Morgunblaðið - 26.04.1994, Síða 34

Morgunblaðið - 26.04.1994, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 BORGAR- OG SVEITARSTJORNARKOSNINGARNAR 28. MAI MARKU S ARGUÐ- SPJALL ENDALAUSA eftir Jónas Engilbertsson Ekki flettir fólk blöðum nú síð- ustu dagana án þess að rekast á skrif biðlaunaþegans Markúsar -‘Arnar Antonssonar. Ekki verður sagt að hinir endalausu langhundar borgarstjórans fyrrverandi séu mál- efnaríkir enda ef til vill ósanngjörn krafa. Ekki leynir sér að í skrifum mannsins gætir beiskju og særinda og er það að mörgu leyti skiljanlegt eftir hina kostuiegu atburðarás síð- ustu vikna og þeirrar staðreyndar að Markús Orn er nú utan hins pólitíska veruleika ásamt félaga sín- um Sveini Andra Sveinssyni. Hvort sem rétt er eða ekki sem illar tung- ur segja að Markús Örn hafi verið þvingaður til að segja af sér er hitt þó afar athyglisvert að tveir aðal- leikarar í SVR-málinu skuli nú standa utan sviðs og er spurning hvort þeir ágætu menn hafi séð fyrir atburðarásina sem þeir hrinda af stað með einkavæðingunni á SVR og er raunar ekki enn séð fyrir end- ann á. Hefðu kannski sumir betur haft í huga orðtök eins og „í upp- hafi skyldi endinn skoða“, eða „oft veltir litil þúfa þungu hlassi“. En það er nú svo eins og sagt er, að þú tryggir ekki eftir á. En þá að langhundi Markúsar í Morgunblað- inu. 8. apríl grípur hann í síðasta hálmstrá íhaldsins þar sem honum er að sjálfsögðu ljóst að íhaldið fer Jónas Engilbertsson „Þó að Inga Jóna telji þessar staðreyndir til marks um öfluga at- vinnumálastefnu þá er því öfugt farið um Reykjavíkurlistann. Hann telur að hér sé á ferðinni neyðarástand í atvinnumálum, ónýt at- vinnumálastefna.“ AÐALFUNDUR HLUTABRÉFASJÓÐSINS HF. Aðalfundur Hlutabréfasjóðsins hf. verður haldinn á Hótel Sögu. Skála, ráðstefnuálmu, 2. hæð, miðvikudaginn 27. apríl 1994 og hefst hann kl. 16.15. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. Dagskrá fundarins og ársreikningur félagsins liggja frammi til sýnis fyrir hluthafa á skrifstofu félagsins að Skólavörðustíg 12, 2. hæð, Reykjavík. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Hlutabréfasjóðsins hf. m Jw'A'* AM lioripí ^pjjp Metsölublaó á hverjum degi! halloka í málefnaumræðu eins og venjulega. í Morgunblaðsgreininni vitnar biðlaunaþeginn Markús Örn í grein Óskars Bergssonar, for- manns Félags ungra framsóknar- manna í Reykjavík, og tekst þar að finna ummæli andstæð sameigin- legu framboði. En grein Markúsar lýsir samt fyrst og síðast hræðslu Sjálfstæðisflokksins við Reykjavík- urlistann. í raun má þakka Markúsi fyrir þessa grein því hún hefur þau áhrif ein að þjappa enn betur saman því fólki sem stendur að Reykjavík- urlista. í Morgunblaðinu 9. apríl er enn ritsmíð eftir Markús Örn. Þar kemur fram mikil hræðsla við að íbúar hverfanna komi til með að hafa eitthvað að segja um eigin mál og auðvitað finnst lýðræðissinnan- um mikla það óskaplegt. Að sjálf- sögðu á að miðstýra öllu úr ráðhús- inu að dómi Markúsar, ekkert annað kemur til greina. Þá er rétt að víkja aðeins að grein Ingu Jónu Þórðardóttur í Mbl. 8. apríl, en hún skipar 3. sæti. á lista Sjálfstæðisflokksins. Hjá henni kemur fram að meirihlutinn hafi staðið að öflugri atvinnumálastefnu. í þessu sambandi má geta þess að um 3.000 manns eru atvinnulausir um þessar mundir. Þó að Inga Jóna telji þessar staðreyndir til marks um öfluga atvinnumálastefnu þá er því öfugt farið um Reykjavíkurlistann. Hann telur að hér sé á ferðinni neyð- arástand í atvinnumálum, ónýt at- vinnumálastefna. Hér er því um að ræða gagnstætt pólitískt mat. Það er kjósendum hollt að hugleiða. Hins vegar má minna á að Inga Jóna Þórðardóttir naut að sjálfsögðu góðs af átaksverkefni árið 1992 sem einkavæðingarráðgjafí borgarstjóra og þáði fyrir það 2.758.885 kr. Ymsir aðrir einkavinir þáðu greiðsl- ur vegna ráðgjafar, t.d. vegna einkavæðingar SVR, lögmenn Höfðabakka 236.239 kr., stjórnun og eftirlit HR 235.554 kr., Eignam- iðlun 80.407 kr. og verkfræðistofa Stefáns Ólafssonar 217.407 kr. Þar að auki fékk sú sama verkfræði- stofa 558.757 kr. vegna breytinga á rekstrarformi Pípugerðarinnar. En því miður eiga ekki allir kost á slíkum átaksverkefnum, því það er sama gamla sagan um Jón og séra Jón. Höfundur er vagnsíjóri Reykjavíkurborgar oginnir vinnuskyldu sína af hendi hjá SVR hf. Hann er frambjóðandi á Reykjavíkurlistanum. Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Shell- og Esso -stöðvar og helstu byggingavöru- verslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 677878 - fax 677022 Asdís Halla Bragadóttir Áshildur Bragadóttir Ásta Þórarinsdóttir Helga Jónsdóttir Inga Dóra Sigfúsdóttir Ingibjörg Kaldalóns Ingibjörg Gísladóttir ísól Fanney Ómarsdóttir Jóhanna Vilhjálmsdóttir Marta María Ástbjörnsdóttir Ragnheiður Guðmundsdóttir Vopn sem hætt eru að bíta eftir Asdísi Höllu Braga- dóttur, Ashildi Bragadótt- ur, Astu Þórarinsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Ingu Dóru Sigfúsdóttur, Ingi- björgu Grétu Gísladóttur, Ingibjörgu Kaldalóns, ísól Fanneyju Ómarsdóttur, Jóhönnu Vilhjálmsdóttur, Mörtu Maríu Astbjörns- dóttur og Ragnheiði Guð- mundsdóttur. Baráttan fyrir jöfnum rétti karla og kvenna hefur verið háð alla öldina og enn er barist. Ýmsir sem telja sig kvenréttindasinna og segjast leggja sig fram við að jafna rétt kynjanna beita hins vegar vopnum sem fyrir löngu eru hætt að bíta. Fólk skreyt- ir sig hátíðlega merkingarlausum orðum og frösum en engin tilraun gerð til að ná fram auknu jafnrétti karla og kvenna í raun. Dæmi um hóp hlaðinn klisjum er kosninga- bandalag Alþýðubandalagsins, Framsóknarflokksins, Kvennalistans og Alþýðuflokksins, sem segist hafa hugmyndir kvenfrelsis að leiðarljósi. Á tveimur stöðum í illa útfærðri stefnuyfirlýsingu bandalagsins er fjallað sérstaklega um konur. Á öðr- um staðnum segjr að auka þurfi hlut kvenna í embættismannakerfinu. Á hinum segir að stuðla beri að launa- jöfnun milli karla og kvenna í þjón- ustu borgarinnar. Slík orð um að auka þurfi og stuðla beri að þekkja allir. Engar nánari útlistanir á þeim er hins vegar að finna eða lýsingu á þeim leiðum sem flokkarnir hyggjast fara til að ná kvenfrelsinu fram. Atvinna, leikskólapláss og fæðingarorlof í stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðis- flokksins fyrir borgarstjórnarkosn- ingar í vor er að finna mjög ítarleg- ar tillögur í atvinnu- og fjölskyldu- málum, tillögur sem vel eru fallnar til að jafna rétt karla og kvenna í borginni. - Sjálfstæðisfólk leggur fram ná- kvæmar tillögur í atvinnumálum en næg atvinna er mikilvæg í jafnréttis- baráttunni. - Sjálfstæðisfólk hyggst útrýma biðlistum á leikskólum borgarinnar fyrir 2 til 5 ara börn á næstu tveim- ur árum. Á undanförnum ijórum árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn byggt helmingi fleiri leikskólapláss en vinstri meirihlutinn gerði á árun- um 1978 - 1982, þrátt fyrir að bygg- ing leikskóla hafí verið eitt helsta loforð R-lista flokkanna fyrir kosn- ingarnar 1978. - Sjálfstæðisfólk mun auka stuðn- ing við barnafjölskyldur. Hefja á við- ræður við ríkið um lengingu fæðing- arorlofs og um 100% nýtingu per- sónuafsláttar maka. Leiðir sem stuðla að jafnrétti Ofangreindar leiðir stuðla að auknum rétti karla og kvenna. í ljós hefur komið að atvinnuleysi kemur harðar niður á konum en körlum. Næg atvinna, eins og Sjálfstæðis- flokkurinn hyggst tryggja, er því afar mikilvæg í jafnréttisbaráttunni. Enginn velkist í vafa um nauðsyn þess að öll 2-5 ára börn eigi víst pláss á leikskóla. Þetta eru sjálfsögð mannréttindi allra barna auk þess sem þetta auðveldar konum vinnu utan veggja heimilisins. Lenging fæðingarorlofs miðar að því að feður geti verið heima hjá börnum sínum fyrstu mánuðina líkt og mæðurnar. Samvera feðra og barna er grund- vallarþáttur í auknum tengslum þeirra á milli, sjálfsagður réttur feðra og einn mikilvægasti hlekkurinn í réttindabaráttu kvenna. Flagga þarf fleiru en frösum Ætli R-listinn að ná til kvenna með því að vísa til „kvenfrelsis" verð- ur hann að gera betur en flagga inn- antómum frösum. í ljósi reynslunnar treystum við því að Sjálfstæðisflokk- urinn efni loforð sín og stuðli þannig að jafnrétti kynjanna. Höfundar cru áhugamcnn um jafnréttismál og lelja að hugmyndir sínar eigi bcst heima innan Sjálfstieðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.