Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 37
MQRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 37 BORGAR- OG SVEITARSTJORNARKOSNINGARNAR 28. MAI Skipulag og starfsemi sjúkrahúsa í Reykjavík eftir Sigríði Snæbjörnsdóttur Samvinnunefnd um verka- skiptingu og samvinnu Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra skipaði í febrúar 1993 samvinnunefnd Háskóla íslands, Borgarspítala og Landspítala til að gera tillögu um samvinnu og verka- skiptingu sjúkrahúsanna. Fulltrúar Landakotsspítala komu síðar inn í nefndina. Undirrituð átti sæti í þessari nefnd. Nefndin skilaði til- lögum sínum í nóvember 1993. Ráðherra hefur nú kynnt niðurstöð- ur sínar að tillögunum fengnum og munu þær taka gildi fljótlega. Miklar umræður urðu í nefndinni sem eðlilegt er, þar sem verið var að ræða einn umfangsmesta og dýrasta málaflokk í opinberum rekstri og voru gjarnan uppi mörg sjónarmið sem tillit þurfti að taka til. Hvenær er samkeppni milli sjúkrahúsa hæfileg og æskileg án þess að valda óþarfa tvöföldun? Hvenær er verkaskipting milli sjúkrahúsa hagkvæm þannig að hámarksnýting verði á sérfræðing- um í meðferð og umönnun? Hvað þarf fjöldi sjúklinga að vera mikill til að rökstyðja megi að þjónusta skuli vera á fleiri en einum spítala? Þetta voru meðal annars viðfangs- efni sem voru til umfjöllunar. í fámennu þjóðfélagi eins og við búum í, er ekki alltaf hægt að yfir- færa reynslu og þekkingu fjölmenn- ari þjóða í heilbrigðismálum án sér- stakra staðfæringa. Borgarspítali og Landspítali gegna lykilhlutverki í heilbrigðisþjónustu allra lands- manna. Þess vegna er nauðsynlegt að vel takist til um samvinnu og verkaskiptingu þessara tveggja spítala og að við nýtum alla þá reynslu og þekkingu annarra þjóða sem kemur okkur að gagni. Fjárveiting af skornum skammti Takmarkað fjármagn hefur veru- lega háð stjórnendum í sjúkrahús- rekstri á undanförnum árum sem oft og tíðum hefur valdið starfsfólki og sjúklingum þungum áhyggjum. Það hefur líka sannast hér sem annars staðar að „neyðin kennir naktri konu að spinna". Starfsfólk hefur þrátt fyrir mikið persónulegt óhagræði oft og tíðum sýnt ótrúlegt hugmyndaflug og mikla fram- kvæmdagleði í að leysa hin flókn- ustu verkefni á hagkvæman hátt með þarfir sjúklinga í huga. Gripið hefur verið til ýmissa hagræðinga- raðgerða, sem dæmi má nefna að hjúkrunarfræðingar hafa endur- skipulagt vörunotkun, endurskoðað mótunaráætlanir og vinnutilhögun, aukið eftirlit með allri starfsemi, tekið afdráttarlausari afstöðu um hvað sé nauðsynlegt í umönnun og hvað ekki og þannig mætti lengi telja. Aukið álag og aukin afköst Ofangreindar aðgerðir hafa ekki farið fram hjá sjúklingum. Þeir dvelja skemur inni á sjúkradeildum, þar sem reynt er að þjappa saman flókinni meðferð og umönnun á sem allra stystan legutíma. Þessi sam- þjöppun á þjónustu hefur leitt til mjög aukins álags á allt starfsfólk og um leið hafa afköst aukist. Sam- fara þessari þróun hækkar rekstrar- kostnaður á hvern legudag. Sjúk- lingarnir fara veikari heim en fyrir nokkrum árum. Þessi þróun hefur að sjálfsögðu haft þau áhrif á starfsfólk og starfsemi heimahjúkr- unar og heimilishjálpar að bæst hefur við þeirra stóra hóp skjólstæð- inga nýr hópur veikra sjúklinga, sem áður dvaldi á sjúkrahúsum. Sigríður Snæbjörnsdóttir „Ljóst er, að mikið þrekvirki hefur verið unnið inni á sjúkrahús- um, sérstaklega í því að halda uppi gæðum annars vegar og halda niðri kostnaði hins veg- ar. Alltof lítið er gert úr þessum staðreynd- um. Ég þekki til rekst- urs ýmissa sjúkrahúsa bæði austan hafs og vestan. Ég held að full- yrða megi að óvíða er veitt jafn mikil og góð þjónusta á sjúkrahúsum og veitt er hér í Reykja- vík fyrir jafnlítinn kostnað.