Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL 1994 Fyrsta Rússlands- heimsókn forsæt- isráðherra Israels Moskvu. Reuter. YITZHAK Rabin, forsætisráðherra Israels, kom til Moskvu á sunnudag og er fyrsti leiðtogi landsins sem fer í opinbera heim- sókn til Rússlands. Rabin sagði að helsta markmið heimsóknarinn- ar, sem stendur í fjóra daga, væri að fá Rússa til að taka meiri þátt í friðarumleitunum í Miðausturlöndum. „Eg fæ tækifæri til að útskýra afstöðu okkar fyrir ráðamönnum í Rússlandi í þeirri von að Rússar geti tekið meiri þátt í friðarumleitununum, eins og þeir hafa gert í Júgóslavíu, og ég vonast til að komast í miklu nánara samband við þá,“ sagði forsætisráðherrann. Rabin ræddi í gær við Viktor Tsjernomyrdín, forsætisráðherra Rússlands, sem sagði á sameigin- legum blaðamannafundi þeirra að gyðingum þyrfti ekki að standa ógn af gyðingahatri í Rússlandi. „Hér verður hvorki gyðingahatur né fasismi," sagði Tsjemomyrdín þegar hann var spurður um vin- sældir Vladímírs Zhírínovskíjs, þjóðernissinnans öfgafulla. Zhírínovskíj hefur neitað ásökunum um að hann sé gyðingahatari en kryddar þó oft mál sitt með árásum á gyðinga og gagnrýnir áhrif þeirra í Rússlandi. Rússneskir gyðingar segjast beittir misrétti Um hálf milljón rússneskra gyð- inga hefur flutt til ísraels frá því á miðjum síðasta áratug og marg- ir þeirra kvörtuðu yfír því að hafa verið beittir misrétti í Rússlandi. Reuter Gyðingafundur í Moskvu YITZHAK Rabin, forsætisráðherra Israels, hitti rússneska gyðinga í Moskvu á sunnudag þegar fjög- urra daga heimsókn hans til Rússlands hófst. A myndinni færa börn af gyðingaættum ráðherranum blóm. Talið að hvítir öfgamenn beri ábyrgð á öldu sprengjutilræða í Suður-Afríku Mikil fjárupphæð til höfuðs hermdarverkamönnunum Sjötti leið- toginn á fimm ár- um í Japan Jóhannesarborg. Reuter. TIU manns létust og margir tugir særðust, margir lífshættulega, er sprengja sprakk á leigubílastöð blökkumanna í útjaðri Jóhannesar- borgar í gærmorgnn. Þá létu níu lífið er bílsprengja sprakk í mið- borg Jóhannesarborgar á sunnudag. Er talið að menn úr AWB, öfga- hreyfingu Búa, beri ábyrgð á sprengjutilræðinu en þeir hafa reynt að spilla fyrir fyrstu lýðræðislegu kosningunum í landinu, sem hóf- ust í morgun. Hefur ríkisstjórn Suður-Afríku heitið milljón randa verðlaunum til handa þeim er gétur gefið upplýsingar er leiða til handtöku tilræðismannanna. Þá sprungu sprengjur á fjórum kjör- stöðum, víðs vegar um landið. Verðbréf á fjármálamörkuðum í Suður-Afríku lækkuðu verulega í verði í kjölfar sprenginganna, en þau höfðu hækkað töluvert eftir að Inkatha-flokkur Zúlumanna iýsti yfir þátttöku í kosningunum á mið- vikudag í síðustu viku. Sprengingin á sunnudag varð skammt frá höfuðstöðvum Afríska þjóðarráðsins (ANC) í borginni, en allar spár benda til að það muni vinna yfirburðasigur í kosningun- um, sem standa í þijá daga. Craig Kotze, lögreglumálaráðherra, sagði lögreglu hafa góðar vísbendingar um það hveijir kynnu að hafa verið þama að verki en enginn hefur enn lýst ábyrgðinni á hendur sér. Sprengjan í gærmorgun sprakk á leigubílastöð blökkumanna í út- borginni Randfontein. Að sögn Carls Niehaus, talsmanns ANC, ók hvítur maður sendiferðabíl inn á miðja stöðina og hljóp síðan í burtu. Örskömmu síðar sprakk bíllinn. Vitni segjast einnig hafa séð hvítan mann hafa yfirgefið bílinn er sprakk á sunnudag. Freddie Hartzenberg, formaður íhaldsflokksins, sem er fylgjandi aðskilnaðarstefnunni, sagði flokk sinn eða flokksmenn á^engan hátt tengjast ódæðunum. „Ég'fordæmi þetta. Það verður að fordæma öll morð. Á slíkt get ég ekki fallist," sagði Hartzenberg og bætti við að ofbeldi væri ekki lausnin á vanda Suður-Afríku. Hann sagðist ekki vita hver bæri ábyrgð á sprengjun- um en taldi líklegt að um hægri öfgamenn væri að ræða. Miklar varúðarráðstafanir vegna sprenginganna Björn Bjarnason, formaður utan- ríkisnefndar Alþingis, er nú staddur í Jóhannesarborg þar sem hann mun hafa eftirlit með kosningunum fyrir hönd Evrópuráðsins. Fleiri ís- lenskir eftirlitsmenn eru einnig í Suður-Afríku og munu þeir verða staðsettir hér og þar um landið. „Sprengingin á sunnudagsmorgun þar sem níu manns Iétust var hérna rétt hjá hótelinu. Þetta gerðist ein- ungis í um hundrað til tvö hundruð metra ijarlægð." Björn sagðist ekki hafa orðið var sprenginguna þar sem hann