Morgunblaðið - 26.04.1994, Page 59

Morgunblaðið - 26.04.1994, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL 1994 59 IlcUdarvinningsupphæðin: 96 milljón krónur 13 réttir: T 186.580 J kr. 12 réltir: 5.660 } kr. 11 réttir: T 540 j kr. 10 réttir: 0 j kr. í I i i \ : \ 4 í 4 4 i i 4 i i 4 16. leikvika , 23-24. april 1994 | Nr. Leikur: Röðin: 1. Degerfors - Öster - - 2 2. Halmstad - Helsingborg 1 - - 3. Ilanintarby - Örebro - - 2 4. Malniö - Hacken 1 - - 5. Frölunda-Trelieborg - - 2 6. Aston Villa - Arsenai - - 2 7. Chelsea - Leeds - X - 8. Everton - Coventry - X - 9. Norwich - Sheft Utd - - 2 10. ShefT. Wed - Ipswich 1 - - 11. Swindon - Wimbledon - - 2 12. Tottenham - Southampt 1 - - 13. West Ilam - Liverpool - - 2 Formaður Alþjóðasambands flugfreyja og flugþjóna 1. Genoa - Atalanta 1 - - 2. NapoU-Parma 1 - - 3. Piacenza - Juventns - X - 4. Reggiana - Sampdoria - X - 5. Torino - Foggia - - 2 6. Udincsc - Cremonese - X - 7. Cesena - Padova - X - 8. Cosenza - Ancona - X - 9- Fid.Andria - Bari - X - 10. Palcrato - Modena - X - 11. Pisa-Pescara - X - 12. Verona - Brescia - X - 13. Vicenza - Ravenna 1 - - Ilcildarvinningsupphæðin: 9,8 milljón krónur | 13 réttlr: F 657J30 | kr. 12 réttir: 11.180 I kr. 11 réttir: F 970 krK 10 réttir: 300 kr. Glæsiímynd flugfreyju- starfsins er óraunsæ Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Kvennasigur í reiptogi í Vogum MEÐAL dagskráratriða í hátíðarhöldum sumardagsins fyrsta í Vogum var reiptog á milli karla og kvenna, sem endaði með sigri kvenna. Nr. Leikur: Röðiiu FYRIR skömmu var haldinn á Hótel Loftleiðum fulltrúafundur Alþjóðasambands flugfreyja og flugþjóna. Susanne Lugmayr, formaður alþjóðasambandsins, segir sambandið berjast fyrir mörgum brýnum hagsmunamálum, en mikilvægust sé þó sú krafa að flugfreyjur og flugþjónar verði að standast ákveðnar lág- markskröfur og að tekið verði upp alþjóðlegt skírteini um slíkt. Á síðasta ári ákvað sambandið að breyta ensku starfsheiti flug- freyja og flugþjóna og þar með nafni sambandsins. í stað „flight attendant“ (flugþjónusta) vartekið upp heitið „cabin crew“ (farþega- rýmisáhöfn). Þar með breytist líka heiti alþjóðasamtakanna úr The Intemational Flight Attendants Association í The International Cabin Crew Association. Lugmayr sagði þetta vera lið í því að leggja áherslu á að flugfreyjur og flug- þjónar væru hluti af áhöfninni og þar með auka skilning á þessu starfi. „Við erum enn að beijast við ímynd ungu sætu stelpnanna, sem ferðast um heiminn og njóta lífsins á framandi stöðum. Það eru breyttir tímar. Flugfélögin hafa orðið að grípa til sparnaðaraðgerða og það er auðveldast að skera okk- ur niður þar sem ódýrara er að þjálfa nýjar flugfreyjur en t.d. flug- menn. A sama tíma hefur starfið orðið miklu erfiðara. Með full- komnari vélum styttist flugtíminn sífellt en farþegar gera samt kröf- ur um sömu þjónustu, sem færri flugfreyjur verða að veita. Farþeg- ar geta valið á milli það margra flugfélaga í dag, að menn verða ■ DR. SIGRÍÐUR Sigvijóns- dóttir heldur opinberan íyrirlestur í boði íslenska málfræðifélagsins í stofu 422 í Árnagarði fimmtu- daginn 28. apríl kl. 17.15. Fyrirlest- urinn sem nefnist Afturbeyging í máli íslenskra barna er byggður á doktorsritgerð Sigríðar „Binding in Icelandic: Evidence from Language Acquisition". Sigríður Siguijóns- dóttir lauk kandídatsprófi í ís- lenskri málfræði frá Háskóla ís- lands 1987 og