Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 23 Kveiktí mann- lausum bíl BÍLL gjöreyðilagðist í bruna aðfaranótt sunnudags og leik- ur grunur á að kveikt hafi verið í honum. Þrír unglings- piltar sáust hlaupa frá bíln- um, sem stóð í stæði við Laugaveg 66 og skömmu síð- ar gaus upp mikill eldur. Slökkviliðinu gekk greiðlega að ráða niðurlögum hans, en bíllinn er ónýtur eftir. Pilt- anna var leitað og gat vitni gefið greinargóða lýsingu á þeim. Þeir höfðu þó ekki fund- ist í gær. Morgunblaðið/Sverrir Óheppilegt að birta nöfn 3ja frambjóðenda - segir Arni Sigfússon borgarstjóri ARNI Sigfússon borgarstjóri segir það óheppilegt að nöfn þriggja fram- bjóðenda eins stjórnmálaflokks skuli hafa birst í auglýsingu fþrótta- og tómstundaráðs vegna hátíðarhalda á sumardaginn fyrsta. Segist hann vilja tryggja að slík endurtaki sig ekki, en Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins hefur gagnrýnt nafnabirtinguna og hvernig staðið var að hátíðarhöldum í Þróttheimum á vegum íþrótta- og tómstundaráðs á sumardaginn fyrsta. Fyrirspurn vegna kosningafundar R-lista í Réttarholtsskóla Bann við stj órnmálafund- um í grunnskólum brotið MEIRIHLUTI í skólamálaráði Reykjavíkur hefur lagt fram fyrirspurn til Sigrúnar Magnúsdóttur fulltrúa Framsóknarflokksins í ráðinu, vegna kosningafundar sem R-listinn hélt í Réttarholtsskóla. Fram kemur að fulltrúar meirihlutans hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir frá borg- arbúum um þennan fund, þar sem þeir lýsa furðu sinni yfir staðsetn- ingu fundarins. I 40 ár liafi verið lagt bann við stjórnmálafundum í grunnskólum borgarinnar. í fyrirspurn meirihlutans segir að: „Sá einstæði atburður gerðist sl. þriðjudag að pólitísk samtök héldu kosningafund í einum af grunnskól- um borgarinnar. Hér er um að ræða forsvarsmenn R-listans og Réttar- holtsskóla." Fram kemur að síðastlið- in 40 ár hafi verið lagt bann við misnotkun á grunnskólum borgar- innar til þess að halda pólitíska kosn- ingafundi, hvað þá að til umræðu hafi verið að eitt stjórnmálaafl nýtti sér slíka aðstöðu. Ljóst sé að ekki hafi verið leitað til Skólaskrifstofu Reykjavíkur um beiðni fyrir notkun húsnæðisins. Þá segir, „Því er sú spurning lögð fyrir forystumann R-listans, sem er einnig í skólamálaráði Reykjavíkur, Sigrúnu Magnúsdóttur, með hvað leyfi slíkur fundur hafi verið haldinn sem þverbrýtur allar reglur um flokkspólitískt hlutleysi í notkun skólahúsnæðis? Er foiystumaður R-listans sam- mála að slík misnotkun fái að við- gangast og ef svo er hvers vegna það er nú forsvaranlegt, sem i yfir 40 ár hefur verið samhljóða hafnað af borgai’yfirvöldum?" Fram kemur að þessum forsvars- manni í Skólamálaráði beri skylda til að upplýsa hvort hún hafi í hyggju frekari misnotkun af þessum toga, svo unnt sé að taka málið upp af réttmætum yfirvöldum og ákveða hvort hætt skuli við þá stefnu að grunnskólahúsnæði sé verndað fyrir flokkspólitískum kosningafundum. Sigrún óskaði eftir að fá að svara fyrirspurninni á næsta fundi skóla- málaráðs. Borgarstjóri sagði að það sem mestu máli skipti væri að þúsundir barna og foreldra hafi gert sér glað- an dag á sumardaginn fyrsta og fagnað sumri á skemmtunum á veg- um félaga, samtaka og félagsmið- stöðva. I sameginlegri auglýsingu sem birst hafi í Morgunblaðinu, hafi verið talið upp það sem í boði var á vegum félagsmiðstöðva, skóla, skátafélaga, Gerðubergs og íþrótta- félaga. „Það sem snýr að Þróttar- svæðinu er að í félagsmiðstöðinni Þróttheimum var dagskrá á vegum foreldrafélaga í Langholts- og Voga- skóla, Þróttheima og Knattspyrnufé- lagsins Þróttar," sagði Árni. „Ég var fenginn til að leiða skrúðgöngu frá Vogaskóla að Þróttheimum og vona að forsvarsmanni R-listans þyki það ekki hafa verið óviðurkvæmilegt. Á félagssvæði Þróttar fóru fram ýmis skemmtiatriði, bæði á vegum Þrótt- heima og knattspyrnufélagsins Þróttar. Það er rangt sem haldið er fram í fréttatilkynningu R-listans, sem Morgunblaðið vitnar til að íþrótta- og tómstundaráð og Þrótt- heimar hafi verið í sérstöku sam- starfi við félag sjálfstæðismanna í þessu hverfi vegna skemmtunarinn- ar. Það er þá frekar að spyija for- svarsmenn Knattspyrnuféíagsins Þróttar hvort þeir hafi átt slíkt sam- starf og ekki mitt að svara um það. Það er einnig spurning hvort ræða eigi við mig um bækling sem sjálf- stæðismenn í ákveðnu hverfi dreifa til að hvetja fólk til að mæta á íþróttasvæðið við Þróttheima. Það hlýtur að vera á ábyrgð útgefanda. Það hefur reyndar marg komið fram að þessi kynning var algerlega óháð og án vitundar starfsmanna íþrótta- og tómstundaráðs eða Þróttheima.