Morgunblaðið - 26.04.1994, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 26.04.1994, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 Minning Kristján skáld Ein- arsson frá Djúpalæk Þar vex eitt blóm, sem hvorki gróður grær né gefst stormahlé, þó viðri hart. En glaðast alls það móti himni hlær hreinna en hreint og bjartara en bjart. Þeim hjarta berst í bijósti fast og hratt, sem bemskudraum sinn rætast hefur eygt Og meir en blóm það getur ekkert glatt grennra en grannt og veikara en veikt. Ó, Drottinn, heyr þá bæn, sem bljúgum róm er beðin lágt en innilega hlýtt: Lát ekki storminn bijóta þetta blóm blárra en bátt og hvítara en hvítt. Þannig hljóðar eitt kvæða Krist- jáns frá Djúpalæk. Heitir blóm. Og er það ekki aðeins um blóm? Má vera, en ekki víst. Það er ein kynngi góðskálda að megna með fáum en hnitmiðuðum orðum að vekja um- hugsun, knýja áheyranda sinn eða lesanda til að bijóta heilann um orð sín, svo hann verði nýrri, ferskari eftir. Þetta er skylt list úrvalskenn- ara, sem vekur nemendur sína með óvæntum spumingum, svo að þeim opnast ný umhugsunarsvið, þeim bætist þroski. Þessi var skáldgaldur Kristjáns, þegar honum tókst upp. Hann var aldrei hávær, en rödd hans var hlý og djúp, ómaði eftir, vakti. Fyrr en lesanda eða áheyr- anda varði, fór hann að velta fyrir sér, hvað vísast feldist þar að baki fyrstu sýn eða heym. En svar varð hver að taka hjá sjálfum sér eftir skiiningi, þroska og reynslu, einnig höfundarkynnum. Tökum sem dæmi framanbirt ljóð. Er ekki skáldið þar auk þess að yrkja um harðbýlisjurt einnig að yrkja undir rós um ljóðsköpun sína við harðbýl- iskost lífsferils síns og þá um leið, hve þungt fyrir fæti honum varð að veita lífsblómi sínu, æviföru- nauti, þau kjör, sem hann gjamast vildi? Hér er haft fyrir satt, að þetta allt þrinnist í þessari ljóðperlu íslcindskostur Erficirykkjur Verð frá 750 kr. á mann 614849 v. Ertídrvkkjur Glæsileg kíiíli- hlaðborð íiillegir skáldsins. Því var gefið að vera djúpsætt og margrætt, þótt það virtist í fljótu yfirbragði á yfírborði þegar segja allt. Kristján Einarsson, skáld, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 15. apríl síðastliðinn hátt á 78. ald- ursári eftir langa sjúkdómsraun, þótt lengstum fengi hann dvalist heima. Raunar var Hann heilsuveill maður allt frá uppvexti, svo að aldr- ei var honum líkamleg vinna létt- unnin, þótt stundum yrði að sæta. Heilsubrestur aftraði honum og til langrar námssóknar á ungum aldri, þótt hugur stæði til. Var honum það lengi angursefni. Kristján var fæddur 16. júlí 1916 að Djúpalæk í Skeggjastaðahreppi í Norður-Múlasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Einar Eiríksson og Gunnþórunn Jónasdóttir búendur þar. Varð þeim hjónum ómegð á höndum og enginn auður í búi. Þar ólst Kristján upp við venjuleg sveitastörf. Nám stundaði hann einn vetur í Eiðaskóla tvítugur að aldri og hrósaði æ síðan kennslu og handleiðslu Jakobs Kristinssonar skólastjóra þar. Fyrir áeggjan hans mun Kristján hafa leitað framhalds- náms til Menntaskólans á Akur- eyri, en eigi varð sú námsdvöl nema einn vetur 1937-1938 og var þá skólaganga Kristjáns