Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 20
20-____________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994_ Þorskurinn og vísindin eftir Ólaf Karvel Pálsson „Vísindin efla alla dáð“, kvað Jón- as, og þorskurinn eflir þjóðarhag ef rétt er að málum staðið í vísindalegu og stjórnunarlegu tilliti. Væntanlega geta flestir verið sammála um áhrif vísinda og þorsks, en skoðanir virð- ast nokkuð skiptar um aðra þætti málsins. Hér verður farið nokkrum orðum um þann ágreining sem uppi virðist vera um það sem í heild mætti kalla vísindalegar forsendur þorskveiða. Niðurstöður og ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar eru sá grundvöllur sem stjórnvöld byggja stjóm fisk- veiða á. Á undanfömum ámm hafa fræðimenn á ymsum sviðum nátt- úruvísinda, og leikmenn, gagnrýnt ráðgjöf stofnunarinnar og talið hana ófullnægjandi og jafnvel skaðlega með hliðsjón af vexti og viðgangi þorskstofnsins. Gagnrýni þessi hefur komið víða við, en í reynd má skipta henni í tvo meginþætti: Annars veg- ar er gagnrýni á ýmsa þætti í stofn- stærðarmati stofnunarinnar og hins vegar snýst gagnrýnin um vistfræði- leg skilyrði þorskstofnsins í bráð og lengd. Þættir í stofnstærðarmati þorsks Snúum okkur að stofnstærðar- matinu. Hér eru þrjú atriði efst á baugi um þessar mundir: 1. Náttúruleg dauðsföll þorsks. 2. Hvort unnt sé eða skynsamlegt að byggja upp stofninn og jafna út sveiflur í nýtingu hans. 3. Notagildi togararallsins svo- nefnda. Hafrannsóknastofnunin gerir ráð fyrir að náttúmleg dauðsföll stofns- ins séu föst (18% á ári) eftir að físk- urinn er orðinn þriggja ára að aldri. Þessi forsenda er reyndar byggð á nokkurra áratuga gömlum gögnum, en þó hefur ekkert komið fram síðar sem hnekkt hefur þessu. I þessu sambandi ber að hafa I huga að veiðistofn þorsks er nú samsettur úr tiltölulega fáum aldursflokkum, eða þriggja til átta ára fiski, og frem- ur ólíklegt að miklar breytingar eigi sér stað á náttúrulegum dauðsföllum á því aldursbili. Fyrr á árum voru eldri þorskar, eða allt að 15-20 ára, mun stærri hluti stofnsins og líklegt að náttúruleg dauðsföll, til dæmis af völdum ellihrörnunar, hafi verið hærri hjá þeim hluta hans. Engar hiðurstöður eru þó tiltækar um þenn- an þátt. Spurningin um náttúmleg dauðsföll í veiðistofni tengist hins vegar aðeins einum hluta af stofn- stærðarmati Hafró, þ.e. svonefndri VP-greiningu sem byggist á rann- sóknum á afla fiskiskipa. Togararall- ið svonefnda, sem er víðtæk árleg rannsókn á helstu botnfískum, þar á meðal þorski, er ekki háð forsend- um um náttúruleg dauðsföll. Hugs- anlegar skekkjur í þessari forsendu í VP-greiningu em því leiðréttar með tilliti til niðurstaðna úr togararalli. Á hinn bóginn er mjög líklegt að náttúruleg dauðsföll séu mun breyti- legri eftir aldri og einnig frá ári til árs hjá uppvaxandi þorski, þ.e. físki yngri en þriggja ára, og hefur það verið viðurkennt sem staðreynd um áratuga skeið. Á þessu aldursskeiði mótast stærð árganganna, einkum á fyrstu mánuðum æviskeiðsins, og em breytileg dauðsföll lykilatriði í þeirri mótun. Breytileg dauðsföll em afleiðing í umhverfisþáttum og líf- ríki og tengjast þar með vistfræði- legum skilyrðum sem fjallað verður um hér á eftir. Sú gagnrýni hefur komið fram að stefna Hafró „að byggja upp þorskstofninn" í því skyni að auka afrakstur hans í framtíðinni fái ekki staðist og sé jafnvel skaðleg. Helstu rök fyrir þessari gagnrýni eru þau að stærri stofn muni leiða til minni afraksturs vegna fæðuskorts, stærri stofn muni skerða nýliðun og ekki sé hægt að jafna út aflasveiflur úr fiskstofni, heldur ráði náttúrulegar aðstæður þar alfarið ferðinni. Þorskstofninn er í mikilli lægð um þessar mundir, bæði veiðistofn og hrygningarstofn. Ástand sjávar og lífríkis, þar á meðal ástand loðnu- stofnsins, mikilvægustu fæðu þorsks, hefur hins vegar verið all- gott. Telja verður mjög langsótt að fullyrða að hætta sé á fæðuskorti hjá þorski við slíkar aðstæður. Þær mælingar sem tiltækar eru um vaxt- arhraða þorsks síðustu ár benda ekki til slíks. Fullyrðingar um að stækkun hrygningarstofns muni leiða til lak- ari nýliðunar styðjast heldur ekki við fullnægjandi rök. Það er að vísu rétt að lítill hrygningarstofn (200-300 þúsund tonn) getur, við „hagstæðustu" skilyrði, hver sem þau em nákvæmlega, gefið af sér sterkan árgang. Líkurnar fyrir slíku eru þó mun minni en þegar hrygn- ingarstofn er stærri en um það bil 500 þúsund tonn. Fyrir liggur að nýliðun þorskstofnsins hefur verið með lakasta móti síðan 1986. Árin 1986 til 1991 var nýliðun mun lak- ari en áður voru dæmi um. Á þessu skeiði hefur ástand sjávar verið all- gott