Morgunblaðið - 26.04.1994, Síða 55

Morgunblaðið - 26.04.1994, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 55 ' Vegna mikillar aðsóknar sýnum við TOMBSTONE í A-sal í 3 daga Einn aðsóknar- mesti vestri fyrr og síðar í Banda- ríkjunum. ★ ★★S.V., Mbl. ★ ★ ★Ó.H.T., Rás 2. Sýnd kl. 4.40,6.50,9 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára. FRA LEIKSTJORA „ROCKY“ OG „KARATE KID“ Luke Perry (úr Beverly Hills þáttunum), Stephen Baldwin og Cynthia Geary Byggð á sannri sögu um Lane Frost, sem varð goðsögn í Banda- ríkjunum. Lane varð ríkur og frægur og var líkt við James Dean. Konur elskuðu hann, menn öfunduðu hann og enginn gat sigrað hann. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. 9 og 11. Bönnuð innan 14 ára. SÍMI: 19000 Sami leikstjóri og leikstýrði „Betty Blue“. Stórskemmtileg og fyndin spennumynd um ótrúlegt ferðalag þremenninga, sem fátt virðast eiga sameiginlegt. Aðalhlutverk: Yves Montand (síðasta kvikmynd þessa vinsæla leikara), Oliver Martinez og Sekkou Sall. Leikstjóri: Jean-Jacques Beineix. Sýnd kl. 5 og 9. PÍAIMÓ Þreföld Óskarsverðlaunamynd. Sýnd kl. 4.50, 6.55,9 og 11.05. Miðav. kr. 350 Far vel frilla mín Sýnd kl. 9 Bönnuð innan 12 ára. KRYDDLEGIIM HJÖRTU Aðsóknarmesta erlenda myndin í Bandaríkjunum frá upphafi. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Miðav. kr. 350 Hetjan Toto Sýndkl. 5og7 Bönnuðinnan 12ára. Miðav. kr. 350 Miðav. kr. 350 LÆVÍS LEIKUR Pottþéttur spennutryllir Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Miðav. kr. 350 Níu efstu menn D-listans í Neskaupstað. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Framboðslisti D-listans 1 Neskaupstað Neskaupstað. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur ákveðið framboðslista sinn til sveitarstjórnarkosninganna í vor. Annar núverandi bæjarfull- trúi flokksins, Stella Steinþórs- dóttir, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarsljórn. Framboðslistinn er þannig skipað- ur: 1. Magnús Sigurðsson, bæjarfull- trúi, 2. Gunnar Á. Karlsson, bakara- meistari, 3. Magnús D. Brandsson, fulltrúi, 4. Jóna Jóhanna Steindórs- dóttir, bóndi, 5. Guðmundur Sigfús- son, tæknifræðingur, 6. Pálmi Stef- ánsson, tannlæknir, 7. Jón Kr. Ólafs- son, rafvirki, 8. Stella Steinþórsdótt- ir, verkamaður, 9. Kristján Kristjáns- son, 10. Tómas Zoéga, rafvirkja- meistari, 11. Helgi Magnússon, vél- virki, 12. Kristín Guðmundsdóttir, húsmóðir, 13. Gísli Garðarsson, skip- stjóri, 14. Bjöm Brynjarsson, raf- virki, 15. Tómas Kárason, sjómaður, 16. Guðrún Ósk Hrólfsdóttir, nemi, 17. Þorgrímur Þorgrímsson, vélvirki og 18. Magni Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri. - Ágúst. Svanasöngur Montands Kvikmyndir Amaldur Indriðason IP5 („IP5 — L’lile aux phchid- ermes'j. Sýnd í Regnboganum. Leikstjóri: Jean-Jacques Bei- neix. Handrit: Beineix og Jacqu- es Forgeas. Aðalhlutverk: Yves Montand, Olivier Martinez, Sekkou Sall, Geraldine Pailhas og Colette Renard. Einhver skemmtilegasta myndin sem sýnd hefur verið á undanförn- um kvikmyndahátíðum Frakka í Reykjavík er IP5 — Fílaeyjan, sem sýnd var hér á franskri kvikmynda- viku árið 1992. Hún er kannski þekktust fyrir að vera síðasta bíó- mynd franska leikarans og skemmtikraftsins Yves Montands en hún er nú komin á almennar sýningar í Regnboganum með ís- lenskum texta. Montand lést skömmu eftir að hann lék í síðasta atriði sínu í myndinni en hún er gerð af einum fremsta leikstjóra Frakka, stílistanum Jean-Jacques Beineix. Tvær myndir hans eru Islendingum að góðu kunnar, tryll- irinn glæsilegi „Diva“ og hin róm- antíska og erótíska „Betty Blue“. IP5 er frá árinu 1992 og er á mjög umhverfisvænum og nýald- arlegum nótum í frásögn af þrem- um ólíkum mönnum af ólíkum kyn- slóðum sem lenda saman á ferða- lagi hver í sínum tilgangi. Myndin hefst í dimmri stórborgarfirringu Frakklands nútímans en boðar aft- urhvarf til náttúrulegra gilda og er á sína frönsku vísu í raun um leitina að þessu sleipa kvikindi, sem fáir vita nákvæmlega hvernig á að skilgreina en kallast ást. Á suma vegu ber myndin svolítinn keim af Börnum náttúrunnar, annarri ljúfri og ljúfsárri vegamynd sem ferðast úr borg í sveit í leit að fortíð og fábrotnara en auðugra lífi. Montandpersónan er helsta ráð- gáta myndarinnar. Hvað hann er fæst aldrei uppgefið nákvæmlega. Er hann seiðkarl gæddur töfrum náttúrunnar eða dýrlingur, helgur maður með lækningarmátt í sér- stöku sambandi við náttúruna og aðallega tré