öll. Varð fleira en eitt til: óþolin heilsa, fjár- skortur og svo ástin. Vaknandi skáld með óþol í æðum hafði fyrir- fundið ævihamingju sína í Iíki ungr- ar hörgdælskrar heimasætu, Unni Friðbjamardóttur í Staðartungu. Þau bundust hjúskaparböndum og gerðust búendur í föðurgarði henn- ar árin 1938-1943, en fluttust þá til Akureyrar, m.a. af heilsufarsá- stæðum, en hugur Kristjáns heldur ekki hneigður til búskapar. Á Akur- eyri voru þau hjónin búsett að þessu sinni um sex ára skeið. Stundaði Kristján þar aðallega verksmiðju- vinnu, sem hann þoldi þó illa, gerð- ist kunnur að ljóðagerð, varð virkur verkalýðssinni og mörgum aufúsu- félagi sem hlýr mannvinur, en það var eigind hans alla tíð, við hann þótti öllum gott geði að blanda. Þá hófst vinátta þeirra skáldbræðr- anna hans og Heiðreks Guðmunds- sonar og hélst náin með þeim alla tíð síðan, meðan báðir lifðu, og báðum vegur og eftirlæti. Frá Akureyri lá leið Kristjáns og Unnar til Hveragerðis, þar sem þau vom búsett árin 1950-1961. Stundaði Kristján þar barnakennslu sem og í Þorlákshöfn. í Hveragerði kynntist hann og umgekkst Jóhann- es úr Kötlum, Kristmann Guð- mundsson, Gunnar Benediktsson og séra Helga Sveinsson og varð oft vitnað til þeirra kynna seinna á ámm og mat mikils. Jóhannes dáði hann mjög sem ljóðskáld. Líklega hefír það verið á þessum árum, þótt kunni að hafa verið fyrr, sem kynni Kristjáns og Guðmundar Böðvarssonar skálds á Kirkjubóli í Hvítársíðu hófust. Þeir urðu alúðar- vinir, meðan báðir lifðu, bæði af heimsóknum og bréfaskiptum. í Hveragerði fæddist þeim Unni og Kristjáni einkabam þeirra, son- urinn Kristján. Hann er nú háskóla- kennari á Akureyri. Árið 1961 var á ný flust til Akur- eyrar og búið þar æ síðan. Tók Kristján þá um nokkur ár að sér ritstjóm Verkamannsins og stund- aði tímakennslu um skeið, en brátt leyfði hrakandi heilsufar honum engin föst störf. Hann sinnti eftir- liti með veiðiám í Eyjafírði allnokk- ur sumur og íhlaupastörf við rit- smíðar hlaut hann nokkur svo sem þýðingar. Em þar kunnastar Kard- emommubærinn og Dýrin í Hálsa- skógi. Og svo lagði Ijóðadísin hon- um einatt orð á tungu, má segja til efsta dags sem ljóðskáld varð hann eftirlæti alþjóðar um ijölda ára. Ljóðabækur hans eru 12 að tölu auk safnútgáfu og sambókar hans með Ágústi Jónssyni, steinlist- armanni, Óði steinsins. Fyrir ljóðlist sína hlaut Kristján margs konar viðurkenningar: Honum vom veitt Jónasar Hallgrímssonar verðlaun, verðlaun úr Rithöfundarsjóði Ríkis- útvarpsins og úr Listasjóði Akur- eyrarbæjar. Listamannalauna naut hann allt frá 1948. Kristján frá Djúpalæk, en svo nefndi hann sig jafnan, var yfirlæt- islaus og hlýr maður í viðkynningu. Hann var eftirminnilegur í sjón og raun. Hár vexti og svipúðigur, augnaráðið oft ofurlítið glettið en hlýtt. Honum var haturlund fjar- læg, en umburðarlyndi huglægt. Að minni kynningu vissi hann lítt eða ekki hvað listamannarígur eða listamannaöfund var. Hann var fljótur að virða og meta það, sem honum þótti aðrir vel gera í list- grein sinni. Og hann var mannvin- ur. Ósjálfrátt fundu það allir, sem kynntust honum, hvort sem var manni eða skáldi. Þar