 18 prósent, reyndust vera af haf- beitarlöxum. Enginn kvíalax fannst. Samkvæmt þessu hafa náttúrulegir laxar í stangaveiði sumarsins verið 1140, en hafbeitar- laxar 250. Heildarmagn eldislaxa hefur minnkað frá árinu 1992. Þar vegur þyngst fækkun kvíalaxa, en hafbeitarfiskum hefur einnig fækk- að. í þessum athugunum var Elliða- ánum skipt í fimm svæði. Hafbeit- arlaxinn greindist í nokkru magni upp um alla á, en mest var þó af honum neðst í ánni. Við þetta má síðan bæta, að alls fundust fjórir örmerktir laxar frá Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði í Elliðaánum og einn örmerktur lax úr náttúruleg- um merkingum í Elliðaánum kom fram í hafbeitarstöðinni í Hrauns- firði. I Leirvogsá voru niðurstöður svipaðar. Þar voru tekin 345 sýni sem voru 80,6 prósent af heildar- stangaveiðinni. Var og sýnum safn- að jafnt yfir veiðitímann. Náttúru- legir laxar voru 285, eða 82,6 pró- sent, en hafbeitarlaxar voru 59, eða 17,1 prósent. Einn kvíalax veidd- ist. Miðað við þessar tölur þá hafa náttúrulegir laxar verið 354, haf- beitarlaxar 73 í heildarveiðinni. Að ógleymdum einum kvíalaxi. Heild- armagn eldislaxa hefur minnkað hér eins og í Elliðaánum og enn vegur þyngst fækkun kvíalaxa, en magn hafbeitarlaxa hefur staðið í stað frá 1992. í Botnsá í Hvalfirði voru sýnin aðeins 14 talsins sem gerir 23 pró- sent af heildarveiðinni. Náttúruleg- ir laxar voru 6, eða 42,9 prósent, en hafbeitarlaxar voru 8, eða 57,1 prósent. í skýrslunni segir að lítið sé hægt að segja því fá sýni séu til staðar auk þess sem sex þeirra séu úr klakveiði í október, en þá sé reynt að velja náttúrulegan lax með því að byggja á útlitsmati. New York Stock IZxciiaiige á okkar hcimaveUi NY SYN FYRIR ÍSLENSKA FJÁRFESTA Vertu á heimaveM en fjárfestu í erlendum verðbréfctsjóðum Fjárfestingarfélagið Skandia hefur bent á nýja möguleika fyrir íslenska fjárfesta °g tryggt þeini aðgang að alþjóðlegum verðbréfamörkuðum. Viðskiptavinir Skandia eiga þess nú kost að kaupa hlut í erlendum verð- bréfasjóðum sem fjárfesta um allan heim. Skandia.er fjölþjóðlegt fyrirtæki með umtalsverða reynslu á alþjóðlegum peningamarkaði. Nýttu þér þekkingu og faglega ráðgjöf starfsfólks Skandia við val á erlendum verðbréfasj óðum. Nú gefst einnig tækifæri til að kaupa ein- stök hlutabréf í arðbærum, erlendum fyrirtækjum með litlum tilkostnaði. Erlendar fjárfestingar eru eðlileg viðbót við umsýslu íslenskra fjárfesta. Kynntu þér möguleikana sembjóðast! Fjárfestingarfélagiö Skandia hf. ...greiðir götu þína á alþjóðlegum verðbrefamarkaði Skandia Löggilt veröbréfafyrirtœki • Laugavegi 170, sími 61 97 00 • Útibú: Kringlunni, sími 68 97 00 • Akuneyri, sími 1 22 22 • FjárfestingarfélagiÖ Skandia hf. er alfarið í eigu Skandia-samsteypunnar H—
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.