Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL 1994 45 Guðráður Sigurðs- son — Minning Hinn 18. apríi sl. lést á Land- spítalanum vinur minn og tengda- faðir Guðráður Sigurðsson skip- stjóri, en hann var fæddur hinn 4. júlí 1911 og var því á áttugasta og þriðja aldursári er hann féll frá. Fráfall Guðráðs er óneitanlega talsvert áfall fyrir eftirlifandi eiginkonu hans og fjölskyldu vegna þess hve mikil áhrif hann hefur ávallt haft á líf okkar allra. Allir eru samt þakklátir fyrir hversu hægt andlát hann hlaut er hann lést í svefni og að því er virt- ist án allra óþæginda. Eftir við- burðaríka og langa ævi hlýtur það að vera gott að fá að fara á þenn- an hátt. Guðráður Jóhann Grímur, en svo hét hann fullu nafni, var fædd- ur í Reykjavík. Hann var sonur þeirra Guðríðar Einarsdóttur og Sigurðar Mósessonar skipstjóra. Móðir hans lést af barnsförum við fæðingu hans og skömmu síðar missti hann föður sinn sem týndist í hafi á skipi sínu. Var hann þá tekinn í fóstur til föðurbróður síns, Natanels Mósessonar á Þingeyri við Dýrafjörð. Oft hefur Guðráður sagt mér frá uppvaxtarárum sínum á Þing- eyri og eftir þeim frásögnum að dæma hefur hann snemma orðið mikill fyrir sér og athafnasamur. Ýmis uppátæki hans eru enn í minnum höfð meðal eldri Þingeyr- inga og hafa vakið kátínu margra. Eins og títt var meðal ungra manna á þeim tíma sneri stór hluti af athafnasemi hans að sjónum sem hann byrjáði snemma að stunda og tók ungur þá ákvörðun að sjómennska skyldi verða hans ævistarf. Hann stefndi síðan markvisst að því að komast í sigl- ingar og afla sér menntunar til þeirra starfa. Guðráður réðst ungur til starfa hjá Eimskipafélagi íslands og hjá því félagi vann hann alla sína starfsævi, byijaði þar sem léttmat- rós og vann sig alla leið upp í að verða skipstjóri. Hann var farsæll í öllum sínum störfum hjá félaginu og gekk vel að fara með mannafor- ráð. Fyrrverandi skipsfélagar bera honum gott orð og minnast hans með virðingu og vinsemd eins og meðfylgjandi vísa, sem einn þeirra kastaði fram, ber með sér: Alltaf er hann ánægður, ávallt sæll og glaður, Grímur Jóhann Guðráður, gæðastýrimaður. Guðráður var kvæntur Rann- veigu Hjartardóttur Clausen. Þau kynntust ung og hóf búskap í Reykjavík við lítil efni eins og svo margir aðrir á þeim tíma. En með eljusemi, dugnaði og samvisku- semi sem þau bæði höfðu til að bera í ríkum mæli komust þau vel af og gátu séð stækkandi fjöl- skyldu sinni farboða. Þau eignuð- ust fjórar dætur en þær eru: Ragn- heiður Guðríður, gift Þorsteini Þorsteinssyni, Hulda Guðrún, gift Garðari Sigurðssyni, Sigrún Gréta, gift Siguijóni Agústssyni, og Sigríður Erla, gift Jónasi Blön- dal. Guðráður og Rannveig hafa verið lánsöm og mjög samhent í gegnum lífið. Þau hafa lengst af verið heilsugóð og hraust og notið lífsins í ríkum mæli. Lengi vel bjuggu þau í Barmahlíð 3 í Reykja- vík, en byggðu sér síðar glæsilegt einbýlishús á Sunnubraut í Kópa- vogi. Heimilislíf á heimilum far- manna hlýtur alltaf að vera tals- vert frábrugðið því sem annars staðar gerist, þegar heimilisfaðir- inn er fjarvistum frá fjölskyldunni vikum og jafnvel mánuðum sam- an, enda var ávallt hátíð þegar Guðráður kom úr siglingu. Allt snerist þá um nærvera hans og iðulega var slegið upp veislu. Reyndi þetta ástand mikið á Rann- veigu sem þurfti að mestu leyti ein að axla þá byrði sem fylgdi rekstri heimilisins og uppeldi dætr- anna. Guðráður ákvað að fara í land við 65 ára aldur til að opna starf sitt fyrir sér yngri mönnum þó að honum hefði staðið til boða að vera lengur á sjónum. Taldi hann þetta ávallt rétta og sanngjarna ákvörðun. Við þetta urðu miklar breytingar á högum þeirra hjóna og má segja að þau hafi þurft að kynnast að stórum hluta að nýju. Fjölskyldan þurfti öll að aðlagast þessu nýja ástandi sem þau hjónin brugðust aðdáunarlega vel við. . A Sunnubrautinni gátu þau haft aðstöðu fyrir fallegan bát er þau áttu. Bát þennan nefndi Guðr- áður „Fortuna“ eftir kútter sem Natanel fóstri hans átti og á hon- um byijaði Guðráður sinn sjó- mannsferil. Nutu þau þessa áhugamáls síns svo lengi sem heilsa þeirra leyfði. Er þau töldu tíma til kominn fluttu þau inn á DAS, dvalarheimili aldraðra sjó- manna í Hafnarfirði, og hafa búið þar síðan. Eins og oft