Morgunblaðið - 26.04.1994, Side 12

Morgunblaðið - 26.04.1994, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL 1994 Helga Sigurðardóttir við eitt verka sinna. Morgunblaðið/Benedikt Sigurðsson List sálarinnar Myndlistarsýning Helgu Sigurðardóttur Egilsstöðum. LISTAKONAN Helga Sigurðar- dóttir heldur um þessar mundir myndlistarsýningu í húsakynnum Svæðisstjórnar fatlaðra á Egils- stöðum. Þetta er einkasýning og sýnir Iistamaðurinn 34 pastel- myndir. Það er framandi blær yfir myndum Helgu. Hún sækir myndefni sitt tii hins óáþreifanlega og sumir myndu segja, óraunverulega. Ahugi hennar beinist að öllu því guðlega í um- hverfí hennar og má vissulega lesa það út úr myndunum. Hún vinnur allar sínar myndir í gegnum hug- leiðslu og bænir og litimir tala sínu máli. Myndir Helgu hafa fengið góð viðbrögð hjá fólki sem starfar að andlegum málefnum og skynja margir sterk áhrif frá þeim. Listamaður í öllum Auk þess að starfa sem hjúkrun- arfræðingur og myndlistamaður hef- ur Helga haldið námskeið víða um land ,sem kallast „Litir ljóss og handa“, bæði á vegum Sálarrann- sóknarfélagsins og á eigin vegum. Markmiðið er að gefa fólki kost á að upplifa eigin sköpunarkraft og gleðina samfara því. Einnig hefur Helga sérhæft sig í gerð svokaliaðra hjálparmynda, en það eru persónu- legar myndir sem unnar eru í gegn- um bæn. — Ben.S GLEÐILEGT SUMAR! dÓLL FASTEIGNASALA © 10090 SKIPHOLTI 50B, 2. hæðt.v. Franz Jezorski, tögg. fast.sali. Við Tjörnina - 3ja Sérdeilis hlýleg og skemmtil. 80 fm íb. á jaröh. viö Laufásveg með útsýni yfir Tjörn- ina. Já, það er ekkert betra en að búa í nálægð við sjálfa náttúruperlu Reykjavíkur- borgar. Verðið er sanngjarnt, aðeins 5,9 millj. Veghús - 2ja Gullfalleg 2ja herb. íb. viö Veghús. Allt nýtt. Sólstofa. Verðlaunagarður. Ótrúleg kjör. Áhv. byggsj. 5,1 millj. Þú borgar 1,9 millj. á árinu og flytur inn strax. Fyrir háskólaborgara! Snyrtil. einstaklíb. í kj. við Kaplaskjólsveg. Lítiö niðurgr. Stutt í alla þjónustu. Verð aðeins 2,8 millj. Bjóddu bílinn uppíl Hálsasel - raðhus Nýkomið í sölu afar skemmtil. 230 fm raðh. m. innb. bílsk. 5 svefnh. Rúmg. stofur. Góð- ur suðurgarður. Verð 12,9 millj. Grafarvogur - fráb. lán Sérdeilis falleg 3ja herb. 75 fm íb. á 2. hæð í nýju húsi við Garöhús. Áhv. byggsj. 5,2 millj. Verð 7,5 millj. Skipti á 4ra herb. helst í sama hverfi. Seltjnes - raðh. Stórglæsil. 280 fm endaraöh. á tveimur hæðum við Nesbala. Sérl. glæsil. innr. og gólfefni. Frábær suðurgarður með verönd og heitum potti. Þetta er eign sem þú mátt ekki missa af. Verð 15,3 millj. Kópavogur - raðh. Sérl. glæsil. og vandaö nýtt raðh. á tveimur hæðum við Kársnesbraut. Innr., gólfefni í sérfl. Hér færð þú mikið fyrir peningana. Skoðaðu þetta! Verð 13,8 millj. Tómasarhagi - hæð Til sölu 105 fm hæð (2. hæð) ásamt bílsk. við Tómasarhaga. Staðs. og allt umhverfi fráb. Vel byggt, traust og gott hús. Búið að endurn. það sem mestu máli skiptir. Ýmis skipti koma til greina! Gullengi 11 2ja herb. 6.950 þús. - 3ja herb. 7.850 þús. - 4ra herb. 8.200 þús. Sérlega íburðarmikið og vandað hús á góðum útsýnis- stað. í húsinu eru 2já, 3ja og 4ra herb. íbúðir sem verða afhentar fullb. án gólfefna. Á öllum íbúðunum hvíla húsbréfalán með 5% vöxtum að fjárhæð ca 2,7 millj. Alla virka daga milli kl. 17 og 18 getur þú skoðað glæsil. fullb. sýningaríb. Teikn. á Hóli. Opið hús alla virka dagal ________Myndlist______________ Bragi Ásgeirsson Listhópurinn ArtHún hefur starf- að í fimm ár og í því tilefni er hann með afmælissýningu í Listhúsinu við Laugardal. Hér áður fyrr heyrði það til undantekninga, að konur væru væru með í listhópum sbr. Septembersýningarnar/ Septem svo og SÚM. Það er tímanna tákn að í