Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 21 Opið hús og afmælishátíð í Samvinnuháskólanum sókna er, því miður, ekki tímabær af fræðilegum ástæðum. Þekking okkar á þessum tengslum er einfald- lega það takmörkuð að ekki er unnt að meta með tölfræðilegum þætti áhrif umhverfisþátta á stofnstærð og afrakstur fiskstofnanna. Á hinn bóginn hafa fyrstu skref verið stigin í þessum efnum, með tilliti til fjöl- stofna samspils, með því að taka tillit til framboðs loðnu við mat á vexti þorsks og þar með afrakstri stofnsins. Á síðasta ári var þannig gert ráð fyrir að gott ástand loðnu- stofnsins myndi leiða til aukins vaxt- ar þorsks á árinu 1993. Þetta hefur gengið eftir samkvæmt mælingum á raunverulegum vexti fisksins. Einnig er tekið tiilit til afráns þorsks á rækju og áhrifa þess á nýliðun úthafsrækjustofna við mat á af- rakstri þeirra stofna og afla úr þeim. Er talið að vaxandi rækjuafla megi að hluta að minnsta kosti rekja til minnkandi þorskstofns. Áður var vikið að því að náttúru- leg dauðsföll séu mjög breytileg eft- ir aldri og einnig frá ári til árs hjá uppvaxandi þorski, þ.e. fiski yngri en þriggja ára. Á þessu aldursskeiði mótast stærð árganganna, einkum á fyrstu mánuðum æviskeiðsins, og eru breytileg dauðsföll lykilatriði í þeirri mótun. Breytileg dauðsföll eru afieiðing breytinga í umhverfisþátt- um og lífríki og tengjast þar með vistfræðilegum skilyrðum. Enda þótt ekki sé ljóst hvert sé vægi einstakra umhvérfisþátta í þessari mótun geta breytileg dauðsföll uppvaxandi fisks haft áhrif á stofnmat á hverjum tíma. Af þessum sökum, meðal ann- ars, er mat Hafrannsóknastofnunar- innar á þorskstofninum tvíþætt hvað aldursskiptingu stofnsins varðar og tekur til uppvaxandi fisks annars vegar og eldri fisks hins vegar. Uppvaxandi árgangar eru metnir í svonefndu togararalli ár hvert, fyrst þegar þeir eru eins árs gamlir. Það mat er síðan endurskoðað árlega þar til árgangurinn fer inn í veiðistofninn fjögurra ára að aldri. Breytingar verða ávallt einhveijar í mati á stærð tiltekins árgangs frá ári til árs og er að sjálfsögðu tekið tillit til þess í stofnmati. Hitt er annað mál að ekki hefur reynst unnt að meta hvort slíkar breytingar eiga rætur að rekja til breytilegra náttúrulegra dauðs- falla eða annarra þátta, til að mynda breytilegs veiðanleika fisksins eða skekkja af öðrum toga. I reynd hef- ur mat á nýliðun þorsks og ýsu þó byggst á því að marktæk sambönd eru milli þess sem veiðist í rallinu af ungfiski og þess fjölda sem síðar bætist í veiðistofn þessara tegunda. Vísindamenn á Hafrannsókna- stofnun gera sér mæta vel ljós afger- and' áhrif umhverfisþátta á allt lífrí- kið og gagnvirkum áhrifum dýra- stofna hver á annan í formi afráns eða samkeppni um auðlindir vist- kerfisins. Markvissar sjó- og vist- fræðrannsóknir stofnunarinnar um hátt í hálfrar aldar skeið eru til marks um þetta. Jafnframt fer ekki á milli mála að í þessum efnum er um gífurlega flókin og margslungin fyrirbæri að ræða og því vandasamt að draga ályktanir af fyrirliggjandi gögnum. Auk þess hafa svonefndar