var hann einn og samur. Þar lá einmitt ein ástæða vinsælda hans. Kristjáni frá Djúpalæk varð ósjaldan þrenndin að umfjöllun í tali og ljóði. Eina ljóðabók sína nefndi hann Þrílæki og eitt kvæði hennar svo, um læki þrjá, sem hver á sín upptök en allir sama ós. Hon- um var heilög þrenning hugfólgin, einlægur trúmaður, sem efaðist ekki um guðlega forsjá og hand- leiðslu. Þá varð honum ósjaldan rætt um, að hamingjudísir sínar væru þijár: móðir sín, ljóðadísin og æviförunauturinn eiginkonan. Um móður sína yrkir hann m.a. í Óði steinsins svo: Hún móðir mín bjó í moldarkofa hún gat kveikt þar jól á litlu kerti. Einu sinni sýndi áifadrottningin henni bústað sinn. Fegurð hans bjó síðan í augum þeirrar konu. Ég fékk að gægjast undir hönd hennar. Framar er sagt, að því er hér trúað, að ljóðið Blóm sé lofgerð skáldsins til þeirra beggja ljóðadís- arinnar og eiginkonunnar, hennar sem í raun mun eiga stærri hlut en nokkur veit í skáldinu Kristjáni frá Djúpalæk, sem þjóðin á og geymir. Aldraður maður fékk fyrir all- nokkrum árum afmæliskveðju á sjö- tugasta aldursári, flýtislega hrip- aðri á blað. Undirskrift KfD, en svo var undirskrift Kristjáns frá Djúpa- læk stundum. Kveðjan hljóðaði svo: Það setur geig að manni eins og mér, sem myrkur kvölds á næstu grösum sér og veit að hann fór illa með sinn arf og orðið seint að hefja nokkurt starf. Þá eftirsjá og vol oss verður tamt, en veistu hvað mig er að dreyma samt? - Að gróðursetja græðling, haust þó sé, er gæti rætur fest og orðið tré, sem hörku frosts og hríða standi gegn og höfugt angi þegar diýpur regn. Og kátur þröstur gæti athvarf átt í ungri krónu þess og sungið dátt. Og gisti ég þá garðsins hljóðu byggð ei gerir hót, sé framtíð sprotans tryggð. Ég vildi að hann væri islensk björk úr vaðlaskógi eða þelamörk. Og fæddi af sér grein af grein í mó, já, grænan, þéttan, háan birkiskóg. Ekki þarf að geta þess, að fá afmæliskveðjan varð viðtakanda hugfólgnari. Hún var líka svo Krist- jánsleg: Kom upp úr þurru, óvænt, óverðskuldað, hlý, ekki sniðin sem ámaðarósk, heldur heit eigin þrá, auðmjúk ósk, hnitmiðuð og þó margræð, bæn um það að hafa lát- ið gott af sér leiða fyrir land og þjóð og það megi vara um framtíð. Kvæði þetta birti skáldið síðar í ljóðabók sinni Fljúgandi myrkur og heitir þar Draumur um tré. Kristján frá Djúpalæk var jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 22. apríl sl. Hér er því trú- að, að Draumur hans um tré muni vissulega rætast. Bragi Sigurjónsson. Kristján frá Djúpalæk var sól- skinsbarn. Hann heilsaði lífínu um hásumar, í júlímánuði árið 1916. Sólin heit og nóttin ennþá björt. Lífsgangan var ekki alltaf sólar- megin, en sumarið vék aldrei úr vitund hans. Hugsun hans var björt og tær og tilfinningarnar heitar. Hann var viðkvæmur og næmur á blæbrigði mannlegs eðlis. Gladdist eins og bam yfír lífínu og óþrjót- andi gjöfum þess, en kenndi til undan óréttlæti og þjáningu í sér- hverri mynd, eins og glöggt má fínna í verkum hans. Hann gerði gys að yfirdrepsskap og galdri sjálfsblekkingarinnar og hlífði þá ekki sjálfum sér fremur en öðmm. í orðum hans bjó sérstakur máttur þegar best