Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL 1994 VIÐSiaPll/fflVINHUUF Valur Valsson, bankastjóri á aðalfundi íslandsbanka hf. Rekstrarkostnaður hefur lækkað um 22,3% á ijóruni árum Verðmæti fullnustueigna og ávísana í lögfræðilegri innheimtu óx um tæpan milljarð á síðasta ári REKSTRARKOSTNAÐUR Islandsbanka hf. hef- ur lækkað um 843 milljónir króna á síðustu fjór- um árum eða um 22,3% að raungildi og starfs- fólki hefur fækkað um 188 eða tæplega 22% frá því bankinn tók til starfa, að því er fram kom í ræðu Vals Valssonar, bankastjóra Islands- banka, á aðalfundi bankans í gær. Þar kom fram að það eru mikil framlög á afskriftarreikning sem ráða úrslitum um verri afkomu bankans en vonast hafi verið eftir, en tölur um afkomu bank- ans fyrstu þijá mánuði ársins þegar hann var rekinn með 94 milljóna króna hagnaði bendi til að þáttaskil hafi orðið í rekstrinum. Gert er ráð fyrir að enn fækki um 50-60 stöðugildi í bankan- um á þessu ári. Vaxtamunur bankans á síðasta ári eftir framlög á afskriftarreikning nam 0,8% og bókfært verðmæti fullnustueigna, sem bankinn þurfti að leysa til sín á síðasta ári og ávisana í lögfræðilegri innheimtu óx um tæpan milljarð á síðasta ári og nam um áramót 2.757 milljónum króna. Valur Valsson Fjármunatekjur bankans á síðasta ári námu 6.443 milljónum króna samanborið við 6.504 milljónir árið áður og ljármagnsgjöld voru svipuð og árið 1992 eða um 3.700 milljónir króna. Framlag á afskriftareikning útlána nam 2.205 milljónum saman- borið við 1.512 milljónir árið 1992. Valur sagði að vaxtamunur hefði farið jafnt og þétt lækkandi á síð- ustu árum. Arið 1990 hefði vaxta- munur fyrir framlag á afskriftareikn- ing verið 5% og 4% eftir framlög á afskriftareikning. Samsvarandi tala hefði lækkað í 4,7% árið 1992 og í 2,2% eftir framlag á afskriftareikn- 4 Morgunverdarfundur miðvikudaginn 27. aprfl 1994 f Átthagasal, Hótels Sögu kl. 08.00 - 09.30 RIKISKAUP, ÚTBOÐABANKIÍSLANDS OG ÚTBOÐABANKI EES Þessi fundur fjallar um ný viðhorf og nýja möguleika. Annars vegar varðandi innkaup hins opinbera ó verkum, vörum og þjónustu, svo og innkaupakerfi Ríkiskaupa. Hins vegar um "byltíngu" í umfangi og kynningu útboða, aðganginn að TED, Útboðabanka EES og stofnun ÚTIS, Útboðabanka íslands (dæmi tekið um útboð hugbúnaðarverkefna). __ F'ummælendur: Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, Ásgeir Jóhannesson, fv. forstjóri, Lilja Ólafsdóttir, aðstoðarmaður forstjóra SKÝRR og Jón Þór Þórhallsson, forstjóri SKÝRR. Op/s "púit" Fundarmönnum býðst að kynna viðhorf sín og bera fram fyrirspurnir. Fundurinn er opinn, fundargjala m. morgunverði kr. 1.000 Afsláttarverð fyrir námsmannahópa. Þátttöku þarf að tilkynna fyrirfram í síma 676666 (svarað kl. 08-16 virka daga). VERSLUNARRAÐ ISLANDS ing. Á síðasta ári hefði vaxtamunur fyrir framlag á afskriftareikning ver- ið 4,5% og 0,8% eftir að framlag á afskriftareikning hefði verið tekið frá. Þjónustutekjur bankans voru svip- aðar milli ára, 1.782 milljónir í fyrra samanborið við 1.804 