Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 35 Rauði listinn II Sólrúnardraumurinn eftir Steingrím St. Th. Sigurðsson „Sjá roðann í austri" var sungið. Það endurspeglaði drauminn þeirra sem nefndu sig róttæka, þeirra, sem jafnframt létu í veðri vaka að þeir væru réttsýnni og miklu helmingi þúsund sinnum gáfaðri og snjallari en þeir, sem róttæklingarnir (alias vinstri slagsíðu menn) kölluðu og kalla djöfuls íhaldið. Sá, er þetta skrifar, ólst upp norður á Akureyri á kreppuárunum og þá gekk mikið á í pólitíkinni. Kommarnir dreifðu hatri meðal fólks, sem mest þeir máttu og ólu ekki hvað sízt á öfund, þeirri tegund öfundar, sem kemur hvað skýrast fram á þætti Sigurðar Tómassonar húnvetnska barna- barni Magnúsar Storms — því pró- grammi RÚV, sem kallast því furðu- lega nafni Þjóðarsálin. Það er ekki alltaf gott að vera íslendingur við hlustun þáttarins, þegar þetta and- lega utanlegsfóstur kommanna og þeirra fylgifiska, þetta öfundar- kreppuára-tal margra landa vorra setur sinn svip á tóninn í Þjóðarsál- inni í ríkisútvarpinu. Eitt sinn kom Sigfús heitinn Halldórs frá Höfnum í heimsókn til frænda síns föður greinarhöfundar (Sigfús var skóla- stjóri Gagnfræðaskóla Akureyrar um hríð, hafði dvalist lengi í Vestur- heimi og unnið áhættusöm störf á nýlendum = reyndur maður). Sigfús sagði (þetta er mjög minnisstætt): „Heldurðu Sigurður frændi, að Einar Ben hafi haft rétt fyrir sér, þegar hann sagði um íslendinga, að þeir væru bæði vándir og smáir?“ Skáld- jöfurinn og heimsmaðurinn hefur trúlega meint, að landar vorir væru „Rauðlistinn er munað- arleysingi pólitískt séð. Barinn er hann, saman settur af kommum, stofukommum, laumu- kommum, attaníossum og framagjörnu fram- sóknar- og krataliði“ bæði illgjarnir og smámunalegir — lágkúrufólk með þröngan sjóndeild- arhring. Þessi tónn frá kreppuáratíð er eiturgashernaður forystukonunnar Ingibjargar Sólrúnar (frá Haugi í Gaulveijabæ og úr Vatnsdal fyrir norðan), sem kappkostar að gera andstæðingana — í þessu tilfelli borgarstjórnina og sjálfstæðisfólk — totryggilegt í augum alþjóðar. Manni er spurn: Þarf það að taka óratíma, að venjuleg andlega heilbrigð íslenzk manneskja sjái í gegnum slíkan tón — slíkt tal? Ingibjörg Sólrún er eins konar vonarpeningur Rauða listans, sem ritsmíðarhöfundur leyfði sér í fyrri grein sinni um þennan saman- barða kommalista að kalla líffæraíg- ræddan líkama á höfnunarstigi, því að þetta fylgi hríðminnkar þrátt fyr- ir misnotkun fjölmiðlafólks á rauð- listalínunni á óvilhöllum fréttaflutn- ingi. Það er svipað og einn kunnur útvarpsþulur (sá er hættur störfum nú) leyfði sér að lesa fréttir með neikvæðum undirtón, ef þær fjölluðu um Bandaríkin og vesturveldin, en lýsti upp raddtóninn eins og sértrú- armeðlimur, þegar fjallað var um Stalín og Rússía. Ragnar Reykás fær keppninaut eftir Alfreð Þorsteinsson Ragnar Reykás úr Spaugstofunni er þekktasti tækifærissinni, sem sögur fara af. Nú virðist hann hafa eignast skæðan keppinaut, engan annan en Árna Sigfússon borgar- stjóra, sem skiptir svo hratt um skoðanir, að menn verða að hafa sig alla við til að átta sig á umskipt- unum. Nú er Árni Sigfússon, einn stofn- anda félags fijálshyggjumanna og fyrrverandi