Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994
13
+
„Lífsklifur" Elínborgar Guðmunds-
dóttur (steinleir og járn) er vert
allrar athygli formrænt séð en
áferðin er full stássleg, og Sigrún
Gunnarsdóttir vinnur á skemmtileg-
an hátt (hábrenndur steinleir/ unn-
Q ið gler) en formanir hennar minna
p ekki svo lítið á snjallar og undir-
^ furðulegar kökuskreytingar. Þurfa
™ þó síst að vera síðri fyrir það eink-
um „Hillingar“ (2) og „Við fyrsta
hanagal" (38). Hin stóra lágmynd
Margrétar Guðmundsdóttur „Sigur-
drífa“ (31) eins og vegur salt á
milli skúlptúrs og leirlistar, og hinir
ábúðarmiklu bláu vasar hennar
(steinleir og blaðagull) setja mikinn
svip á sýninguna fyrir drjúgt
skreytigildi, en virka full stásslegir,
einkum fyrir það hve hún teflir
mörgum keimlíkum formum saman.
Dregið saman í hnotskurn er hér
um konur að ræða sem kunna að
markaðssetja list sína, gera það
umbúðalaust, og á þann hátt að eft-
ir er tekið.
Þórsmerkurferð
+
í Tjarnarbíói
__________Leiklist______________
Guðbrandur Gíslason
Söngleikjadeild Söngsmiðjunnar:
Lög úr söngleikjum með leikívafi.
Kynnir: Esther Helga Guðmunds-
dóttir.
Umsjón og hönnun búninga: Hulda
Kristín Magnúsdóttir.
Förðun: Sif Magnúsdóttir.
Tónlist og hljóð: Bragi Þór Vals-
son.
Sýnt í Tjarnarbíói.
Forráðamenn Söngsmiðjunnar
segja að Söngsmiðjan sé skóli sem
vilji gefa öllum tækifæri til að læra
að syngja, á öllum stigum og allar
tegundir tónlistar. Þetta er göfugt
markmið og háleitt, því það er bein-
línis hollt að taka lagið og altént
þeim sem það gerir nokkur yndis-
auki, og þá er ákveðnu markmiði
náð. Sumir syngja einungis við undir-
leik sturtunnar og hafa í besta falli
ekki aðra áheyrendur en gömlu hjón-
in á hæðinni fyrir neðan sem eru of
stirð til að fara úr húsi. Aðrir kyija
Þórð kakala á leiðinni í Þórsmörk
og skilja ekkert í því af hveiju svo
margir ákveða að fara úr rútunni á
Hvolsvelli. Því það er fáum gefið að
syngja vel. Það er alveg sama þótt
ég hefði æft körfubolta frá blautu
bamsbeini. Ég hefði aldrei komist
með tærnar þar sem Michael Jordan
hafði hælana þegar hann gekk inn
í búningsklefann. En ég skal játa að
á skólaárunum læddist ég stundum
út í íþróttahús og æfði vítaköst. Þá
kom fyrir að ég hitti svo vel að bolt-
inn snerti ekki gjörðina heldur strauk
netið með stuttum hvini á leiðinni
niður.
En þótt eriginn af söngvurum
Söngsmiðjunnar eigi eftir að bola
Kristjáni Jóhannssyni af stalli hans
svo háum að millilandaflugvélar taka
á sig krók til að rekast ekki á hann,
var ánægjulegt að sjá tjáningargleð-
ina á sviðinu í Tjamarbíói. Sumir
voru að stíga sín fyrstu skref á sviði,
eilítið feimnir eins og vera ber þegar
maður er tíu ára og á að opna munn-
inn framan í fullt hús af fólki. Sum-
ir myndu frekar vilja fara til tann-
læknis. En áheyrendur voru vel með
á nótunum, allt frá kornabörnum upp
í silfurhærðar, brosandi ömmur og
klöppuðu með þegar við átti og
stundum þegar það átti ekki við en
það var allt í lagi því þetta kvöld var
lifun: allir gátu allt.
En að slepptu græskulausu gamni,
þá hafa kennarar Söngsmiðjunnar
og Esther Guðmundsdóttir kennt
þessu unga fólki raddbeitingu og
söngtækni og árangurinn af því heyr-
ist greinilega, ekki síst hjá þeim sem
mestan tíma hafa haft til æfinga.
Hafi einhver verið þarna á sviðinu
sem áður var vita laglaus ætla ég
að taka ofan hattinn fyrir Esther
Guðmundsdóttur næst þegar ég hitti
hana.
Annars hvíldi yfír þessari sýningu
þokki velviljans og það var þægilegt
að vera partur af honum. Litlu stúlk-
umar í Skógarlífi voru yndislegar.
Þær bera í sér kímni hins mögulega.
Unga fólkið í hinum þáttunum fjór-
um, American Graffiti, Hippatíman-
um, Söngvaseiði og Cabaret, hefur
verið svipt verndarhjúp sakleysisins
og stendur frammi fyrir aganum sem
þarf til að gera eitthvað vel og skil-
greiningunni á hvað það eitthvað er.
Söngsmiðjan hjálpar þeim eflaust til
þess.
Ég myndi fara með þeim öllum
alla leið til Þórsmerkur og þegar í
skálann kæmi myndi ég biðja Regínu
Óskarsdóttur, sem söng lög Sally
Balles úr Cabaret, að vera forsöngv-
ari. Sjálfur myndi ég læðast út seinna
um kvöldið þegar allir væru sofnað-
ir, leita mér uppi lítinn foss og standa
undir honum og öskra eins og Sally
Balles gerði undir jámbrautarlestinni
í Berlín forðum daga.