milljónir árið áður. Valur sagði að allt frá haustinu 1989 hefðu tiltölulega litlar breyting- ar verið gerðar á gjaldskrá bankans og að umtalsverður hluti kostnaðar af greiðslumiðlun í landinu hefði ver- ið borinn uppi af vaxtamun. Nú yrði ekki haldið lengra áfram á þeirri braut og ekki lengur undan því vik- ist að færa verðlagningu innláns- stofnana í það horf að þeir greiði fyrir þjónustuna sem noti hana. Bankinn hafi haft verðlagsmál sín til endurskoðunar undanfarnar vikur og muni smám saman færa gjald- skrána í raunhæfara horf. Lausafjárhlutfall hækkaði Fram kom að lausafjárstaða Is- landsbanka hefði verið mjög traust á síðasta ári og batnað eftir því sem leið á árið. Innistæður í Seðlabanka og aðrar innistæður námu samtals tæpum tíu milljörðum króna í árslok og hækkaði lausafjárhlutfallið úr 12,5% í upphafi ársins í 17,5% í des- ember. Lausafjárhlutfallið að meðal- tali var 14,4%. Bætta lausafjárstöðu megi rekja til aukins aðhalds í útlán- um á sama tíma og innlán hafi vax- ið, enda hafi heildarútlán bankans numið 45.260 milljónum á síðasta ári sem sé nánast sama og árið 1992, en útlánaaukning í bankakerfinu í Úr ársreikningum íslandsbanka ^7 1990-93 1990 1991 1992 1993 Kekstur (i milljonum kr.) Vaxtamunur eftir framlag í afskriftareikning útlána 2.048 1.841 1.279 492 Þóknun og hagnaður (tap) hlutdeildarfélaga 1.708 1.788 1.882 1.791 Rekstrarkostnaðurog skattar (3.308) (3.567) (3.338) (2.937) Hagnaður (tap) 448 62 (177) (654) Efnahagur (i milljónum kr.) Sjóður, bankainnistæður og verðbréf 9.544 8.890 9.095 9.998 Útlán 35.046 41.167 42.675 42.181 Ýmsar eignir 3.937 4.283 4.148 3.536 Varanlegir rekstrarfjármunir 2.842 2.819 2.627 2.522 51.369 57.159 58.545 58.237 Innlán og bankabréf 34.734 39.398 39.855 42.301 Aðrar skuldir 12.651 12.370 13.515 10.772 Víkjandi lán 0 0 0 610 Eigið fé 3.984 5.391 5.175 4.554 51.369 57.159 58.545 58.237 Starfsmenn, meðalstöðugildi 892 862 797 726 Fjöldi útibúa 39 33 32 29 Hlutfallstölur af heildarfjármagni Vaxtamunur eftir framlag í afskriftareikning útlána 4,0% 3,4% 2,2% 0,8% Þóknun og hagnaður (tap) hlutdeildarfélaga 3,3% 3,2% 3,2% 3,0% Rekstrarkostnaður og skattar -6,4% -6,5% -5,7% -4,9% Hagnaður (tap) 0,9% 0,1% 0,3% -1,1% Eiginfjárhlutfall bankans (BIS) 12,2% 11,2% 11,4% Eiginfjárhlutfall bankans og dótturfélaga (BIS) 11,0% 10,0% 10,3% Meðalstaða heildarfjármagns 51.768 54.700 59.014 59.512 heild hafi verið 7% á síðasta ári. Innlán og bankabréf námu 42.301 milljón í árslok og jukust um 6,1%. Ef einungis er litið á innlánin voru þau 34.881 milljón króna og jukust um 5,4% milli ára. Eigið fé í árslok nam 4.554 milljónum króna, auk 600 milljón króna víkjandi láns sem boðið var út á verðbréfamarkaði á síðasta ári. Eiginijárhlutfall var 11,4% sam- kvæmt svonefndum BlS-reglum og að meðtöldum dótturfélögum 10,3%, en lágmarkshlutfall samkvæmt lög- um er 8%. Valur gerði að umtalsefni að und- ir liðnum útlán í ársreikningi hefði mestur vöxtur orðið í öðrum eignum en þar væri um að ræða eignir sem bankinn hefði orðið