var við messu er sprengj- an sprakk. Hins vegar hefðu verið miklar varúðarráðstafanir á hótel- inu aðfaranótt mánudagsins og gestir vaktir um miðja nótt vegna gruns um að sprengju hefði verið komið fyrir í nágrenni þess. Gestir hefðu farið fram á ganga hótelsins en þá verið sagt að engin hætta væri á ferðum. Lögreglan hefði svo sprengt bifreið skammt frá þar sem talið var að sprengja væri falin. „Það er greinilega mikil eftir- vænting meðal fólks vegna kosn- inganna. Ég hef farið í messur og á samkomur það er greinilega mik- il eftirvænting. Enda er þetta talinn vera merkasti atburðurinn í 350 ára sögu þessa lands,“ sagði Björn. Tókýó. Reuter. TSUTOMU Hata var í gær kjörinn sjötti forsætisráðherra Japans á fimm árum í atkvæðagreiðslu á þingi Iandsins. Fréttaskýrendur segja að erfitt verði fyrir hann að halda sljórninni saman þar sem fram hafi komið alvarlegur ágreiningmr á meðal stjórnar- flokkanna í mikilvægum mála- flokkum. Tsutomu Hata fékk meirihluta atkvæða í báðum þingdeildunum. Hann er 58 ára gamall, leiðtogi Sin- seito, Endurnýjunarflokksins, og var utanríkisráðherra í fráfarandi stjórn. Hata kvaðst í gær vilja halda í flesta af ráðherrum fráfarandi stjórnar en fá Tomiichi Murayama, leiðtoga Sósíalistaflokksins í stjórn- ina. Sósíalistaflokkurinn er stærstur stjórnarflokkanna átta. Hata leggur áherslu á að knýja fram fjárlög, sem hefur dregist í nokkra mánuði, breyta skattakerfinu og auka innflutning frá Bandaríkjun- um til að minnka viðskiptahallann. Kona Wests sökuð um að- ild að morði Glouchester. Reuter. ROSEMARY West, eiginkona Fredericks West sem ákærður hefur verið fyrir að minnsta kosti tíu morð, hefur verið sökuð um aðild að einu morðanna. Mætti hún fyrir rétti í gær og verður í varðhaldi þar til á föstudag. Rosemary West er seinni kona Fredericks og er sökuð um að hafa átt þátt í dauða Lyndu Gough, sem var nítj- án ára er hún hvarf. Lögregla telur að eitt hinna níu kvenlíka sem fundust við hús West hjónanna sé af Gough. Tíunda líkið fannst fyrir skömmu á akri nærri borginni. Rosemary West var handtekin í tvígang í upphafi rannsóknarinnar á „Hryllingshúsinu" en var látin laus vegna ónógra sannanna. Hún var handtekin í síðustu viku, sökuð um að átt þátt í að nauðga ungri stúlku og að hafa ráðist á sjö ára dreng. Auk hennar voru tveir karlar hand- teknir fyrir að nauðga stúlkunni. Lögreglan heldur áfram leit sinni að líkum á akrin- um þar sem tíunda líkið fannst, en talið er að það sé af fyrri konu West, Catherine. Bæði ákærð FJÖLDAMORÐINGINN Frederick West og eig- inkona hans, Rosemary. Hún hefur nú verið ákærð fyrir aðild að einu morða eiginmannsins, auk þess sem hún er sökuð um nauðgun og mis- þyrmingar. Jeltsín boðar „pólitiska þjóðarsátt“ Rútskoj vill sameina stjórnarandstöðuna Moskvu. Reuter. ALEXANDER Rútskoj, fyrrverandi varaforseti Rússlands, kvaðst á sunnudag vera reiðubúinn að veita Borís Jeltsín forseta. Rútskoj sagði þetta í viðtali við óháðu sjónvarpsstöðina NTV. Hann kvaðst vilja verða í fylkingarbijósti þeirra flokka sem myndu hafna til- lögu Jeltsíns um að undirrituð verði yfirlýsing um „pólitíska þjóðarsátt". Jeltsín hefur lagt til að leiðtogar þingflokkanna, þeirra á meðal kommúnistar og þjóðernissinnar, undirriti yfirlýsinguna á fimmtu- dag. Ríkisstjórnin, mörg öflug lýð- veldi, flest verkalýðssamtakanna og nokkur trúfélög hafa þegar ákveðið að undirrita hana. Mikil óvissa er hins vegar um afstöðu stjórnmálaflokkanna. Að- eins þrír flokkar, þeirra á meðal helsti flokkur markaðshyggju- manna, Rússneskur valkostur, hafa ákveðið að undirrita yfirlýsinguna. sljórnarandstöðunni forystu gegn Flokkur hagfræðingsins Grígoríjs Javlínskíjs, Jabloko, er hins vegar staðráðinn að vera ekki með og segir yfirlýsinguna tilgangslausa. Fimm aðrir flokkar, þeirra á meðal Kommúnistaflokkurinn, Bænda- flokkurinn og flokkur þjóðernis- sinnans Vladímírs Zhírínovskíjs, hafa ekki enn tekið afstöðu. Rútskoj kvaðst vilja sameina þá flokka sem undirrituðu ekki yfirlýs- inguna og veita „pólitískri fjölda- hreyfingu" forystu. Hann er talinn líklegur til að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum, sem eiga að fara fram árið 1996. Rútskoj var Iátinn laus úr fang- elsi 26. febrúar ásamt fleiri leiðtog- um uppreisnarinnar gegn Jeltsín í október í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.