doktorsprófí frá University of California, Los Angel- es 1992. Árið 1993 var doktorsrit- gerð hennar gefin út í University of California, Los Angeles, „Work- ing Papers in Psycholinguistics. Sigríður hefur unnið að rannsókn- um og haldið fyrirlestra á fræða- sviði sínu hér heima og erlendis og birt greinar í íslenskum og erlend- um tímaritum. Hún er nú lektor í íslenskri málfræði við Háskóla ís- lands. Fyrirlesturinn er öllum opinn. að betjast hart fyrir því að halda í viðskiptavinina," sagði Lugmayr. Hún sagði það vera mjög miður hversu lítið flugfélögin mætu það öryggishlutverk, sem flugfreyjur og -þjónar sinntu um borð. Þær bæru ekki bara drykki í farþeg- anna heldur bæru í raun ábyrgð á öryggi þeirra um borð. „Ef eitt- hvað kemur upp á erum það við sem verðum að aðstoða farþegana. Það eru flugfélögin sem bera ábyrgð á því að þjálfa starfsfólk í því að bregðast við neyðarástandi. Ein helsta krafa okkar er sú að tekin verði upp alþjóðleg réttindi, eins konar skírteini, sem allar flug- freyjur og allir flugþjónar verða að vinna sér inn. Það væri trygg- ing fyrir því að starfsfólk um borð í vélunum hefði hlotið að minnsta kosti lágmarksþjálfun." Að sögn Lugmayr hefur verið barist fyrir þessari kröfu allt frá miðjum áttunda áratugnum, en flugfélögin verið mjög treg til að ræða hana. Þau vilja ekki skuld- binda sig til að kosta þjálfun flug- freyja. Þá hafa samtök flugmanna verið andvíg því að þessi réttindi yrðu tekin upp, en hún sagðist ekki skilja á hvaða forsendum. Það væri ekki umdeilt að flugstjórinn væri ávallt hæstráðandi um borð í vélinni hvort sem að flugfreyjurn- ar hefðu einhver réttindi eða ekki. „Skírteinið eykur einungis öryggið en ekki völd okkar um borð,“ sagði hún. Lugmayr sagði einnig að al- mennt væri mjög mikið um rang- hugmyndir meðal fólks varðandi flugfreyjustarfið. Glæsiímyndin ætti sér hins vegar litla stoð. Þetta væri lýjandi starf, líkamlega jafnt sem andlega, og flugfreyjur væru undir gífurlegum þrýstingi. Hinar stöðugu ferðir væru síður en svo hollar, þó ekki væri nema vegna loftþrýstingins um borð, geislunar- innar skýjum ofar og óæskilegra áhrifa stöðugra tímasvæðabreyt- inga á líkamann. Þá ættu flugfreyj- ur að auki oft erfítt með að mynda vina- og tilfinningatengsl sökum þess hve óregluleg vinnan væri. Þá væri oft erfítt fyrir flugfreyjur að finna annað starf, þar sem fyrri Borgarstjóri og dómsmálaráðherra funda um forvarnastarf lögreglu Stefnt að opnun grenndar- lögreglustöðvar í Arbæ Markmið um fjórðungs fækkun afbrota til aldamóta - talin hugsanleg með markvissu forvarnastarfi ÁRNI Sigfússon, borgarstjóri í Reykjavík, átti í síðustu viku fund með Þorsteini Pálssyni, dómsmálaráðherra, og Böðvari Bragasyni, lögreglustjóra um grenndarlöggæslu og forvarnarstarf lögreglu og var þar að sögn Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra rætt um sameiginlegan áhuga lögregluyfirvalda og borgarsljórnar á að hlúa að viðgangi samfélagsstefnu í löggæslu, sem þegar hefur skilað árangri í starfi grenndarlögreglustöðvanna í Breiðholti og Grafar- vogi í því skyni að efla þannig afbrotavarnir og fækka afbrotum í borginni. Talið að miðað við þann árangur sem hefur náðst ætti að vera unnt að setja markmið um allt að fjórðungs fækkun afbrota til aldamóta með markvissu forvarnarstarfi. Að sögn Þorsteins er dómsmálaráðuneytið og borgarstjórn sammála um samstarf að næsta verkefni af þessu tagi sem verði að