Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 47 Minning Baldur Jónsson bamalæknir Látinn er á Akureyri Baldur Jónsson barnalæknir. Um sl. ára- mót lét Baldur af störfum fyrir aldurssakir við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri eftir áratuga langan og giftusaman starfsferil. Þá grunaði hvorki mig né nokkurn annan að þessi lífsglaði og mikli sómamaður yrði allur innan fjög- urra mánaða. Eigi má sköpunum renna. Baldur Jónsson fæddist á Akur- eyri þann 8. júní 1923, sonur hjón- anna Laufeyjar Jónsdóttur og Jóns Kristjánssonar. Hann ólst upp á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá MA fyrir réttum 50 árum. Baldur lauk síðan prófi í læknisfræði frá Háskóla íslands 1952. Að loknu námi var Baldur um skeið að- stoðarlæknir í Keflavík, þar til hann varð héraðslæknir á Þórshöfn á Langanesi. Árið 1957 flutti Bald- ur með fjölskyldu sína til Svíþjóðar þar sem hann lagði fyrir sig sér- fræðinám í barnalækningum. Að því námi loknu, 1961, settist Bald- ur að á Akureyri og varð sérfræð- ingur í barnasjúkdómum við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri jafn- framt því sem að stunda almennar heimilislækningar. Ég held að rétt sé með farið að Baldur Jónsson hafi orðið fyrstur barnalækna til að starfa utan Reykjavíkur. Þegar barnadeild var sett á stofn við FSA varð Baldur yfirlæknir hennar. Baldur var alla tíð vakinn og sofinn við að efla og bæta barnadeildina við FSA. Honum var mikið kappsmál að barnadeildin kæmist í stærra og betra húsnæði en nú er. Það var Baldri því afar kærkomið þegar sú ákvörðun lá fyrir að hafist yrði handa á næstu mánuðum við viðbyggingu við FSA þar sem barnadeildin skal hafa forgang. Því miður entist honum ekki aldur til að verða vitni að því þegar framkvæmdir við bygging- una hefjast. Þá hefði verið gaman að gleðjast með Baldri. Það var mikið lán fyrir Akur- eyri og nágrannabyggðir að jafn mikill sómamaður og Baldur Jóns- son skyldi kjósa að setjast að í heimabæ sínum. Þau eru ófá börn- in og foreldrar þeirra, hér fyrir norðan, sem hafa notið umhyggju, þekkingar og reynslu Baldurs á rúmlega þijátíu ára læknisferli hans. Baldur Jónsson hefi ég þekkt frá því ég var barn að aldri. Aldrei nokkurn tíma hefi ég heyrt mælt styggðaryrði í hans garð. Hann var hvers manns hugljúfi sem vildi allra vanda leysa og var enda elsk- aður og dáður af öllum þeim sem við hann áttu samskipti. Baldur Jónsson skipaði sér snemma í sveit Alþýðuflokks- manna. Nokkrum sinnum sat Bald- ur á framboðslistum Alþýðuflokks- ins, bæði til kosninga í bæjarstjórn á Ákureyri, sem og við kosningar til Alþingis. Baldur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigríður Axelsdótt- ir, sem látin er fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust sex börn. Seinni kona Baldurs er Olöf Arn- grímsdóttir. Saman eignuðust þau son. Auk þess eignaðist Baldur son fyrir hjónaband. Um leið og ég færi Olöfu og börnum Baldurs samúðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar vil ég ERFIDRYKKJUR flytja sömu kveðju fyrir hönd Al- þýðuflokksins. Sigbjörn Gunnarsson. Vorið var að koma. Nýtt líf að taka við af því sem féll til moldar á síðasta hausti. Það snart mig sárt að frétta að Baldur Jónsson fyrrverandi yfirlæknir barnadeild- ar FSA væri látinn. Manni varð hugsað til dýpstu röksemda tilver- unnar við þá fregn. Baldur hafði yfir 30 ár unnið ötullega að sínu lífsstarfi, barnalækningum, enda ávallt nefndur Baldur barnalæknir. Nú hugðist hann njóta áhugamála á ævikvöldi lífsins eftir erilsaman og farsælan starfsferil. Stutt er síðan ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi sem formaður stjórnar FSÁ að stýra samsæti til heiðurs Baldri og kveðja hann við starfslok á sjúkrahúsinu ásamt nánustu samstarfsmönnum hans þar. Á þeirri stundu gafst ráðrúm til að minnast gamalla stunda úr önnum áratugastarfs og einnig að rifja upp glens og gaman sem fylg- ir félögum í leik og starfi. Bar þar margt á góma og leyndi sér ekki að heiðursgestur samkomunnar, Baldur bamalæknir, hafði lagt gjörva hönd á margt bæði í erfiðu og annasömu starfi en einnig í hópi góðra vina í dýrmætum en allt of fáum frístundum. Þær áttu nú að verða fleiri fram- undan og byrjun slíkra stunda var í sól og sumri á Kanaríeyjum fyrir nokkrum vikum en sumarið varð stutt í samfylgd fjölskyldu og vina, þó vonandi haldi það áfram á öðr- um og æðri vettvangi. Sannaðist þar að enginn ræður sínum nætur- stað. Baldur Jónsson fæddist á Akur- eyri 8. júní 1923. Hann varð stúd- ent frá MA 1944 og Cand. med. frá HÍ 1952. Baldur lauk sérfræði- námi í barnalækningum í Svíþjóð og kom til starfa