þessum listhópi eru einvörð- ungu konur og því er nafnið til komið, en síður að hér sé um Hún- vetninga að ræða, eins og einhverj- ir skyldu halda. Listhópurinn hleypti af stokknum með miklum myndarbrag og starfar í húsnæði sem á ekki sinn líka í íslenzkri list, og aðstaðan er eftir því, en hér er um að ræða fimm vinnustofur og sölubúð. Staðsetn- ingin er kannski svolítið afsíðis, en varla fyrir þjóð sem kannski á heimsmet í blikkbeljuflota miðað við íbúafjölda og rotar þar mörg olíuríki. Það lætur að líkum, að starfsemi sem slík, þ.e. fimm vinnustofur búnar öllum nauðsynlegum tækjum til athafna, ásamt söluaðstöðu, hafi áður verið óþekkt hér á landi, eink- um þegar hliðsjón er tekin til að- stöðunnar. Hins vegar hefur þetta verið reynt af vanefnum af ýmsum, en ekki gengið upp eða lognast útaf eftir fá ár. Nýtt er hins vegar tvímælalaust, að fólk geti komið hvenær sem er (eftir hádegi) og skoðað vinnustofurnar og fylgst með vinnu valkytjanna, en slíkt þætti ýmsum sem vilja starfa í friði og ró varða við heimsendi. Hins vegar hafa listamenn af og til opn- að vinnustofur sínar og telst það prýðileg framkvæmd. Að sjálfsögðu er Listhúsið í Laugardal betur staðsett en vinnu- stofurnar í húsinu að Stangarhyl 7, og svo er öllum hollt að sjá hluti sína í nýju umhverfi. Þó hefði verið enn snjallara að hafa vinnustofurn- ar einnig opnar með sérstökum uppákomum á sama tíma. Og eitt- hvað eru verkin á sýningunni um- komulausari en það sem listrýnirinn sá við opnun húnæðisins að Stang- arhyl fyrir 5 árum, og missti andlit- ið gjörsamlega frammi fyrir hinum glæsilegu vinnuskilyrðum liofróð- anna. Ekki síst vegna þess að hon- um varð hugsað til þeirrar aðstöðu sem honum og fleirum hefur verið uppálagt að kenna við um áratuga- skeið í helsta listaskóla þjóðarinnar. Allar fá konurnar glaðbeittu hæstu einkunn fyrir stórhug, fram- kvæmdavilja og bjartsýni, og er þá komið að rýni á sjálfa framleiðsl- una. Fljótlega eftir að inn var komið urðu hugleiðingar um skil mótunar og listiðnaðar svo og óheftri fram- rás skapandi kennda áleitnar, því að þessi hugtök eru sannast sagna orðin að hálfgerðum hrærigraut á listavettvangi hérlendis. Það er meira en líklegt að skólinn okkar, þ.e. MHÍ, og þá einnig einhveijir erlendir skólar hafi stuðlað að þessu, en munurinn á útskriftarsýn- ingum einstakra deilda er á stund- um nafnið eitt. Hér eiga sér stað nýstraumar, sem við erum þjóða snjallastir að sporðrenna umhugs- unarlaust, en með háskalegum af- leiðingum fyrir meltingarveginn. Þetta er hér sett fram vegna þess að verkin og munirnir á sýn- ingunni bera sterkan svip af því að gerendurnir geri sér ekki nægilega grein fyrir skilismuninum. Stundum er hann að vísu hárfínn, en greinist þó auðveldlega en svo er ekki að heilsa hér. Listafólkið virðist fremja eins konar jafnvægislist á milli, þannig að hrein skúlptúrform eins og gægist upp úi' listiðnaði og öfugt. Fyrir mér er góður listiðnaðarmað- ur jafn frábær og góður myndlistar- maður, og slíkir eiga það til að bregða á leik, en þá er það gert á eftirminnilegan hátt. Þannig vildi ég heldur eiga hreina og klára skál eða vasa eftir Alev Siesbye, en skúlptúr eftir hana, sem ég hef raunar aldrei séð, en hvert verk hennar er ígildi skúlptúrs, og frekar olíumálverk eftir Jón Stefánsson, en vatnslita- eða krítarmynd, en hann vann aldrei í þeim hjámiðlum svo ég viti til. En hér geri ég ekki upp á milli um listrænt vægi, því hver grein sjónlistar hefur sitt sér- gildi. Hneigist ég til að líta öðru frem- ur á valkyijurnar fimm sem listiðn- aðarkonur að upplagi, og tel að þær myndu njóta sín mun betur ef þær sættu sig við það. Sennilega kemst Helga Ármanns næst því að grafa