gerist þegar fólk fer að reskjast vill heilsan fara að gefa sig og hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með hversu vel þau hafa stutt hvort annað í þeim tilfellum. Þar hefur ástúð og innileiki verið í fyrirrúmi og hvort þeirra, sem betur hefur mátt sín, stutt hitt eftir bestu getu. Á þeim tíma er þau hafa dvalið á DAS hefur Guðráður unn- ið ötullega að málum heimilis- Ingólfur Arnar Ing ólfsson — Minning Fæddur 6. mars 1931 Dáinn 2. apríl 1994 Með fáeinum orðum viljum við þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Lngólfi. Okkur fínnst gott að hann kom til starfa við skólann okkar. Ingólfur var hjartahlýr og barngóður maður. Minningarnar um hann eru ljúfar og alltaf reynd- ist hann okkur vel. Með söknuði kveðjum við hann og vottum börnum hans samúð. Vertu, guð faðir, faðir. minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (H.P.) Vinir úr 6-D, Breiðholtsskóla. manna og lengi vel verið í forystu samtaka þeirra sem þar búa. Oft heyrði maður vini þeirra á heimil- inu dást að og þakka fyrir atorku hans á því sviði. Gaman væri að líta til baka og rifja upp margt það sem við Guðráður höfum átt sameiginlegt í gegnum lífið og mörg eru þau áhugamál sem við höfðum sameig- inleg, en sennilega yrði það of löng saga til að koma henni fyrir hér en marga ánægjustund höfum við og fjölskyldur okkar átt saman ýmist hér heima eða erlendis. Guðráður var skemmtilegur maður og fróður og naut sín ávallt vel á mannamótum. Hann var lífs- glaður og mælskur vel og hafði mikla ánægju af að miðla öðrum af þekkingu sinni og reynslu. Er ég sannfærður um að hver sá sem hefði tekið sig til og skráð endur- minningar hans hefði haft efni í góða bók. Það er erfitt að kveðja slíkan mann sem hefur verið stór hluti af lífi manns í svo langan tíma. Alltaf vildi maður að stundirnar hefðu orðið fleiri og að við hefðum getað notið samveru Guðráðs miklu lengur. En nú er Guðráður Jóhann Grímur farinn í sína síð- ustu siglingu og mér finnst sem ég sjái hann, þar sem hann stend- ur í brúnni og stýrir fleyi sínu til þeirrar strandar er bíður okkar allra, er sá tími kemur. Ég kveð nú minn góða vin og tengdaföður hinstu kveðju og mun ég minnast hans allt mitt líf sem eins besta og merkasta manns er ég hef kynnst á lífsleiðinni. Tengdamóður minni, Rann- veigu, votta ég mína innilegustu samúð og bið ég algóðan Guð að veita henni styrk í hennar miklu sorg. Garðar Sigurðsson. Blómastofa Fríéfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opiðöllkvöld til kl. 22,-einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. F\í Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsia. ai S. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 Iðnlánasjóður Skuldabréfaútboð Stjórn Iðnlánasjóös hefur ákveðið að leita inn á innlendan lánsfjármarkað í því skyni að draga úr vægi erlendra gjaldmiðla í inn- og útlánum og til að lækka vaxtakostnað sjóðsins og þar með vexti á nýjum útlánum. Útgáfudagur, útboðstími og nafnverö skuldabréfa Útgáfudagur og fyrsti söludagur skuldabréfanna er 26. apríl 1994. Útboðstími er til 26. júlí 1994. Heildarverðmæti útboðsins er 300 milljónir króna að nafnvirði. Undirflokkar, lánstími og einingar Gefin verða út skuldabréf í þremur flokkum, að verðmæti 100 milijónir hver. Skuldabréf í flokki 2/1994A eru til 6 ára, skuldabréf í flokki 2/1994B eru til 10 ára og skuldabréf í flokki 2/1994C eru til 3 ára. Bréfin verða gefin út í milljón króna einingum og 10 milljón króna einingum. Gjalddagar, vextir, ávöxtunarkrafa og sölugengi. Gjalddagi bréfanna er 26. apríl ár hvert. Af skuldabréfunum reiknast 5,00% vextir ofan á lánskjaravísitölu. Ávöxtunarkrafa á útgáfudegi þann 26. apríl 1994 er 5,13%. Sölugengi er 0,996007 í flokki 2/1994A, 0,994104 í flokki 2/1994B og 0,997606 í flokki 2/1994C. Fjárhagslegur styrkleiki í árslok 1993 var eigið fé Iðnlánasjóðs rúmir 3,2 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall um 20%. Útboösgögn, söluaöili og umsjón með útboöi Útboðslýsing og önnur gögn um útboðið og Iðnlánasjóð liggja frammi hjá Kaupþingi hf. sem hefur umsjón með útboðinu og annast sölu bréfanna. Kaupþing hf. löggilt verðbréfafyririœki Kringlunni 5 Sími: 689080
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.