Morgunblaðið - 26.04.1994, Side 29

Morgunblaðið - 26.04.1994, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL 1994 29 Richards Nixons fyrrum Bandaríkjaforseta minnst víða um heim Vildi ekki minningar- athöfn í Washington Washington. The Daily Telegraph. ÞEIR fimm menn sem eru á lífi og gegnt hafa embætti forseta Bandaríkjanna verða viðstaddir útför Richards Nixons, fyrrum for- seta, sem fram fer á morgun, miðvikudag. Nixon verður jarðsettur í Kaliforníu en að kröfu hans mun engin opinber minningarathöfn fara fram í Washington D.C., í höfuðborginni þar sem hann taldi sig jafnan umkringdan óvinum og bar kala til eftir að hafa hrök- klast úr embætti. Ráðamenn víða um heim minntust Nixons sem mikils stjórnmálamanns um helgina og sagði Borís Jeltsín Rússlands- forseti m.a. að með honum væri genginn einn merkasti stjórnmála- maður þessarar aldar. Syrgður í Kaliforníu KONA leggur blóm við inngang Richard Nixon-bókasafnsins í Yorba Linda í Kaliforníu en þar verður forsetinn fyrverandi jarðsettur á morgun, miðvikudag. Ákveðið var eftir fundi fulltrúa stjórnvalda og fjölskyldu Nixons að opinber minningarathöfn færi ekki fram í Washington. Þess í stað verður flogið í dag með kistu for- setans fyrrverandi frá New York þar sem hann lést 81 árs að aldri aðfararnóttt laugardags til Kalifor- níu. Útför mun hafa verið rædd óformlega í fyrra og hermt er að þá hafi komið fram af hálfu Nixons að hann vildi ekki að slík athöfn færi fram í höfuðborg Bandaríkj- anna. Nixon neyddist til að láta af embætti árið 1974 eftir að upp- lýst hafði verið um yfirhylmingar og lygar forsetans og samstarfs- manna hans í tengslum við Water- gate-málið svonefnda, innbrot á vegum repúblíkana í höfuðstöðvar Demókrataflokksins í Washington fyrir forsetakosningarnar 1972 þegar Nixon var endurkörinn. Við útförina á morgun mun Bill Clinton forseti fara fremstur en næstir honum munu koma þeir Gerald Ford, Jimmy Carter, Ronald Reagan og George Bush. Prédikar- inn Billy Graham mun annast út- förina. Iðrun og endurbót Nixon, sem var 37. forseti Bandaríkjanna og sá eini sem neyðst hefur til að segja af sér, var minnst einkum vegna framlags hans á vettvangi alþjóðamála um helgina. Lögðu menn einkum áherslu á þá sögulegu ákvörðun hans og Henrys Kissingers, þjóðar- öryggisráðgjafa forsetans og síðar utanríkisráðherra, að taka upp samskipti við kommúnistastjórnina í Kína og það bætta samband slök- unar á spennu sem einkenndi sam- skipti Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna í forsetatíð hans. Gerald Ford, sem tók við embætti forseta af Nixon og veitti honum fyrirfram náðun í tengslum við hugsanleg afbrot í Watergate-málinu sagði að Nixon hefði verið í hópi fremstu forseta Bandaríkjanna á þessari öld hvað utanríkismál varðaði ef ekki sá merkasti. í bandarískum dagblöðum lögðu höfundar minningargreina um Nix- on einkum áherslu á sigra hans og virtust lítinn áhuga hafa á að rífa upp gömul sár tengd Watergate- málinu, meintum tilhneigingum ■forsetans til ofsóknarbijálæðis og „óvinalistunum“ sem hann lét útbúa. Hugtökin „iðrun“ og „end- urbót“ rista djúpt í bandarískri þjóðarsál og var í greinum um for- setann f|'allað um hvernig hann hefði öðlast virðingu á ný á þeim 20 árum sem liðu frá því hann hraktist frá Washington. Fjallað var í löngu máli um ráðgjöf þá sem hann veitti eftirmönnum sínum í embætti á vettvangi utanríkismála. Mótsagnakenndur persónuleiki í lýsingum á persónuleika Nix- ons lögðu þeir sem minntust hans einkum áherslu á mótsagnirnar sem einkenndu hann; feimnina og eftirsókn eftir athygli og völdum, trúmanninn sem hataði svo mjög pólitíska andstæðinga sína og harðlínumanninn sem reyndist sveigjanlegur og gat náð sam- komulagi við kommúnista í Kína og Sovétríkjunum. í mörgum grein- um var fjallað um einsemdina sem ávallt einkenndi Nixon og óham- ingju hans og rifjuð upp orð Henr- ys Kissingers sem sagði einhveiju sinni við samstarfsmann sinn: „Getur þú ímyndað þér hvernig Nixon hefði verið hefði hann notið einhverrar ástúðar í lífinu? Hann hefði verið sannkallað stórmenni.“ Borís Jeltsín Rússlandsforseti sem neitaði að hitta Nixon að máli í síðustu för hans til Moskvu fyrr á þessu ári sagði að með Richard Nixon væri genginn „einstakur maður — einn merkilegasti stjórn- málamaður þessarar aldar.“ Fleiri slíkar yfírlýsingar bárust frá ráða- mönnum víða um heim en stjórn- völd í Víetnam greindu frá andláti hans án þess að tjá sig frekar um líf hans og störf. pottamir hafa gengið út í Háspennu Laueavesi 118 Hafnarstrœti 3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.