Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL 1994 39 Kjósum konur eftir Þórönnu Pálsdóttur í komandi bæjar- og sveitar- stjórnarkosningum er kjósendum eins og endranær mikill vandi á höndum. Kvennalistinn í Kópavogi býður Kópavogsbúum upp á nýja pólitík sem tekur mið af þörfum kvenna og fjölskyldna þeirra. Um þessar mundir keppast núverandi bæjarfulltrúar um að sýna og sanna ágæti sitt og karpa um leið sín í milli á síðum dagblaðanna. Meirihlutinn stærir sig af gerðum sínum og minnihlutinn tætir niður. Tölur og línurit eru misvísandi og erfitt að greina hvað rétt er. Þetta er hin hefðbundna aðferð sem notuð þegar ætlunin er að segja kannski ekki nema hálfan sann- leikann. Konur til áhrifa og valda í bæjarslgórn Konur í Kvennalistanum bjóða nú fram starfskrafta sína í annað sinn til að breyta umræðunni, hafa áhrif á forgangsröðunina og koma sjónarmiðum kvenna og fjöl- skyldna þeirra að. í bæjarstjóm Kópavogs hefur um nokkurra ára skeið verið við lýði mikið karla- veldi. í bæjarstjórn sitja 7 karlar og 4 konur og ekki er neinni konu treyst til að sitja í bæjarráði, en þar sitja 5 bæjarfulltrúar. Ef eng- ar breytingar verða í ár fækkar konum í bæjarstjórn. Er það vilji Kópvogsbúa að hlutur kvenna minnki úr 36% í 27%? Við uppstill- ingu á framboðslistum í Kópavogi í vor hefur hlutur kvenna veikst mjög. Konur færast niður eftir list- unum og áhrif þeirra minnka. Þær eiga enn erfiðara en áður með að koma málum, sem brenna á kon- um, á framfæri og standa vörð um mikilvæg málefni, sem ekki skilja eftir sig augljós minnismerki eins og hús og götur. Þessu viljum við Kvennalistakonur breyta. Við bjóðum fram sterkar konur til að hafa áhrif i bæjarstjórn. Eflum miðbæinn Lengi vel var skipulag bæjarins heldur losaralegt. Menn settu nið- ur hús og hús eftir hendinni. Fyr- ir u.þ.b. aldarfjórðungi var ákveðið að breyta um stefnu, taka skipu- Iagið föstum tökum og skapa hér líflegan og aðlaðandi miðbæ, þar sem bæjarbúar gætu verslað og fengið alla nauðsynlega þjónustu. Miðbærinn er risinn, en ekki nema til hálfs og ósköp er ráðaleysið mikið við að ljúka verkinu. Enn sem komið er hefur ekki tekist að skapa grundvöll fyrir iðandi mann- líf á miðbæjarsvæðinu. Margar byggingar standa þar auðar og raunar víðar um bæinn. Margt er samt vel gert á svæðinu en nú þarf að endurskoða allt skipulag þess og efna til samkeppni um verkið í held. Það er tímaskekkja að Ieita ekki eftir hugmyndum um mikilvægustu málefni bæjarbúa eins og skipulagsmálin eru. Tilvist skipulagsskrifstofunnar tryggir ekki endilega bestu lausnina. Það er á ábyrgð bæjarstjómar að Kópavogsbúar eignist miðbæ sem þeir geta verið stoltir af. Það þarf að greiða fyrir smárekstri og skapa aðstæður fyrir smáiðnað í miðbænum. Ef til vill mætti breyta einhveiju af þessu auða húsnæði í miðbænum í menningarmiðstöð með minni tilkostnaði en byggja nýja. Þetta viljum við Kvennalista- konur m.a. athuga þegar við kom- umst í bæjarstjóm. Það þarf að leita markvisst eftir ódýrari leiðum til að stemma stigu við skuldasöfn- un bæjarins. Kópavogsbúar hafa of lengi þurft að sitja uppi með dýrar og hálfkláraðar byggingar eins og t.d. Listasafnið og sund- laugina sem hefur verið í byggingu í 30 ár og enn er langt í land að hún verði fullgerð. Unglingar og samgöngur Mikið er rætt og ritað um um- hverfismál og umhverfísvernd. Tvískinnungur er mikill í því hvað umhverfisvemd er. Hér í bæ virð- ist umhverfísvemd snúast um gatnagerð til að greiða fyrir notk- un einkabíla. Mun áhrifaríkari leið til umhverfisvemdar er að draga úr notkun einkabfla. Það á einnig að vera verkefni hverrar bæjar- stjórnar að sjá til þess að bæjarbú- ar komist á sem einfaldastan og öruggastan hátt