flest árin, en hrygningarstofn- inn hefur verið í lægð. Sá möguleiki er því líklegur að endurnýjunargeta stofnsins hafí dalað þannig að stofn- inn gefí af sér mun lakari árganga en áður var raunin við sambærilegar umhverfisaðstæður. Þess vegna komi nú fram mun lakari árgangar en áður (minni en 140 milljónir þriggja ára fiska) og færri allsterkir (250-300) milljónir fiska) og sterkir árgangar (stærri en 300 milljónir fiska). Meðalnýliðun sé því lakari en áður og afrakstur stofnsins einn- ig. Smæð hrygningarstofnsins hafi þannig valdið því að stofninn megni ekki að nýta vistfræðileg skilyrði á hveijum tíma á jafn virkan hátt og áður. Sú gagnrýni sumra vatnafiski- fræðinga að ekki sé mögulegt að jafna út sveiflur fiskstofns tekur ekki tillit til einföldustu staðreynda í Íífsögu flestra sjávarfiska, þ.e. langlífi flestra okkar helstu fisk- stofna. Veiðar á skammlífum fisk- stofnum eins og laxi eða loðnu ein- kennast vissulega af sveiflum sem endurspegla árgangastærð á hveij- um tíma og þá staðreynd að veiðin byggist aðeins á einum til tveimur árgöngum hveiju sinni. Allt öðru máli gegnir um þorsk og aðra lang- lífa botnfiska svo og síld, þar sem veiðistofn getur verið samsettur úr 5-10, og jafnvel fleiri, misstórum henduraar. Kauptu Honda. Það er ekki allra að standa sjálfir í bifreiðaviðgerðum. Lág bilanatíðni, mikil ending og sparneytni hljóta að vera mikilvægustu kostir bifreiða þegar til lengri tíma er litið. í könnun breska blaðsins European á gæðum og áreiðanleika bifreiða var Honda í efsta sætinu þar sem aðeins fjórar af hverjum hundrað bifreiðum biluðu. Bilanatíðni bifreiða næsta samkeppnisaðila var fimmfalt hærri. -klikkar ekki Honda á íslandi • Vatnagörðum • Sími 689900 árgöngum. Augljóslega hlýtur afli á tilteknu tímaskeiði að vera því jafn- ari þeim mun fleiri árgangar sem eru í veiðistofni. Þetta stafar einfald- lega af því að framlag hvers ár- gangs er tiltölulega lágt hlutfall heildaraflans. Breytileg stærð ár- ganganna kemur því fram í afla með Ólafur Karvel Pálsson „Þorskstofninn er í mikilli lægð og ekki verður litið fram hjá þeirri hættu að nýliðun- arbrestur hafi átt sér stað í stofninum. Stór- sókn síðustu áratuga hefur leitt til gífurlegr- ar grisjunar eldri hluta stofnsins — hrygning- arstofnsins.“ mun dempaðri hætti en ef veitt er úr einum eða tveimur áröngum í senn. Ekki er þar með sagt að allar sveiflur í afla séu úr sögunni. Þó er unnt að sýna fram á nýtingu nálægt jafnstöðuafla með því að stefna ekki á hámarksafrakstur fiskstofns held- ur á hagkvæmustu stöðu í nýtingu hans með tilliti til hagrænna sjónar- miða. Gagnrýni á svonefnt togararall Hafrannsóknastofnunarinnar hefur verið allmikil á undanförnum árum. Togararall þetta er umfangsmesta rannsókn á botnlægum fiskstofnum sem gerð hefur verið hér við land og þótt víðar væri leitað. Gagnrýnt hefur verið að togararallið næði ekki að meta stærð þorskstofnsins rétti- lega þar sem togað væri á sömu stöðum ár eftir ár, enda þótt ljóst sé að útbreiðsla stofnsins sé sífelld- um breytingum háð. Hér er í raun um fræðilegt álitamál að ræða sem rætt hefur verið ítarlega á alþjóðleg- um vettvangi, meðal annars með til- vísun í íslenska togararallið. Ekki hefur verið sýnt fram á að sú aðferð sem hér er beitt nái ekki að meta stofnstærð við breytilega útbreiðslu. Reynslan er reyndar góður dómari í þessu efni. Að lokinni nær áratugs reynslu af togararallinu ber þeim fræðimönnum sem skoðað hafa nið- urstöður þess niður í kjölinn, saman um að þessar mælingar séu þær bestu sem fyrir liggja um þróun stofnsins. Togararallið hefur þó sína ann- marka eins og aðrar aðferðir. Þann- ig er ljóst að hrygningarfískur er ekki jafn aðgengilegur til mælinga með botnvörpu og ókynþroska fisk- ur. Kemur þar einkum til að kyn- þroska fiskur virðist halda sig fjær botni. Auk þess virðist þessi hluti stofnsins hafa haldið sig á mun grynnri slóð en áður allra síðustu ár. Gagnasöfnun úr þessum hluta stofnsins beinist því einkum að afla fiskiskipanna og eru reglulegar mælingar gerðar á afla úr hinum ýmsu veiðarfærum árið um kring og frá mismunandi hafsvæðum. Lífsskilyrði þorsksins En víkjum þá að vistfræðilegum skilyrðum þorskstofnsins. Ýmsir, ekki síst leikmenn, hafa gagnrýnt að Hafrannsóknastofnunin taki ekki nægilegt tillit til umhverfísþátta, ólífrænna sem lífrænna, við mat á nýtingu fiskstofnanna í bráð og lengd. Það er rétt að mælingar á umhverfisþáttum eins og sjávarhita, plöntusvifi eða dýrasvifi hafa ekki bein áhrif á útreiknaðan þorskafla á hveijum tíma. Slík samtenging vistfræðirannsókna og fiskirann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.