á Akureyri haust- ið 1961. Hann var yfirlæknir við barnadeild FSA frá 9. janúar 1974 til 15. janúar 1994. Að leiðarlokum er mér bæði ljúft og skylt að minnast vinar og geta þess að ekki er einungis um emb- ættisskyldu að ræða þó að hún ein og sér væri næg ástæða til að stinga niður penna. í þessu tilfelli tvinnast saman minningar tengdar formennsku í stjórn FSA og ýmis- atvik sem snerta föður barna sem stundum hafa þurft á hjálp læknis að halda. Hlutverkin hafa verið misjöfn hvort heldur hafa verið ráðandi faðirinn eða formennskan en í báðum tilvikum var gott að leita til Baldurs og bergja af hans reynslubrunni. Stundum var áð vísu erfitt að ná sama flughraða og barnalæknirinn en Baldur var fljóthuga, hraðmæltur og ákaflega röskur til verka. Kom það sér oft vel á annasömum tímabilum þegar miklu þurfti að afkasta á stuttum tíma. Ekki veit ég hvort Baldur hafði dálæti Giuseppe Verdi en mér varð hugsað til orða og tóna þess frá- bæra tónskalds í frægasta kór óperunnar Nabucco við ritun þess- ara kveðjuorða. „Va, pensiero, sull’ ale dorate", svífðu hugur á gulln- um vængjum. Vonandi hefur Bald- ur barnalæknir fundið sér tilveru- stig sem hæfir vel röskleika hans ásamt fljótri hugsun og miklum hæfileikum góðs læknis. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð og óska þeim bless- unar á erfiðri stund, um leið og ég flyt hinstu þakkarkveðju frá fsa: Valtýr Sigurbjarnarson. Alfred Jolson biskup — Minning í minningu biskups kaþólskra á íslandi. Klukkurnar fóru að hringja af sjálfu sér, þegar biskup fór aftur þaðan sem hann kom, til Guðs. Ég held það hafi ekki verið tæknibilun, og það heldur Villi vin- ur minn líka. Ég held hann hafi verið að kveðja okkur börnin sín, sem hann eignaðist aldrei sjálfur af því hann er kaþólskur biskup. Þegar biskup fór til Ameríku kom hann alltaf með eitthvað til að gleðja okkur. Og af því hann var biskup, sem átti engin börn sjálfur, var körfuboltaskyrtan stundum mörgum númerum of stór á níu ára drengi. Guð blessi biskup. Kannski verð ég kaþólskur einhverntímann, bara til að gleðja biskup. Franz. t Litla dóttir okkar og systir, AIMNABELLA HARÐARDÓTTIR, lést í London að kvöldi 19. apríl. Jarðarförin fer fram frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 27. apríl kl. 14.00. ■ . „ . . . Maria Benonysdottir, Hörður Guðbrandsson og systkini hinnar látnu. Kveðjuathöfn um manninn minn, ELLERT FINNBOGASON, Kastalagerði 9, Kópavogi, verður í Kópavogskirkju fimmtudaginn 28. apríl kl. 13.30. Jarðsett verður frá Miklabæjarkirkju í Skagafirði laugardaginn 30. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd barna og tengdabarna Hólmfríður Jóhannesdóttir. ÍáÚt perlan sími 620200 + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JAKOB V. ÞORSTEINSSON, Reykjavíkurvegi 30, Hafnarfirði, áðurtil heimilis íTjarnargötu 19, Keflavík, sem andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, föstudaginn 15. apríl, verður jarðsung- inn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 27. apríl kl. 15.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÚLÍUS FRIÐRIKSSON rafvirkjameistari, Sæviðarsundi 48, Reykjavík, andaðist í Landspftalanum að morgni laugardagsins 23. apríl. Bergdfs Jónsdóttir, Friðrik Olgeir Júlíusson, Helga Sigurjónsdóttir, Margrét B. Júlíusdóttir, Viðar Guðjohnsen, Auður Júlíusdóttir, Sigvaldi Ólafsson og barnabörn hins látna. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, BOLLI GUNNARSSON, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 27. apríl kl. 13.30. Einar Gunnar Bollason, Sigrún Ingólfsdóttir, Bolli Þór Bollason, Halla Lárusdóttir, Arthur Björgvin Bollason, Svala Arnardóttir, Linda Sigrún Bolladóttir, Michael W. Thomas, Erla Bolladóttir, Hartmann Guðmundsson, Helga Bolladóttir, Hjalti Gunnlaugsson, Lilja Bolladóttir, Valur Ragnar Jóhannsson og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR STEINGRfMSDÓTTIR, Víðimel 35, Reykjavik, verður jarðsungin frá FossvogSkirkju miðvikudaginn 27. apríl kl. 13.30. Hörður Lorange, Hjördfs Benónýsdóttir, Alda Sigurjónsdóttir, Hjörtur Halldórsson, Gréta Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, HELGA JASONARDÓTTIR, Hvassaleiti 58, Reykjavík, andaðist laugardaginn 23. apríl á lyflækningadeild Landspítalans. Margrét Egilsdóttir, Sonja Egilsdóttir, Guðmundur Egilsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir og tengdafaðir, AXEL ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON, Hraunbæ 38, lést í Borgarspítalanum að morgni 23. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Ólöf Ósk Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.