Tónleikar í ís-
lensku óperunni
TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í
íslensku óperunni,.! kvöld og hefjast kl. 20.30. Tónleikarnir eru burtfar-
arpróf Helenu Guðlaugar Bjarnadóttur píanóleikara frá skólanum.
Á efnisskránni eru Partita nr. 2 í
c-moll eftir J.S. Bach, Sónata KV
284 í D-dúr eftir Mozart, Sérenade
grotesque eftir Ravel, 3 etýður, op.
2. nr. 1 í cís-moll, op. 8 nr. 1 í Cís-
dúr og op. 8 nr. 2 í fís-moll eftir
Skijabin og Scherzo nr. 1 í h-moll
op. 20 eftir Chopin.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.
Helena Guðlaug Bjarnadóttir
mmsmmmmmmmsmmim.
AEG AEG AEG AEG
AIG
AEG AEG AEG AEG
iiil
AEG kostar minna en þú heldur.
Mjög hagstæb verb á eldavélum, ofnum,
helluborbum og viftum.
A Eldavél
Competence 5000 F-w:
60 cm -Undir- og yfirhili,
blóslursofn, blástursgrill, grill,
geymsluskúffa.
Verð kr. 62.900,-.
i ▲ Eldavél
Competence 5250 F-vtc;
óO cm me8 útdraganlegum
ofni - Undir- og yfirhiti, klukka,
blástursofn, blástursgrill, grill
og geymsluskúffa.
Verft kr. 73.663,-
O
k helluborb
Competence 110 K:
-stál eSa hvítt meS rofum -
Tvær 18 cm hraSsuSuhellur,
önnur sjálfvirk.Tvær 14.5 cm
hraSsuSuhellur.
Verð kr. 26.950,-
^ *** ▲ keramik
-helluborb
- Competence 6110 M-wr.:
Ein stækkanleg hella 12/21 cm,
ein 18 cm og tvær 14.5 cm.
Verð kr. 43.377,-.
keramik-helluborb
meb rofum - Competence
6210 K-wn: Ein 18 cm
hraSsuSuhella.Ein stækkanleg
12/21 cm og tværl4.5cm.
Verð kr. 56.200,-
4 KUI£S Uhdirborbsofn -
Competence 5000 E - w.;
Undir- og yfirhiti, blástursofn,
blástursgrill og grill.
Verð kr. 57.852,-
Sami ofn í stáli (sjá mynd), verð
kr. 68.628,- eða 65.196,- staðgreitt.
Vifta
teg. 105 D-w.;
60 cm - Fjórar hraSastillingar.
BæSi fyrir filter og útblástur.
q Verð kr.9.950,-
BRÆÐURNIR
PIOKMSSONHF
Lágmúla 8, Sími 38820
A£G Am AEG AE0 m<
Ö!
uti
<
©
m
<
O
Us
<
©
§
UU
<
©
us
<
©
<
©.
©
isss
<\
©
©
<
EG AEG >
Á nálægt
20.000
íslenskum
heimilum
-eru AEG eldavélar. Engin
eldavélategund er á fleiri heimilum.
Kaupendatrvggð vi5 AEG er (82.5%).*
Hvað segir þetta þér um gæÖi AEG ?
• Samkvæml MafkaÍsköonun Hagvangs ! des. 1993.
A EHÍ helluborb
Competence 3100 M-w;
Tvær hraSsuSuhellur
18 cm og tvær
hraSsuSuhellur 14.5 cm.
Onnur þeirra er sjálfvirk .
Verð kr. 17.790,-
▲ rofaborb
-Competence
3300 5- mc;
Gerir allar hellur sjálfvirkar.
Barnaöryggi.
Verð kr. 24.920,-
V;
o
i veggofn
- Competence
5200 B-stál.:
Undir- og yfirhiti, blástursofn,
blástursgriil, grill og klukka.
Verð kr. 62.936,-
Hvítur ofn kostar
Verð kr.57.450,-
eða 54.577,- staðgreitt.
Umboösmenn Reykjavík og nagrenni:
BYKO Reykjavík. Hafnarfiröi og Kópavogi.
Byggt & Búiö Reykjavík. Brúnás innróttingar,
Reykjavík. Fit, Hafnartiröi. Þorsteinn Bergmann,
Reykjavík. H.G. Guöjónsson, Reykjavik.
Rafbúöin, Kópavogi.
Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi,
Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Rafverk, Bolungarvík.
Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson,
Grundarfiröi. Ásubúö.Búöardal
Vestfiröir: Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi.
Edinborg, Blldudal. Verslun Gunnars
Sigurössonar, Þingeyri.Rafverk, Bolungarvík
Straumur.ísafiröi.
Noröurland: Kf. Steingrímsfjaröar.Hólmavik.
Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga,
Blönduósi. Skagfiröingabúö, Sauöárkróki.
KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.
KEA, Dalvík. Bókabúö. Rannveigar, Laugum.
Sel, Mývatnssveit. Kf. Þingeyinga, Húsavík.
Urö, Raufarhöfn.
Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum.
Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi. Stál, Seyöisfiröi.
Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Hjalti Sigurösson,
Eskifiröi. Rafnet, Reyöarliröi Kf. Fáskrúösfiröinga,
FáskrúÖsfirÖi. KASK, Höfn
Suöurland: Kf. Rangœinga, Hvolsvelli.
Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi.
Rás, Þorlákshöfn.
Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri.
Brimnes, Vestmannaeyjum.
Reykjanes: Stapafell, Keflavík.
Rafborg, Grindavlk.