formaður þess félags- skapar, allt í einu orðinn maður mjúku málanna og harður andstæð- ingur einkavæðingar, ef um er að ræða þjónustufyrirtæki borgarinnar. Sami Árni Sigfússon er allt í einu fylgjandi sérstökum unglingafar- gjöldum SVR. Hann lýsir því líka yfir á opinber- um fundi, að hann sé nú fylgjandi fleiri gjalddögum fasteignagjalda. Á sama fundi lýsir hann svo óánægju sinni með litla þjónustulund starfsmanna Sorpu í Reykjavík. Hún sé miklu meiri í Garðabæ. Og hann er orðinn sérstakur tals- maður þess að útrýma biðlistum eft- ir leikskóiaplássum. Engu að síður er Árni Sigfússon borgarstjóri sami Árni Sigfússon og setið hefur í borg- arstjórn sl. átta ár og alitaf rétt upp höndina, hvort sem verið var að sam- þykkja breytingar á SVR í hlutafélag eða fella tillögur minnihlutans um fjölgun gjalddaga fasteignagjalda, sérstök unglingafargjöld SVR og ýmis brýn fjölskyldumál. Kannski hefur Ámi Sigfússon bara lifað í borgarstjórn sl. átta ár eftir því sem segir í helgri bók: Það góða, sem ég vil gjöra, gjöri ég ekki, Sólrúnardraumurinn — hvað er nú það? Sólrúnardraumurinn er það fyrir- bæri, sem nú er að gerast og fróð- legt er að fylgjast með, að til sé manneskja, sem eigi að koma eins og eins konar Jóhannes skírari inn í samfélagið, sem á við mörg vanda- mála að etja, stjórnmálaleg, efna- hagsleg og ekki sízt andleg vanda- mál, sem öll eigi rót sína að rekja til Sjálfstæðisflokksins og forystu hans. Og það er verið að skapa ímynd. Ingibjörg Sólrún (maður leyfir sér á stundum að nefna kvinnuna þá Inge- borg), virðist eiga að vera eins og „roðinn í austri" — koma eins og vorboðinn ljúfi — (já, var ekki á það minnst að hún væri úr Gaulveijabæ — meira að segja frá Haugi? Manni er sagt að það finnist fallegar konur í þeirri ætt). Áróðursvélarnar hamra á því, að loksins loksins sé kominn fram á sjónarsviðið heiðarlegur pólitíkus og takið nú eftir, lesendur góðir, svo rökvís og klár! Hvar kemur slíkt fram? Manni er spurn. Og svo var annar aðdáandi sem sagði: Hún Ingi- Steingrímur St. Th. Sigurðsson björg Sólrún er svo brilljant. Hann notaði þetta orð, maður úr mennta- mannastétt. Það er alkunna, að kommarnir (þeir eru ennþá snarlif- andi meðal vor, aldrei hættulegri) snobba manna mest fyrir gáfum og listum og bókmenntum. Þeir nota í tíma og ótíma hugtakið menning, svo að sumum verður óglatt af. Og það eru þeir sjálfir (el communistos) sem ákveða gegnum eins konar kom- missara-kerfi eins og tíðkaðist í Rússlandi, hveijir veljast til að heita og vera gáfaðir og þá jafnframt flokkaðir undir deildina „Heilagar kýr“. (Menn muna Tímarit Máls og menningar, Rauða penna og litterat: úrskrifin í Þjóðviljanum sáluga). í þetta sinn varð fyrir valinu Ingibjörg Sólrún úr Gaulveijabæ, sem full- nægir kröfum og þörfum rauðlista- manna um persónudýrkun. Og nú er draumurinn mikli, Sólrúnar- draumurinn, sá, að Reykjavík og landi og þjóð sé borgið peningalega, félagslega, andlega eða á öllum svið- um mannlífs, ef sú brilljanta Inge- borg nái til sín stjórnveli yfir Metro- politan Reykjavík. Rauðlistinn er munaðarleysingi pólitískt séð. Barinn er hann, saman settur af kommum, stofukommum, laumukommum, attaníossum og fra- magjörnu framsóknar- og krataliði (sbr. Sigrúnu frá Hallestad og spít- ala-staðarhaldarann Pétur Jónsson. Þau síðastgreindu eru nytsömustu sakleysingjar í heimi (það er nóg að skoða svipinn á þeim) — enda heldur Svavar Gestsson áfram að glotta — eiginlega að brosa frá eyra til eyra eins og segir í kvæðinu). Kjósendur hafa nægan tíma til að átta sig á sjónarspilinu — og jafn- framt að gera upp dæmið, hvað yrði um gömlu fallegu góðu Reykjavík þeirra, ef rauðlistafólkið kæmist til valda. Sá, er öllu ræður, stjórnar hins vegar öllu í þessu lífi, svo að ekkert er að óttast. P.t. Flughótelið í Keflavík. Höfundur er listmálari og rithöfundur. Alfreð þorsteinsson „Allir vita hversu marga hringi Ragnar Reykás gat farið í sama málinu. Nú er spurning- in þessi: Hversu vel og hversu lengi halda nýju loforðin hans Árna?“ en það illa, sem ég vil ekki gjöra, gjöri ég. En gamanlaust. Allir vita hversu marga hringi Ragnar Reykás gat farið í sama málinu. Nú er spurning- in þessi: Hversu vel og hversu lengi halda nýju loforðin hans Árna? Höfundur er frumkvæmdastjóri og skipar 6. sæti R-listans. SUM ARTILBOÐ Reynslan hefur sýnt að þetta æfingakerfi hentar sérlega vel fólki á öllum aldri, sem ekki hefur stundað einhverja líkamsþjálfun í langan tíma. Æfingakerfið er einnig gott fyrir fólk, sem ekki stundar almenna leikfimi vegna stífra vöðva o.fl. 7 bekkja æfingakerfið liðkar, styrkir og eykur blóð- streymi til vöðva, þannig að ummál þeirra minnk- ar. Einnig gefur það gott nudd og slökun. Þuríður Siguröardóttir: Ég hef þjáðst af bakverkjum í mörg ár, en síðan ég fór að stunda æfingabekkina held ég mér alveg góðri og þol mitt hefur aukist og finn ég þar mikinn mun. Vilhelmína Biering: Ég er eldri borgari og hef verið hjá Sigrúnu í æf- ingabekkjunum I 5 ár og hlakka til I hvert sinn. Mérfinnst þetta ómetanleg hreyfing fyrir alla vöðva og finnst mér ég ekki mega missa úr einn tíma enda finnst mér að eldri borgarar eigi að njóta þess að vera í aefingum til þess að halda góðri heilsu og um leið hafa eigin tíma. Getur eldra fólk notið góðs af þessum bekkjum? Já, þessi leið við að hreyfa líkamann er þægileg, liðkar og gefur góða slökun. Og er þess vegna kjörin fyrir eldra fólk. Sólrún Bjömsdóttir Ég hef stundað æfihgabekkina í 10 mánuði og sé ég stórkost- legan mun á vextinum um leið og þolið hefur aukist til muna og ekki hvað síst hafa bakverk- ir algjörlega horfið. Þetta er það besta sem ég hef reynt. Helga Einarsdóttir: Ég hef í mörg ár þjáðst af verkjum í mjöðmum og fótum, en síðan ég fór að stunda æfinga- bekkina hef ég ekki fundið fyrir því svo að ég mæli eindregið með þessum æfingum. ★ ★ ★ ★ Erum með þrekstigu eg þrekhjól Ert þú með lærapoka? Ert þú búin að reyna allt, án árangurs? Hjá okkur nærðu árangri. * Prófaðu og þú kemst að því að sentimetrun- ★ um fækkar ótrúlega fljótt. * Eru vöðvabólgur að hrjá þig í baki, öxlum eða handleggjum? Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum? Vantar þig aukið blóðstreymi, þol og slökun? Þá hentar æfingakerfið okkar vel. ÆFINGABEKKIR HREYFINGAR Leiðbeinendur: Sigrún Jónatansdóttir Dagmar Maríusdóttir Opié fró kl. 9-12 og 15-20. Frir kynningartimi. Arntúla 24 - simi 680677.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.