íjölstofnarannsóknir verið forgangs- verkefni á Hafrannsóknastofnun síð- ustu tvö ár. Ágreiningur fískifræðinga, á Haf- rannsóknastofnun annars vegar og Veiðimálastofnun hins vegar, um áhrif umhverfisþátta í Barentshafi á íslandsmiðum snýst í raun um þann vanda að túlka takmörkuð gögn í flóknu umhverfi. Segja má að skýrsla fiskifræðinga Véiðimála- stofnunar sé áhugavert innlegg til umræðu um samspil fískstofna. Fræðileg undirstaða greinarinnar, svo sem varðandi sjófræðilega og vistfræðilega hlið þessara tengsla, er hins vegar afar takmörkuð og fullnægir ekki ströngum vísindaleg- um kröfum í þessu efni. Gera verður þá lágmarkskröfu að vísindamenn rökstyðji tilgátur sínar eins og frek- ast er kostur, meðal annars með því að grandskoða fyrirliggjandi upplýs- ingar á því sviði sem um er fjallað. Þetta hafa fiskifræðingar Veiði- málastofnunar ekki gert. Þeirra meginröksemd virðist vera sú, að þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að samhliða sveifla í meðalnýliðun þriggja ára sé röng, þá hljóti hún að vera staðreynd og á rökum reist. Frumskylda þeirra er að sýna fram á með fullnægjandi hætti að tilgátan eigi að minnsta kosti við sannfær- andi rök að styðjast. Að því loknu geta þeir í raun fyrst farið fram á faglega umfjöllun um sína tilgátu. Þrátt fyrir þetta skal hér farið nokkrum orðum um líklegt vægi umrædds sambands með tilliti til stjórnar þorskveiða. í dag mun slíkt samband ekki gera okkur kleift að meta nýliðun í veiðistofninn lengra fram í tímann en gert er nú þegar, þ.e. um fjögur ár fram í tímann. Þetta stafar af því að nýliðunarspár Norðmanna á þorski í Barentshafi eru, enn sem komið er að minnsta kosti, ófullkomnari en okkar spár um íslenska þorskinn. Takist norsk- um starfsbræðrum okkar hins vegar að betrumbæta sitt nýliðunarmat, sem vænta má að þeir geri á næstu árum, getur umrætt samband komið að gagni við að meta gróflega nýlið- un þorskstofnsins 2-3 árum lengra fram í tímann en gert hefur verið til þessa, en þó aðeins ef slík spá er frábrugðin meðalnýliðun til lengri tíma litið. Slík spá yrði þó endur- skoðuð í ljósi rannsókna sem Lgangi eru hér við land, tveimur til þremur árum síðar, og kæmi því ekki til með að hafa áhrif á tillögur Haf- rannsóknastofnunar um hámarks- afla nema til lengri tíma en fjögurra ára fram í tímann. Áhrif þessa á mat stofnunarinnar á þorskstofni og þorskafla verða því að teljast ákaf- lega takmörkuð og í engu samræmi við væntingar fjölmiðla í þessum efnum. Umræður um ástand fiskstofna Islandsmiða eru sannarlega af hinu góða og eðlileg krafa í upplýstu þjóð- félagi, ekki síst þar sem hér er um undirstöður þjóðfélagsins að ræða. Mikilvægt er að þessi umræða fari fram með þeim hætti að málefnin séu sett í eðlilegt samhengi fyrir- liggjandi þekkingar og niðurstöður ekki oftúlkaðar. Enda þótt margt sé enn óþekkt um lífshætti og lífs- skilyrði þorskstofnsins eru ýmsar mikilvægar niðurstöður þó fyrirliggj- andi: Þorskstofninn er í mikilli lægð og ekki verður litið fram hjá þeirri hættu að nýliðunarbrestur hafí átt sér stað í stofninum. Stórsókn