“ Ljóst er, að mikið þrekvirki hefur verið unnið inni á sjúkrahúsum, sérstaklega í því að halda uppi gæðum annars vegar og halda niðri kostnaði hins vegar. Alltof lítið er gert úr þessum staðreyndum. Ég þekki til reksturs ýmissa sjúkrahúsa bæði austan hafs og vestan. Ég held að fullyrða megi að óvíða er veitt jafn mikil og góð þjónusta á sjúkrahúsum og veitt er hér í Reykjavík fyrir jafnlítinn kostnað. Astæðurnar eru eflaust margar en ein aðalástæðan er sú að við höfum á að skipa mjög hæfu og vel mennt- uðu starfsfólki sem getur metið aðstæður og tekið ákvarðanir um hvaða meðferð og umönnun sé nauðsynleg lrveiju sinn, bæði með tilliti til lengri og skemmri tíma. Fjárfesting í menntun heilbrigðis- starfsfólks skilar sér á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar. Erfiðar ákvarðanir hverfa ekki þótt þeim sé frestað Því miður er svo komið nú, að ekki verður meiri þjónusta fengin fyrir það fjármagn sem fyrir hendi er. Forgangsröðun verkefna verður erfiðari með hverjum mánuðinum sem líður og er nauðsynlegt að meta hvort rétt hefi verið að henni staðið til þessa. Nauðsynlegt er að endurskoða rækilega hvernig fjár- magni er skipti milli höfuðborgar- svæðisins og landsbyggðarinnar annars vegar og hvernig fjármagni er skipti milli steinsteypu og launa- og rekstrarkostnaðar hins vegar. Það vita allir sem þekkja til rekst- urs heilbrigðisþjónustu að öll vandasamasta, kostnaðarsamasta og sérhæfðasta þjónustan er og verður á Borgarspítala og Landspít- ala. Það er því hróplegt óréttlæti að fýlgjast með, oft og tíðum, hvernig fjármagni hefur verið út- hlutað út um allar byggðir landsins í engu samræmi við verkefnin sem þar eru leyst af hendi á meðan stóru sjúkrahúsin í Reykjavík eru snið- gengin í fjárveitingum. Ábyrgð stjórnmálamanna og stjórnenda er mikil þar sem fjárveit- ing til heilbrigðismála er til umræðu og ákvörðunar. Ekki er hægt að víkja sér undan þeim erfiðu ákvörð- unum sem staðið er frammi fyrir, en jafn augljóst er að ekki verður öllum gert til hæfis. Það er skylda þeirra sem fara með opinbert fé að nýta það á sem allra skynsamastan hátt en ekki að láta hentistefnu eða tímabundnar vinsældir ráða ferð- inni. Höfundur er hjúkrunnrforstjóri Borgarspítalans og 10. maðurá lista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnarkosninga í vor. TILBOÐ Kr19,700f"tgr STIGA kurlari 1300 W, sem endurnýtir næringuna úr garð- inum. Fjölbreytt úrval af sláttu- vélum, valsavélum, loftpúöavél- um, vélorfum, limgerðisklippum, jarðvegstæturum, mosatæturum, snjóblásurum o.fl. /TIGFk HAMRABORG 1-3 KÖPAVOGl SfWll 91-641864 V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Davíð S. Jónsson & C o . hf. sími 91-24333 varða víðtæk f jármálaþjónusta Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna „Jöfn dreifing útgjalda ... gjörið svo vel“ Pú gerir fjárhagsáætlun fyrir næstu 12 mánuði og þjónustufulltrúinn sér um aö dreifa útgjöldunum jafnt á árið. Varðan vísar þér leiðina að fyrirhyggju í fjármálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.