Morgunblaðið - 26.04.1994, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 26.04.1994, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 41 ísland, ESB og- norræn samvínna eftir Bjarka Jóhannesson Undanfarið hefur allmikið verið fjallað um EES-samninginn og sam- skipti íslands við Evrópusambandið, ESB, eftir að Norðurlöndin þijú og Austurríki verða fullir aðilar að því. Ég hef fylgst með málinu frá öðrum sjónarhóli en þeim innlenda, þar sem ég hef verið búsettur erlendis síð- ustu átta ár, fyrst í Englandi og síðan í Svíþjóð þar sem ég hef m.a. unnið að uppbyggingu atvinnumála í ljósi aukinna tengsla Svía við ESB. Vil ég strax segja að allmikið skort- ir á heimsmynd íslendinga í umræð- um um samskipti við ESB og kosti og galla hugsanlegrar aðildar að því. Eg mun hér leitast við að varpa ljósi á þá hlið málsins sem litla umfjöllun hefur fengið, en minna koma inn á þau mál sem mest hafa verið í sviðsljósinu, þ.e.a.s. markaðs- mál og fiskveiðar. Breyttur grundvöllur alþjóðasamskipta Á siðustu árum hefur gætt þró- unar í hinum vestræna heimi sem gjörbreytt hefur grundvelli alþjóð- legra samskipta. Þessi þróun sam- anstendur af ýmsum ólíkum þáttum, svo sem blokkamyndun á sviði við- skipta og stjómmála, svæðaþróun í Evrópu, byltingu í hátækniiðnaði og falli kommúnismans í Austur-Evr- ópu. Það hefur víst ekki farið framhjá mörgum að hinar stóru ríkjasam- steypur Austur-Evrópu, Sovétríkin og Júgóslavía hafa leyst upp, og í Afríku og Asíu hafa ný ríki sprottið upp, þannig að landabréfabækur em yfirleitt orðnar úreltar jafnskjótt og þær koma úr prentun. Jafnframt þessu á sér þó stað gagnstæð þró- un, þ.e.a.s. myndun stórra við- skipta- og stjórnmálablokka, eink- um í Evrópu, Norður-Ameríku og Austur-Asíu. Gagnlegt er að skoða þróun ríkja Evrópu síðustu tvö- hundmð ár eða svo, til að skilja betur þá þróun sem nú á sér stað. Núverandi ríkjaskipan Evrópu er ekki gömul, og má líta á hana sem afsprengi þjóðemisstefnu þeirrar sem fylgdi í kjölfar iðnbyltingarinn- ar, upplýsingarinnar og uppkomu borgarastéttarinnar sem varð eins konar arftaki aðalsstéttarinnar. Allt frá dögum Karls mikla hafði hið svo nefnda Þýsk-rómverska keisara- dæmi verið stórt valdasvæði innan Evrópu. Þetta ríki var þó ekki stöð- ugt, og í framhaldi umbrota í kjöl- far frönsku byltingarinnar leystist það upp í Austurríska keisaradæm- ið, Prússland og nokkur smærri ríki. Á Vínarráðstefnunni 1814-1815 tókst Metternich, kanslara Austur- ríska keisaradæmisins, að endur- reisa það úr brotum Napóleonsstyrj- aldanna, en með vaxandi þjóðemis- kennd í álfunni var þar þó við ram- man reip að draga. Metternich reyndi að spoma við upplausn Aust- urríska keisaradæmisins með því að leggja til aukna sjálfstjórn héraða í eins konar ríkjasambandi með rík- isráð i Vín. Hann mætti þar and- stöðu keisarans sem ekki vildi slaka á miðstýringu, og á næstu 100 árum leystist Austurríska keisaradæmið upp. Með fyrri heimsstyijöldinni var grundvöllur lagður að núverandi ríkjaskipan Evrópu, sem nú skiptist í fleiri og smærri ríki en áður. Sömu