að leysa til sín á uppboðum, auk ávísana í lögfræði- legri innheimtu. Samtals hefði þessi liður vaxið um 960 milljónir á síð- asta ári og hefði numið um áramót 2.757 milljónum króna. Áætlað væri að heildarsöluverðmæti óseldra eigna ÁÐALFUNDUR 1994 Aðalfundur Granda hf. verður haldinn föstudaginn 29.apríl 1994 í matsal fyrirtækisins að Norðurgarði, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 17:00 DAGSKRÁ í. Venjuleg aöalfundarstörf skv. 18.gr. samþykkta félagsins o 3. Tillaga um útgáfu nýrra hluta 4. Önnur mál, löglega upp borir. GRANDI HF. NORÐURGARÐI, 101 REYKJAVÍK af þessu tægi hefði um áramótin numið tæpum tveimur milijörðum og hefði vaxið um 300 milljónir frá ár- inu áður. Oseldar eignir í árslok væru 138, en hefðu verið 113 árið áður og á síðasta árið hefðu verið seldar 109 eignir samanborðið við 72 eignir árið áður. Samkeppnisstaðan styrkst Valur sagði að væntingar manna varðandi það að unnt væri að auka rekstrahagkvæmni í bankakerfinu með sameiningu banka hefðu ræst, en i júní í sumar eru fimm ár frá því fjórir bankar sameinuðust og úr varð íslandsbanki. Á þessum tíma hefði útibúanetið verið stokkað upp og útibúum fækkað um fjórðung. Yfírstjóm hefði verið einfölduð og stoðdeildum fækkað úr 34 í 11. Rekstrarkostnaður nú næmi 4,9% af heildarijármagni bankans hefði num- ið 8% á árinu 1988. Jafnvægispunkt- ur vaxtamunar væri nú um 2% en hefði þurft að vera um 5% hjá bönk- unum íjórum árið 1988. Þrátt fyrir samdrátt í kostnaði hefði viðskipta- magn haldist svipað og markaðshlut- deild væri nær óbreytt. Með samein- ingunni hefði útlánadreifingin verið jöfnuð og endurspeglaði hún nú mun betur íslenska lánakerfið en verið hefði áður. Samkeppnisstaða bank- ans hefði styrkst og hann væri nú mun betur búinn til að mæta væntan- legri aukinni erlendri samkeppni en verið hefði. Rekstrarhagkvæmnin hefði aukist og afkoman fyrir fram- lög á afskriftarreikning hefði batnað um rúmlega hálfan milljarð króna á íjórum árum úr 1.013 milljónum árið 1990 í 1.551 milljón króna árið 1993. Það væru hins vegar framlög á af- skriftarreikning sem yllu tapi síðustu tveggja ára og gleyptu ávinninginn af hagræðingunni og þó ýmislegt bendi til þess að betri tímar geti verið framundan sé Ijóst að afskrift- ir útlána verði enn um sinn miklar. Síðar sagði hann: „Ýmislegt bend- ir til þess að á þessu ári verði nokk- ur kaflaskipti í þróun efnahagsmála í landinu. Langur vegur er frá því að erfiðleikp,r séu úr sögunni. Heimil- in og atvinnulífið glíma enn við mik- il vandamál og lánastofnanir munu áfram finna fyrir því. En það sjást þó ýmis merki um bata. Það hefur þegar átt sér stað mikil uppstokkun í atvinnulífinu og einstökum fyrir- tækjum. Eftir þær breytingar koma fyrirtækin heilbrigðari til leiks og í mörgum tilvikum fer hagnaður vax- andi. Heimilin eru einnig að aðlaga sig erfiðri stöðu. Þegar hagur við- skiptavina bankans batnar dregur úr þörf fyrir framlög í afskriftareikn- ing og hagur bankans batnar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.