Morgunblaðið - 26.04.1994, Side 52

Morgunblaðið - 26.04.1994, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 Háskólabíó STÆRSTA BIOIÐ. ALLIR SAUR ERU FYRSTA FLOKKS. HASKOLABIO SÍMI 22140 Newton fjölskyldan er að fara í hundana! Beethoven’s2nd Heppnir gestir fá Beethoven bakpoka. Sýnd kl. 5 f SCHí FRÁ HÖFUNDUM GHOST ★ ★★ Ó.H.T. RÁS 2 LOKASYNII B LÁi FS „glæsilegt verk... Kieslowski hefur kvikmyndalistina full- komlega á valdi sínu..." **** ÓHT Rás 2. „Þetta einstaka listafólk hefur skilað afar tregafullri en engu að síður einni bestu mynd ársins. *** S.V. MBL Sýnd kl. 5 og 7 Er bandariskur smástrákur Búdda endurborinn? Stórmynd frá Bernardo Bertolucci leik- stjóra Síðasta keisarans. AÐALHLUTV.: KEANU REEVES, BRIDGET FONDA OG CHRIS ISAAK. Sýnd kl. 9 Leikstjóri Steven Spielberg Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5.15 og 9.15 í NAFNI FÖÐURINS ★ ★★★ ★★★★ HH PRESSAM A.l. MBL ★★★■^," ★★★★ Ö.M.TÍt&IINH eintak LIF MITT Detroit löggan Alex J. Murphy - ROBOCOP - er mættur aftur í nýrri, hraðri og harðri mynd sem þykir mesta bomban í seríunni. Aðalhlutverk leika Robert Burke og CCH Pounder undir leikstjórn eins nafntogaðasta hryllingsmyndaleikstjóra Bandaríkjanna, Fred Dekker (Night of the Creeps). Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10 „Tilfinningasöm og fyndin til skiptis, mörg atriðin bráðgóð og vel leikin... Tæknin er óvenjuleg og gengur upp" Ó.H.T. Rás 2. Sýnd kl.6.50. Fjögur ungmenni freista gæfunnar í leit að frægð og frama. Aðalhlutv. River Phoenix og Samantha Mathis. Sýnd kl. 9 og 11.10. Snilldarmynd um ungan snilling. Aðalhlutverk: Ben Kingsley, Joe Mantegna, Laurence Fishburne og Max Pomeranc. Sýnd kl. 5 og 7 LISTISCHIN D. m Unnið í sljórnstöðvarbíl á Skeiðum. Þjálfun í viðbrögðum við jarðskjálfta Traustvekjandi að sjá bj örgunar- menn að störfum Selfossi. ÆFING var á viðbrögðum við öflugum jarð- skjálfta í Holtunum og Landsveit á laugardag, 23. apríl. Æfingin miðaði að því að þjálfa björgun- arfólk og stjómendur aðgerða í vinnu við ákveðn- ar aðstæður sem líkastar raunveruleikanum. Um 2.000 manns tóku þátt í aafíngunni, sem tókst vel að sögn stjórnenda, en eftir er að yfírfara hana lið fyrir lið og fá fram þau atriði sem gæta þarf betur að. Guðjón Bragason full- trúi sýslumanns Rangár- vallasýslu sagði að helstu vandamál við æfinguna hefðu verið fjarskipti og hversu upplýsingar bárust seint frá einstökum svæð- um. Hann sagði að bæta þyrfti skipulag og búnað á ýmsum sviðum. Mat yrði lagt á æfinguna þegar far- ið hefði verið yfír skýrslur um hana. Þá sagði hann að boðað yrði fljótlega til borgarafundar um þetta málefni, jarðskjálfta og viðbrögð við slíkum ham- förum. Vegfarendur á leið um æfingasvæðið urðu varir við æfinguna því lögreglan stöðvaði alla bíla á laugar- dagsmorgun og spurði hvert förinni væri heitið. Þeir sem á einhvern hátt tengdust æfingunni urðu að laga sig að fyrirfram ákveðnum aðstæðum, svo sem að Þjórsárbrú væri fallin og fara yrði upp Hreppa til að komast yfir í Rangárvallasýslu. Æfingin á laugardag var lokapunktur æfinga hjá Almannavörnum rík- isins, þar sem farið var yfír viðbrögð við ýmsum boðum um alvarlegar nátt- úruhamfarir á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Æfingin vakti traust íbúarnir á svæðinu tóku æfingunni með jafnaðar- geði, sumir tóku beinan þátt með því að leika slas- aða. „Móðir mannsins míns var sex ára þegar stóri Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Björgunarsveitin l’ryggvi kemur með „sjúkling" á björgunarstöðina á Brautarholti. skjálftinn kom fyrir alda- mótin. Hún sagði að kirkj- an hefði hreinlega sveiflast til,“ sagði Elke Gunnarsson í Marteinstungu. Hún sagði það bara traustvekj- andi að viðbrögð við skjálfta væru æfð. „Æf- ingin vekur traust innra með manni þegar maður sér björgunarfólkið að störfum," sagði Guðfinna Lilja Sigurðardóttir í Haga, sem ásamt vinkonu sinni, Hafdísi Maríu Kristinsdótt- ur af Seltjarnarnesi, var að fara á hestbak, en á hlaðinu í Haga voru björg- unarsveitarmenn úr Kópa- vogi mættir til að æfa ruðningsaðgerðir í gömlu húsi. í fréttatilkynningu frá Almannavörnum segir m.a.: „Niðurstaða æfing- arinnar er góð og áréttar að það skipulag sem sett hefur verið upp til að bregðast við og koma nauðsynlegri hjálp til fólks á hættutíma virkar vel. Einnig er ljóst að allir skil- uðu góðu verki. Þau vanda- mál sem upp komu voru eingöngu tæknilegs eðlis og auðveld úrlausnar, en ekki komu fram skipuleg vandamál. í kjölfar þessarar æfing- ar vilja Almannavarnir rík- isins koma þeim upplýsing- um á framfæri við almenn- ing á Suðurlandi að laugar- daginn 30. apríl nk. verður opið hús í Pjölbrautaskó- lanum á Selfossi undir heit- inu: Skjálftastefna ’94 og stendur hún yfir milli kl. 10 og 18. Á þessu tímabili munu jarðvísindamenn, verkfræðingar, almanna- varnamenn og björgunar- menn verða til staðar með fræðsluefni og kynningu á flestu því sem tengist jarð- skjálftasögu landsins, ör- yggi mannvirkja og veltu- kerfa, og almannavörnum. Með þessu viljum við í sam- vinnu við þá aðila sem standa munu fyrir þessari kynningu gefa fólki kost á að koma og skoða kort, myndir og annað sem teng- ist jarðskjálftamálum og að ræða við vísindamenn, verkfræðinga og sérfræð- inga á sviði almannavarna og björgunarmála um jarð- skjálftamál ogjarðskjálfta- varnir.“ Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.