skógarins? Hann verð- ur á vegi tveggja stórborgarbarna, tólf ára blökkudrengs og araba um tvítugt, þegar þeir stela bíl sem vill svo til að hann sefur í og sam- an ferðast þeir um fallegar sveitir Frakklands. Eldra borgarbarnið er listfenginn veggjakrotari en þann yngri dreymir um að sjá einhvern tímann snjó í lífi sínu. Þetta er þríeyki sem á vel saman. Beineix hefur gott og næmt auga fyrir hinum myndræna og IP5 er gullfallega tekin af samstarfs- manni hans, Jean-Francois Robin. Myndin er fyndin og skemmtileg og hjartnæm og harmræn í senn um samspil manns og náttúru. Hún er umhverfisvæn í lýsingu sinni á galdrinum sem býr í náttúrunni en ekki síður mannvæn í kómískri frá- sögn sinni um galdurinn sem býr í hreinni vináttu, fornum ástum og nýjum og ekki síst samkennd ein- staklinga af ólíkum kynþáttum. IP5 er vel leikin af félögunum Olivier Martinez og Sekkou Sall, sem eru vinirnir tveir úr borginni, en Montand gnæfir yfir myndinni. Hann er stórkostlegur í siðasta hlutverki sínu, aldinn og vís sérvitr- ingur. Allt það besta við þessa hrífandi mynd er tengt honum og minningu hans á einhvern hátt. Amnesty um mannréttindabrot i Kólumbíu Hópar innan hers- ins stunda „félags- legar hreinsanir“ í KOLUMBÍU er löng lýðræðisleg hefð, en þrátt fyrir það hefur herinn mikil ítök í stjórn landsins. Langvinnar deilur milli skæruliðahópa, eitur- lyfjabaróna og hersins hafa kostað þúsundir manna lífið. Hópar innan hersins stunda „félagslegar hreinsanir" þar sem á skipulagðan hátt er útrýmt heimilisíausum, götubörnum, hommum, lesbíum, vændiskonum, grunuðum afbrotamönnum og fólki sem hefur haft afskipti af mannrétt- indamálum. Stjórnvöld hafa sýnt vilja til að virða mannréttindi en virð- ast ekki hafa stjórn á dauðasveitum hersins. Þetta kemur fram í bréfi, sem íslandsdeild Amnesty International hefur sent Morgunblaðinu. Presidente de la República, Palacio se Narino, Bogotá, Columbia. Fax: Þann 29. janúar 1992 var Blanca Velero de Durán skotin í návígi af tveimur borgaralega klæddum mönn- um. Samkvæmt vitnum voru þrír lög- reglumenn vitni að atburðinum, en aðhöfðust ekkert. Þann 4. janúar sl. viðurkenndu tveir sjóliðar opinberlega að þeir hefðu verið fengnir til verks- ins af leyniþjónustu hersins. Blanca Velero de Durán var ritari mannrétt- indasamtakanna CREDHOS. Þann 4. júlí 1990 „hvarf“ Alirio de Jesús Pradraza Becerra, lögfræð- ingur og baráttumaður fyrir mann- réttindum í Bogota í Kolumbíu. Hann hafði haft yiðkomu í verslunarmið- stöð á leiðinni heim úr vinnu. Sam- kvæmt fjölmörgum vitnum námu 8 borgaralega klæddir menn, vel vopn- um búnir, Dr. Pedraza á brott. „Hvarf“ dr. Pedraza var strax til- kynnt til umboðsmanns mannrétt- inda. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að hafa upp á honum halda herinn og lögregluyfirvöld áfram að neita að hann sé í haldi. Tveir menn úr ríkislögreglunni voru handteknir í október 1992 vegna gruns um að bera ábyrgð á hvarfi dr. Pedraza. Þeir voru látnir lausir í júlí 1993 án þess að koma fyrir rétt. Amnesty International á íslandi hvetur fólk til að skrifa til neðan- greindra og fara fram á að morðið á Blöncu og hvarf dr. Pedraza verði rannsökuð og hinir ábyrgu sóttir til saka. Bréfritarar eru einnig beðnir um að hvetja stjórnvöld til að tryggja öryggi þeirra sem starfa að mann- réttindum. President of Colombia, Senor Presidente César Gaviria Trujillo, +57 1 286 7434 Minister of Justice, Dr. Andrés González, Ministro de Justicia, Min- isterio de Justicia, Cerrera, No 9-63, Bogotá, Columbia. Fax: + 57 1 284 0472. ------*-++------- Borgara- leg ferming á sunnudag SJÖTTA borgaralega fermingin fór fram sunnudaginn 24. apríl í Hafnarborg, menningar- og lista- safni Hafnarfjarðar. Tuttugu ung- menni og foreldrar þeirra tóku þátt í athöfninni. Kristín Steinsdóttir, rithöfundur, Sigurður Sveinsson, íþróttamaður, og Katla Einarsdóttir voru ræðu- menn. Katla er fyrrverandi ferming- arbarn úr fyrsta borgaralega ferm- ingarhópnum. Einar Jónsson lék á trompet og Camilla Söderberg og Snorri Örn Snorrason léku á blokk- flautu og theorba. Borgaraleg ferming á íslandi byrj- aði 1989 og nú hafa 105 unglingar fermst á þennan hátt og rúmlega 1.400 manns verið viðstaddir athafn- irnar. Félagið Siðmennt stendur fyrir fermingunni og getur fólk sem hefur áhuga á þvi eða á borgaralegri nafngjöf eða útför haft samband við Siðmennt. 'íí___________!_.««_.é&Á*. _ . .. --•.>.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.