Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 15 Þetta er skól- nnum að kenna eftirAtla Harðarson í Lesbók Morgunblaðsins, sem kom út 9. apríl síðastliðinn, er rabbgrein, undirrituð af Torfa Ól- afssyni. Torfi kemur víða við og segir m.a. að skólamir hafi plokk- að „út úr krökkunum nærfellt allt sem heitir íslandssaga, þeim sem á annað borð komast læsir út úr þeim, og [búið] til úr þeim ein- hvers konar landleysingja, alþjóð- legan lágkúrulýð.“ Helst er að skilja að Torfí telji að böm komi í skóla ólæs en uppfull af íslands- sögu, skólarnir kenni sumum þeirra að lesa en plokki um leið úr þeim íslandssögukunnáttuna. Þetta bull er auðvitað ekki svara vert nema fyrir þá sök að fjölmiðl- ar, jafnvel menningarleg blöð eins og Lesbók Morgunblaðsins, flytja sorglega oft álíka gáfulega sleggjudóma um skólakerfíð. Sá sem spillir heilsu sinni og hamingju með ofáti, hreyfingar- leysi, tóbaksreykingum, brenni- vínsdrykkju og annarri vitleysu getur sjálfum sér um kennt. Þetta veit fólk. Þess vegna dettur því ekki í hug að kenna spítölum og heilsugæslustöðvum um lasleika sem stafar af heimskulegum lifn- aðarháttum. Hins vegar virðast margir tilbúnir að kenna skólunum um alls konar ólán og vandræði sem unglingar lenda í vegna heimskulegra lifnaðarhátta eða lé- legs uppeldis í heimahúsum. Það kveður jafnvel svo rammt að þessu að sumir kenna skólunum um ef hluti unglinga er illa læs og fáfróð- ur um einhver efni, eins og t.d. íslandssögu. Væri ekki nær að þakka skólunum að flestir ungling- ar eru vel læsir, ágætlega að sér í mörgum greinum og mannvæn- legir? Það er ekki hægt að svara þess- ari spumingu nema gera sér fyrst grein fyrir því hvaða kröfur er sanngjamt að gera til skólanna. Ef kennari hefur 24 manna bekk og vinnur 48 klukkustundir í viku þá jafngildir það því að hver nem- andi fái 2 klukkustundir af tíma kennarans. Nokkur hluti þessa tíma fer í vinnu þar sem kennarinn er ekki samvistum við nemendur sína. Með góðum undirbúningi og skynsamlegri verkstjórn má gera heilmikið á ekki lengri tíma. En uppeldi og menntun barns er samt meiri vinna en svo að kennari sem sinnir því, ásamt tuttugu öðrum, geti unnið nema brot af henni. Það er löng hefð fyrir því að þetta brot af uppeldisstarfinu sem kennurum er falið sé einkum í því fólgið að miðla bóklegri kunnáttu og þekkingu, þ.e. kenna lestur, skrift, reikning, landafræði, sögu, náttúmfræði og fleira í þeim dúr. Einnig er hefð fyrir því að skólar kenni einhveijar greinar íþrótta og handíða. Á seinni árum hefur verið reynt að fela skólunum stærri hluta uppeldisins. Nú eiga þeir t.d. að temja börnum umburðarlyndi og aðrar dygðir, kenna þeim að forð- ast hættur eins og eiturlyf, kyn- sjúkdóma og umferðarslys og stuðla að þroska þeirra á öllum sviðum. Þessi hlutverk eru mikil- væg. En sá sem hefur 24 böm í hóp og vinnur 48 klukkutíma í viku, eða 2 klukkutíma á barn, getur ekki sinnt þessum hlutverk- um nema að takmörkuðu leyti. Fullorðna fólkið þarf að gefa hveiju barni miklu meiri tíma en 2 klukkustundir í viku. Ef aðstandendur bama veija nægum tíma til.að lesa fyrir þau, tala við þau, venja þau á þokka- lega siði og hjálpa þeim við nám og önnur þroskandi viðfangsefni þá ráða skólarnir í flestum tilvikum við að kenna þeim hefðbundnar námsgreýiar. En ef bömum er Atli Harðarson „En ef börnum er ekki sinnt þokkalega utan skólans þá er því miður ósköp lítil von til að skólastarfið skili viðun- andi árangri.“ ekki sinnt þokkalega utan skólans þá er því miður ósköp lítil von til að skólastarfíð skili viðunandi árangri. Enginn læknir getur gert stór- reykingamann, átvagl og drykkju- rút hraustan, tápmikinn og spengi- legan. Kennari getur ekkert frekar breytt krökkum sem fá lélegt upp- eldi heima hjá sér í vel menntaðar hefðarkonur og herramenn. Þetta ættu þeir sem kenna skólunum um ólán og vitleysu sumra unglinga að hafa í huga. Ef þeir vilja láta gott af sér leiða og stuðla að betra uppeldi og aukinni menntun þá ættu þeir að veija sem mestum tíma til að tala við böm og ungl- inga og hvetja þau til náms með því að sýna vísindum, listum, fræð- um, tækni og handverki virðingu og áhuga. Börn fá nefnilega oft áhuga á því sem þau sjá að full- orðna fólkið hefur áhuga á. Það er mun vænlegra til árangurs að leggja skólunum lið en að skamma þá fyrir vandamál sem þeir eiga ekki sök á en reyna samt eftir föngum að leysa. Ef þekking bama á íslandssögu, eða einhverri ann- arri grein, fer minnkandi þá er eins víst að skýringin sé minnk- andi áhugi foreldra, fjölmiðla og annarra aðila sem hafa áhrif á börnin ekki síður en skólamir. Þeir sem kenna skólunum einum um hljóta að gera sér alltof háar hugmyndir um mátt skólakerfisins: Nú vil ég ekki að orð mín skilj- ist svo að ég álíti að skólamir séu hafnir yfír alla gagnrýni og for- eldrar vanræki börn sín upp til hópa. Skólar eru misjafnir og for- eldrar líka og stundum gengur börnum illa að læra án þess að það sé neitt athugavert við foreldra þeirra eða skóla. En áður en menn fella dóma eins og Torfi Ólafsson ættu þeir að hugsa um hvers er að vænta af góðum skóla. Um leið og þeir hugsa málið átta þeir sig á að umræða um skólamál ein- kennist af því að fólk ætlast til að skólarnir geri meira en raun- liæft getur talist. Svo sér fólk að skólastarfið skilar ekki þeim árangri sem ætlast er til og lileyp- ur yfír í hinar öfgamar, missir trú á að það geri neitt gagn og fínnur skólunum allt til foráttu. Höfundur er kennari við fjölbrautaskóla Vesturlands & Akranesi. .Eflíih'ralnoJ s ‘ekl íu» L .1 M H f* * . II RiHR ■ m _____ W w f SPARISIOÐUR REYKJAVIKUR OC NAGRENNIS -fyrir þig og þína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.