Morgunblaðið - 26.04.1994, Page 57

Morgunblaðið - 26.04.1994, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 57 i 1 I I í I 4 4 4 4 i i i i 4 4 i 4 4 4 4 'í 4 4 é 4 4 Nokkrar reglur og heil- ræði fyrir ökufólk Frá Ástu Svavarsdóttur: Það vill þannig til að ég er bíleig- andi sem er ekkert einsdæmi hér á landi. Því miður hefur sú staðreynd í för með sér að samskipti við hina bíleigendurna. Það er alveg með ólíkindum að tuttugu mínútna ferðalag milli tveggja punkta skuli vera undirlagt af stanslausu fá- vitaáreiti. Það hlýtur að segja sig sjálft að eftir fjörtíu mínútna skelf- ingar á hveijum degi er mælirinn gjörsamlega fullur og meira til. Og þar sem ég er lítill smákóngur í eðli mínu eins og allir hinir íslend- ingarnir þá er mér alveg meinilla við það að leggja bílnum mínum, sérstaklega með tilliti til þess að örlítill nasaþefur af umferðarmenn- ingu gæti auðveldlega leyst þetta vandamál sem tröllríður gatnakerfí borgarinnar. Svo áður en ég íjár- festi í góðum hríðskotariffli þá ætla ég grípa í síðasta hálmstráið sem er það að benda ökufólki á nokkrar reglur og heilræði sem gott er að hafa í huga. Þau dæmi sem ég nefni máli mínu til skýringar eru öll sönn. Áður en þið setjist undir stýri er ákaflega gott að vera búin að ákveða hvert þið ætlið. Ef þið Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. gleymið því einhvers staðar á leið- inni hvert ferðinni er heitið þá skul- ið þið leggja bílnum út í vegakant og hugsa málið. Þetta er mjög mik- ilvægt. Ekki hugsa málið á ferð! Það er alveg ótrúlegur fjöldi fólks þarna úti sem veit ekkert hvert hann er að fara. Skiptir á milli akreina sitt á hvað að stundum gengur óákveðnin svo langt að það er keyrt á miðju tveggja akreina. Þegar tvær akreinar eru í sömu átt þá er reglan sú að hægri akrein- in er fyrir almenna keyrslu, vinstri akreinin er fyrir þá sem vilja fara fram úr eða aðeins hraðar. Nú er ég einungis að tala um löglegan hraða sem umferðarljósin eru sam- stillt á. Ef þið hafið ekki hug á því að ná ljósunum verið þá hægra megin. Ekki slæpast vinstra megin! Einnig er algengt að fólk sé vinstra megin langtímum saman vegna þess að það ætlar að beygja eftir hundrað kílómetra. f þeim tilvikum gengur forsjálnin út í öfgar. Það nægir fullkomlega að gefa sér fimm kílómetra í þetta. Þau ósköp sjást líka oft í þau fáu skipti sem flestir bílamir eru hægra megin og keyra á sama hraða þá þarf einhver alveg bráðnauðsynlega að taka sig úr röðinni til þess eins að keyra á sama hraða við hliðina á henni! Og er ekkert að spá í að það er að koma bíll á vinstri akrein á meiri hraða. Það eru speglar á flestum bifreið- um, notið þá! Sumir leita sér líka uppi félaga og keyra samsíða þeim heilu götumar. Þetta er aumkvun- arvert, notið frekar stefnumótasím- ann. Þegar einungis ein akrein liggur í hvora átt þá virðist sumt fólk fá eitthvað út úr því að keyra hægt og halda öllum fyrir aftan sig. Hvað liggur þarna að baki veit ég ekki, það getur verið allt frá minnimátt- arkennd upp í valdafíkn. Ég ráðlegg fólki með annarlegar hvatir að VELVAKANDI GÓÐ ÞJÓNUSTA HJÁ RAFBRAUT Mig langar að þakka fyrir .góða þjónustu sem ég fékk hjá fyrirtækinu Rafbraut í Bolholti. Ég hef sjaldan átt viðskipti við fólk sem hefur vitað jafn vel hvað það var að selja og þetta fólk. Ég keypti hjá því þvottavél og allar væntingar við hana stóð- ust fyllilega. Ég er frekar kröfu- harður kúnni en það var greini- legt að verslunareigendur vildu allt fyrir mig gera og ég fór þaðan ánægður út. Geir „HINAR GÓÐU“ ÝMISLEGT skynsamlegt hefur Amal Rún skrifað en föstudag- inn 15. apríl vandar hún sig ekki sem skyldi. Það sæmir ekki stjórnmálafræðingi að fullyrða að óathuguðu máli að Kvenna- listinn beri sök á því hve fáar konur hafi komist í valdastöður á íslandi. Þetta ætti að vera fljót- kannað. Reyndar held ég að gömlu flokkamir hafi fjölgað konum í góðum sætum á fram- boðslistum einmitt til að veijast Kvennalistanum. Örn Ólafsson, Árnasafni, Kaupmannahöfn. TAPAÐ/FUNDIÐ Týnd taska SVÖRT hömmð taska, sem í var m.a. seðlaveski og tveir hringar, tapaðist úr versluninni Agli Jacobsyni í Austurstræti sl. fimmtudag. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 11116 eða heimasíma 12071. GÆLUDÝR Týndur páfagaukur LITILL blár og hvítur páfa- gaukur flaug út um glugga við Laugaveg 38 sl. föstudag. Hafi einhver orðið ferða hans var er hann beðinn að hringja í síma 14776. Kettling'ar OKKUR vantar góða fjölskyldu til að annast okkur. Erum hús- vanir og svakalega þægir. Við erum í síma 672981. Kettlingar SEX vikna kettlingar fást gefins á góð heimili. Upplýsingar í síma 75918. halda sig frá götunum og leita sér sérfræðihjálpar. Ekki nema þetta fólk fái eitthvað út úr því að láta samborgara sína hata sig en þá er þetta auðvitað rétta leiðin. Fyrst annarlegar hvatir eru nefndar þá er annað sport sem ég ekki skil, en það er það að svína fram fyrir mann á hundrað og sjötíu til þess eins að lulla á tuttugu! Það er eflaust hundleiðinlegt að vera einn úti að dóla sér en það er ekki hægt að hertaka næsta bíl og neyða hann til að dóla með sér. Fyrr má nú vera vinaleysið! Og núna ætla ég að upplýsa ykk- ur um svolítið þrælmerkilegt. Ef þið farið út í bílinn ykkar og horfið á stýrið þá er meira en líklegt að vinstra megin teygi sig út lítil stöng. Þetta fyrirbæri, herrar mínir og frúr, heitir stefnuljós. Stefnuljós er ákaflega sniðug uppfinning sem alltof fáir vita af og nýta sér. Og þessir örfáu sem vita af því kunna ekki á það. Þeir setja það nefnilega ekki á fyrr en þeir eru löngu byrjað- ir að beygja. Þið þurfið ekki að til- kynna mér það formlega að akkúr- at núna á nákvæmlega þessu augnabliki séuð þið að beygja. Ég sé að þið eruð að beygja! Hins veg- ar hefði verið gott að vita það fyrir hundrað metrum að þið ætluðuð að beygja því að þá hefði ég kannski komist inn á götuna. Það er líka bijáðsnjallt að nota stefnuljós þegar þið ætlið að skipta um akrein, það er alls ekki bannað með lögum þótt margir haldi það. Þetta er nú það helsta sem þjak- ar, fyrir utan almennt tillitleysi og þjösnaskap. Heilræði að lokum: Bíll er ekki beddi, verið vakandi! ÁSTA SVAVARSDÓTTIR, Álfheimum 48, Reykjavík. Pennavinir SAUTJÁN ára slóvaskur piltur vill skrifast á við 15-17 ára stúlkur: Ladislav Moravcik, Benkova 3/2, Nitra 94911, Slovakia. FIMMTÁN ára japönsk stúlka með áhuga á söng og íþróttum: Mutsumi Kayahara, 204, 15-1, Taichimar, Kuwana-shi Mieken, 511 Jakan. LEIÐRÉTTIN G Myndamaraþon í frásögn af myndamaraþoni Stúd- entaráðs Háskóla íslands, sem birt- ist í blaðinu síðastliðinn sunnudag, láðist að geta þess að tveir höfund- ar eru að myndinni sem kjörin var Besta mynd í maraþoninu. Höfund- ar myndarinnar „Éitt bros...“ eru þau Þorvarður Hálfdánarson og Menja von Schmalensee. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Vinningstölur iaugardaginn VINNINGAR . FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5al5 0 2.083.423 Z. 4af5^ 3~ 120.513 3. 4a(5 79 7.894 4. 3af5 2.936 495 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.521.908 kr. Nýjar hársnyrtivörur frá JHERI REDDING VOLUMIZEIT Gefur hárinu lyftingu og gljáa Breylingar a Kiotman Ráðstefna um nýtt mat á nauta-, hrossa- og svínakjöti verður haldin í matsai sláturhúss KEA á Akureyri laugardaginn 30. apríl 1994 og í matsal sláturhúss SS á Selfossi laugardaginn 7. maí 1994. Ráðstefnustjóri: Ragnheiður Héðinsdóttir, matvælafræðingur hjá Samtökum iðnaðarins. Dagskrá: 13.00 Skráning. 13.15 Ávarp: Andrés Jóhannesson, kjötmatsformaður. 13.30 Breytingar á kjötmati: Guðjón Þorkelsson, matvælafræðingur, Rala. 14.10 Verðlagning samkvæmt nýju kjötmati: Guðmundur Gíslason, Framleiðsluráði landbúnaðarins. 14.30 Fyrirspurnir og umræður. 15.30 Kaffi. 16.00 Kjötskoðun - sýnikennsla við kjötmat. 17.00 Ráðstefnuslit. Ráðstefnan er öllum opin, en er ætlað að höfða sérstaklega til þeirra aðila, sem kaupa kjöt í heilum skrokkum, þ.e. forsvarsmanna kjötvinnsla og kjötverslana. Skráning fer fram í landbúnaðarráðuneytinu í síma 91-609750 og hjá Samtökum iðnaðarins í síma 91 -16010. Skráningarfrestur fyrir fundinn á Akureyri er til 27. apríl og fyrir fundinn á Selfossi til 4. maí. Þátttökugjald er krónur 2000. llk ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR YFIRKJÖTMAT RÍKISiNS SAMTÖK IÐNAÐARINS |

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.