þróunar hefur gætt í öðram heims- álfum er fyrrverandi nýlendur Evr- ópuríkja hafa öðlast sjálfstæði. Sovétríkin lifðu þó áfram sem mið- stýrt risaveldi allt fram á þennan áratug. Það er einkum tvennt sem valdið hefur því að hin nýstofnuðu smáríki hafa kosið að skipa sér aftur saman í stærri einingar. í fyrsta lagi hafa bættar samgöngur stuðlað að aukn- um alþjóðasamskiptum og efna- hagssamvinnu, og þjóðernisstefnan er nú aftur á undanhaldi, a.m.k. í þeirri mynd sem hún tók á sig á síðustu öld. Við hafa tekið mismun- andi fast tengd ríkjasambönd eða efnahagsbiokkir. Þessi ríkjasam- bönd eru ekki hugsuð sem miðstýrð stórveldi líkt og á dögum Þýsk-róm- verska keisaradæmisins og Sovét- ríkjanna, heldur eiga þau að byggj- ast á fijálsri samvinnu sjálfstæðra ríkja, þar sem hvert ríki heldur sjálfsákvörðunarrétti sínum og menningareinkennum, en eftirlætur ríkjasambandinu ákvörðunarrétt og samhæfíngu í vissum málum. Jafn- framt hefur menningarlegt og efna- hagslegt sjálfstæði smærri héraða innan ríkjanna aukist. Ein aðalorsökin fyrir stofnun og útbreiðslu Evrópubandalagsins var sú að með aukinni efnahagsþróun Bandaríkjanna og Japans stóðu ríki Evrópu höllum fæti í viðskiptum. Þjóðirnar sáu að hagsmunum þeirra var best borgið með samvinnu. Eitt aðalmarkmið bandalagsins var að styrkja samkeppnisstöðu evrópsks iðnaðar og bæta viðskiptaaðstöðu og stuðla þannig að auknum hag- vexti innan álfunnar. Samskonar blokkamyndun hefur einnig átt sér stað annars staðar í heiminum, og má þar nefna NAFTA (North- American Free Trade Area), sem byggir á viðskiptatengslum Banda- ríkjanna, Kanada og Mexíkó, ASE- AN (Association of South-East Ase- an Nations) og ECOWAS (samtök Afríkuríkja). í öðru lagi hefur reynslan kennt þjóðum Evrópu að friður verður . betur tryggður með samvinnu þeirra en sundrung. Á Vínarráðstefnunni 1814-1815 var grundvöllur lagður að valdajafnvægi innan Evrópu með samvinnu Austurríkis, Bretlands, Frakklands, Rússlands og Prúss- lands. Það byggðist á samstöðu þjóðanna og tryggði í stórum drátt- um frið innan álfunnar næstu 100 árin, allt fram að fyrri heimsstyij- öldinni. Eftir síðari heimsstyijöldina skapaðist nýtt valdajafnvægi milli Austur- og Vestur-Evrópu. Það byggðist hins vegar á hræðslujafn- vægi milli ríkja austurs og vesturs, og vann fremur að sundrang þjóða Evrópu en sameiningu þeirra. Segja má að Evrópusambandið tákni fráhvarf frá þjóðernisstefnu 19. aldarinnar með þeim flokka- dráttum sem henni fylgdu og hræðslujafnvægi milli austurs og vesturs. Eitt af markmiðum Evrópu- sambandsins er að tryggja frið inn- an Evrópu með auknum menningar- og viðskiptatengslum ríkja álfunnar. íslendingar og ríkjablokkirnar Eins og Björn Friðfínnsson bend- ir á í grein sinni í Morgunblaðinu hinn 9. mars sl. breytist aðstaða Islendinga við inngöngu Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Austurríkis í Évrópusambandið. Kostnaðurinn við að halda uppi óbreyttu eftirlits- kerfí á grundvelli EES-samningsins verður of mikill fyrir okkur íslend- inga, og við verðum að leita