“ I auglýsingu í Morgunblaðinu var dregið saman það sem fram fór á hinum ýmsu stöðum í borginni og birt nöfn ýmissa fyrirtæki, sem studdu verkefnið auk þess sem nefnd voru nöfn þriggja frambjóðenda eins stjórnmálaflokks. „Ég tel að það vera óheppilegt og vil tryggja að slíkt endurtaki sig ekki þó erfitt sé að ætla sér að hafa hönd í bagga og heildaryfirlit um það mikla starf og þau mörgu verkefni sem fram fara á slíkum dögum á vegum hinna ýmsu aðila og álitamál hvor maður á að skipt sér af,“ sagði borgarstjóri. * Oskar Finnsson um ummæli borgarfulltrúa Hef stutt Þrótt undanfarin ár ÓSKAR Finnsson veitingamaður á veitingahúsinu Argentínu er ósáttur við ummæli Sigrúnar Magnúsdóttur borgarfulltrúa Frainsóknarflokks- ins í hans garð og fyrirtækis hans. Sigrún hefur átalið að hann hafi verið auglýstur, sem grillmeistari á útihátíð á vegum íþrótta- og tóm- stundaráðs við Þróttheima, þar sem hann sé frambjóðandi á lista Sjálf- stæðisflokksins og kosningastjóri í hverfinu. Óskar segist vera styrktar- aðili Þróttar og hann hafi á undanförnum árum efnt til grillveislu í þeirra nafni og svo muni verða áfram. Þá hafi Sjálfstæðisflokkurinn nú sem endranær gefið út blað og dreift á hvert heimili í hverfinu fyrir væntanlega kosningar og að sjálfsögðu hafi þótt rétt að auglýsa þar væntanlega hverfahátíð á vegum félaga og félagasamtaka í hverf- inu á sumardaginn fyrsta. Oskar segist vera ósáttur við þá fullyrðingu Sigrúnar að hann hafi sett að skilyrði að hans yrði getið í auglýsingu íþrótta- og tómstunda- ráðs, þar sem dagskrá sumardagsins fyrsta var tíunduð. „Ég bý í hverfinu og hef búið í mörg ár,“ sagði hann. „Fyrirtæki mitt er líka styrktaraðili Iþróttafélagsins Þróttar og styrkir það á hveiju ári með grillveislum. Ef auglýsingin er skoðuð sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtu- dag þá sést að í öðrum hverfum er verið að auglýsa Goða, Egil Skalla- grímsson, Dansstúdíó Sóleyjar og Söngskóla Eddu Borg svo dæmi sé tekið en Sigrún ræðst allt í einu á eitt fyrirtæki. Þeir hjá íþrótta- og tómstundaráði segja eðlilegt að ef menn vilji styrkja borgina með gjöf- um þá eigi að sjálfsögðu að geta þess í auglýsingu þeirra. Það að ég er á lista flokksins hefur ekkert með það að gera.“ Samband við starfandi félög Óskar benti á að þegar hátíð sem þessi væri haldin í hverfinu þá væri haft samband við öll starfandi félög innan hverfisins og þar á meðal Sjálf- stæðisfélagið. Sjálfstæðismenn vildu veg hverfisins sem rnestan, að það byggðist upp og að hugsað væri um íþróttafélagið, sem þar væri fyrir börnin. „Þarna eru börnin mín og mér er ekki sama hvernig þetta félag er,“ sagði hann.„ Ég hef þá trú að ef R-listinn væri með eitthvað félag í hverfinu eða hefði áhuga á hverfinu eða uppbyggingu á íþróttum almennt þá hefði þeim verið boðið að vera með en þeir hafa ekki starfað í þessu hverfi." Óskar sagði það dæmigert fyrir Sigrúnu sem oddvita R-listans að halda því fram að áróðri hafi verið dreift til allra barna í hverfinu. Hið sanna væri að nú rétt eins og fyrir aðrar kosningar hefði Sjálfstæðisfé- lagið dreift 4.800 bæklingum til allra ibúa hverfisins. í bæklingnum væru upplýsingar um hvar skrifstofa flokksins væri til húsa, upplýsingar um fundi með frambjóðendum og fleira. „Að sjálfsögðu bar okkur skylda til að minnast þar á þessa hátíð sem halda átti í hverfinu okkar á sumardaginn fyrsta," sagði hann. „Það sem ég veit að er sárt fyrir Sigrúnu er að hún hefur búið hér til margra ára og það hafa verið 150 til 300 manns sem tekið hafa þátt í þessari hátíð en nú brá svo við þátt- takendur voru eittþúsund. Þegar litið er til síðust kosninga þá sést að yfir helmingur borgarbúa eru sjálfstæð- ismenn. Þannig að ef útiloka á alla sjálfstæðismenn frá samkomum á vegum borgarinnar þá mundi enginn inæta.“ SUMAR-VÖRUR fást ekki ódýrarí annars staðar KAFFIBORÐ 06 TVEIR STÓLAR 3.99lk garðstoll^ m/hau baki Fimm stillingar á baki Reykjarvikurvegi Hamarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.