síð- ustu áratuga hefur leitt til gífurlegr- ar grisjunar eldri hluta stofnsins — hrygningarstofnsins. Umhverfisskil- yrði stofnsins eru hins vegar tiltölu- lega góð um þessar mundir, meðal annars ástand loðnustofnsins. Við þessar aðstæður hlýtur að teljast einsýnt að stuðla að vexti og við- gangi stofnsins með takmörkun sóknar en ekki að grisja enn meira. Höfundur er fiskifræðingvr. OPIÐ hús og afmælishátíð verður í Samvinnuháskólanum á Bifröst þann 30. apríl nk. frá kl. 13-17. í opnu húsi verður starfsemi Sam- vinnuháskólans kynnt: Námið, inni- hald, markmið og sérstaða þess, kennslufyrirkomulag, búnaður og aðstaða, þ.m.t. búsetuskilyrði. Hátíðardagskrá í tilefni 75 ára af- mælis Samvinnuskólans og 5 ára af- mælis Samvinnuháskólans hefst kl. 16. Meðal efnis verður ávarp rektors, stutt yfírlit yfir sögu og þróun skól- ans, dagskrá frá fyrrverandi og núver- andi nemendum, tónlist og skemmtiat- riði. Samvinnuháskólinn starfrækir nú tvær kennsludeildir, Frum- greina-/undirbúningsdeild og Rekstr- arfræðadeild, auk Starfsfræðsludeild- ar. Frá Rekstrafræðadeild skólans útskrifast nemendur sem rekstrar- fræðingar eftir tveggja ára nám á háskólastigi. Nú hafa um 130 manns útskrifast sem rekstrarfræðingar frá skólanum og hafa þeir tekist á hendur ýmis ábyrgðar- og stjórnunarstörf víðsvegar um landið. Nám við FVum- greinadeild skólans býr nemendur sér- staklega undir nám við Rekstrar- fræðadeild. Sl. ár hefur staðið yfír undirbúning- Vinnumiðlunin hefur opnað skrif- stofu á Strandgötu 1 í húsnæði Vit- ans. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 10-12 og 13-16. Skóla- fólki er bent á að skrá sig sem fýrst. ur að eins árs viðbótarnámi við Rekstr- arfræðadeild er veiti nemendum námsgráðuna BS (Bachelor of Sci- ence). Stefnt er að því að það hefjist nk. haust. Kaffisala verður á vegum Ferða- sjóðs nemenda. Allir áhugamenn og velunnarar skólans velkomnir. Fyrirtæki og stofnanir sem vantar starfsfólk eru hvött til að hafa sam- band við Vinnumiðlunina í síma 650700. WWWWW W'W W W W W fwwwwww SPARIÐ ALLT AÐ 50% OG SETJIÐ SAMAN SJALF I^jöminn býður upp á gott og fjölbreytt úrval efniviðar til smíði á eldhús- og baðinnréttingum og fataskápum. Fagmenn okkar sníða efnið eftir þínum þörfum. Þú setur innréttinguna saman sjálf(ur) og sparar þannig peninga. Gerðu verðsamanburð. — Það borgar sig. Eldhúsinnréttingar. Baðherbergisinnréttingar. Fataskápar. BJORNINN BORGARTÚNI28 S. 6215 66 /Wt ÓMtcbnháss Vinnumiðlun skóla- fólks í Hafnarfirði ÆSKULYÐS-ogtómustundaráðHafnarfjarðarhefurundanfarinárstarf- rækt Vinnumiðlun skólaf ólks yfir sumarmánuðina. Hún er ætluð skólaf ólki 16 ára og eldra. Ráðgjöf sérfræðinga um GARÐA- OG GRÓÐURRÆKT Þarftu að eyða illgresi? Eru pöddur í garðinum þínum? Veistu ekki hvernig á að bregðast við? Leyfðu okkur að aðstoða þig. Munið! Fagmennska í fyrirrúmi! VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA GRÓÐURVÖRUR SF. SMIÐJUVEGI 5, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI: 4 32 1 1 ÖRKIN 2)18-11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.