eftir breyttum samningum. Þar hefur einkum verið nefndur svo kallaður tvíhliða samningur milli íslands og Evrópusambandsins. Þær raddir hafa heyrst að þar sé einungis um að ræða tæknilegt samningaatriði. Bjöm varar þó við of mikilli bjart- sýni, og að erfitt geti reynst að ná slíkum samningi. Eftir alllanga búsetu erlendis vil ég lýsa yfír stuðningi við skoðun Björns. Við íslendingar höfum að vísu stundum náð allmiklum árangri einir á báti, og má þar til dæmis nefna þorskastríðið. Þar höfum við hins vegar haft allsterk tromp á hendi, einkum samvinnu við hin Norðurlöndin og hernaðarlegt mikil- vægi okkar í NATO. Á þessu hefur hins vegar orðið breyting á siðustu áram. Með upplausn Sovétríkjanna hefur valdahlutfallið í heiminum breyst, og eins og ég nefndi hér að ofan, byggist það ekki lengur á hræðslujafnvægi milli austur- og vesturblokkanna. Þótt ekki sé enn séð fyrir endanlega þróun OSS-ríkj- anna, hefur hernaðarlegt mikilvægi íslands stórlega minnkað, og er varasamt að treysta í blindni á áframhaldandi áhuga Bandaríkja- manna og Vestur-Evrópu á hags- munum Islendinga og viðskiptum við þá. Við treystum gjarna á að þjóðum Evrópu renni blóðið til skyldunnar vegna skyldleika okkar við þær. Því má svara að sá skyldleiki er einkum mikilvægur í augum okkar íslend- inga, en lítt kunnur meðal almenn- ings úti í Evrópu. Þótt við íslending- ar lítum gjama á okkur sem nafla alheimsins, erum við afar lítið þekktir meðal evrópubúa og er t.d örsjaldan getið í fjölmiðlum. Þar sem lítilla hagsmuna er að gæta má búast við því að þjóðir Evrópusam- bandsins hafi daufan áhuga á að veita okkur íslendingum sérstöðu í viðskiptum við sambandið. Island og Norðurlöndin Víkjum þá að þætti norrænnar samvinnu, og skyldleika okkar við Norðurlöndin. Þar er e.t.v. meiri von á undirtektum, en þó ber okkur einnig að líta með raunsæi á þau mál. Jafnvel innan Norðurlandanna er Island ekki mikið þekkt meðal almennings, og ekki heldur ættar- tengsl íslendinga við hin Norður- löndin. ísland á ekki mikið rúm í norrænum fjölmiðlum og er almenn- ingur fremur illa upplýstur um land- ið. Ég er t.d. oft spurður hvort hér sé stunduð knattspyrna, hvort hér séu til veitingastaðir, og annað sem okkur finnst að allir hljóti að vita. Fáir vita enn fremur að við höfum nýlega átt alheimsfegurðardrottn- ingar, sterkasta mann heims, evr- ópumeistara í brids, marga stór- meistara í skák og sterkt handbol- talið, þótt við höldum sjálfir að með því höfum við skipað okkur á bekk með stórþjóðum heims. Þeir Norð- urlandabúar sem heimsækja ísland hrífast yfírleitt af landinu, en ann- ars er það minna þekkt en við höld- um. Mikilvægi norrænnar samvinnu hefur einnig minnkað, og t.d. var varla fjallað um þing Norðurlanda- ráðs í dönskum og sænskum fjöl- miðlum. Flestum mun einnig ókunn- ugt að við Islendingar eigum þar forsæti. Þess í stað beinast augu Norðurlandanna í áuknum mæli til meginlands Evrópu og þeim við- skipta- og menningartengslum sem þar er að leita. Með þessu vil ég ekki fullyrða að Norðurlöndin muni gleyma okkur þegar þau eru komin inn í Evrópu- sambandið, en vænta má þess að áhugi þeirra og áhrif muni verða minni en í EES-samningaviðræðun- um. í þeim viðræðum komu EFTA- löndin fram sem ein heild, og þá var samningurinn sem heild ágætis vopn til að vinna að sérhagsmunum íslendinga. Eftir inngöngu ríkjanna er hins vegar engu slíku til að dreifa. Norðurlöndin verða einungis fjögur af sextán aðildarríkjum sambands- ins með u.