koma upp grenndarlögreglustöð í Árbæjarhverfi við fyrsta tækifæri. „Ráðuneytið hefur lagt áherslu á það fyrir sitt leyti að þróun lögregl- unnar hér á höfuðborgarsvæðinu yrði í þessa veru. Okkar sjónarmið er það að með þessu móti komist lögreglan nær borgurunum, eigi auðveldara með forvarnarstarf af ýmsu tagi og reynslan sem við höf- um haft af þessu er mjög góð. Þess- ar stöðvar og þeir sem þar hafa starfað hafa skilað verulegum árangri," sagði Þorsteinn Pálsson. Breytingar höfðu verið gerðar á starfsemi lögreglustöðvarinnar í Breiðholti og henni verið gert að sinna útköllum frá fjarskiptamið- stöð en það hafði ekki verið gert frá því að stöðin tók til starfa árið 1989. Nú hefur, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins, verið dregið úr þeim breytingum sem í þessu fólust með því að a.m.k. einn þeirra fimm manna sem þar starfa nú sinnir eingöngu grenndarlöggæslu. „Takmörkuð fjárráð hafa sett þvi takmörk hversu hratt væri hægt að fara í verkefni eins og þetta en það eru uppi áform að reyna að koma tiltölulega skjótt í fram- kvæmd úrbótum á þessu sviði í Árbæjarhverfínu og síðan að þróa málin áfram. Borgaryfirvöld hafa sýnt þessu mjög mikinn áhuga og vilja styðja við þessa þróun og við erum mjög ánæ'gðir með þeirra við- brögð," sagði Þorsteinn. Áðspurður hvort ráðgert væri að veita borgar- stjórn aukin ítök í þessum mála- flokki og auka áhrif þeirra á for- gangsröðun verkefna sagði Þor- steinn Pálsson að dómsmálaráðu- neytið vildi eiga sem best samstarf við borgaryfírvöld í þessu efni. Ráðherra sagði að ekki yrði veitt sérstaklega fé til þessara verkefna. „Þessi verkefni hafa menn orðið að þróa innan þess ramma sem lög- gæslan hefur og þetta hefur fýrst og fremst verið fólgið í endurskipu- lagningu og tilflutningi á starfs- mönnum," sagði Þorsteinn. Á fundi dómsmálaráðherra, lög- reglustjóra og borgarstjóra var ákveðið að borgarstjóri muni á næstunni ræða við fulltrúa íbúa- samtaka og stofnana borgarinnar með það fyir augum að samhæfa starf þeirra betur starfi lögreglunn- ar og auka þátttöku þeirra í af- brotavörnum í einstökum hverfum. Þá kom fram að íþrótta- og tóm- stundaráð borgarinnar hefur bent á húsnæði fyrir grenndarlögreglu- stöð í Árbæ og eru þær hugmyndir til athugunar. Þá var brætt um að bæta aðstöðu lögreglunnar í Breið- holti og koma grenndarlögreglu- stöðinni í Grafarvogi í varanlegt húsnæði. Þá var rætt um að fastsetja hvert verði framtíðarhúsnæði grenndar- löggæslu í miðbænum og Kvosinni en borgaryfirvöld hafa reifað hug- myndir um slíka lögreglustöð í fyr- irhugaðri strætisvagnamiðstöð við Tryggvagötu. Jafnframt var rætt um að huga sérstaklega að því hvernig samstarf lögreglu og íbúa verði best virkjað til að draga úr afbrotum þar sem grenndarlög- gæsla hefur ekki enn fest rætur, svo sem í Þingholtum, austasta hluta Vesturbæjar og Austurbæ. reynsla þeirra væri ekki metin að verðleikum. Ef þær yrffu fyrir vinnuslysi ættu þær oft ekki rétt á bótum. „Flugfreyjustarfið á að geta verið ævistarf og menn eru farnir að líta þetta nokkuð öðrum augum, sem betur fer. Því er líka kannski ekki síst að þakka auknum fjölda flugþjóna. Fólk hefur fyrir fjölskyldum að sjá og lítur starf sitt alvarlegum augum.“ Hag-smunir flugfreyja í brennidepli SUSANNE Langmayr, Þóra Sen, skrifstofusljóri Flugfreyjufélagsins og Erla Hatlemark, formaður Flugfreyjufélags Islands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.