lét. Dóttir mín skynjaði þetta þegar hún heimsótti Kristján og Unni með mér, þá bam að aldri. Þetta er óvenjulegur maður, sagði hún, hann talar inn í mann. Samtöl við Kristján, jafnvel stutt símtöl, voru í senn andans upplyft- ing og vitsmunaveisla. Ég talaði aldrei svo við hann að mér þætti ég ekki vitkast eitthvað, jafnt um hversdagslegustu hluti og heim- spekileg efni, að ekki sé talað um meðferð tungunnar. Þó að mér þyki vænt um ljóðin hans, þótti mér hann miklu kynngimagnaðri í eigin persónu. Meira skáld og stærri manneskja. í ljóðum hans er ekki nema óljós grunur um blæinn af návist hans. Blikið í augunum, und- irtóninn í málrómnum og töfra per- sónuleikans. Kristján frá Djúpalæk þorði að vera manneskja með öllu sem því fylgdi. Þorði að trúa á það sem bærðist með honum sjálfum og hitt sem hann skynjaði í kringum sig, þorði að skipta um lífsskoðun þegar reynslan afsannaði ágæti hennar, þorði að segja hug sinn hvar og hvenær sem var, þorði að efast um allt, þorði að kenna til í stað þess að iáta tilfinningadoða bera sig gegnum brimið inn á lygnan sjó og þorði að vera barnslega glaður yfír því að vera til. Samskipti okkar voru minni og samtölin færri síðustu ár en vilji stóð til hjá okkur báðum og allt í einu er tíminn útrunninn. Strengur- inn slitinn. Ekki lengur hægt að taka upp símann og fá meitlaða lýsingu á því sem er að gerast í samtímanum, hárbeitt háð um þá sem valdið hefur afvegaleitt og sjjakleg ummæli um mannlegt eðli. Eg sakna Kristjáns frá Djúpalæk mikið og þakka að leiðarlokum fyr- ir dýrmæta vináttu og góð kynni. Unni og Kristjáni syni þeirra, óskinni sem rættist, sendi ég ein- lægar samúðarkveðjur og bið þeim guðs blessunar. Jónína Michaelsdóttir. salir og mjög g(>Ö JljÓilllStíL lípplýsingar ísúm 22522 FLUGLEIDIR ■ÍTIL LIFTLEIIIK ERFI DKYKKJI K Látið okkur annast erýidrykkjuna. Fyrstaflokks þjónusta og veitingar. Rúmgóð og þœgileg salarkynni. l|pplýsingar í síma 29900 + Eiginmaður minn, faðir, bróðir og afi. + Ástkær sonur minn, faðir okkar og bróðir, HANSG. ANDERSEN, JÓHANNES L. GUNNARSSON, Reynimel 57, Hátúni 12, Reykjavík, áðurtil heimilis lést laugardaginn 23. apríl. á Álfhólsvegi 66, Kópavogi, Ástríður Andersen, lést að kvöldi hins 24. apríl. Gunnar Þ. Andersen, Þóra Andersen, Friðrika B. Líkafrónsdóttir, Ebba L. Andersen Margrét Auður Jóhannesdóttir, og barnabörn. Guðmundur Þór Jóhannesson og systkini. + Bróðir okkar og mágur, ADOLF BJÖRNSSON fyrrverandi bankafulltrúi, verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtu- daginn 28. apríl kl. 15.00. *■ Sólveig Björnsdóttir, Gyða Björnsdóttir, Eygerður Björnsdóttir, María Björnsson. I íf'r,MiVi !'■■ .. + Við þökkum inniiega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, JÓNEYJAR MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR, Hringbraut 104, Keflavik, sem andaðist 29. mars. Guð blessi ykkur öll. Friðbjörg Ólína Kristjánsdóttir, Matthías Guðmundsson, Þórheiður Guðbjörg Kristjánsdóttir, Jón Ólafsson, Helga Hilmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. » •£ a r n-ír-*** t n BMMMBM MMMMMMMMMi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.