þ.b. 15 fulltrúa af 90 inn- an ráðherranefndar Evrópusam- bandsins. Islendingar geta því ekki treyst því að hagsmuna þeirra verði gætt í skjóli norrænnar samvinnu ef þeir reyna að ná sérsamningum við Evrópusambandið. Hagsmunir íslendinga innan og utan Evrópusambandsins Að ofansögðu hiýtur sú spurning að vakna hvort hagsmunum íslend- inga sé best borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Ef ekki nást tvíhliða samningar við sambandið verða markaðsviðskipti okkar við Bjarki Jóhannesson. „Ef ekki næst tvíhliða samningur við ESB er e.t.v. tímabært að gera fordómalausa rannsókn á kostum og göllum við fulla aðild Islands að sambandinu.“ sambandið varla auðveld. Ekki get- um við heldur treyst á áhuga Banda- ríkjamanna, ef þeir telja að dregið hafi úr hernaðarlegu mikilvægi Is- lands. Má þar benda á harða af- stöðu ráðamanna þar gegn hvalveið- um íslendinga og hótanir um við- skiptabann af því tilefni. Eftir tveggja ára búsetu í Bandaríkjunum get ég vitnað að Norðurlöndin era lítt þekkt meðal almennings í Bandaríkjunum, og Island nær ein- göngu vegna herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Vart er við þvi að búast að Bandaríkjamenn sækist eftir viðskiptum við Islendinga eða styðji þá að öðru leyti af góð- mennsku einni, ef þeir telja sig hafa lítilla hagsmuna að gæta. Ekki er meiri árangurs að vænta í Austur-Evrópu. Margar Austur- Evrópuþjóðir eru fátækar á okkar mælikvarða, og hagkerfí og stjóm- kerfí þeirra er of vanþróað til að þar sé hagstæðra viðskiptaaðila að vænta. Einnig mun áhugi þessara þjóða fremur beinast að viðskiptum við Evrópusambandið en aðrar þjóð- ir, og má þar benda á gífurlegar skuldir þeirra í þýskum bönkum. Þó er þess ekki að vænta að þau verði fullgildir aðilar að sambandinu í bráð, en vera má að þau myndi einhverskonar ríkja- eða viðskipta- samband sín á milli. Vart er þess að vænta að við getum spyrt okkur við þau í viðskiptum okkar við Evr- ópusambandið. Mestar líkur benda þannig til þess að við verðum einir á báti í heimi stórra ríkjasambanda ef ekki næst tvíhliða samningur við sambandið. Lítum þá nánar á hagsmuni Ís- lendinga í því ljósi. Hingað til hefur einkum verið fjallað um markaðs- hagsmuni og fískveiðar í umræðu um samskipti okkar við aðrar þjóð- ir. Þetta eru að sjálfsögðu mikilvæg- ustu hagsmunir okkar, en þó ber ýmislegs fleira að gæta. Ér þar ekki einungis um markaðs- og efna- hagshagsmuni að ræða, heldur einn- ig þátttöku í fjölþjóðlegri menning- arstarfsemi og ekki síst menntunar- málum og vísindarannsóknum á sviði atvinnumála. Eins og þeim sem fást við þessi mál er kunnugt stefnir atvínnuþró- un á Vesturlöndum æ meira yfir í hátækniiðnað, upplýsinga- og sam- skiptaiðnað. Vilja margir telja að þeirri þróun megi jafnvel líkja við iðnbyltinguna á síðustu öld. Svo virðist sem rannsóknir á sviði at- vinnumála muni í framtíðinni bein- ast í gegnum ESB, Bandaríkin og Slípiefni Japan eða e.t.v bandalög eins og NAFTA, ASEAN og ECOWAS. A næstu áram mun ESB veija stórfé í rannsóknir á sviði atvinnumála. Nauðsynlegt er að við Islendingar getum þar verið með og unnið að okkar sérhæfðu málum, t.d. á sviði - hátæknisjávariðnaðar og jarðfræði. Alvarlegt gæti reynst að lenda utan allrar slíkrar rannsóknarsamvinnu. Hvað varðar framhaldsnám, er einn- ig óvíst að íslendingar eigi í framtíð- inni greiða leið inn í erlenda há- skóla nema með ærnum kostnaði ef þeir standa algjörlega utan Evr- ópusambandsins. Nýlega var gerður samningur milli Norðurlandanna um • gagnkvæman rétt til háskólanáms innan þeirra. Þessi réttur er þó sjálf- krafa tryggður milli ríkja Evrópu- sambandsins og hefur því samning- urinn litla þýðingu fyrir aðra en íslendinga i framtíðinni. Ef svo fer sem hér er varað við er tími til kominn að íslendingar skoði þessi mál alvarlega, og ef ekki næst tvíhliða samningur við ESB er e.t.v. tímabært að gera for- dómalausa rannsókn á kostum og göllum við fulla aðild íslands að sambandinu. Að mínu mati yrði slík rannsókn að vera mjög víðtæk og taka inn fjölþætta hagsmuni svo sem: - Pólitíska: Ákvarðanavald og áhrif innan bandalagsins og utan, varn- armál o.s.frv. - Stjómunarlega: Tollamál og tolla- eftirlit, sjúkdómavarnir, innflutning^ útlendinga, útlendingaeftirlit o.s.frv. Efnahagslega: Markaðsmál, bankamál, fiskveiðar, landbúnað, gjöld og styrki o.fl. Hér má hafa til hliðsjónar reynslu EFTA-ríkjanna fjögurra. - Þróunarlega: Æðri menntun, vís- indarannsóknir á sviði atvinnumála, heilbrigðismála, umhverfismála o.fl. innan og utan bandalagsins. - Menningarlega: Samstarf á sviði menningarmála, menningarlega sérstöðu okkar o.fl. - Félagslega: Atvinnumál, hús- næðismái, félagsleg vandamál og þjóðernisvandamál við opnun búsetu og vinnumarkaðar o.fl. - Samskiptalega: Ýmislegt samstarf og upplýsingastreymi, samgöngur, ferðamál o.fl. Eflaust koma fleiri þættir hér inn, og slík rannsókn krefst ná- kvæms undirbúnings ef hún á að geta legið til grundvallar ákvarð- anatöku. Ekkert má undan skilja sem máli skiptir, því þá er aðeins hálfur sannleikurinn sagður. Ef rannsóknin er vel unnin, veitir hún ekki einungis vitneskju um hvort við eigum samleið með Evrópusam- bandinu, heldur einnig um framtflfcf íslands á alþjóðavettvangi og þá möguleika sem fyrir hendi era. Höfundur er doktor í skipulagsfræði og er starfandi í Svíþjóð. Hann hefurm.a. rannsakað svæðaþróun og atvinnuþróun íEvrópu og gildismat og hagsmuni þjóða. JAMVATNSBARKAR Með eða ón filters. Stœrðir.50 -100 mm. Lengd rúllu 50 mtr. Tilvalið þar sem rœsa þarf fram land. Vara sem vinnur með þér, auðveld í meðhöndlun. Sk VATNSVIRKINN HF. V ÁRMULA 21 SIMAR 686455 - 685966 JjT' r| iSSSS FAX 91-687748

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.