milli staða hvort sem er gangandi, hjólandi eða með almenningsvögnum. Góðar al- menningssamgöngur er hags- munamál íjölskyldunnar. í Kópa- vogi er einn tónlistarskóli, einn myndlistarskóli og æfingar íþróttafélaganná em dreifðar um allan bæ. Foreldrar em á sífeldum akstri um bæinn og vilja ekki að böm fari hjólandi vegna slysa- hættu. Engar hjólabrautir em meðfram helstu umferðarleiðum. Sem foreldri hef ég lengi furðað mig á hvers vegna unglingar nota ekki strætisvagna. Það gerði ég sjálf sem unglingur hér í bæ fyrir rúmum aldarfjórðungi. Þá var einn vagn sem fór „hringinn“ í bænum og tók það á annan tíma. Það þótti ekkert tiltökumál að sitja í strætó hálftíma eða meir. Það vill gleymast að tímaskortur hijáir ekki æskuna eins og okkur full- orðna fólkið. Ástæðan fyrir því að unglingar nota ekki strætó er að það er dýrt. Ferðir fyrir Austurbæ- ing með strætó í sundlaugina kosta 220 krónur fyrir 14 ára ungling og 110 krónur fyrir 10 ára barn. Fyrir 25 ámm gátum við sem sóttum skóla til Reykjavík- ur fengið miða á bæjarskrifstof- unni með það miklum afslætti að i 12, siaii 44433. í Kaupmannahöfn F/EST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Þóranna Pálsdóttir. „Bæjarstjórnin sinnir ekki ungling-unum og þrátt fyrir margendur- teknar beiðnir um fé- lagsmiðstöðvar í aust- urbæinn gerist ekki neitt.“ um munaði. Er það ekki liður í umhverfisvænu uppeldi að venja börn og unglinga á að nota al- menningssamgöngutæki? Það þarf að selja farmiða í strætó, sem nota má innanbæjar, með miklum afslætti. Það væri tilraun til að létta á akstri foreldra og þörfínni á tveimur bílum á hveiju heimili. Veðrið er stundum þannig að ástæða er til að fara í strætó á einni stoppistöð og úr á þeirri næstu. Hér er á ferðinni mjög mikilvægt mál, sem varðar fjöl- skylduna á marga vegu, mál sem bærinn getur sinnt mun betur en hann gerir nú. Hagræðing í stræt- isvagnarekstri með það eitt að markmiði að lækka rekstrarkostn- aðinn er ómarkviss og getur verið fjandsamleg íbúunum. Ófélagsbundnir unglingar - félkgsmiðstöðvar Bæjarstjómir Kópavogs hafa á undanförnum árum lagt mikið af mörkum til íþróttafélaga bæjarins og er það vel, en betur má ef duga skal. Hér í bænum er, eins og í öðmm bæjarfélögum, stór hópur barna og unglinga sem ekki er í neinum félögum. Það hentar ekki öllum að stunda íþróttir eða skipulagt tómstundastarf. Til að koma til móts við þennan hóp þarf bærinn að koma upp félags- miðstöðvum. Austurhluti bæjarins hefur vaxið hratt undanfarin ár og eins og oft vill verða þegar uppbygging bæjarhluta er mjög hröð vilja unglingarnir gleymast. Þau fá engan samastað. Bæjar- stjórnin sinnir ekki unglingunum og þrátt fyrir margendurteknar beiðnir um félagsmiðstöðvar í austurbæinn gerist ekki neitt. Málinu er drepið á dreif með því að karpa um hvort félagsmiðstöðv- ar eigi að vera í skólunum, mið- bænum eða einhvers staðar annars staðar. Þetta eru óviðunandi vinnubrögð. Á meðan á þessu karpi stendur eru margir ungling- ar í reiðileysi og vandamálin hlað- ast upp. Þessum unglingum hefur ekki einu sinni verið gert kleift að komast á ódýran hátt í Ekkó, félagsmiðstöðina í vesturbænum. Málið snýst ekki um húsnæði held- ur um það hvar unglingarnir eru og hvernig þeir hafa það. Bæjar- stjórninni er skylt að leysa þetta mál í samvinnu unglingana og foreldra þeirra. Það þarf að ráða fagfólk til að sjá um félagsmið- stöðvar. Það getur varla verið raunhæf lausn fyrir þann stóran Qkuskóli Islands Námskeið tii aukinna ökuréttinda (meirapróf) hefst 16. maí nk. Á sama tíma hefst rútunámskeið og fylgir því ókeypis skyndihjálparnámskeið. Innritun stendur yfír. Geymið auglýsinguna. Okuskóli Islands hf., Dugguvogi 2, sími 683841. ys* NÁMSREIÐ í WINDOWS FORRSTUN - fyrir forritara Efni: ■ Saga Windows (1.0, 2.0.WIW3.1/3.11) - Framtíð (Chicago/Win 4.0, Daytona/NT 3.11, Cairo/NT 4.0) - Windows högun - Forritaskil (API, WOSA, MAPI, ODBC, OLE, TAPI, Pen, Fjölmiðlun) - Forritunarumhverfi (VB, VC++, SDK, TPW, Access, Paradox, Excel...) - SDK forritun - Forritahönnun i viðbragðs umhverfi - Úttak (GDI, skjár, prentari, skrá) - Inntak (Mús, lyklaborð, klukka) - Minnisstjómun - Upplýsingaöflun (Bækur, blöð, CD diskar o.fl.) - Aðaláhersla á C forritun með SDK Undirstaða: - Þekking á forritun í C, Pascal eða Fortran er æskileg. Leiðbeinandi: - Björn R. Sveinbjömsson, kerflsfræðingur. Námskeiðið hefst 7. maí. Innritun er hafln í síma 616699. Tölvuskóli Reykiavíkur BORGflRTÚNI 28.105 REVKJAVÍK, sími 616699. fax 616696 hóp af unglingum sem ekki stund- ar íþóttir, hefur engan áhuga á íþróttum og vill helst ekki í íþrótta- hús koma, að láta íþróttafélögin ein sjá um að rekstur félagsmið- stöðvar. Hér að ofan hefur verið bent á fáein atriði sem betur mega fara en þaireru mörg málin sem ekki hafa verið nefnd. Ég hvet alla Kópavogsbúa til að kynna sér stefnumál Kvennalistans fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar og veita Kvennalistakonum braut- argengi til að breyta áherslum í bæjarstjórn. Það þarf sterkar kon- ur í bæjarstjóm til að standa vörð um mikilvæga málaflokka. Höfundur er veðurfræðingur og skipar fjórða sæti á lista Kvennalista í Kópavogi. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E V/ReykjanesbrauC Kopavogí, sími S7180O Tilboðsverð: Range Rover 4ra dyra '84, hvítur, sjálfsk., ek. 129 þ.t sóllúga o.fl. Gott eintak. Selst á kr. 630 þús. stgr. (vegna flutnings erlendis). MMC Colt GU '93, rauður, 5 g., ek. að- eins 2 þ. km. V. 1040 þús. MMC Lancer EXE '92, sjálfsk., ek. 31 þ., rafm. í rúöum, central læsing o.fl. V. 1090 þús., sk. á ód. Nissan Sunny 1600 SLX 4x4 '90, 5 g., ek. 70 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 830 þús., sk. á ód. Renault 21 GTX Nevada 4x4 station '90, dökkgrænn, 5 g., ek. 61 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 1180 þús., sk. á ód. MMC Colt GTi '89, rauður, 5 g., ek. 90 þ., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 830 þús. Honda Civic '86, grár, 4ra dyra, sjálfsk., ke. 71 þ. V. 340 þús. Daihatsu Charade CX '88, rauöur, 5 dyra, 5 g., ek. 80 þ. V. 390 þús. MMC Lancer GLXi hlaðbakur '90, sjálfsk., ek. 52 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 850 þús. Honda Civic Sedan LSi '92, sjálfsk., ek. 36 þ. Sem nýr. V. 1290 þús. Subaru Legacy Arctic 2,0 '93, 5 g.. ek. aðeins 9 þ., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2060 þús., sk. á ód. Toyota 4Runner EFi '85, rauöur, 5 g., ek. 113 þ., sérskoöaður, 35“ dekk, 4:10 hlut- föll, sóllúga o.fl. Gott eintak. V. 1080 þús. Nissan SLX 1.6 station 4x4 '91, 5 g., ek. 31 þ., rafm. í öllu. V. 1090 þús. Toyota Corolla XL '88, 3ja dyra, 4 g., ek. 61 þ., reyklaus. V. 520 þús. Toyota Carina II GLi 2000 '90, sjálfsk., ke. 70 þ., m/öllu. V. 990 þús. Nissan Sunny 1600 SLX 4x4 '90, 5 g., ek. 70 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 830 þús., sk. á ód. Toyota Corolla STD '90, rauður, 4 g., ek. 79 þ. V. 590 þús. MMC Colt GLX '89, rauður, 5 g., ek. 85 þ. V. 690 þús., sk. á ód. * Daihatsu Charade TX '90, 5 dyra, 5 g., ek. 73 þ. V. 590 þús. Subaru Justy J-12 '87, 5 g., ek. 96 þ., sóllúga o.fl. V. 390 þús. Nissan Micra GL ’91, 5 g., ek. 45 þ. Toppeintak. V. 590 þús. MMC Pajero V-6 '91, 5 g., ek. 40 þ., ál- felgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 1890 þús., sk. ó ód. Fjörug bílaviðskipti Vantar góða bfla á sýningarsvæðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.