undan röksemd- um rýnisins, og þá helst í tjásterk- um stemmum eins og „Langeldur", „Horft til heiða“ og „Vopnaskak“ (14-16), svo og hinni stóru og ást- þrungnu módelmynd „Hálft í hvoru“ (9), alla vega er rennandi blóð í þessum myndum. Það er eins og efniskenndin hafi orðið eftir í myndverkum Erlu Ax- els að þessu sinni og einkum á það við olíuna. Hún ætti kannski að taka stökkið til Oslóar og skoða sýningar Munchs en hann málaði oft mjög þunnt, en þó eru dúkar hans þrungnir litrænni efniskennd. Og svo var það líkast sem Turner gæti gert terpentínuna efniskennda! Gunnar Magnússon Myndlist Eiríkur Þorláksson íslensk hönnun hefur verið að sækja í sig veðrið mörg undanfarin ár, og hefur verið sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með þeirri þróun í gegnum ýmsar sýningar á hönnunargripum, sem haldnar hafa verið síðustu misseri. Ekki eru þær sýningar allar jafn miklar að umfangi, því nú stendur yfir í Gallerí Greip við Vatnsstíginn lítil sýning á nokkrum hlutum frá hendi Gunnars Magnússonar. Gunnar hefur starfað meira og minna að innanhúshönnun í um þijá áratugi, en hann stundaði nám á því sviði í Kaupmannahöfn, eftir að hafa lokið prófi í húsgagnasmíð hér heima. í gegnum árin hefur hann unnið ýmsa gripi sem hafa farið í aimenna framleiðslu hér á landi, m.a. hjá fyrirtækjunum GKS og nú síðast hjá Bíro-Steinum. í Gallerí Greip hefur hann komið fyrir nokkrum smáhillum úr lituðu tré; þetta eru sjálfstæðar einingar, þar sem leggja má bækur og aðra hluti í hallandi lými. Gripina má einnig nota sem lítil borð, með því einu að setja viðbótareiningu í efsta rýmið, og skapa þannig láréttan flöt. Þessir einföldu og skemmtilegu gripir njóta sín vel í mismunandi litum, og geta þannig verið upplífg- andi við allar aðstæður. Gunnar sýnir hér einnig nokkrar hugmyndir að lágum sófaborðum úr málmi, þar sem hamrað lakk og bjartir litir skiptast á og gefa borðunum nýstárlegt yfirbragð; það er ljóst að málmurinn á meira erindi á þessu sviði en margan grunar, þar sem hefðin hefur verið fyrir dýrum viði og þá um leið við- kvæmum. Hér er á ferðinni ánægjuleg smásýning, sem sýnir glögglega að hönnun á sér margar hliðar og möguleikarnir eru nær endalausir; það er aðeins hugmyndaauðgin sem ræður. Sýning Gunnars Magn- ússonar í gallerí Greip stendur til miðvikudagsins 4. maí. Sýnishorn úr söluskrá: ★ Veitingastofa - matsala - kaffisala. ★ Kaffi- og vínveitingahús í miðborginni. ★ Hverfispöbb. Skyndibitastaður. ★ Vínveitingastaður á Laugavegi. ★ Pizza - skyndibitar - bjór. ★ Skyndibitastaður, bjór, stórt eldhús. ★ Veitingastaður á Norðurlandi. ★ Glæsilegt veitingahús með Gullnámu. ★ Pizzastaður með heimsendingu. ★ Skyndibitastaður, kaffistofa, hjá stóru hóteli. ★ Söluturn með Lottói í Garðabæ. ★ Myndbandaleiga með sælgætissölu. ★ Sælgætis- og skyndibitastaður með bíllúgum. ★ Sælgætisverslun í miðborginni. ★ Söluturn við íbúðahverfi og skóla. ★ ísbúð með sælgætisverslun. ★ Sælgætisverslun í strætóbiðskýli. ★ Sælgætisverslun - myndbandaleiga - ísbúð. Lúðrasveit Stykkishólms fimmtíu ára Stykkishólmi. ÞEGAR sumar og vetur frjósa saman er það talið góðs viti og margir trúa að þá sé gott sumar í vændum. Á sumardaginn fyrsta átti Lúðrasveit Stykkishólms hálfrar aldar afmæli. Lúðrasveitin var stofnuð á sumardaginn fyrsta 1944 sem þá bar upp á 20. apríl. Upphaflegir stofnendur voru 10 og af þeim eru 7 enn á lífi og 4 enn búsettir í Stykkishólmi. S U Ð U R SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Lúðrasveitin hefur starfað öll þessi ár af myndarbrag og stjórn- andi hennar nú er Daði Þór Einars- son. Afmælisins verður minnst síð- ar. - Árni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.